Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 2
síðan 2 StDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. nóvember 1982 Ekkert að hafa sagði kallinn... Guttarnir stilltu sér upp á Eskifirði... Lagað til í Herdísar- vík Síðustu tvö sumur hefur mikið verið unnið í Herdísarvíki til bóta fyrir land og hús, að því er fram kemur í grein eftir Pál Sigurðsson í fréttabréfi Háskóla íslands. Eins og menn flestir vita, þá ánöfnuðu erfingjar Einars Bene- diktssonar stórskálds, Háskóla fslands eignir skáldsins í Herdís- arvík í Selvogshreppi. Húsið var mjög illa farið, en nú hefur það algerlega verið endur- nýjað. í stað bárujárns er komin vönduð timburklæðning og tvö- falt gler í glugga, og húsið er vist- legt og glæsilegt á að líta. Nokkrum nýjum myndum hef- ur verið komið fyrir í húsinu, þ.á m. merkum myndum af Ein- ari Benediktssyni sem áður höfðu eigi komið fyrir almenningssjón- ir. Búið er að gera allt undirland jarðarinnar í Herdfsarvík fjárhelt eða um 20 km' Húsið er nú notað sem orlofs- bústaður Starfsfólks Háskólans. Gætum tungunnar Sagt var: Jón rétti fram vinstri hendina, þegar Páll lyfti hægri hendi. Rétt væri: Jón rétti fram vinstri höndina, þegar Páll lyfti hægri hendi. r Vísindi á Islandi Fáguð rúmfræði í tvinnfallafræði af mörgum breytistærðum þarf oft að athuga jöfnukerfi sem gefin eru með fág- uðum (þ.e. tvinn-diffranlegum) föllum. Lausnamengi slíkra kerfa kallast fáguð rúm, og þau eru könnuð með rúmfræðilegum að- ferðum. Áhersla er lögð á að kanna hvernig lausnamengin breytast ef jöfnurnar eru háðar aukabreytistærðum (parametr- um); þá er talað um bjaganir fág- aðra rúma. 0 Gíró 59000 Otrúlegasti öfgaáróður ...en konurnar litu ekki upp frá tunnunum. Svipmyndir úr ...en á Fáskrúðsfirði var skipað upp tómum tunnum. Þeir voru að umstafla fullum tunnum á Reyðarfirði Jane Fonda og Tom Hayden skotspónn afturhaldsaflanna Þátturinn í sjónvarpinu fyrr í haust um „The moral majority” vakti verðskuldaða athygli, en bessi hópur er ekki sá eini þar vestra sem berst fyrir almennu afturhaldi, afnámi mannréttinda, kynþáttakúgun, ritskoðun og kristilegri harðstjórn. Fjölda margar hliðstæðar hreyfingar hafa hafið baráttu sína og nú síð- ast hreyfing sem berst fyrir kjarn- orkuvopnum. íslendingar, sem eru við nám vestra, komu með þessa límmiða til okkar á rit- stjórnina á dögunum, en þá fengu þau afhenta á flugvellinum í San Francisco í sumar. Eins og við sjáum er hér verið að berjast m.a. gegn Tom Hayden og öðrum frjálslyndum frambjóðendum í kosningunum í haust. „Fleygið Jane Fonda í hvalina”, stendur þarna meðal annars. síldinni Á hraðferð blaðamanns um Austfirði á dögunum var stöðvað við og við og skotið á mannlífið eins og ljósmyndarar kalla slíka vinnu. Þótt viðvaningur héldi um myndavélina var árangurinn furðulega góður, og hérna á síð- unni ber fyrir augu nokkrar svip- myndir úr daglegri önn á Austfjörðum einn fagran laugardag. Skipstjórinn á Erlingi RE var að leggja að bryggjunni í Nes- kaupstað. Þetta var reknetabát- ur, og það var haugabræla um nóttina og ekkert að hafa sagði „kallinn“. A Eskifirði var hins vegar líf í tuskunum. í söltunarstöðinni Friðþjófi kepptust allir við að ljúka dagsverkinu, því ljóst var að ekkert yrði saltað daginn eftir. Guttarnir gáfu sér tíma til að brosa til blaðamanns meðan hann hljóp um í söltunarstöðinni, en kvenfólkið leit ekki upp frá tunnunum, saltinu og síldinni. Á Reyðarfirði var ekki verið að salta, en nóg að gera samt. Karlarnir voru að umstafla síldar- tunnunum utandyra og fóru var- lega með viðkvæma vöru. Á Fáskrúðsfirði var líka heil- mikið um að vera þótt síldveiðin væri dræm. Söltunarliðið fór í uppskipun á tómum tunnum sem sjálfsagt eru flestar ef ekki allar orðnar stútfullar af síld þegar þetta er skrifað. Myndir og texti - Ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.