Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur lO.nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Vinnuvernd- arráðstefna Viðfangsefni vinnuverndar, framkvæmd hennar og þjóðfélags- legt gildi hennar eru umræðuefni á ráðstefnu sem hefst á morgun á Hótel Loftleiðum og hefur verið undirbúin af starfshópi frá ASI, BSRB, VSÍ og VMSS og Vinnueft- irlitinu. Tveim Dönum hefur verið boðið til ráðstefnunnar, þeim Mog- ens Falk, skrifstofustjóra danska Vinnuveitendasambandsins og Jörgen Eilikofer fulltrúa í danska Alþýðusambandinu. Ráðstefnan hefst kl. 9 í fyrramál- ið með ávarpi Svavars Gestssonar félagsmálaráðherra, og stendur hún í tvo daga. í fyrirlestrum verð- ur fjallað um vinnuslys, atvinnu- sjúkdóma, hávaðamengun, hættu- leg efni, hönnun vinnustaða og tækniþróun. Fimm fyrirlestrar verða fluttir um framkvæmdahlið vinnuverndar, um löggjöf, skipu- lag, greiningu áhættuþátta, fræðslu og heilsuvernd. Fyrirlesarar eru Garðar Halldórsson deildartækni- fræðingur, dr. Vilhjálmur Rafns- son yfirlæknir, Einar Sindrason yfirlæknir, dr. Pétur Reimarsson deildarverkfræðingur, Helgi G. Póröarson verkfræðingur, Jón H. Magnússon verkfræðingur. Örn Bjarnason forstjóri, Eyjólfur Sæm- undsson forstjóri og hinir dönsku gestir. Sjónarmið aðila vinnumarkað- arins verða og kynnt og flytja ávörp í því sambandi Asmundur Stefáns- son forseti ASÍ, Þórarinn V. Þórar- ^insson lögfræðingur VSÍ, Kristján Thorlacius formaður BSRB, Þor- steinn Geirsson skrifstofustjóri fj ármálaráðuneytisins og Júlíus Kr. Valdimarsson framkvæmdastjóri VMSS. Fulltrúar þingflokka flytja einnig ávörp. Samhliða ráðstefnunni verður efnt til sýningar nokkurra fyrir- tækja sem hafa á boðstólum vinnu- verndarbúnað og leiðbeiningar- aðila á sviði vinnuverndar. Skráðir þátttakendur eru tæp tvö hundruð víðsvegar að af landinu. -ekh um fnð og Friðar- og afvopnunarmál munu verða til umræðu á ráðstefnu sem haldin verður um næstu helgi og þar munu nokkrir framsögumenn ræða m.a. um vígbúnaðaruppbygginguna í N- Atlantshafi, kjarnorkuvopnalaus svæði, friðarhreyfingar og ís- lenskt frumkvæði í friðar og af- vopnunarmálum. A blaðamanna- fundi sem efnt var til í gær kom fram að hópur áhugafólks um þessi mál stendur fyrir þessari ráðstefnu og það hafí verið starfs- hópur stúdenta við Háskóla ís- lands sem átti upptökin að stofnun þessa áhugahóps á s.l. vctri. í frétt frá áhugahópnum segir að nú um þessar mundir sé ís- lensk friðarhreyfing að taka á sig mynd og að baráttan fyrir friði og afvopnun hafi öðlast nýjar víddir. Bent er á að námsmenn, kirkjan, kvennahreyfingin og ýmis stjórn- málasamtök hafi tekið að beina sjónum sínum og kröftum að þessari baráttu. Umræðan sé þó enn í mótun, fjölmargar spurn- ingar gangi manna í millum um friðar og afvopnunarmál. Verður afvopnun reynt að svara þessum spurning- um á ráðstefnunni sem haldin verður n.k. laugardag í Kristals- sal Hótels Loftleiða og hefst kl. 9.30. Á ráðstefnunni mun Gunnar Gunnarsson starfsmaður Örygg- ismálanefndar Alþingis ræða víg- búnaðaruppbygginguna í N- Atlantshafi og stöðu íslands. Guðmundur Georgsson læknir mun fjalla um kjarnorkuvopna- laus svæði. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur hefur framsögu um friðarhreyfingar og að lokum mun Gunnlaugur Stefánsson guðfræðingur ræða um íslenskt frumkvæði í friðar og afvopnun- armálum. Síðan munu myndaðir umræðuhópar um þessa mála- þætti þar sem ráðstefnugestir ræða áfram málin fram eftir degi. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á þessum málefnum og henni er að sögn undirbún- ingshópsins ætlað að verða vett- vangur skoðanaskipta þeirra fjölmörgu sem vilja láta friðar- og afvopnunarmál til sín taka. -v. .... Frá blaðamannafundi sem hópur áhugafólks um friðar- og afvopnunarmál iGóhannsdóttir, Guðmundur Georgsson, Pétur Matthiasson og Kristín Ást- stóð fyrir í gær. Talið frá vinstri eru þau Olína Þorvarðardóttir, Helga | geirsdóttir. Ljósm. eik. Efnir til ráðstefnu Gunnar Eggertsson 75 ára Sjötíu og fimm ára er í dag, Gunnar Eggertsson, fyrrverandi tollvörður. Gunnar er fæddur að Vestri-Leirárgörðum í Leirársveit, sonur Eggerts Gíslasonar og Ben- óníu Jónsdóttur, sem þar bjuggu. Gunnar hefur um langt árabil verið öflugur liðsmaður í baráttusveit ís- lenskra sósíalista og herstöðvaand- stæðinga. Gunnar og kona hans Þrúður Guðmundsdóttir munu taka á móti gestum að heimili þeirra, Þing- hólsbraut 65, Kópavogi, eftir kl. 17 í dag. Fiskkaupmenn í Fleetwood bjóða: Lækkun á hafnar- og löndunargjöldum Undanfarna daga hafa dvalið hér á landi tlskkaupmenn frá Fleetwood í Englandi, ásamt forráðamönnum fyrirtækis þar í landi, sem tekið hafa að sér að hefja fisksölumarkaðinn þar í borg aftur til vegs og virðingar. Þeir hafa átt viðræður við for- ráðamenn LÍÚ um að íslenskir tog- arar og önnur fiskiskip sem sigla með afla til Englands komi til Fleetwood og selji afla sinn þar. Til að liðka fyrir þessum við- skiptum, bjóða þeir lækkun lönd- auk þess að tryggja ákveðið lágmarksverð á fiski unargjalda og hafnargjalda og einnig að tryggja ákveðið lág- marksverð fyrir aflann. Sem kunnugt er hefur ekki fyrr verið um slíka lágmarkstryggingu að ræða, á fiskmörkuðum í Eng- landi. Talsmenn þessara fiskkaup- manna voru afar bjartsýnir á að íslensk fiskiskip kæmu í fram- tíðinni til Fleetwood, eftir að sá bær getur nú boðið lægri löndunar- og hafnargjöld en Hull og Grimsby, sem verið hafa aða! sölustaðir íslensku skipanna. - S.dór Ógnaröld ríklr í Afghanistan segir afghanskur útlagi, sem er hér í boði Vöku og stúdentaráðs í dag ríkir ógnaröld í Afghanistan, þar sem um 600 þúsund manns hafa fallið eða verið teknir af lífi síðan Sovétríkin gerðu innrás í landið, 4,2 miljónir manna flúið yfir til Pakistan og íran og 3-4 miljónir flúið heimili sín innan lands af 17 miljónum íbúa, sagði Mohammed Akbar Saifi, hagfræðingur og fyrrverandi atvinnurek- andi frá Afghanistan á blaðamannafundi í gær. Saifi er hér í boði Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta og mun hafa framsögu á fundi, sem stúdentaráð Háskólans gengst fyrir á laugardaginn kemur kl. 13.00 í Félagsstofnun stúdenta. - Hin pólitísku markmið So- vétmanna með innrásinni voru ekki fyrst og fremst að styðja við fallvalta stjórn kommúnista- flokksins, heldur voru það land- vinningar, sagði Saifi, og því til sönnunar sagði hann að Sovét- menn hefðu komið upp herstöð nálægt Kabul, þar sem sett hafa verið upp SS-20 flugskeyti, sem varla eru ætluð gegn afghönsku andspyrnuhreyfingunni. Afghanska andspyrnuhreyf- ingin skiptist í marga smærri hópa og einingar, sem hafa að sam- eiginlegum bakgrunni íslamska trú og þjóðlega hefð, sagði Saifi, en afghanskir útlagar hafa sam- einast undir einum hatti í samtök- unum OSULA, sem hafa aðal- miðstöð sína í Bonn. Fjögurra ára hetjuleg and- spyrna vopnlausrar þjóðar gegn hinni tröllvöxnu sovésku stríðsvél er fullrar virðingar verð, sagði Saifi, en Sovétmenn hafa nú aukið herstyrk sinn í Afghan- istan úr 80-90 þúsundum í 120 þúsund hermenn. Þeir notast við þyrlur í baráttunni við skæruliða, auk þess sem skriðdrekar eru mikið notaðir. í kvikmynd, sem Saifi hafði ineðferðis og sýnd verður á laugardaginn, mátti sjá hvar so- véskir hermenn eltu uppi illa búna skæruliða í fjöllum Áfghan- istan eins og um dýraveiðar væri að ræða. Þá voru einnig sýndar í myndinni hryllilegar limlestingar á fólki, sem orðið hafði fyrir eld- sprengjum og öðrum vopnum So- vétmanna. - Það mun taka þúsund ár að breyta hugarfari afghönsku þjóð- arinnar, sagði Saifi, og því er So- vétmönnum fyrir bestu að draga sig skilyrðislaust til baka, því andspyrnan mun halda áfram þar til sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar hefur verið tryggt. -ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.