Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJÍNN FÖstúdagur 5. nóvember 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Framkvæmdastjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón FriðriKsson. Auglýsingastjori: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elíasson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Gisli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Geir hlaupinn af hólmi • í kvöldfréttum útvarpsins á þriðjudaginn var tilkynnti Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ekki taka þátt í fleiri viðræðufundum með ráðherra- nefnd ríkisstjórnarinnar um framgang mála á Alþingi. • Þegar viðræður þriggja ráðherra við formenn stjórnar- andstöðuflokkanna hófust fyrir stuttu gerðu ýmsir sér vonir um, að takast mætti að ná einhverju viðunandi samkomulagi um afgreiðslu brýnustu mála á Alþingi næstu vikur og mánuði. • Brotthlaup Geirs Hallgrímssonar frá þessum viðræðum bendir ekki til þess, að af hans hálfu né annarra stjórnar- andstæðinga úr Sjálfstæðisflokknum sé fyrir hendi mikill viiji til samkomulags um úrlausnir. • Satt að segja er brotthlaup þetta til marks um fullkomið ábyrgðarleysi ráðamanna í því flokkseigendafélagi, sem að baki Geirs stendur. • Við þær aðstæður, sem nú ríkja, er stjórnarandstaðan hefur stöðvunarvald í neðri deild Alþingis, þá var það skylda ríkisstjórnarinnar að láta á það reyna, hvort unnt væri að ná samkomulagi við stjórnarandstæðinga um brýnustu úr- lausnarefnin. Stjórnin hefur ekki brugðist þessari skyldu. • Geir Hallgrímsson er hins vegar greinilega algjörlega andvígur öllum samkomulagstilraunum. Hans eina krafa er sú að stjórnin fari frá. • Allir eru sammála um, að alþingiskosningar fari fram á fyrri hluta næsta árs. Spurningin var því eingöngu sú, hvort takast mætti að brúa bilið þessa fáu mánuði með samstarfi stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu nokkurra mála, sem illa þola bið fram yfir kosningar. • Geir Hallgrímsson neitar hins vegar öllu í þessum efnum, - vill ekki einu sinni ræða málin. Gott og vel, þjóðin mun þá dæma, og það fyrr en seinna. • Krafan um að stjórnin fari frá er hins vegar fráleit. Eng- inn möguleiki er fyrir hendi á myndun annarrar meirihluta- stjórnar án undangenginna kosninga, og minnihlutastjórn eða utanþingsstjórn hafa enn minni möguleika á að koma málum fram á Alþingi heldur en núverandi ríkisstjórn. k. Stéttaandstæöur á Alþingi Svavar Gestsson félagsmálaráðherra mælti fyrir frum- varpi ríkisstjómarinnar um lengingu orlofs á Alþingi í fyrra- da§' ., .... Pað var fróðlegt að heyra málflutning stjornarandstoðu- þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum við þær umræður. Frið- rik Sóphusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins tók að sér það hlutverk, að kynna þingmönnum hin hörðu andmæli Vinnuveitendasambandsins gegn þessari réttarbót fyrir verkafólk, og Matthías Bjamason lýsti yfir að alls ekki væri hægt að samþykkja frumvarpið nema með skilyrðum. Sérstök ástæða er hins vegar til að vekja athygli á orðum Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verkamanns- sambands íslands um þetta mál í umræðunum á Alþingi, en hann sagði m.a.: „Lenging orlofs er komin inn í samninga opinberra starfs- manna, og ef þetta nýja frumvarp um lengingu orlofs verður ekki samþykkt í þinginu, þá er aðeins verið að draga enn meir.í sundur með opinberum starfsmönnum og þeim sem skemmra eru á veg komnir í réttindamálum. Það væri því hreint blygðunarleysi að láta þá verst settu sitja eftir í þessum efnum.“ Guðmundur sagði ennfremur um málflutning stjórnar- andstæðinga úr Sjálfstæðisflokknum: „Það skýtur auðvitað skökku við,að menn skuli vera að óskapast gegn kjaraskerðingu, sem í bráðabirgðalögun- um felst, en grípa svo fyrsta tækifærið til að agnúast út í þau atriði í boðskap ríkisstjórnarinnar, sem hafa í för með sér kjarabætur fyrir almenna launamenn.” Þessi orð Guðmundar hitta í mark. Fulltrúar fjármagnsins Flestir muna eftir hneykslum sem upp koma hjá ráðherrum hægri flokka vegna misveitingar valdsins og vegna þess hve erfitt þeir eiga með að skilja á milli hins pólitíska umboðs sem þeim er fal- ið og þeirra fjármagnsafla sem þeir eru fulltrúar fyrir. Slík hneyksli eru svo algeng að fyrnist yfir á fáum árum. Enda er af nóg- um öðrum að taka þar sem völd og þó sérstaklega peningar eru annars vegar. Hægri pressunni svíður það sárt að fá ekki slíka skandala til að velta sér upp úr þegar vinstri menn sitja í ráðherrastólunum. Þeir eru nefnilega ekki spilltir af langvarandi völdum og fjármagni eins og iðulega gerist um kollega þeirra í ráðherrastólum. Það er ekki af því að vinstri menn séu heilagir, heldur af hinu að félags- legur bakgrunnur vinstri manna er yfirleitt gjörólíkur þeim mark- aðsöflum sem sjá sér hag í því að senda einhvern íhaldsdrenginn á þing, til að mynda. Að búa til hneyksli Hægri pressan er auðvitað í stöðugu áróðursstríði við þá vinstri - og ekki nema eðlilegt. En munurinn er fólginn í því að Morgunblaðið eins og þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa í „betri“ aðstöðu vegna fjármagns- ,ins, sem burgeisaflokkur þeirra ræður yfir heldur en t.d. Þjóðvilji og Alþýðubandalagið. Þessa yfir- burðaaðstöðu notar Morgun- blaðið ótæpt daglega - og þá til að telja fólki trú um það sem er valdi þeirra þóknanlegt. Frá því hefur verið sagt hvernig fjölmiðlar eins og t.d. Bild Zeitung í Vestur-Þýskalandi búa til hneykslismál upp úr litlu tilefni eða jafnvel alls engu. Um þetta hafa verið skrifaðar bækur (Gúnter Walraff). Morgunblaðið íklæddist þessum slitnu görmum blekkinganna nú á dögunum í til efni af lögmannskostnaði vegna innheimtu á launum vegna gjald- þrots fyrirtækja. Það var Halldór Blöndal sá háttvísi, hógværi og Hatldór Blöndal. orðprúði þingmaður Sjálfstæðis- flokksins sem gaf blaðinu tilefni að þessu sinni til að flagga með hneyksli vikunnar. Riddari siðprýðinnar Þessi riddari siðprýðinnar sagði að félagsmálaráðherra hefði hyglað gæðingum sínum vegna áðurnefndra launa, sem námu 66 þúsundum til tveggja lögfræðinga á lögmannsskrifstofu Arnmundar Bachmans'fyrir um 60 mál á tveimur árum. Skandall! Hneyksli! Arnmundur var aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra! Nú er það svo, að lögmanns- stofa þessi er sérhæfð í málefnum stéttarfélaga og í vinnurétti. Stéttarfélögin sjálf og einstak- lingar úr þeim leita til skrifstof- unnar til að reka mál, þar á með- al til að gera launakröfur vegna gjaldþrots fyrirtækja. Það er með öðrum orðum ekki félagsmála- ráðuneytið sem velur lögfræðinga til að reka mál sem þessi, heldur stéttarfélögin. Þess utan er lög- mannsstofa Arnmundar Bach- mann sjálfstætt fyrirtæki sem hafði með mál sem þessi að gera, áður en Arnmundur starfaði sem aðstoðarmaður ráðherrans, á meðan hann var það og á eftir. Hvað annað? Þeir kjósa Blöndal á þing Um leið og Blöndal og Mogg- inn hans reyna að gera félagsmál- aráðherra og lögmanninn tor- tryggilega, þá eru þeir að sjálf- sögðu að gera lög og reglur um launakröfur vegna gjaldþrots fyrirtækja tortryggilegar. Það er í sjálfu sér umhugsunarefni. Lögin um ríkisábyrgð á launum vegna gjaldþrots eru til komin vegna þess að launþegar bjuggu við ótrúlegt öryggisleysi í þessum efnum þar til vinstri stjórnin setti lög um ríkisá- byrgðina árið 1974. Launþega- samtökin höfðu þá lengi barist fyrir einhverri tryggingu af þess- um toga. Forstjórar fallít fyrirtækjanna bæði þá og núna láta sig ekki muna um að setja fyrirtækin á hausinn. Rísa jafn keikir upp aftur og setja ný fyrirtæki á lagg- irnar, sem fara jafnvel sömu leið. Með allra handa hlutafélaga- og bókhaldsbrögðum hefur þeim tekist að hliðra sér hjá afleiðing- um heimskureksturs á slíkum fyrirtækjum. Ríkið neyðist til að borga brúsann. En hefúr Halldór Blöndal spurst fyrir um, eða vak- ið athygli á því hneyksli? Hefur Blöndal áhuga á að láta forstjor- ann sæta ábyrgð? Nei og aftur nei, enda viðbúið að slíkir ævin- týramenn við stýri fyrirtækja kjósi Halldór Blöndal á þing. Hæfir skel kjafti. -óg og skorið Á skurðarborði sósíal- demókratíunnar Kjartan Ottósson heldur áfram að kryfja málflutning Jón Bald- vins Hannibalssonar á skurðar- borði sósíaldemókratíunnar í Al- þýðublaðinu í gær. Penninn bítur vel og Jón Baldvin sýnist ekki vera annað en lítill frjálshyggju- piltur í kratakufli sem hann hefur fengið að láni eftir þessa með- ferð. Kjartan Ottósson hefur rakið málaflokk eftir málaflokk þar sem Jón Baldvin er á öndverðum meiði við alla heimsins krata. Enda erekki annað fyrirsjáanlegt en Jón Baldvin Iendi utan garðs á flokksþinginu um þessa helgi og í prófkjörinu á næstunni. Hins vegar hefur Kjartan Ottósson sýnt fram á að Jón Baldvin á já- bræður meðal svartasta íhaldsins. Það er því ekki ólíklegt að hann Jón Baldvin. Ekki krati þegar allt kcmur til alls. kasti kufli kratismans og komi til prófkjörsins einsog hann er klæddur - í búningi frjálshyggj- unnar. Hvár dansar hann um þarnæstu jól? Kannast menn við tóninn? -Kjartan Ottósson berar Jón Baldvin í afstöðunni til friðar- hreyfinga í gær, þarsem hann virðist ekki eiga neina samleið með krötum jarðarinnar, ekki heldur hér á landi. Þá rekur Kjartan afstöðu rit- stjórans til ,,velferðarríkisins“. Vitnar hann í leiðarann „Paradís- armissi“ þarsem ráðist er af hörku gegn hinni sósfaldemókr- atisku þjóðfélagsgerð. Sérstak- lega er Jóni þar uppsigað við Dani: „Síðan segir frá því, að Danir hafi vaknað upp við vondan draum, hin skandinaviska para- dís sé glötuð: „Gömlu ráðin, hærri skattar og rneiri ríkisforsjá, duga ekki lengur. Þar er ekki lengur feitan gölt að flá í atvinnu- lífinu. Það rís ekki lengur undir allri félagsráðgjöfinni, sem nú er orðin aðalatvinnuvegur Dana. En hún skilar litlum arði. Að vísu er klámið enn gjaldeyrisaflandi útflutningsgrein, en samdráttar- horfur þó alvarlegar jafnvel í þeirn bransa". Kannast menn nokkuð við tóninn?“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.