Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 15 Þorgils Ottar Mathiesen: „Ég reikna með því að Svíarnir séu með sterkasta piltaliðið, þeirhafa \skemmtilegum leikmönnum á að skipa, og Danirnir standa þeim ekki langtaðbaki. Við Norðmenn og Finnar erum sennilega í svipuðum styrkleikaflokki svo markmiðið hjá okkur verður fyrst og f remst að sigra þessar tvær þjóðir og ná þriðja sætinu. Annað er óraunhæft svona fyrirfram en við erum nú einu sinni á heimavelli og það getur allt skeð,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen,fyrirliði landsliðs piltaí handknattleik 20 ára og yngri í samtali við Þjóðviljann í gær. Norðurlandamót pilta fer fram í Reykjavík um helgina og hefst í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20. Þá leika ísland og Noregur en þar á eftir Danmörk og Svíþjóð. Kl. 9.30 í fyrramálið leika íslensku strákarnir við Finna og síðan Norðmenn við Dani. Þá verður hlé til kl. 15 en þá leika Svíar og Finnar. Kl. 16.15 mæta svo ís- lendingar Dönum. Á sunnudags- Norðurlandamót pilta í handknattleik í Laugardalshöllinni um helgina morguninn kl. 9.30 leika Norð- menn og Svíar og síðan Danir og Finnar. Lokaumferðin hefst kl. 14.30 á sunnudaainn en bá mæt- ast ísland og Svíþjóð. Loka- leikurinn, viðureign Finna og Norðmanna, hefst síðan kl. 15.45. í mótslok verða valdir besti sóknarleikmaðurinn, besti varnarleikmaðurinn og besti markvörðurinn. íslenska liðið er þannig skipað: Markverðir eru Gísli Felix Bjarn- ason,KR, Haraldur Ragnarsson, FH og Jón Bragi Rúnarsson, Fram. Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen, FH, Aðal- steinn Jónsson, Breiðabliki, Óskar Þorsteinsson, Víkingi, Geir Sveinsson, Val, Jakob Sig- urðsson, Val, Júlíus Jónasson, Val, Gylfi Birgisson, Þór Ve, Guðmundur Albertsson, KR, Jó- hannes Benjamínsson, Gróttu, Hermann Björnsson, Fram, Willum Þórsson, KR og Karl Þrá- insson, Víkingi. „Það hefur verið mikil keyrsla á æfingum hjá okkur síðustu dag- ana,“ sagði Þorgils Óttar. „Við vorum í æfingabúðum í Borgar- nesi um síðustu helgi og æfðum þar tvisvar á dag og síðan hafa verið þrír æfingaleikir í vikunni. Undir- búningur í heild hefur hins vegar ekki verið nægilegur, það var erf- itt að koma liðinu saman í sept- ember þar sem íslandsmótið hófst svo snemma og það er afar slæmt að sumarið skuli ekki hafa verið nýtt. Að öðru leyti hefur þetta gengið vel, liðið hjá okkur er jafnt, engar stórstjörnur sem standa uppúr og þá reynir á að samvinnan sé góð, hún kemur til með að skipta öllu máli þegar á hólminn er komið.“ Þorgi|s Óttar og Gísli Felix markvörður eru reyndustu menn liðsins og þeir einu sem eiga A- landsleiki að baki, Þorgils Óttar 17 og Gísli 5. Annars eru flestir piltanna leikmenn með aðallið- um sinna félaga í 1. og 2. deild og það verður gaman að fylgjast með gengi þeirra á þessu fyrsta Norðurlandamóti í þessum aldurs- flokki. Velskur atvinnumað- ur og ungur Skoti Umsjón: Víðir Sigurðsson Lichtenstein sendir lið í fyrsta skipti Smáríkið Lichtenstein verður með í undankeppni knattspyrn- unnar fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Los Angeles eftir tvö ár. Þetta er í fyrsta skipti sem alpa- þjóðin litla, sem einungis hefur sjö knattspyrnuliðum'á að skipa, send- ir lið í knattspyrnukeppni á alþjóð- legum vettvangi. Lichtenstein fær þó sennilega aðeins tvo leiki þar sem þeir þurfa að leika í forkeppni tvívegis gegn Hollendingum. Fjórar þjóðir úr Evrópu komast á leikana ásamt Ólympíumeistur- um Tékka. Riðlaskiptingin er þannig: A-riðill: Sovétríkin, Ungverja- land, Búlgaría, Tyrkland og Grikk- land. B-riðill: Austur-Þýskaland, Pól- land, Finnland, Noregur og Dan- mörk. C-riðill: Júgóslavía, Rúmenía, Ítalía, Austurríki og Holland eða Lichtenstein. . D-riðill: Spánn, Frakkland, Por- túgal, Belgía og Vestur-Þýskaland eða ísrael. Varla þarf að taka það fram að hér er einungis um lið áhugamanna að ræða og leiðir það vanalega til þess að Austur-Evrópuliðin skipa sér í efstu sætin á Ólympíuleikun- um. Þar telst ekki vera atvinnu- mennska í íþróttum, þó það sé aðeins skilgreiningaratriði. -VS Lincoln efst þrátt fyrir stóran skell Bristol Rovers 27, Gillingham 25 og Portsmouth 24. 4. deild: Blackpool-Torquay................ 1-0 Bristol City-Chester............ 0-0 Colchester-Wimbledon............. 3-0 Crewe-York...................... 2-1 Darlington-Aldershot............ 1-1 Hartlepool-Mansfield............. 0-4 Hull-Bury....................... 2-1 Peterborough-Halifax............ 2-1 Rochdale-Northampton............. 2-0 Scunthorpe-Port Vale............. 1-0 Stockport-Hereford.............. 2-1 Swindon-Tranmere................. 4-2 Bury og Scunthorpe eru efst með 29 stig, Wimbledon og Swindon hafa 28, Port Vale 27, Hull 26 og Torquay 25 stig. _VS 8 íslendingar fara á Solna-leikana í ár Atta Islendingar verða meöal þátttakenda á Solna-leikunum, al- þjóðlegum íþróttaleikum fatlaðra, sem fram fara í Stokkhólmi um helgina. Sjö þeirra eru frá ÍFR, Guð- mundur Örn Guðmundsson sem keppir í lyftingum, Hafdís Ás- geirsdóttir í borðtennis, Elísabet Vilhjálmsson í bogfimi, Edda Berg- mann í sundi, Haukur Gunnars- son, Katrín Guðjónsdóttir og Helga Bergmann í boccia. Þá kem- ur Hafdís Gunnarsdóttir frá Akur- eyri en hún keppir í borðtennis. íslenskir keppendur hafa oft staðið sig vel á mótum fatlaðra er- lendis og í fyrra sigraði Elísabet í bogfimi á þessum leikum. Heil umferð var leikin í neðri deildum ensku knattspyrnunnar í vikunni. Úrslit urðu þessi: 3.delld: Bournemouth-Brlstol R............. 0-0 Bradford C.-Oxford................ 3-2 Brentford-Preston N.E............. 3-1 Chesterfield-Gllllngham........... 1-2 Exeter-Wigan...................... 2-1 Huddersfield-Doncaster............ 3-0 Millwall-Plymouth................. 2-2 Newport-Sheffield Utd............. 3-1 Orient-Walsall.................... 2-1 Portsmouth-Lincoln................ 4-1 Reading-Cardiff................... 1-2 Wrexham-Southend.................. 3-2 Lincoln er áfram efst með 30 stig, Newport og Cardiff hafa 28, UM HELGINA Konraðsson er meðal þatttakenou a afmælismót BTI á morgcin verða meðal þátttakenda á afmælismóti BTI Walesbúinn Dave Welsman, sem er atvinnumaður í V.Þýskalandi og skoski landsliðsmaðurinn Davið Mcllroy verða meðal þátttakcnda á afmælismóti Borðtennissambands Islands sem fram fer í íþróttahúsi Kennaraháskólans á morgun laugardag. Mótið er haldið í tilefni af 10 ára afmæli sambandsins og hefst kl. 14. Undanúrslit byrja kl. 17 og úrslitaleikir 17.45. Flest okkar besta borðtennisfólk tekur þátt í mótinu, 16 karlar og 8 konur, en hér er um boðsmót að ræða. Walesbúinn Welsman hefur vakið athygli vegna sérstakrar tækni, hann notar takkagúmmí á annarri hlið spaðans en slétt á hinni. Hann er 29 ára gamall en Mcllroy er aðeins tvítugur og er mjög ákveðinn sóknarspilari. Landslið valið Landsliðsnefnd BTÍ hefur valið hóp til æfinga fyrir þau verkefni sem landsliðið á að takast á við í vetur. Farið verður til Guernsey í janúar og leikið í 3. deild Evrópu- keppni landsliða, farið á opna vel- ska meistaramótið strax á eftir og loks á heimsmeistaramótið íTokyo í Japan í byrjun maí. Landsliðið skipa eftirtaldir: Stef- án Konráðsson, Tómas Guðións- son, Hjálmtýr Hafsteinsson, Tóm- as Sölvason, Bjarni Kristjánsson, Gunnar Finnbjörnsson, Hilmar Konráðsson, Jóhannes Hauksson, Kristján Jónasson, Ásta Urbancic, Ragnhildur Sigurðardóttir og Kristín Njálsdóttir. _vs Heil umferð er á dagskrá úrvals- deildarinnar í körfuknattleik um helgina. Á morgun, laugardag, mætast Njarðvík og Fram í Njarðvík, ÍR og Valur í Hagaskól- anum. Báðir leikirnir hefjast kl. 14. Þriðji leikurinn er svo viður- eign KR og Keflavíkur í Hagaskóla kl. 14 á sunnudag. Staðan í úrvalsdeildinni er nú þannig: Keflavík ........4 4 0 368-329 8 Valur............4 3 1 359-327 6 Njarðvík........5 32 434-420 6 KR...............4 2 2 360-358 4 Fram ............4 1 3 332-347 2 ÍR.............. 5 0 5 371-443 0 Nú fer í hönd önnur leikhelgin á íslandsmótinu í blaki. { kvöld leika nýliðar Bjarma gegn ÍS í 1. deild karla í íþróttahúsinu að Hafralæk kl. 20.30. Þá mætast KA og ÍS í 1. deild kvenna á Akureyri kl. 20. Á morgun, laugardag, leika UMSE og IS í 1. deild karla á Ak- ureyri kl. 14 og síðan KA og ÍS í 1. deild kvenna. Kl. 13.30 hefst leikur Breiðabliks og Víkings í 1. deild kvenna og fer hann fram í Voga- skóla. Á sunnudag verða þrír leikir í Hagaslóla. HK og ÍA leika í 2. deild kl. 19, Víkingur og Þróttur í 1. deild karla kl. 19.45 og Breiða- blik og Þróttur í 1. deild kvenna kl. 21. 1 rK. Auglýsið í y Þjóðyiljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.