Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 15
 Föstudagur 5. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 RUV Ö 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgu- norð: Guðmundur Einarsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Kysstu stjörnurnar“ eftir Bjarne Reuter Ólafur Flaukur Símonarson les þýðingu sína (4). Olga Guðrún Árnadóttir syngur. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. L0.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. L0.30 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn. „Barnsfæðing og eldsvoði sam- tímis“, Björg Magnúsdóttir segir frá. Lesari: Steinunn S. Sigurðardóttir (RÚVAK). 11.00 íslensk kór og einsöngslög 11.30 Frá. norðurlöndum Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. A frívaktinni Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Móðir mín í kví kví“ eftir Adrian Johansen Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Elíasson les (13). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Lud wig van Beethoven Josef Suk og St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leika Rómönsu nr. 2 í F-dúr; Neville Marriner stj. / Vladimír Ashkenazy og Sinfóníu- hljómsveitin í Chicago leika Píanókons- ert nr. 2 í B-dúr op. 19; Georg Solti stj. 16.20 ' Utvarpssaga barnanna: „Leifur heppni” eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundurinn les (3). 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Gréta Ólafsdóttir. Stjórnandinn les söguna „Haust og haustliti" úr bókinni „Blómin okkar“ eftir Ingólf Davíðsson og Mel- korka Ólafsdóttir les söguna „Blómið sem var hrætt við snjóinn“ í endursögn Sigurðar Gunnarssonar (RÚVAK). 17.00 íþróttir fatlaðra Hermann Gunnars- son ræðir við Arnór Pétursson formann íþróttafélags fatlaðara (Áður útvarpað 20. f.m.). 17.15 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómp- lötur. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiríksdótt- ir kynnir. 20.40 Frá afmælistónieikum Lúðrasveitar Reykjavíkur í Háskólabíó í júní s.I. Stjórnandi: Ernest Majo. 21.45 „Maðurinn sem vildi ekki gráta“, smásaga eftir Stig Dagerman Jakob S. Jónsson les eigin þýðingu. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M. Magnúss Baldvin Halldórsson les (6). 23.00 Kvöldgestir, þáttur Jónasar Jónas- sonar (RUVAK) RUV jO; TF 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og auglýsingar 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk dægurlagaþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur. 21.20 KastJjós Þáttur um innlend ogerlend málefni. Umsjónarmenn: Guðjón Ein- arsson og Margrét Heinreksdóttir. 22.20 Ekki er ein báran stök (Du vent sur la maison) Ný frönsk sjónvarpsmynd byggð á sögu eftir Mariléne Clément. Leikstjóri Franck Apprederis. Aðal- hlutverk: Marie-Josée Nat, Pierre Van- eck og Pascal Sellier. Mynd um unglinga á gelgjuskeiði og áhyggjur foreldra af brekum þeirra. Þýðandi Ragna Ragnars. Sjónvarp kl. 22.20 Ekki er ein báran stök Sjónvarpsmyndin, kl. 22,20 í kvöld nefnist Ekki er ein báran stök. Þetta er ný, frönsk sjón- varpsmynd, byggð á sögu eftir Mariléne Clément. Hún fjall- ar um unglinga, sem eru að ganga í gegnum gelgjuskeið og heimsækja kannski einhver „hallærisplön“ Frakka. Hafa foreldrarnir áhyggjur þungar Talað um fyrir syninum. af brekum þessara afkvæma sinna. - „Og svona kvað það vera um allar jarðir“. Leikstjórinn er Franck Ap- prederis, en með aðalhlut verkin fara Marie-José Nat, Pierre Vaneck og Pascal Sel- lier. - mhg. Útvarpkl. 10.30 Barnsfæðing og eldsvoði samtímis Sem betur fer er Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli enn á ferðinni í Útvarpinu með þáttinn sinn: „Mér eru fornu minnin kær“. Nefnist hann að þessu sinni „Barns- fæðing og eldsvoði samtímis“ og er á dagskránni kl. 10,30. Sögumaðurinn er Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi ljósmóðir, en lesari Steinunn S. Sigurðardóttir. Þessi þáttur Bjargar kom á sínum tíma út í safnritinu íslenskar Ijósmæð- ur. Björg Magnúsdóttir var ljósmóðir í Fellsstrandar- hreppi í Dalasýslu þegar þeir atburðir gerðust, sem frá er sagt, en það mun hafa verið nálægt árinu 1915, að því er Einar frá Hermundarfelli tel- ur. Á Dagverðará hafði kona tekið léttasóttina og var Björg sótt til hennar. Er þangað kom var barnið nýfætt, en bærinn stóð í Ijósum loga. Komst heimilisfólkið með hörkubrögðum fáklætt út um glugga og varð að hafast við í fjárhúsum á annan sólarhring, en um sængurkonuna var búið í heygeil í hlöðunni. Mun næsta fátítt að barnsfæðingu Einar frá Hermundarfelli og eldsvoða beri samtímis að á sama heimilinu. - mhg. Útvarp kl. 21.20 Kastljós í kvöld Kastljós, þáttur um innlend og erlend málefni, verður á dagskrá Sjónvarpsins kl. 21,20 í kvöld. Umsjónarmenn Kastljóss eru þau Guðjón Ein- arsson og Margrét Heinriks- dóttir. Blaðamanni lék forvitni á að vita um hvaða málefni yrði einkum fjallað í þættinum og hringdi því í Guðjón seinni- partinn á miðvikudag (síðar gat það ekki orðið), en það var þá ekki komið á hreint, getur tekið breytingum fram á elleftu stundu. Fólk verður því að bíða með að fá forvitni sinni svalað þar til í kvöld. - mhg. „Sá, sem var týndur... yy S.J. skrifar: Nýlega birti bankastjórn Landsbanka íslands stefnu í Lögbirtingablaðinu, þar sem hún kveðst knúin til að höfða mál fyrir bæjarþingi Selfoss á hendur Steingrími Steingrímssyni, áður til heim- ilis að Austurvegi 33, Selfossi, en nú með óþekkt heimilis- fang erlendis, - til að greiða víxilskuld frá fyrra ári. Er Steingrími stefnt til að sækja bæjarþing Selfoss þann 17. nóv. n.k. til að sjá skjöl og skilríki fram lögð, hlýða á sókn sakar og dómkröfur, svara til sakar og þola dóm. Um sl. helgi birti Morgun- blaðið hinsvegar eftirfarandi auglýsingu: „Aukavinna ... eða? Við bjóðum áhugaverða og skemmtilega sölusamvinnu. Viðskiptavinir, smásalar, fyrirtæki, sölumenn, veitinga- staðir, arkitektar, lögfræðing- ar o.fl. Salan byggist á endur- teknum pöntunum á neyslu- vörum í verðflokkunum 100 - 300 d.kr. Fjárframlag ykkar er lítið, um 15000 d.kr. Takið eftir: Hafið samband við okk- ur bréflega, gjarnan á ís- lensku, því yfirmaður útflutn- ingsdeildar okkar, sem bú- settur er í Svíþjóð, er íslend- ingur. Við sendum ókeypis sýnishorn, þannig að þér getið kannað markaðinn. Ef þér er- uð ánægð(ur) getum við hist í lok nóvember í Reykjavík. Um það bil 4000 umboðs- menn eru á vegum okkar víðsvegar um heiminn. Skrifið til: Steingrímur Steingríms- son, Box 4004, S-421 04 Va- stra, Frölunda, SVERIGE - Kær kveðja: I. Bratt (Scand- inavia) ApS, Dragör, DAN- MARK.“ Mér datt í hug, að hér væri hinn týndi sauður Landsbank- ans fundinn og væri heillaráð að skrifa honum í allri vin- semd svosem út af víxilskratt- Áhrif ofbeldismynda? anum. S.J. S.H. hringdi og sagði: Þegar ég las um árás ung- linganna á lögreglumanninn hér í Breiðholtinu kom mér strax til hugar að þeir hefðu sótt sér fyrirmyndina í vídeó- dagskrárnar. Vídeósón hefur sýnt svo mikið af ofbeldismyndum á liðnum mánuðum og þaðan er margar viðbjóðslegar fyrir- myndir að hafa. Ég get að vísu ekki sannað neitt, en líklegt þykir mér, að úr þessum myndum sé kveikjan komin að þessari árás fjögurra á einn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.