Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 1
MOWIUINN Gífurlegttjón hlýst afþví hvernig nú er staðið að fiskmati í landinu að áliti margra þeirra er Fiskiþingsitja Sjá 16. nóvember 1982 miðvikudagur 254. tölublað 47. árgangur Gunnar Thoroddsen ekki með í prófkjöri Sj álfstæðisflokksins: Gunnar Thoroddsen Þýðir ekki að é se hættur pólitíl sagði forsætisráðherra í gær Margir eru að velta því fyrir séi' hvort sú ákvörðun Gunnars Thorodd- sen, forsætisráðherra, að senda ekki inn framboðstilkynningu til próf- kjörs í Sjálfstæðisfiokknum, eins og allir hinir þingmenn hans í Reykjavík, þýði það að hann ætli að draga sig í hlé. - Nei, sú ákvörðun mín að senda ekki inn framboðstilkynningu til prófkjörsins, þýðir ekki að ég sé hættur í pólitík. En eins og málin standa í dag, get ég ekkert frekar tjáð mig um málið, sagði Gunnar Thoroddsen í gær, þegar Þjóðviljinn spurði hann um þetta mál. Þjóðviljinn hefur það eftir öruggum heimildum, að forsætisráðherra sé mjög óánægður með hinar nýju prófkjörsreglur flokksins, sem loka próf- kjörinu fyrir óflokksbundnu fólki, líkt og Albert Guðmundsson var í vor er leið fyrir borgarstjórnarkosningar. Þá hefur blaðið það einnig eftir mjög öruggum heimildum, að fjöldi Sjálfstæðismanna vilji að Gunnar fari fram í næstu þingkosningum með sérlista í nafni Sjálfstæðisflokksins, sem myndi þá nefnast DD listi. Hins ber svo að geta, að kjörnefnd flokksins í Reykjavík getur boðið Gunnari að vera með í prófkjörinu, þótt hann hafi ekki sent inn framboðs- tilkynningu. Eins getur fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík breytt listanum að vild, hvernig sem prófkjörið fer. Vilji ráðandi menn í Sjálfstæðisflokknum, leitast við að eflasamheldnina í flokknum, eiga þeir þess að sjálfsögðu kost að bjóða Gunnari Thoroddsen öruggt sæti á listanum í komandi kosningum. -S.dór Búið að tryggja 48 atkvæði í fyrstu umferð forsetakjörs:_ Friðrik er nær öruggur um endurkjör 9/11 - Frá Helga Ólafssyni, fréttamanni Þjóð- viljans í Sviss: Friðrik Ólafsson Fulltrúar Íslands á FIDE þinginu sem sett verður hér í Luzern á morgun fimmtudag eru öruggir um að Friðrik Ólafsson muni hljóta minnst 48 atkvæði í 1. umferð kosninganna um forseta FIDE. Alls hafa 110 fulltrúar rétt til að greiða atkvæði og er alveg tryggt að Friðrik mun komast áfram í 2. um- ferð kosninganna, og hann hefur mjög góða stöðu í þeim kosning- um. Staða Koszic er talin vonlaus og þótt Sovétmenn komi líklegast til með að styðja Campomanes í kosningunum, er staða Friðriks mjög góð og hann jafnvel öruggur um að hljóta endurkosningu að sögn stuðningsmanna. Fulltrúar Friðriks áttu viðræður við fulltrúa Sovétmanna á FIDE þinginu síðdegis í gær og var strax ljóst að þeir eru harðir í horn að taka og ekki „eftirgefanlegir" eins og komist var að orði. Hól/-lg í gær fiutti fyrsti vistmaðurinn inn á hina nýju hjúkrunardeild Hrafnistu- hcimilisins í Hafnarfirði, Rannveig Vigfúsdóttir. Rannveig er 84 ára göm- ul, ekkja eftir Sigurjón Einarsson, fyrrverandi skipstjóra í Hafnarfirði og fyrsta forstöðumanns Hrafnistu í Reykjavík. - Rannveig Vigfúsdóttir hefur lagt drjúga hönd að líknar- og slysavarnarmálum um dagana. Með henni á myndinni er sonur hennar Einar. - Mynd -eik. Lífríkisrannsókn er hafin í Geldinganesi vegna hugsanlegrar staðsetningar álvers þar og bráðlega hefjast þar vcðurfarslegar at- huganir. Nýja heilsugæslustöðin á Patreksfirði er allt of stór og dýr í rekstri fyrir okkur, segir Bolli Ólafsson í viðtali við Þjóðvilj- ann. Bráðabirgðalögin verða lögð fram nú næstu daga Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar' um ráðstafanfr í efnahagsmálum vcrða lögð fram á Alþingi nú næstu daga, sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, þegar Þjöð- viljinn innti hann eftir því í gær, hvort ekki mætti vænta umfjöllunar um bráðabirgða- lögin á Alþingi áður en iangt um liði. í gær var haldinn viðræöufundur ráðherra- nefndar ríkisstjórnarinnar og formanns Alþýðuflokksins og fór hann fram í vinsam- legu andrúmslofti að sögn Svavars, en hann á sæti I viðræðunefndinni. Kjartan Jóhannsson kynnti þarna „skil- yrði“ Alþýðuflokksins fyrir áframhaldandi þátttöku í þessum viðræðum. Meðal þeírra var að bráðabirgðalögin yrðu lögð fram hið fyrsta, en það hafði ríkisstjórnin áður á- kveðíð, svo ekki sætti þetta tíðindum. Ann- að skilyrði Alþýðuflokksins fól aðeins í sér almenna hvatningu til stjórnarskrárnefndar um að hraða störfum og hið þriðja var að kosningar færu fram eigi seinna en I apríl á næsta ári. Svavar Gestsson sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær, að ákveðið helði verið að hittast aftur eftir næstu helgi og ræða þá málin áfram. í_gær var einnig haldinn fundur formanna allra stjórnmálaflokkanna fjögurra, og var þar fjallað um hið svokallaða kjördæm- amál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.