Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Miðvikudagur lO.nóvember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðámenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöídsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 Umræður um hrakandi gæði fiskaflans á Fiskiþingi: Hundruð mfljóna króna fara í súglnn árlega Fullyrða má að vegna hrakandi gæða fiskallans sem hér er dreginn á land verði íslendingar fyrir hundruð miljóna króna tjóni ár hvert og að í algjört óefni sé stcfnt með eftirlit með fiskmati, sérstaklega ferskfismati. Þetta kom fram í umræðum á Fiskiþingi í gær um gæði fiskaflans. Jónas Bjarnason hafði framsögu um þetta efni en hann situr m.a. í Fiskmatsráði sem sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermannsson skipaði og hefur nýlega skilað fyrstu niðurstöðum úr rannsókn á fersk- fiskmatinu. Hann sagði m.a. í sinni ræðu: „Þótt efni skýrslunnar sé að nokkru leyti enn trúnaðarmál get ég þó upplýst að ástand ferskfiskmats er því miður mjög slæmt. Matsniðurstöð- ur eru það óáreiðanlegar að ekki er hægt að'byggja á þeim samanburð á gæðum afla eftir stöðum, árstíðum, landshlutum o.fl.“. Allmiklar umræður urðu á eftir ræðu Jónasar og voru menn sammála um stórátak yrði að gera varðandi fiskmatið ef ekki ætti illa að fara. Á Íiessu ári hefur verið óvenjumikið um að sendingar á fiskframleiðslu slendinga á erlenda markaði, hafi verið sendar aftur heim til föður- húsanna. Kenna menn m.a. slæmu mati á fisknum um. Jónas Blöndal skrifar grein í síðasta Ægi, rit Fiskifélags íslands, þar sem hann fullyrðir að á síðasta ári hafi tjón vegna hrakandi gæða hráefna numið um 200 milljónum króna! Jónas Bjarnason fullyrti hins vegar í gær á Fiskiþinginu að þessi tala sé sennilega mun hærri. - v. Sovétmenn langefstir: Rafmagnað andrúmsloft í Luzern Stundakennarar við Snælandsskóla í Kópavogi skýra mál sitt fyrir fréttamanni Þjóðviljans í gær, en þeir eru í verkfalli til að mótmæla margsviknum óformlegum loforðum menntamálaráðuneytisins um að þeir fái setningu við skólann. (Ljósm. cik—) Stundakennarar fóru í verkfall Frá Ifelga Ólafssynl, fréttainanni þjóðviljans í Sviss: Það var rafmagnað andrúmsloft í skáksalnum hér í Luzern þegar 10. umferðin hófst í dag. Sovét- menn og Svisslcndingar tefldu saman og á I. borði áttu að eigast Garry Kasparov Góð frammistaða íslensku kvenna- sveitarinnar: í efstu sætum Frá Helga Ólafssyni, frétta- manni Þjóðviljans í Sviss: Það var góður dagur hjá ís- lensku kvennasveitinni í gær þegar hún sigraði Austurríki 3-0. Það voru Laugurnar; Guðlaug, Sigurlaug og Áslaug sem tefldu. Islenska sveitin er komin með 17 1/2 vinning og er komin í hóp efstu þjóða. Líklega munu stúlkurnar tefla á móti sovésku sveitinni í næstu umferð á fimmtudag, en þær sovésku eru langefstar í kvennaflokki. Guðlaug Þorsteinsdóttir hefur teflt mjög vel það sem af er mótinu, er komin með 5 1/ 2 vinning úr 8 skákum og á mikinn möguleika á að ná 1. áfanga að alþjóðameistaratitli kvenna. -Hól/-lg. við þeir Kortsnoj og heimsmeistar- inn Karpov. Mikil eftirvænting ríkti í skák- salnum en eins og margir áttu von á mætti heimsmeistarinn ekki og urðu margir óánægðir með þá ráð- stöfun Sovétmanna. Þess í stað settist skákstirnið Kasparov í sæti heimsmeistarans og tefldi stórkost- Iega skák viðKorstnoj. Þeirfyrrum landar tókust ekki í hendur og virt- ist vilji beggja. Fyrstu 19 leikirnir tefldust nákvæmlega eins og í skák Helga Ólafssonar og Alburts frá Bandaríkjunum á síðasta Reykjavíkurskákmótinu. í 20 leik brá Kortsnoj út frá þeirri skák, sem síðar varð honum að falli. Kaspar- ov sigraði í stórkostlegri baráttu- skák í rafmögnuðu andrúmslofti. Sovétmenn sigruðu einnig í öðr- um skákum sínum við Svisslend- inga og eru nú langefstir á mótinu með 30 vinninga af 40 mögulegum eftir 10 umferðir. íslenska karlasveitin tefldi í gær við Grikki. Helgi gerði jafntefli við Sthembris, en aðrar skákir fóru í bið. Margeir er með skárri stöðu á móti Shalhotas og eins er Jóhann með skárri stöðu á móti Liverios, en Ingi R. er með lakari stöðu á móti Trikaloits. Staða efstu sveita í karlaflokki var þessi í gær: 1. Sovétrík. 30 vinningar 2. -3. Bandaríkin 25 (1) bið 2.-3. Júgóslavía. 25 (1) bið 4. Ungverjal. 24 (2) bið. Hól/- Ig Þegar börn í Snælandsskóla í Kópavogi komu í skóiann í gær- morgun, voru þau send heim aftur með bréf frá kennurum skólans, þar sem greint cr frá því að stunda- kennarar skólans hafi lagt niður vinnu, þar sem lausn á ráðningar- málum þeirra hafi ekki fengist. Þegar Þjóðviljinn leitaði frétta af þessu máli hjá stundakennurum í gær, kom í ljós, að þeir eru að mót- mæla margsviknum óformlegum loforðum menntamálaráðuneytis- ins um að þeir fái setningu við skólann eins og gert er ráð fyrir í 37. grein grunnskólalaganna. Lof- orðin voru alltaf munnleg og þar af leiðandi óformleg um að stunda- kennararnir 5 fengju setningu í hálft starf. Þetta loforð var fyrst gefið í vor er leið. Þegar svo kennsla hófst 1. sept. sl. kom í ljós að ekki hafði verið staðið við þetta loforð. Þar með hófst barátta vegna svika menntamálaráðu- neytisins á óform- legum loforðum um setningu við skólann þeirra fyrir rétti sínum. Öll réttindi stundakennara eru mjög skert miðað við setta eða fast- ráðna kennara. Ráðningatími er breytilegur og kemur niður á launum. Stundakennari vinnur sér ekki rétt til orlofs, þeir fá ekki setu- rétt í kennararáði, þeir fá ekki styrki eins og aðrir kennarar o.fl. Hinn 18. okt. sl. lögðu stunda- kennarar við Snælandsskóla niður :vinnu til að knýja á um málið og var þeim þá lofað að málinu yrði kippt í lag og hefur það loforð, óformlega þó, verið ítrekað, en svikið jafn óðum. Til að mynda var sagt fyrir skömmu að lausn málsins væri í sjónmáli og það ítrekað 5. nóv. en síðdegis í fyrradag var hringt í skólann frá ráðuneytinu og til- kynnt að þessi lausn hefði brugðist. Fastráðnir kennarar við skólann hafa lýst yfir stuðningi sínum við stundakennara og leggja einnig niður vinnu. -S.dór Síðustu fréttir: A fundi sem var haldinn seint í gær með skólanefnd Snælands- skóla og fræðslustjóra Reykjaness- umdæmis, Helga Jónassyni, lýsti Helgi því yfir að hann teldi sig hafa eygt iausn á málinu og væri niður- stöðu að vænta á föstudag. Kennar- ar hafa því aflýst verkfalli og hófu störf í morgun. Efnahagspakki Olofs Palme: ..Sióðasósíalisminn i” í framkvæmd? 77 O Frá Jakobi S. Jónssyni fréttaritara í Stokkhólmi: Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka hlutafjárskatt um 20% á næsta ári, og á tekjuaukning þessi að renna til AP-sjóðsins, sem er 10 ára gömul rikisstofnun, er fæst við kaup á hlutabréfum i því skyni að efla iðnað og atvinnu. Aætlað er að skattahækkunin færi ríkissjóði allt að cinum miljarði s.kr., sqm þannig verður aftur ráðstafað til að ella sænskt atvinnulíf. Tilkynnt var um ráðstafanir þessar s.l. mánudag og vöktu þær þegar mikla reiði í herbúðum atvinnurekenda, iðnaðarsambandinu og sam- tökum hlutafjáreigenda. Stjórnarandstaðan sagði að með þessu væri . stigið fyrsta skrefið í átt til sjóðasósíalismans, sem mikið var deilt urn í kosningabaráttunni í haust. Kjell-Olof Feldt fjármálaráðherra sagði í viðtali við Dagens Nyheter á þriðjudag, að ráðstöfunum þessum væri ætlað að skapa frið um væntanlega santninga aðila vinnumarkaðarins og styrkja stöðu sænsks iðnaðar gagnvart erlendri samkeppni. Viðbrögðin við þessari tilkynningu stjórnarinnar í sænsku kauphöll- inni urðu óvænt jákvæð, og hlutafé traustra útflutningsfyrirtækja eins og t.d. Volvo hækkuðu í verði þegar á mánudaginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.