Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 12
16 SIÐA — ÞJ-ÓÐVILJINN Föstudagur 5. nóvember 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Neskaupstað Fundur um stjórnmála- viðhorfin Alþýðubandalagið í Neskaupstað boðar til fundar um stjórnmálaviðhorfin og flokksráðsfund Al- þýðubandalagsins föstudaginn 5. nóv. og hefst kl. 20.30 Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra mætir á fundinn. - Stjórnin. Hjörleifur Kjördæmisráð í Norðurlandi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn á AkureyriíLárusarhúsi sunnudaginn7. nóvember n.k. oghefst kl. 10:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundartörf, en auk þess verður kjörin uppstil- lingarnefnd til að sjá um forval. - Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Seltjarnarnesi verður haldinn í Félags- heimilinu þriðjudaginn 9. nóvember kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Alþingismaðurinn Helgi Seljan kemur á fundinn og ræðir um stöðuna í fslenskum stjórnmálum. - Stjórnin. Kjördæmisráð í Vesturlandskjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi verður haldinn í Hótel Borgarnesi sunnudaginn 7. nóvember og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar, 2) reikningar kjördæmisráðs, 3) staða í stjornmálunum (Skúli Alexandersson, 4) undirbúningur forvals (Ingi Hans Jónsson), 5) kosniing nefnda, 6) önnur mál, 7) kjör stjornar og fundarslit. Kjörnum fulltrúum skal bent á að taka með sér kjörbréf og greiðslu árgjalds til kjördæmisráðs. - Stjórn kjördæmisráðs. Aiþýðubandalagið í Kjósarsýslu Aðalfundur verður haldinn í Hlégarði sunnudaginn 7. nóvember kl. 14:00 í fundarherbergi nirði. Dagskrá: Inntaka r.ýrra félaga. - Venjuleg aðalfundarstörf. - Kosning í flokksráð, kjördæmisráð og hreppsmálaráð.-Umræða um úrslit kosning- anna og önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði - opinn fundur Álverið og Alusuisse Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til opins fundar þriðjudaginn 9. nóvember í Góðtemplarahúsinu og hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1) Tilnefning fulltrúa AbH í Upp- stillingarnefnd fýrir alþingis- kosningar. 2) Tilnefning fulltrúa AbH í stjórn Kjördæmisráðs. 3) Hjörieifur Guttormsson iðnaðarráðherra ræðir máiefni Álversins í Straumsvík og stöðuna gagnvart Alusuisse og svarar fyrirspurnum fundar- manna. 4) Önnur mál. Alþýðubandalagið Sauðárkróki Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn í Villa Nova mánudag 8. nó- vember kl. 20:30. Dagskrá: 1) Bæjarmál. 2) Önnur mál. Allt stuðningsfólk G-listans velkomið. - Stjórnin. Hjörleifur Rannveig Fundarstjóri . verður Rannveig Traustadóttir bæjarfulltrúi AbH. Fundurinn er öllum opinn. Kaffi á könnunni. Hafnfiröingar fjöl- mennið. - Stjórn AbH. Alþýðubandalagið í Reykjavík Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar urn at- vinnnlýðræði miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20:30 í Hreyfilshúsinu við Gre isásveg. Á fundinum verða einmg kj^rnir fulltrúar félagsins á flokásráðsfund og kjörnefnd vegna alþingiskosninga. Tillaga kjörnefndar um fulltrúa á flokksráðsfund og tillaga stjórnar um kjörnefnd vegna alþingiskosninga liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 8. nóvember. Nánar auglýst síðar. Stiórn ABR. Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúð og vinar- hug vegna andláts. Helgu Sigurðardóttur Barmahlíð 6 og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 1 B á Landakotsspítala Guðjón Guðmundsson Erla Guðjónsdóttir Egill Egilsson Auður Guðjónsdóttir Rúnar Guðjónsson Hrafnkell Guðjónsson Guðlaug Jónsdóttir Helga Guðjónsdóttir Thomas Kaaber Guðrún Sóley Guðjónsd. Þorsteinn Hilmarsson og barnabörn Landssamband iðnaðarmanna: Fær iðnaðurinn sakar- uppgjöf vegna vanskila? Landssamband iðnaðar- manna gerir þá kröfu á hendur stjórnvöldum að þau tryggi bet- ur hagsmuni innlendra iðnfyr- irtækja eins og kostur er og að ekki verði aukið við vanda fyrirtækjanna sem sé ærinn fyrir. Er vakin athygli á þessu vegna ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar að veita útgerðinni sérstaka úrlausn með breytingu á vanskila- og lausaskuldum við innlánsstofnanir í langtímalán. Iðnaðarmenn benda í athuga- semdum sínum að úrlausn stjórn- valda hrökkvi varla til að koma skammtímaskuldum útgerðarinnar á hreint, nema ef til vill þeim sem best standa að vígi. Ekkert verði því til skiptanna fyrir iðnfyrirtæki sem veita útgerðinni nauðsynlega þjónustu en vanskil útgerðar- manna við þau eru mikil. Virðist sem að með skuldbreytingunni sé einnig verið að tryggja hagsmuni banka og sparisjóða og í stað þeirra gerist viðskiptaaðilar útgerðarinn- ar lánardrottnar. í lok ályktunar Lar.dssambands- ins segir: „Vitað er, að fjölmörg iðnfyrir- tæki hafa átt í erfiðleikum að standa í skilum vegna fjárskuld- bindinga sinna. Að því leytinu til er ástandið lítt frábrugðið því, sem við er að glíma í útgerðinni um þessar mundir. Þrátt fyrir þessa staðreynd, er ekki til þess vitað, að á döfinni sé að veita íslenskum iðnfyrirtækjum „almenna sakar- uPPgjöf vegna vanskila“. Þess vegna verður að gera þá kröfu, að við framkvæmd aðgerða á borð við skuldbreytingu útgerðarinnar, sé jafnframt leitast við að tryggja hagsmuni innlendra iðnfyrirtækja eins og kostur er, en ekki sé aukið við vanda fyrirtækjanna, sem er ærinn fyrir“. Aðalfundur Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi um helgina Aðalfundur samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi verður haldinn í Munaðarnesi dagana 5.- 6. nóvember nk. Fundinn sækja 50-60 fulltrúar frá 39 sveitarfé- lögum auk gesta. Nýkjörinn formaður Sambands tslenskra sveitarfélaga, Björn Friðfinnsson mun flytja ávarp á fundinum. Sturla Böðvarsson for- maður samtakanna, Guðjón Yngri Stefánsson framkvæmdastjóri, séra Jón Einarsson formaður fræðsluráðs og Ólafur Sveinsson iðnráðgjafi flytja skýrslur um starf- semina í liðnu ári. Nefndir munu fjalla um helstu hagsmunamál vestlendinga í hin- um ýmsu málaflokkum. Aðalefni fundarins að þessu sinni verður byggðastefnan, staða hennar og framtíð. Framsögu um þau mál hafa Bjarni Einarsson fram- kvæmdastjóri Byggðadeildar Framkvæmdastofnunar og Eggert Jónsson borgarhagfræðingur. í lok fundarins verður kjörin stjórn samtakanna fyrir næsta starfsár og fræðsluráð til næstu fjögurra ára. - v. Ertu með í Ölfusborgir um næstu helgi? Opin ráðstefna um fjölmiðla í nútíð og framtíð verður halain í Ölfusborg- um um næstu helgi, 6. til 7. nóvemb- er, á vegum Alþýðubandalagsins. Umræðuefni Á ráðstefnunni verður fjallað í nokkrum umræðulotum og i hópstarfi um sjónvarps- og fjarskiptahnetti, tölvutækni, upplýsingaþjóðfélagið, vídeóvæðinguna, kapalsjónvarp, landshlutaútvarp, svæðisútvarp, út- varpslagafrumvarpið, lýðræðislega fjölmiðlun, menningarstefnu og hlut- verk fjölmiðla. Málshefjendur í hópi þeirra sem beönir hafa verið að reifa þessi mál á ráðstefnunni eru Jón Þóroddur Jónsson verkfræðing- ur hjá Pósti og síma, Stefán Jón Hafstein fréttamaður, iljörn Vignir Sigurpálsson framkvæmdastjóri Framsýnar, Vilborg Harðardóttir út- gáfustjóri, Guðrún Hallgrímsdóttir verkfræöingur, Einar Karl Haralds- son ritstjóri, Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur og Þorbjörn Brodda- son dósent. Ráðstefnustjórar eru Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Kristín Ólafsdóttir. Kvöldvaka Ráðstefnan hefst kl. 13 á laugar- dag og stendurtil kl. 19. Henni verður framhaldið kl. 13 á sunnudag og lýkur kl. 19 á sunnudag og lýkur kl. 19 á sunnudagskvöld. Matur og gisting Ráðstefnugjald er kr. 100. Matur og kaffi kostar kr. 300 fyrir fullorðinn, kr. 150 fyrir 6-12 ára, og er ókeyþis fyrir börn 0-6 ára. Einnig er hægt að fá keyptar einstakar máltíðir fyrir þá sem ekki gista, eða eru aðeins annan hvorn ráðstefnudaginn. Hvert orlofshús í Ölfusborgum kostar kr. 400 fyrir nóttina, en um það geta sex manns sameinast. Allur viðlegu- útbúnaður er fyrir hendi í Ölfus- borgum. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um fjölmiðlun. Allar nánari upplýsing- ar veitir skrifstofa Alþýðubandalags- ins að Grettisgötu 3, Reykjavík, sími 17500. „Flóamarkaður“ Þjóðviljans Ný þjónusta við áskrifendur Á fimmtudögum geta áskrifendur Þjóðviljans fengið birtar smáauglýsingar sér að kostnaðarlausu. Einu skilyrðin eru að auglýsingarnar séu stuttorðar og að fyrirtæki eða stofnanir standi þar ekki að baki. Ef svo er, þá kostar birtingin kr. 100- Hringið í síma 31333 ef þið þurfið að selja, kaupa, skipta, leigja, ef ykkur vantar vinnu, þið hafið týnt einhverju eða fundið eitthvað. Allt þetta og fleira til á heima á Flóamarkaði Þjóðviljans. DJODVUHNN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.