Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur lO.nóvember 1982 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón FriðriKsson. Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elíasson. Handrita-og prófarkalestur: ElfasMar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavik, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. 75.000 krónur á heimili • Ef spá Þjóðhagsstofnunar um þróun þjóðarframleiðslu og þjóðartekna okkar á næsta ári gengur eftir, þá verður hér ekki baðað í rósum á árinu 1983. • Spá Þjóðhagsstofnunar er sú, að á árinu 1982 verði þjóðartekjur á mann um 5% minni en árið 1981 og að á næsta ári muni þær enn lækka verulega og verða þá um 9% minni en árið 1981. • Fari þetta eftir þá verður hið stóra áfall, nú á árunum 1982 og 1983, yfir 50% þyngra en það áfall sem íslenskur þjóðarbúskapur hlaut um miðjan síðasta áratug. Þá féllu þjóðartekjur á mann að vísu um 7% á einu ári, árinu 1975, en hækkuðu strax aftur árið eftir um 5%. Nú er því hins vegar spáð að skriðan haldi áfram að falla a.m.k. í tvö ár, hvað sem síðar verður. • Við þessar aðstæður hlýtur tvenns konar skylda, að hvíla á stjórnvöldum: • í fyrsta iagi, að gangast fyrir meiriháttar kjarajöfnun í þjóðfélaginu í því skyni að forða hjnum lakar settu frá þungum áföllum af völdum minnkandi þjóðartekna. í því sambandi skal m.a. vísað til tillagna Alþýðubandalagsins frá því í ágústmánuði s.I. um sérstakan kjarajöfnunar- sjóð. • I öðru Iagi, að gera allt sem unnt er til þess að efla hvort tveggja í senn þjóðhagslega arðbæra framleiðslu og þann sparnað sem hæfir eins og nú er komið. • Að sjálfsögðu getum við ekki ráðið niðurlögum heimskreppunnar sem miklu veldur um fall þjóðartekna okkar íslendinga, og við getum heldur ekki stýrt fiski- göngum í sjonum. En við getum með samhentu átaki hafið sókn gegn þeirri gegndarlausu sóun sem hér hefur lengi viðgengist á svo mörgum sviðum, og við gætum líka með samhentu pólitísku átaki tryggt miklu meiri jöfnuð í lífskjörum en nú er boðið upp á. í þessum efnum hefur að vísu engin ríkisstjórn neitt alræðisvald svo sem kunnugt er, en stjórnvöld þurfa að móta stefnuna og leitast síðan við að fylkja landslýð að baki henni. • Á öllu veltur að gott samstarf geti þróast milli stjórn- valda og verkalýðshreyfingar, og að öllum sé gert greini- lega Ijóst, að vilji menn komast nálægt því marki að verja kjör lágtekjufólks í landinu, þrátt fyrir stór áföll í þjóðar- búskapnum, þá verða hinir sem betur mega að taka á sig umtalsverðar fórnir. • Hitt eru órar, að hér verði hægt að taka til skipta milli þegnanna verðmæti, sem hvergi eru til. • Á þessu ári er þjóðarframleiðsla okkar íslendinga talin nema rösklega 30 miljörðum króna. • Verði þróun þjóðartekna á mann með þeim hætti sem Þjóðhagsstofnun spáir á árunum 1982 og 1983, þá töpum við á þessum tveimur árum 4 til 5 miljörðum króna (á verðlagi ársins 1982) frá því sem verið hefði, ef þjóðar- tekjur síðasta árs hefðu haldist óbreyttar. Þetta eru risa- fjárhæðir, og samsvara 70 til 75.000,- krónum á sérhverja fjögurra manna íjölskyldu í landinu. Hjá manni sem hefur að jafnaði kr. 15.000,- í laun á mánuði nú á þessu ári, þá jafngilda 75.000,- krónur fimm mánaða iaunum. • Slíkur samanburður skýrir myndina. Auðvitað hljótum við að vona, að spá Þjóðhagsstofnunar sé í svartsýnna lagi, en tekið skal fram að þar er þó gert ráð fyrir 4% vexti í framleiðslu sjávarafurða á næsta ári. Fráleitast af öllu væri að stinga nú höfði í sand, og láta sem engar blikur sjáist á lofti, þótt óveðursskýin hrannist upp. • Ef gera ætti ráð fyrir, að áætlað fall þjóðartekna 1982 og 1983 hefði hliðstæð áhrif á kaupmátt launa og hér gerðist í erfiðleikunum um miðjan síðasta áratug, þá þýddi það 25-30% fall kaupmáttar helstu kauptaxta á næsta ári. • Til þess að forða slíkurn ósköpum skiptir öllu máli að treysta hér í sessi stjórnarstefnu, er taki alveg sérstaklega mið af hagsmunum láglaunafólksins og tryggi kjara- jöfnun. k. klippt Einlœg um- hyggja Eins og mönnum er kunnugt ber Morgunblaðiö mikla um- hyggju fyrir velferð svissneska ál- félagsins Alusuisse og dóttur þess ÍSALS. Þessi djúpstæða um- hyggja kemur fram á mjög sér- kennilegan og eiginlega hjart- næman hátt í Reykjavíkurbréfi blaðsins nú um helgina. Þar segir fyrst, að nú séu veður öll válynd á álmarkaði. Því næst, að fulltrúar frá bandarísku álfyr- irtæki sem Alumax heitir hafi verið hér á ferð fyrir skömmu og hafi þeir skoðað sig um í Straumsvík. Morgunblaðið telur sig svo hafa heimild fyrir því, að þetta amríska fyrirtæki sé að hugsa um að kaupa álverið eða hluta þess. Mætti nú ætla að málgagn hins frjálsa streymis fjármagnsins brygðist glatt við slíkum tíðind- um: þrátt fyrir álkreppu hefðu meira að segja útsmognir Amrík- anar fullan hug á álverinu hér. En því er ekki að heilsa. Morgun- blaðið þykir sú gestakoma sem nú var nefnd hinn válegasti fyrir- boði. Og ástæðan er sú, að bandarískur kapítalismi sé miklu grimmari og tillitslausari en nokkurntíma sá evrópski eða þá svissneski í þessu tilfelli. Um þetta segir blaðið: Bandarísk hörkutól „Það er til dæmis ljóst að gjörólík viðhorf ríkja í Banda- ríkjunum og Evrópu í rekstri fyrirtækja. í Bandaríkjunum rík- ir mun meiri harka í viðskiptalíf- inu en í Evrópu. Stórfyrirtæki ganga kaupum og sölum milli risavaxinna fyrirtækjasamsteypa. Snöggar breytingar á eignaraðild geta haft í för með sér gjör- breytingar á rekstri. Gangi rekst- ur fyrirtækis illa í Bandaríkjunum eru teknar skjótar ákvarðanir um lokun þess og uppsagnir starfs- manna með litlum fyrirvara.“ Annarleg lífsviðhorf Þetta er að vísu rétt og satt, en ekki er það síður spaugilegt að sjá Morgunblaðið grípa til þessara röksemda. Og taki menn eftir því, að hér hefur blaðið ekki lok- ið sér af - öðru nær. Það segir að íslendingar hafi haft litla reynslu af samstarfi við bandarísk stórfyr- irtæki - og liggur við að við sé bætt: sem betur fer. Eða hvað þýðir þetta hér: „Sú spurning hlýtur að vakna í huga okkar íslendinga, þegar við verðum varir við hreyfingu í þá átt, að eignaskipti verði á álver- inu í Straumsvík, hvort það sé ekki beinlínis hættulegt íslensk- um hagsmunum, að nýir aðilar með framandi viðskiptahætti og ólík lífsviðhorf komi til skjalanna við rekstur álversins í Straumsvík." Viö skulum að svo komnu máli ekki hætta okkur langt út í skil- greiningar á því, hvað sé „ólíkt“ í „lífsviðhorfum" til dæmis þeirra Múllers og Meyers hjá Alusuisse og þá forsprakka Álumax eða Alcoa. Það vita þeir betur sem safnað hafa mannþekkingu á Bilderbergfundum. Snúum okk- ur heldur að öðru: til hvers er þessi samanburður gerður í Morgunblaðinu allra lands- manna? Mikið skal til mikils vinna Svarið kemur í næstu máls- grein: það er verið að brýna það fyrir lesendum að álmálin séu í trölla höndum. Nánar tiltekið: „málflutningur Hjörleifs Gutt- ormssonar hefur skaðað fyrir- tækið (m.ö.o. Alusuisse) á al- þjóðavettvangi.“ Morgunblaðið vill ekki með neinu móti sætta sig við slík ósköp. Og niðurstaðan verður þessi hjá blaðinu: Það er svo brýnt og þýðingarmikið að vernda heiður Alusuisse og „taka álmálið úr höndum ríkisstjórnar- innar“ - eins og einnig er lagt til í Reykjavíkurbréfinu - að öll ráð eru góð til að ná þeim markmið- um. Eins þótt Morgunblaðið þurfi í leiðinni að gera banda- rískan kapítalisma að sérlega grimmri, hættulegri og duttl- ungafullri ófreskju! Þetta mál verður allt hið spaugilegasta. Ekki síst þegar Morgunblaðið klykkir út með því, að ávíta Hjörleif Guttorms- son orkuráðherra fyrir það tvennt í senn: að hann sé ekki búinn að semja við Alusuisse og fyrir að hafa boðið Alusuisse of góða kosti (of lágt raforkuverð)! Verður nú með hverjum degi tor- skildara, hver ósköp þarf til að fullnægt verði þeim sérstæðu kröfum sem ósérplægin ást Morg- unblaðsmanna á ÍSAL og Alu- suisse ber fram. áb. og skorið Framúrstefna í sjónvarpinu Fyrir um það bil sextíu árum samdi ítalinn Pirandello framúr- stefnuleikrit sem hét„Sex pers- ónur í leit að höfundi". Leikrit þetta hrærði talsvert upp í hug- myndum manna um það flókna vandamál sem Jónas Árnason kom svo orðum að í þýðingu sinni á Gísl: hver er hvað og hvað er hver og hver er ekki hvað? Þetta framúrstefnuleikrit virðist nú hafa gengið aftur með sérkennilegum hætti í sam- skiptum Hrafns Gunnlaugssonar allsherjarleikstjóra Sjónvarpsins og sex höfunda að gamanmála- þáttum sem kenndir eru við fé- lagsheimili úti á landi. Þættirnir eru því miður ekki sérlega skemmtilegir, og gerast því daufari sem lengra á þá líður. En þeim mun skemmtilegri eru alls konar eftirmál og hliðarmál og athugasemdir sem skjótast á milli allsherjarleiksvjórans og höf- unda. Mætti þessi skopleikur vel fá nafn í anda þess framúrstefnu- leikrits sunnan af Ítalíu sem fyrr var nefnt. Það gæti heitið: „Sex höfundar í leit að leikstjóra“. Eða þá: „Leikstjóri á flótta undan sex höfundum". Einnig er hugsanlegt að nefna til:„Sex höf- undar íleitaðpersónumsínum". Eða - svo að nefndur sé sá sem einn sýnist uppi standa í því odda ati listrænu sem fram fer: „Flosi Ólafsson snýr á sex höfunda og einn leikstjóra"... Bent á leið Sjónvarpið mun hafa lagt út í félagsheimilisævintýri til að verða við þeim óskum sem há- værastar eru í lesendadálkum blaða og víðar: það þarf að búa til eitthvað létt og skemmtilegt! Því miður er engu líkara en einmitt þetta verkefni sé fullkomin of- raun sjónvarpslistamönnum. Og með því að happa- og glappa- aðferðin er mjög sterk í íslensk- um efnahagsmálum og sjón- varpsmálum skal hér borin fram hógvær hugmynd um sjónvarps- efni sem ekki sakar að reyna. Hún er sú, að sjónvarpið setji sér að búa til eitthvað sem er þungt og alvarlegt. Það gæti nefnilega hugsast að einmitt úr slíkri fyrir- ætlun kæmi eins og óvart það létta og skemmtilega sem prent- svertukórinn kallar sáran á. áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.