Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur lO.nóvember 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Iðrun framkvæmda- stjórans og aðbúnaður Framkvæmdastjóri Bátalóns í Hafnarfirði, Haukur Sveinbjarnar- son skrifar grein í Þjóðviljann í gær og býsnast þar yfir áhuga Þjóðvilj- ans á aðbúnaði eða öllu heldur skorti á aðbúnaði starfsmanna í Bátalóni. Framkvæmdastjórinn segist eiga mjög erfitt með að gera sér grein fyrir tilgangi þeirra greina og mynda sem prýddu forsíðu og baksíðu Þjóðviljans 4. nóvember sl. og skal nú gerð tilraun enn og aftur til að uppræða áhugafólk um það hvað fýrir blaðamönnum vakti. Tilgangur Þjóðviljans með heimsókninni í Bátalón var, eins og raunar allir skynsamir menn hafa séð, að vekja athygli á vinnuað- stæðum í fyrirtækinu og því um- hverfi sem starfsmenn þar búa í. Framkvæmdastjórinn gerir veikburða tilraun til að skýla sér á bak við Vinnueftirlit ríkisins og segir að samstarf við þá stofnun hafi verið mjög gott og að ábend- ingar hafi verið gagnlegar. • Hann getur þess hins vegar ekki að meira en ár hefur nú liðið frá því að frestur Vinnueftirlitsins til að gera nauðsynlegustu úrbætur á að- búnaði starfsmanna, rann út. • Hann getur þess ekki heldur að starfsmenn höfðu margítrekað krafist úrbóta en alltaf talað fyrir daufum eyrum. • Hann gleymir því að sjálfsögðu að fyrirtæki hans hefur ekki sótt um mjög hagstæð lán til Bygginga- sjóðs til endurbóta á aðbúnaði starfsmanna. • Hann minnist hvergi á að nánast eini loftræstibúnaðurinn í Bátalóni er fólginn í sogdælum sem gera það eitt að blása eiturgufum úr lest skipa yfir í sjálfan vinnusalinn. • Hann virðist ekki hafa hugmynd um að í allan fyrravetur og raunar fram að því urðu starfsmenn að láta sig hafa það að vinna í allt að því frosti innan dyra við smíði og viðgerðir. • Hann minnist hvergi á það í greininni að hreinlætisaðstaða er svo bágborin í Bátalóni að hún er vart mönnum bjóðandi. • Hann lætur sem hann hafi aldrei heyrt þess getið að á fundi í Félagi járniðnaðarmanna var samþykkt áskorun til Vinnueftirlits ríkisins að það gerði eitthvað róttækt í mál- efnum Bátalóns, vegna þess að all- ar aðrar leiðir virtust þrautreynd- ar. Því miður breytir grein Hauks Sveinbjarnarsonar engu um for- sendur frétta Þjóðviljans um að- búnað starfsmanna í Bátalóni. Sá aðbúnaður er forsvarsmönnum þessa gamla fyrirtækis, sem á sín- um tíma var m.a. komið á legg af sósíalistum í Hafnarfirði, til hábor- innar skammar. Og ef iðrun foryst- umanna í fyrirtækjum þar sem gera þarf átak í aðbúnaði starfsmanna, Hér má sjá klóakrör úr Bátalóni opnast örfáa metra frá dyrum hússins, sem sjór flæðir einatt í gegnum á háflæði. Myndi eihhver vilja fá slíka mengun í kjallarann sinn? Ljósm gel. er ekki meiri en lýsir sér í grein framkvæmdastjóra Bátalóns, er einsýnt að Vinnueftirlit ríkisins, verkalýðshreyfingin og starfsmenn fyrirtækja eiga langa og stranga baráttu fyrir höndum þar til starfs- umhverfi verkafólks verður komið í viðunandi horf. -v. Frumvarp um stéttarfélög og vinnustaðafélög: ■ ■ m jr þingsja Og hnúturnar fljúga Til harðra orðaskipta kom á milli samflokksmannanna Vil- mundar Gylfasonar og Karvels Pálmasonar í umræðunum um Irumvarp um stéttarfélög og vinnu- staðafélög, sem fram fór á mánu- daginn. Karvel Pálmason sagði að frum- varpið fæli í sér hæprtar breytingar sem vísast væru ekki til styrktar verkalýðshreyfingunni. Verka- lýðshreyfingin þyrfti sjálf að taka ákvarðanir um þær breytingar sem hún vildi gera. Ymislegt væri vissu- lega athugavert við skipulag henn- ar, en flutningsmenn frumvarpsins þekktu ekki nægilega vel til verka- lýðshreyfingarinnar og frumvarpið væri á misskilningi byggt. Vilmundur Gylfason sagði að ræða Karvels myndi seint teljast til klassískra bókmennta. Þá sagði hann að kommarnir undir fertugu væru óðum að átta sig á réttmæti þessa máls og vitnaði til greinar í Þjóðviljanum eftir Steinunni Jó- hannesdóttur (Sjónarhorn sl. Vilmundur Gylfason föstudag). Sagði hann að vinnu- staðafélög gætu vel samið sig til eignaraðildar á fyrirtækjum og að Karvel Pálmason mörg fyrirtæki væru betur komin undir stjórn fólksins. Þá sagði hann Verslunarmannafélag Reykjavík- ur vera skelfilegt verkalýðsfélag, eiginlega amerískt verkalýðsfélag. Sagði Vilmundur að lögleiðing frumvarpsins myndi styrkja en ekki veikja ASÍ, vinnustaðafélögin myndu semja sem bandalag og að hugtakinu stétt yrði útrýmt, en það hefði hlaðið utan á sig múra ford- óma og skilningsleysis. Hugmynd- in um þetta væri á dúndrandi sig- urgöngu. Karvel Pálmason sagðist ekki hafa reiknað með því að hann væri að flytja efni í sígildar bókmenntir. Hann gæti ekki betur séð en flutn- ingsmaður sjálfur væri á góðri leið með að drepa málið fyrir sér. Sjálf- ur væri hann máske hinn almenni maður á gólfinu sem ekki kynni að meta framlag Vilmundar með þessu frumvarpi. Þá sagði Karvel að með frumvarpinu væri opnuð leið fyrir enn fleiri forréttindahópa í þjóðfélaginu. Vitnaði hann til 25 ára reynslu sinnar í verkalýðs- hreyfingunni og sagði að hann hefði ekki orðið var við neinn áhuga á þessum hugmyndum flutn- ingsmanns á vinnustöðunum. -ÓR Valþór Hlöðversson blaðamaður skrifar: Minning: Helga Jórunn Sigurðardóttir Ung stúlka að austan kom suður og kynntist þar bróður mínum. Þau tóku saman, giftust og byrjuðu bú- skap, eflaust af litlum efnum en góðan vilja og dugnað tóku bæði með sér í búið. Unga stúlkan hafði lært saumaskap og stundaði nú þá iðn bæði í Reykjavík og Hafnar- firði. Bróðir minn Guðjón, lærði ungur rafvirkjun og vann í því fagi um skeið en fyrstu ár búskaparins nam hann við rafdeild Vélstjóra- skólans. Ekki tel ég ósennilegt að atvinnurekstur og stuðningur ungu konunnar hafi verið Guðjóni nota- drjúgur við þetta nám. Síðan þetta skeði hefur mikið vatn runnið til sjávar. Rúmlega 46 ár eru liðin frá því að Guðjón gifti sig ungu stúlkunni að austan. Þessi sæmdarkona hét Helga Jórunn Sig- urðardóttir frá Riftúni í Ölfusi. Helga varð roskin kona, rúmlega sjötug, heilsan þó farin síðustu ár- in, en ung var hún í anda fram á síðustu stundu. Hennar tíð er nú úti, hun andaðist þann 23. október síðastliðinn eftir að hafa á seinni árum átt við vanheilsu að stríða. Hún er sárt syrgð og hennar saknað af eiginmanni og börnum, vinum og vandamönnum. Æskuheimili Helgu, Riftún í Ölfusi, stendur að mig minnir í skjóli sunnan og austan hlíðar með víðsýni mikið á móti sumri og sól og árósum þeim sem sveitin mun kennd við (Ölfus=Elf-ós?). Þarna er eflaust bjart yfir á fögrum sumardögum. Vera má að áhrif frá þessum björtu æskustöðvum hafi verið Helgu gott veganesti á lífs- leiðinni. Bjartsýni virtist oft vera hennar kennimerki. Aldrei heyrði ég hana kvarta þó mótbyr væri. „Allt í lagi“ sagði hún og byrjaði strax að haga seglum eftir veðri og vindi þ.e.a.s. að athuga mögu- leikana á að komast framhjá eða yfir torfærur og erfiðleika sem mættu í daglega lífinu. Hún virtist kunna vel við að hafa í mörgu að snúast, stórt heimili með 5 börn- um, saumaskapur og önnur handa- vinna fyrir heimili, vini og vanda- menn og að auki oft mikill gesta- gangur sem ég og mín fjölskylda áttum góðan þátt í. Öll vinna rann að sjá fyrirhafnarlítið gegnum hennar hendur og huga. Helga minnti mig að ýmsu leyti á þær mörgu barnríku konur sem á liðnum öldum og fram á vora daga, oft öðrum fremur, hafa boiiú láta og þunga dagsins, þó oftast í kyrr- þey væri. Ekki var þó um að villast að Helga var ánægð með sitt þýðing- armikla hlutverk í lífinu og ham- ingjusöm enda hefur þeim hjónum farnast vel. Börn þeirra, nú löngu uppkomin, hafa öll komið ár sinni vel fyrir borð í þjóðfélaginu. Heíga var eins og að framan segir lítið fyrir að kvarta og kveina og það sýndi sig ekki síst þegar heilsa hennar fór þverrandi á seinni árum. Ég minnist í því sambandi að þegar þau hjón, Helga og Guðjón, voru hjá okkur - í Svíþjóð - fyrir nokkrum árum að Helga var eitthvað kvefuð þegar hingað kom en lét lítið yfir og var sér reyndar að öðru leyti lík. Þegar að var gætt var hún þó komin með rúmlega 40° hita og læknir sem leitað var til komst að raun urn að hún væri með allslæma lungnabólgu. Fyrir rúmu ári síðan var Helga aftur hingað komin, nú á ferðalagi með Guðjóni sér til hressingar, eftir langa legu, mikil veikindi og uppskurði. Þó hún væri þá aftur orðin vel rólfær og vildi sem minnst um sjúkdóma tala var bersýnilega langt í fullan bata. En hún lét það ekki á sig fá, talaði að vanda urn daginn og veginn. Mér hefur verið sagt að læknar þeir sem þá höfðu haft Helgu undir höndum hefðu við aðgerðir og annað oft talið litlar líkur á að hún yrði aftur fótafær. Svo fór þó og eflaust hefur vilji, andlegt jafnvægi, þrek og þolin- mæði hennar átt drjúgan þátt í því. Má nefna að eitt sinn þegar vinir og vandamenn stóðu við rúm hennar á spítalanum og von um bata var tal- in lítil, spurði hún hvers vegna allir væru svona daufir og áhyggjufull- ir? Hennar vegna væri það óþarfi hún hefði haft sitt líf og væri ánægð með það hvort sem nú yfirlyki eða eitthvert framhald yrði. Eflaust er hér ekki orðrétt með farið en meiningin mun rétt vera enda er þetta líkt Helgu. Ég og konan mín, Britt og ekki síður börnin okkar fjögur munum Helgu ekki síst sem þessa sómaríku sæmdarkonu sem af gestrisni og ör- læti veitti okkur hús og beina þegar við fórum um hennar hlað og bæ og höfðum stundum langa viðdvöl. Ég lýk þessum línum með að votta Guðjóni, börnum hans og þeirra fólki samúð og hluttekningu okkar fjölskyldu hér austan hafs. Olafur Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.