Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 16
DJODVHJM Föstudagur 5. nóvember 1982 Jón Sveinsson i Stálvík: „Á að geta bjargað okkur” „Ég held að þetta eigi að geta bjargað okkur, en verðbólgan verður áfram okkar höfuðóvinir", sagði Jón Sveinsson forstjóri Skip- asmíðastöðvarinnar Stálvík og for- maður félags Dráttarbrauta- og skipasmíðastöðva, um samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær. „Ástandið var orðið á mjög hætt- ulegu stigi, og þetta horfði mjög illa út. Með þessari samþykkt hefur ríkisstjórnin tryggt reglur um fjár- mögnun til þess að koma rafsmíða- verkefninu í gang, og þetta eru goð og hagkvæm lán. Það má hefja smíðar á fjórum skipum eftir rafs- míðaverkefninu og sú vinna kemui mörgum skipasmíðastöðvun til góða. Teikningar eru tilbúnar og kaupendur voru það líka, en þeii voru fældir frá með ákvörðun Fisk- veiðisjóðs, en þeir eru þegai komnir aftur til að ræða málin eftii að þessi samþykkt var gerð“, sagði Jón Sveinsson í gær. - lg, Slökkvlllðið iékk ekki að kveíkja I Um miðjan dag í gær stóð til að kveikt yrði í húsinu Bræðrapartur við Engjaveg í Laugardal, en húsið skemmdist nokkuð í bruna um síð- ustu helgi. Brunamálastofnun hafði óskað eftir leyfi borgaryfirvalda sem eiga húsið, að fá að nota það við æfingar sem stofnunin heldur þessa dagana fyrir 23 slökkvimenn víðs vegar að af landinu. í gær bárust Brunamálastofnun og slökkviliðinu í Reykjavík- til- kynning um að ekki gæti orðið af íkveikju þann daginn, þar sem Bréfdúfufélag Reykjavíkur hefði sýnt áhuga að fá húsið undir starf- semi sína og óskað eftir umfjöllun um erindið hjá borgaryfirvöldum. Þórir Hilmarsson brunamála- stjóri ríkisins sagði í samtali í gær að illa gengi að fá hús til að æfa slökkvimenn i og þetta hús hefði brugðist á síðustu stundu. Það væri illa farið og yrði sjálfsagt rifið. Jón Guðmundsson formaður Bréfdúfufélags Reykjavíkur sagði að, málið hefði borið skjótt að. Húsið væri tilvalið fyrir starfsemi félagsins og á kjörnum stað. „Við gerum ekki sömu kröfur um húsnæði fyrir dúfurnar og gert er um mannabústaði, og þetta hús myndi henta okkur vel”. Hann tók fram að afstaða borgaryfirvalda til málaleitana félagsins hefði verið mjög velviljuð, en óvíst væri hver málalok yrðu. -lg. Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjóm 81382,81482og81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðámenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 KvöÍdsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Patreksfjörður Verkfall hjá Kópanesi Starfsfólk fiskvinnslufyrirtækis- ins Kópanes h.f á Patreksfirði hef- ur verið í verkfalli alla þessa viku vegna þess að það hefur ekki feng- ið laun sín greidd og munu flestir eiga allmikið fé inni hjá fyrirtæk- inu. Hér er um 15 manns að ræða en Kópanes h.f. er eitt þriggja fisk- vinnslufyrirtækja á Patreksfirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki verið á staðnum síðustu daga, haldið sig í Reykjavík og því ekki sinnt þessu máli. Þess má geta að Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vestfjarða er kominn til Patreks- fjarðar vegna málsins. - S.dór Rafmagn og hiti 19-25% verð- hækkun Að tillögu gjaldskrárnefndar hefur ríkisstjórnin fallist á 19-25% hækkun á orkuverði frá rafmagns- og hitaveitum. Jafnframt kemur til framkvæmda annar áfangi í auknum niðurgreiðslum á raforku til húshitunar til viðbótar við það sem ákveðið var 1. október s.l. Nær þessi hlutfallslega lækkun til húshitunar hjá Rafmagnsveitum ríkisins, Orkubúi Vestfjarða, fjar- varmaveitna á Höfn í Hornafirði og á Seyðisfirði, Rafveitu Siglu- fjarðar og við bætist nú Rafveita Reyðarfjarðar. Rafmagnsveita Reykjavíkur hækkar sína taxta um 25% og er þar um 1-2% hækkun að ræða um- fram kostnaðarhækkanir sem orð- ið hafa. Aðrar rafveitur fá svipaða hækkun og stafa þær af 29% hækk- un á heildsöluverði Landsvirkjun- ar auk 8.75-9% hækkunar sam- kvæmt tillögu gjaldskrárnefndar. Þýðir þetta um 25% hækkun smá- söluverðs. Landsvirkjun ákvað 35% hækk- un heildsöluverð en eftir þrýsting frá ríkisstjórninni lækkaði hún sig niður í 29%, Rafmagnsveita Reykjavíkur hafði sótt um 32% hækkun en fær 25% eins og áður sagði. Hitaveita Reykjavíkur fær 19% hækkun en hafði farið fram á 30.8% hækkun. -ekh „Eftirlit starfsmanna á vinnustöðunum er forsenda þess að við náum árangri í okkar störfum“, segja starfs- menn Vinnueftirlits ríkisins. - Ljósm. gel. Virkni starfsmanna í eftirliti er nauðsyn „Því miður er það svo að aðbún- aður starfsmanna á vinnustöðum er víða bágborinn og ástandið í Bátalóni í þeim efnum cr engan veg- inn einsdæmi. Yfirleitt verður að segja að öll aðstaða starfsinanna sé langt fyrir ncðan þau mörk sem cðlilcg mega teljast, enda þótt einn- ig megi finna einstök fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar í þessum efn- um“, sögðu þeir Eyjólfur Sæm- undsson forstjóri Vinnucftirlits ríkisins og Vigfús Geirdal, fræðslu- og upplýsingafulltrúi þess, í samtali við Þjóðviljann í gær. Fréttir Þjóðviljans í gær að aðbún- aði starfsmanna í skipasmíðastöð- inni Bátalóni í Hafnarfirði hafa vakið athygli og viðbrögð fjöl- margra. Við spurðum þá félaga nánar út í ástand vinnustaðanna: „í vinnuverndarkönnun sem framkvæmd var 1978-79 í 158 fyrir- tækjum þar sem 8250 starfsmenn unnu, kom í ljós að fjölmörgu var ábótavant varðandi aðbúnað og hollustuhætti starfssmanna. Það er því ljóst að það að koma þeim mál- um í lag tekur mörg ár og er gífur- legt félagslegt verkefni“. En hvernig er best að standa að málum, svo að dæmi eins og fjallað var um í Þjóðviljanum í gær komi ekki upp? „Hornsteinn laganna um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum er sá, að þeir sem þar fstarfa séu sjált- ir virkir í eftirliti með því sem" aflaga fer og séu ákveðnir í-að knýja fram úrbætur. Það sjónarmið að’ stóri bróðir eigi að vaka yfir öllu er úrelt, enda þótt með því séum við ekki að skjóta Vinnueftirlitinu undan þeirri ábyrgð sem á því hvílir í þessum efnum“. Og hvernig er svo að Vinnueftir- litinu búið? „Um það mætti segja mörg orð, en staðreyndin er sú að Vinnueftir- litið hefur ekki fengið samþykktar fjárveitingar fyrir þeirri aukningu starfsmanna og meira rekstrarfé sem stjórn eftirlitsins hefur verið sammála um að það þyrfti að fá, ætti það að gegna hlutverki sínu. Slík afstaða fjárveitingavaldsins seinkar auðvitað því, að við náum þeim afköstum og árangri í okkar starfi sem við stefnum að“. „Meginatriði þessa máls er að Vinnueftirlit ríkisins er ekki og á ekki að vera allsherjar miðstýring- araðili í þessum efnum. Verkafólki sjálft verður að koma virkt inn í myndina ef einhver árangur á að nást í baráttunni gegn óhollustu og öryggisleysi á vinnustöðum“, sögðu þeir Eyjólfur Sæmundsson og Vigfús Geirdal hjá Vinnueftir- litinu að lokum. - v. Framgangur raðsmíðaverkefnis tryggður af smíðaverðlnu 85% „Þessi samþykkt er gerð til þess að greiða götu fyrir raðsmíða- verkefninu og fá kaupendur að þcssum skipum og tryggja með því rekstur skipasmíðastöðv- anna“, sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðhcrra í sam- tali. Á ríkisstjórnarfundi í gær, var samþykkt að kaupcndum raðsmíðaskipa yrði heimilað að taka erlent vörukaupalán sem nemur 20% að smíðaverði hvers skips. Þar til viðbótar koma lán frá Fiskveiðisjóði 60% af sniíða- verði og lán úr Byggðasjóði lík- legast 5%. Eigin fjármögnun kaupenda verður þá um 15%, en upphaflega var gert ráð fyrir að hún yrði 10% Þegar Fiskveiðisjóður ákvað einhliða sl. vor að lækka lán til nýsmíða innanlands úr 75% í 60% kom mikið bakslag í raðsmíðaverkefnið og engir kaupendur fengust að þessum skipum. Ríkisábyrgð var þá gefin fyrir smíði fjögurra skipa á næsta ári, tveggja hjá Slippstöðinni, og eins hjá Stálvík og Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Hjörleifur Guttormsson sagði að með samþykkt ríkisstjórnar- innar frá því í gær og öðrum ný- legum ráðstöfunum hefði staða innlendra skipasmíðastöðva hvað varðar fjármagnskostnað gjörbreytst á skömmum tíma og væri hún nú orðin jafngóð og hjá erlendum keppinautum. Vöru- kaupalánin til raðsmíðanna eru fengin hjá Export Finlands í Nor- egi að upphæð 115 miljónir með 8.75% vöxtum. Þá hefur skipa- smíðastöðvunum einnig verið tryggður réttur til endurkaupa- lána hjá Seðlabankanum. „Ég vænti þess að með þessum aðgerðum sem hafa tekið lengri í lán tíma en ég hafði vænst, muni verkefnastaða skipasmíðastöðv- anna batna á næstunni og einnig varðandi nýsmíðar í framtíðinni. Einnig er nauðsynlegt að gefa viðgerðaþættinum gaum, en á ríkisstjórnarfundinum varð sam- staða um það að beina þeim til- mælum til útgerðaraðila að slík verkefni fari ekki úr landi án þess að fram hafi farið með eðlilegum fyrirvara útboð hér innanlands." -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.