Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. nóvember 1982 ÞJÓÐVÍLJINN — StÐA 5 Ólympíuskákmótið í Sviss__ íslendingar í hópi efstu sveitanna Frá Helga Ólafssyni fréttamanni ÞjóÖviljans í Sviss: ísiendingar eru nú komnir í hóp ©fstu sveitanna í karlaflokki á Ól- ympíumótinu í skák hér í Sviss, eftir sigur yfir Búlgörum í dag, 2'h - IV2. Guðmundur gerði jafntefli við Radulov,HelgiviðVelikov,Mar - >eir við Imkov, en Jóhann Hjartar- son vann Danchef. Svona til gam- ans má geta þess að nú, áður en biðskákir verða tefldar er íslenska sveitin í 4. sæti með 13,5 vinninga. Annars er staðan sú eftir 5. um- ferðina að Tékkar eru efstir með 1472 vinning og 2 biðskákir.Sovét- menn með 13V v. og 2 biðskákir og íslendingar í 4. sæti með 137: vinn- ing. Auðvitað mun þetta allt breytast þegar biðskákir verða tefl- dar í kvöld. í 5. umferð tefldu efstu þjóðirn- ar, Sovétmenn og Tékkar saman. Tékkar hafa fengið ÍV: vinning á móti'ö hjá Sovétmönnum, en tvær skákir fóru í bið, og standa Sovét- menn tilvinmngs í þeim báðum. Þó er skák KarpoVs og Horts óljós ennþá. Það var Polugajevski í sov- ésku sveitinni sem tapaði sinni skák. fslenska kvennasveitin stóð sig vel í5. umferðogsigraði Kolumbíu 2-1. Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Guðlaug Þorsteinsdóttir gerðu jafntefll- Hól/S.dór Síðustu fréttir Eftir að biðskákir höfðu verið tefldar í gærkvöldi var það ljóst að íslendingar voru í 5.-8. sæti, aðeins tveimur vinningum fyrir neðan SovétTkin senivoru orðin efst með 15V2 vinning. I öðru sæti eru Tékk- ar með 14‘/2V., íþriðjasæti V-Þjóð- verjar með 14 v. og eina biðskák og í fjórða sæti Argentínumenn með 14 v. „Pað er œði langt að bíða, ef verkalýðshreyfingin þarf önnur tuttugu ár til að gera það upp við sig, hvernig hún leysi sjálfa sig upp og setji sig saman á ný í nafni lýðræðis“. „Félagar, and- stœðingurinn er vel skipulagðuru Það var hér fyrir nokkru, rétt- ara sagt 24. sept. s.l. að Vilmund- ur Gylfason, þingmaður Al- þýðuflokksins í Reykjavík, „ljóðaði" á okkar félaga í Al- þýðubandalaginu og nýtti til þess okkar eigin vettvang, Sjónarhorn Þjóðviljans. Mér fannst það bæði skemmtilegt og vel til fundið hjá honum og velti því fyrir mér um hríð, hvort ég ætti að svara, vegna þess að mín var þar að litlu getið til dæmis um þá, sem standa lýðræðinu helst fyrir þrifum. En um lýðræði vildi Vilmundur ræða og þá einkum lýðræðið í verkalýðshreyfingunni. En nokkuð vafðist það fyrir mér, hvernig ég mætti svara og hvers heiður ég ætti að verja, minn, flokksins, hinna, sem nefndir voru á nafn, eða verkalýðshreyfingarinnar. Var það á mínu færi? Þá kom Játvarður Jökull Júl- íusson okkur til bjargar og mér létti í bili,fannst ómakið af mér tekið, þangað til ég heyrði þá kappræða um lýðræðið í verka- lýðshreyfingunni eða öllu heldur skortinn á því í útvarpinu, Vil- mund og Guðmund J. Guð- mundsson að morgni 26. októ- ber. Og það rifjaðist upp fyrir mér, að Vilmundur hafði kallað mig tepru og síðan yfirfært þá einkunn á nokkra félaga mína, og ég hafði látið þessu ósvarað. Reyndar opinberaðist honum tepruskapurinn með dálítið sér- tökum hætti. Hann segist hafa verið á hlaupum heima hjá sér með kók og samloku á milli funda fyrir kosningarnar 1979, og þá hafi hann séð í sjónvarpinu, hvar undirrituð brosti teprulega til Einars Olgeirssonar í forvali hjá Alþýðubandalaginu og útskýrði fyrir honum, að áróður væri bannaður á kjörstað. Nú hef ég ekki jafn gott minni og Vilmund- ur og rámar ekki í þennan atburð, þó Einar Olgeirsson sé mér með minnisstæðustu mönnum, hvort sem ég hef hitt hann í Bókabúð Máls og menningar, þar sem hann hefur jafnan reynt að kynda upp í mér hugsjónaeldinn, eða farið með honum á bíó í út- löndum að sjá „Kammerater, motstándaren ár vál organiserad! (Félagar, andstæðingurinn er vel skipulagður“). En hvað um það, kannski var þetta ég og ekki ein- hver önnur, þótt minnið svíki og aldrei hafi ég séð um atkvæða- greiðslu á vegum flokksins, auk þess gjörsamlega metorðalaus kona í pólitíkinni. Stórar staðhœfingar af litlu tilefni Vilmundur notar nú samt þetta litla tilefni til stórra staðhæfinga og leggur út af á ýmsa vegu. Teprulegt bros mitt (ef það var mitt bros) sýnir honum, hvað við erum pólitískt hrædd og nervös, forðumst lýðræðisleg skoðana- skipti og átök, en erum haldin pólitískri sjálfumgleði, án þess að eiga fóður undir fat. Þar á ofan bætist, að við erum full af of rétt- mætum efasemdum um eigin skoðanir. Hugleiðum þennan dóm, því Vilmundur skrifar í góðu. Og þó hann sé landsfrægur sleggjudóm- ari, þá segir máltækið: Oft ratast kjöftugum satt á munn. Erum við svona eins og hann lýsir, teprulegir palísander- kommar (mætti kannski benda honum á nýrri kategóríur, furu- og strigakomma eða bárujárns- komma ), eða erum við þvert á móti hress, pólitískt hugrökk og örugg, reiðubúin til lýðræðislegra skoðanaskipta og átaka, auk þess öldungis sannfærð um ágæti eigin skoðana? Eins og Vilmundur sjálfur og þau í Alþýðuflokknum hljóta að vera. Mér er nær að halda, að það sé misjafn sauður í mörgu fé, bæði í Alþýðubandalagi og Al- þýðuflokki, þótt báðir vilji sjálf- sagt halda því fram, að í þeirra flokki séu „betri menn“. En þeg- ar Vilmundur átelur okkur fyrir pólitíska sjálfumgleði, þá sýnist mér hann eiga við, að við könn- umst ekki við eiginleika eins og „heilbrigðan metnað og valda- fíkn“ í okkar röðum, hjá okkur gerist allir hlutir í einhverskonar „dópuðu bróðerni“. Kratísk móðurmjólk Þarna kemur Vilmundur auðvitað við auman blett hjá mörgum, því gamla hugsjónin um frelsi, jafnrétti og bræðralag hefur ekki ennþá dugað til frelsis, jafnréttis og bræðralags manna, þótt sums staðar hafi kannski eitthvað þokað í áttina. Og þeir sem eiga göfuga hugsjón vilja gjarna verða jafn göfugir hugsjon sinni. Það er aftur á móti þrautin þyngri. Hugsjónin ein er ekki nóg til að losa sósíalista úr viðjum mannlegleikans; þeir eins og aðrir mótast fremur af fortíð sinni en framtíðarsýn. Vilmundur segist hafa drukkið það með móðurmjólkinni, að lýðraeði væri nokkuð gott af sj álfu sér. Ég fékk líka kratíska móður- mjólk að drekka og ætti þess vegna að hafa líka skoðun og hann á ágæti lýðræðisins, en ef okkur skyldi samt sem áður greina á í einhverjum efnum, þá gæti það átt rætur að rekja til þess, að ég er dóttur alþýðu- mannsins, en hann sonur Alþýðuflokksins. Og þó að ég eigi ekki í neinum erfiðleikum með að viðurkenna einstaklings- eðli mannsins, þá sé ég hann engu síður sem hluta af ákveðnum hópi og ákveðinni stétt. Einstakl- ingar berjast um völdin, maður og kona berjast um völdin, ólíkir hópar og STÉTTIR berjast urn völdin. Hið síðast nefnda vefst varla fyrir varaformannsefni flokks, sem kennir sig við alþýð- una. Tilrœði eða lýðrœði Og nú þegar Vilmundur hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr 80 11. júní 1938, um stéttarfélög og vinnu- deilur, þá segir hann að það sé gert til þess að auka lýðræðið í verkalýðshreyfingunni, en Guð- mundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar ku hafa kall- að það tilræði við þá sömu hreyf- ingu. Hvor hefur réttara fyrir sér? Meginatriði frumvarps Vil- mundar (og Árna Gunnarsson- ar), sem er aðeins í þrem grein- um, er að allir launþegar, sem taki laun hjá sama atvinnurek- anda, geti stofnað félag á vinnu- Steinunn Jóhannes- dóttir skrifar stað, sem hafi með samninga að gera og taki í einu og öllu við rétt- indum og skvldum stéttarfclaga. Þetta er skyld hugmynd og ASÍ samþykkti sjálft í stefnuskrá fyrir meira en 20 árum, þ.e.a.s. að breyta skipulagi sínu í þá átt, að vinnustaðurinn yrði grunnein- ing í staðinn fyrir fagfélögin, eins og fram kemur í langri og fróð- legri greinargerð með frumvarp- inu. Samt hefur ekkert orðið af þessu enn, en í staðinn verið reynt að taka skref í vald- dreifingar- og lýðræðisátt með því að stofna landshluta- sambönd. Hvað tefur? Litlar einingar Er það barátta stríðandi fylk- inga innan ASÍ, þótt enginn sé þar kapitalisminn, þar sem hags- munir einstakra hópa eru farnir að sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmun- um verkalýðsstéttarinnar í heild sinni, öfugt við margyfirlýst markmið? Er það faglærði iðnaðarmaðurinn, sem ekki vill vera í starfsgreinafélagi með ófaglærðu verkakonunni og faghyggjan því farin að bera hina eiginlegu stéttarvitund ofurliði? Er það „heilbrigður metnaður og valdafíkn" foringjanna, sem ekki gæti notið sín í öðru kerfi? Eða er það fleira, sem kemur til og aðrar efasemdir sérstaklega um valkostinn Vilmundar? Það er ekki ólíklegt, að fram kæmu margvíslegar aukaverkan- ir fyrir verkalýðinn og verka- lýðsbaráttuna, ef verkalýðshreyf- ingin yrði leyst upp í jafn litlar einingar og Vilmundur leggur til, eða allt niður í 25 manna eftir stærð fyrirtækja. Það leiddi vafa- laust til enn meiri sérhyggju og nú í formi fyrirtækjahyggju, eins og þeir ku hafa í Japan, í staðinn fyrir faghyggjuna vafasömu. Og það gerði hugsanlega út af við þann vott af stéttarvitund, sem enn er eftir, þegar búið væri, „að opna fyrir þann möguleika að betri samvinna og meiri skilning- ur verði á milli þeirra, sem við fyrirtækið starfa og hinna, sem það reka.“ Hér undrast ég aðeins, að lýðræðisástin skuli ekki leiða hinn frjálslynda, demókratíska nýjafnaðarmann nógu langt til að hann leggi til, að þeir sem starfi við fyrirtæki eigi ekki aðeins rétt til að stofna félag, heldur einnig til þess að eignast hlutdeild í því og njóta arðsins af því. Það þætti mér lýðræðislegt. Það leggur Vilmundur aftur á móti ekki til, oggeturverið vegna þess að hann sé frjálshyggju- jafnaðarmaður auk alls annars. Samtökin haldi afli sínu Það er æði langt að bíða, ef verkalýðshreyfingin þarf önnur tuttugu ár til að gera það upp við sig, hvernig hún leysi sjálfa sig upp og setji sig saman á ný í nafni lýðræðis. Og svo sannarlega veitir ekki af því, að hún hristi sig svolítið, jafn réttmætar áhyggjur og margir hafa af óvirkni félag- anna og þrásetu foringjanna, að ekki sé minnst á stöðu kvenna innan hennar, sem bæði hafa lág laun og lítil völd. En skipulags- breytingin hlýtur þó að vera gerð með þeint hætti, að samtökin missi ekki það afl, sern rnáli skiptir, þ.e.a.s. fjöldaaflið, sem eitt dugar á móti valdi auðsins og handhafa hans. Alþýðusamband íslands er voldugt afl í þjóð- félaginu vegna þess að það eru samtök yfir 50 þúsund manna. Gallinn við slík risasamtök er aftur á móti sá, að í þeim er mikil tilhneiging til sterkrar mið- stýringar, skrifræðis og óper- sónulegs valds, en áhrifaleysis hins almenna manns. Þess vegna hlýtur verkalýðshreyfingin að verða að taka mark á gagnrýn- endum innan sem utan vébanda sinna, en þó ávallt minnug þess, að andstæðingurinn er vel skipu- lagður. Mánaðamót okt-nóv. Steinunn Jóhannesdóttir er leikkona við Þjóðleikhúsið og hefur skrifað fjölmargar greinar í Þjóðviljann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.