Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur lO.nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN —tllÐA 11 málnidr' m htningú .máiníni l*n&MÍtð tnéfnftígl *á/núrþ ampton! Southampton keypti öllum að óvörum í gær fyrirliða enska landsliðsins í heimsmeistara- keppninni i knattspyrnu á Spáni, Mick Mills, frá Ipswich. Til stóð að Mills færi til Sunderland en allt breyttist á síðustu stundu þeg- ar betra boð kom frá suður- ströndinni. Milis er 33 ára gamall en Ipswich hafði ekki efni á að leyfa honum að fá frjálsa sölu og þakka honum þannig fyrir langt og gott starf hjá fclaginu vegna gífurlegra fjárhagserfiðleika sem það er komið í. Allt bendir til að verði einnig að selja Alan Brazil, og þá líklega til Manchester Un- ited. Taylor til Derby Peter Taylor, sem kunnur er fyrir samstarf sitt við Brian Clough, tók við sem fram- kvæmdastjóri hjá Derby County á mánudag. „Það verður ein- kennilegt að vinna án Clough en boð Derby var of freistandi, þó svo liðið sé nú á botni 2. deildar. I mínum huga hefur þetta félag alltaf verið sveipað töfraljóma, áhangcndur þess eru stórkost- legir og við eigum möguleika á að fá góða aðsókn ef hlutirnir fara að ganga betur”, sagði Taylor í sam- tali við BBC í gær. Hann og Clough gerðu Derby að enskum meisturum fyrir tíu árum síðan. -VS Pétur til ÍR Mills fór til South- Komast piltarnir íslcnska unglingalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld síðari leik sinn gegn Irum í Evrópu- keppni unglingalandsliða og fer hann fram í Dublin. Fyrri leikur- inn í Reykjavík í síðasta mánuði endaði með jafntefli, 1:1, og ír- arnir standa því óneitanlega betur að vígi en liðin þóttu afar áþekk að styrkleika er þau mættust hér heima. í íslenska liðinu eru eftirtaldir piltar: Markverðir: Friðrik Frið- riksson, Fram, og Birkir Krist- insson, ÍBV. Aðrir leikmenn: Engilbert Jóhannesson, IS, Guðni Bergsson, Val, Ingvar Guðmundsson, Val, Jón Sveins- son, Fram, Magnús Magnússon, Breiðabliki, Stefán Pétursson, KR, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Ólafur Þórðarson, ÍA, Pétur Arnþórsson, Þrótti R, Sigurður Jónsson, ÍA, Örn Valdimarsson, Fylki, Halldór Áskelsson, Þór A, Steindór Elísson, Breiðabliki, og Stcingrímur Birgisson, KA. Þjálfari liðsins er Haukur Haf- steinsson. - VS Ný „Super” deild í Englandi? Nokkur stóru félaganna í ensku knattspyrnunni eru reiðubúin til að draga sig útúr ensku deilda- keppninni og stofna sína eigin úr- valsdeild (Super-League)! Heyrst hefur að af því gæti orðið strax þegar yfirstandandi kcppnistíma- bili lýkur í vor. Þau ætla ekki að rjúfa sig út úr knattspyrnusambandinu enska (FA) og halda áfram að taka þátt í bikarkeppni cn sleppa dcildabik- arnum sem þau hafa takmark- aðan áhuga á. Ástæðan fyrir þessu er aðallega sú að þessi félög telja of mikið að leika 42 deildaleiki á keppnis- tímabili auk bikarkeppna og Evr- ópuleikja. Engin nöfn hafa verið gefin upp en líklegt er að þarna séu á ferðinni stórborgarfélög eins og Liverpool, Everton, Manchesterliðin, Arsenal, Tott- enham og fleiri. Margir eru þó á því, að þessi hugmynd falli fljót- lega um sjálfa sig og benda á að þarna verði ekki pláss fyrir þau lið sem nú draga að sér sívaxandi athygli svo sem Watford, Luton og Stoke og þarna verði því ein- faldlega ekki rjóminn af enskri knattspyrnu. - VS Mick Mills íþróttir Umsjón: Viöir Sigurðsson Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Framarar fóru á kostum gegn IBK Urvalsdeildin í körfuknattleik er öll að færast í einn hnút eftir stórsigur Framara á nýliðum Keflvíkinga í Hagaskólanum í gærkvöldi. Keflvíkingar, Kanalausir, lentu fljótlega undir í leiknum, héldu þó í við Framara lengi vel, en urðu að gefa eftir í lokin og þola stórt tap, 108-82. Fram lék afar vel og hefðu þeir getað sýnt annað eins í þremur fyrstu leikjunum og þeirgerðu í gærkvöldi væri staða þeirra í deildinni önnur og betri nú. Fram komst í 12-5 eftir fimm mínútur ogsíðan í 26-17. Leikurinn var afar hraður ef frá eru taldar upphafsmínúturnar og mikið um falleg tilþrif, einkum hjá bak- vörðunum snjöllu í Fram, Viðari Þorkelssyni og Val Brazy, en þeir skoruðu fyrstu 14 stig liðsins. Á tímabili í fyrri hálfleiknum munaði 16 stigum, 48-32, Fram í hag, en ÍBK lagaði stöðuna í 52-40 fyrir leikhlé. Hraðinn og fjörið héldu áfram í síðari hálfleiknum. Um hann miðjan munaði 14 stigum, 75-61, ÍBK var með í leiknum fram að 89-76 en þá skildu leiðir endanlega, Keflvíkingar höfðu mikið keyrt á sömu mönnunum og þreyta komin í liðið undir lokin. Fram skoraði 10 stig á síðustu 55 sekúndunum enda flestir úr byrjunarliði ÍBK farnir af leikvelli og stórsigur því staðreynd, 108-72. í heild lék Fram mjög vel en eng- inn þó betur en Val Brazy. Hann var nánast óstöðvandi, hittnin stór- góð og sendingar fallegar. Viðar Þorkelsson var í gífurlegum ham framan af og skoraði öll sín 12 stig í fyrri hluta fyrri hálfleiks, flest á glæsilegan hátt og hann hefur ekki verið lengi að koma sér í æfingu ■ IU . SONY Axel Nikulásson átti stórleik með IBK gegn Fram í gærkvöldi. eftir að knattspyrnutímabilinu lauk. Hann var kominn með 4 vill- ur þegar 6 mínútur voru til leikhlés. Símon Ólafsson var lengi í gang en sýndi siðan gamla takta undir körf- unni og þeir Þorvaldur Geirsson og Jóhannes Magnússon voru afar drjúgir. Brazy skoraði 42 stig (4 á síðustu 4 sekúndunum án víta- skota!). Þorvaldur 18, Símon 16, Jóhannes 12, Viðar 12, Hilmar Guðlaugsson 4, Ómar Þráinsson 2 og Þorkell Andrésson tvö. Án Tim Higgins eða annars Kana skorti nýliðana úr Keflavík- inni breidd. Hraðinn er mikill í leik liðsins, enda voru menn orðnir út- keyrðir undir lokin. Axel Nikulás- son átti stórleik og er tvímælalaust kominn í hóp okkar allra bestu körfuknattleiksmanna. Þorsteinn Bjarnason var gífurlega grimmur í vörn og sókn og skoraði oft með öflugum gegnumbrotum. Jón Kr. Gíslason átti ágætan leik og Björn V. Skúlason fór vaxandi eftir því sem á leið og átti ágætar sendingar sem aðrir ávöxtuðu. Axel skoraði 27 stig, um helming þeirra í fyrri hluta, síðari hálfleiks, Jón Kr. 22, Þorsteinn 21, Björn 5, Óskar Niku- lásson 3, Hrannar Hólm 2 og Sig- urður Ingimundarson tvö. Jón Otti Ólafsson og Sigurður Valur Halldórsson dæmdu ágæt- lega, einkum eftir því sem á leið. - VS íslandsmcistarar Þróttar í blaki eru á leið í Evrópukeppni norður í Tromsö. Mynd:-eik. Sjö Þróttarar á leið norður á Fimunörk Þróttur og Gunnar með sinn 200. leik íslandsmeistarar Þróttar í karla- flokki í blaki taka nú öðru sinni þátt í Evrópukeppni og mæta norsku meisturunum Tromsö. Báðir leikirnir verða ytra og fara fram um næstu helgi. Þróttarar fara aðeins með 7 leik- menn til Noregs, allt landsliðs- menn, og verður því aðeins einn skiptimaður. Norðmenn borga helming fcrðakostnaðarins en það sem eftir er greiða leikmenn úr eigin vasa og nemur það nokkrum þúsundum króna á ,Jijaft“. Það merkilega við fyrri leik Þróttar og Tromsö er að þar leika íslandsmeistararnir sinn 200. meiriháttar leik í sógu félagsins og enn athyglisverðara er að þá leikur Gunnar Árnason sinn 200. leik fyrir Þrótt. Hann hefur sem sagt leikið alla leiki liðsins frá upphafi! Lið Tromsö er geysisterkt, er nær eingöngu skipað landsliðs- mönnum, og á fjóra leikmenn í sex manna byrjunarliði norska lands- liðsins. Þar af komu tveir frá KFUM Osló í sumar og fyrir stuttu lagði Tromsö að velli finnskt 1. deildarlið og er það góður mæli- kvarði a styrkleika liðsins því Finn- ar bera höfuð og herðar yfir aðrar Norðurlandaþjóðir í blakíþrótt- inni. Það er því ólíklegt að Þróttar- ar sæki gull (eða olíu?) í greipar Norðmannanna en ferðin til Tromsö, borgin er norður í Finn- mörk og því ein sú allra norðlæg-. asta í heimi, verður þeim áreiðan- lega gagnleg og lærdómsrík. - VS Pétur Guðmundsson, lands- liðsmaður í körfuknattleik og atvinnumaður hjá Portland í Bandaríkjunum, hefur gengið til liðs við neðsta liðið I úrvals- deildinni, IR. Pétur komst, eins og kunnugt cr, ekki í 12 manna hópinn hjá Portland á dögunum og til stóð að félagið lánaði hann til Ítalíu en ekkert varð síðan af því. Pétur verður því hér heima í vetur og lífgar örugglega mjög upp á úrvaldscildina, enda heilir 2,17 m á hæð, og kemur ÍR- ingum vafalítið að góðum notum, en liðið hefur ekki hlotið stig í sex fyrstu leikjum úrvalsdeildarinn- ar. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.