Þjóðviljinn - 10.11.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur lO.nóvember 1982 Afmœliskveðja. Innheímtuþjónusta fyrir stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Lögheimtan h.f. hefur flutt skrifstofur sínar í nytt og rúmgott húsnæði að Laugavegi 97 i Reykjavik. sími: 27166. Lögheimtanhf Laugavegi 97,101 Reykjavík. sími 27166 íbúðir í verka mannabústöðum Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði mun á næstunni ráðstafa 8 íbúðum, sem eru í smíðum að Víðivangi 1. íbúðirnar eru 2ja og 3ja herbergja. Gert er ráð fyrir, að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í okt.-nóv. 1983. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 47. gr. 1. nr. 51/1980 til að koma til greina. Umsóknareyðublöð liggja frammi á félags- málaskrifstofunni, Strandgötu 6 og ber að skilaumsóknum [Dangað eigi síðar en 1. des. n.k. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Hafnarfirði, 9. nóv. 1982. Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði. Fóstrur - þroskaþjálfar Viljum ráða eftirtalda starfsmenn að dag- heimilinu Víðivöllum í Hafnarfirði: 1. Deildarþroskaþjálfa á sérdeild fyrir þroskaheft börn og þroskaþjálfa eða fóstru. 2. Deildarfóstru á deild fyrir 2ja-6 ára börn. Annað uppeldisfræðilega menntað fólk kem- ur einnig til greina. Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa sbr. 16. gr. laga nr. 27 1970. Upplýsingar um störfin veitir forstöðumaður, Kristín Kvaran, í síma 53599. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember n.k. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Starfsmaður óskast í hlutastarf Prentsmiðja Þjóðviljans óskar að ráða mann í hlutastarf við hrein- gerningar, kaffiuppáhelling o.fl. Ákvæðisvinna. Upplýsingar gefur Jóhannes Harðarson í síma 81333. Marteinn Sívertsen trésmíðameistari og kennari 70ára Það var um vorið 1952 að við Marteinn Sívertsen hittumst hér á óbyggðu landi austan við borgina, þar sem nú heitir Litlagerði, í ná- munda við Bústaðakirkju. Við höfðum ásamt fleirum notið þeirrar náðar að vera úthlutað Íóðum undir lítil íbúðarhús úr hendi borgaryfirvalda. Lóðir okk- ar Marteins lágu hlið við hlið, mín nr. 5, en hans nr. 7. Þetta var á árum Fjárhagsráðs, þegar allt efni til íbúðarbygginga var skammtað og ekki mátti skeika um einn rúm- metra á stærð íbúðar frá því sem yfirvöld ákváðu. Við byggðum svo okkar hús og höfum síðan búið hlið við hlið í sátt og samlyndi á meðan það fyrirbæri er nefnt er tfmi hefur ætt áfram eins og veðhlaupahestur. Svo allt í einu uppgötva ég að vinur minn ög sam- ferðamaður Marteinn Sívertsen er að verða sjötugur, á því er enginn vafi. Hann er fæddur þann 10. nó- vember 1912 að Sjávarborg í Skagafirði og voru foreldrar hans Sigurlaug Hannesdóttir, Halldórs- sonar sjómanns í Skagafirði (fædd 7. des. 1886), síðar húsfreyja í Hattardal íÁlftafirði N. ísafjarðar- sýslu og Jón Sívertsen skólastjóri Verslunarskóla íslands (f. 22. júlí 1889). En Jón var af þekktum breiðfirskum ættum. Marteinn Sí- vertsen ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður Hafliða Hjálmarssyni frá Fremri Bakka í Langadal við Djúp, en þau bjuggu lengst af í Hattardal í Álftafirði. Frá Hattar- dal lá leið Marteins til ísafjarðar þar sem hann gekk í iðnskóla og stundaði húsasmíðanám hjá meistara og lauk sveinsprófi 1935. Meistarapróf í húsasmíði tók hann svo 1941. Marteinn tók kennara- próf í handavinnu 1939 og próf í verknámskennslu og teikningu frá Handíðaskólanum í Reykjavík 1941. Þá stundaði hann nám í bygg- ingarfræði við Stockholms tekn- iska institut árið 1946. Marteinn Sí- vertsen smíðaði með eigin höndum hús sitt í Litlagerði, en auk þes hef- ur hann smíðað fjölda húsa og meðal þeirra eru skólahús með kapellu á Drangsnesi við Steingrímsfjörð 1943, íþróttahús og rafstöðvarhús í Stykkishólmi 1945 og Grettislaug á Reykhólum 1946. Eitt af þeim síðustu húsum sem Marteinn var byggingarmeist- ari að er hús Máls og menningar að Laugavegi 18 í Reykjavík. Árið 1951 hóf Marteinn kennslu í trésm- íði við gagnfræðaskóla verknáms í Reykjavík (Ármúlaskóla) og kenndi þar þangað til skólanum var breytt 1979. En jafnframt kenndi hann líka síðustu árin við lista- og handmenntaskor Kennarahá- skólans, en hætti þar kennslu á sl. vori. Á miðju kennslutímabili eða 1966-1967 tók Marteinn sér frí frá kennslustörfum en kynnti sér þá skólamál í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Ég hef nú í stórum dráttum farið yfir starfsferil Marteins vinar míns, sem sýnir að hann hefur ver- ið þarfur og mikilvægur þegn í okk- ar samfélagi. Síðustu árin hefur heilsa hann ekki verið sterk, en þrátt fyrir það er hann alltaf jafn brennandi í andanum, með ný áhugamál er til þjóðþrifa horfa eins og æskumaður sem horfir fram á veginn og vill sóma okkar þjóðar sem mestan á öllum sviðum. Marteinn Sívertsen á einn son, Grétar, sem er fæddur 25. október 1931 að Atlastöðum í Fljótavík. Hann er húsasmíður í Reykjavík. Þann 16. maí 1948 kvæntist Marteinn Ástrúnu Petreu (f. 24. marsl915). Hún er dóttir Jórunnar Hannesdóttur frá Skíðastöðum í Skagafirði og Jóns Sigfússonar sem lengi var deildarstjóri við Kaupfé- lag Skagfirðinga á Sauðárkróki og margir kannast við í Skagafirði. Bæði eru þau hjón Ástrún og Mar- teinn gestrisin og njóta þess að blanda geði við fólk. Það er líka ánægjulegt að fá þau í heimsókn á góðu kvöldi. Eftir að Marteinn hætti kennslu, þá hefur hann innréttað sér lítið smíðaverkstæði í nokkrum hluta af bílskúrnum heima hjá sér. Þar hef- ur hann ýmsar vélar að vinna með þegar heilsa hans leyfir það og hann fær nýja hugmynd sem hann langar að útfæra. Verkstæði þetta svo lítið sem það er, ber vott um sérstaka hugkvæmni og þar er snyrtimennska allsráðandi. Mar- teinn Sívertsen er bókamaður og nýtur þess að lesa góðar bækur. Þá er hann líka taflmaður góður og koma ýmsir til hans og þreyta við hann skák. Áhugamálin eru því mörg þegar heilsan leyfir að þeim sé sinnt. Að síðustu óskum við Geir- þrúður þessum elskulegu hjónum, nábúum okkar, allrar blessunar í tilefni af merkisafmæli Marteins þann 10. nóvember 1982. Lifið heil, góðu hjón. Jóhann J.E. Kúld. „Nainakall” Fyrsta sólóplata Guðmundar Ingólfssonar djasspíanista Guðmundur Ingólfsson, sá stórs- njalli píanóleikari, hefur nú sent frá sér sína fyrstu sólóplötu, djass- unnendum til óblandinnar ánægju. „Nafnakall" nefnist skífan og ekki að ástæðulausu, þar eð Guðmundi til undirleiks á plötunni er nafni hans trommari Steingrímsson, en Pálmi Gunnarsson sér um bassa- leik. Á „Nafnakalli" eru lög cftir Guðmund Ingólfsson, eitt íslenskt þjóðlag og svo „alþjóðlegir djass- standardar“. Guðmundur Ingólfsson er nú ráðinn hjá veitingahúsinu Nau- stinu sem píanóleikari og leikur þar alla daga bæði í hádeginu og á kvöldin, og fær þá yfirleitt til liðs við sig bróður sinn Gunnar á trom- mur og Pálma Gunnarsson á bassa, en þar að auki rekast inn hinir og þessir valinkunnir gestir til að taka þátt í að skemmta viðskiptavinum Naustsins með góðri sveiflu. Stækkun er nú fyrirhuguð á Naustinu og rýmkast þá verulega um hljóðfæraleikara og þá sem vilja fá sér snúning, því að bætt verður við „skipsskrokkinn á Þcir Guðmundur Steingrímsson, Ingólfsson og Tómas Einarsson, bassa- leikari Nýja kompanísins (náðist þó ekki á þessa mynd), gáfu blaðamönn- um „sýnishorn“ af „Nafnakalli“ á blaðamannafundi í Naustinu í fyrradag. Ljósm. - eik - neðstu hæðinni og hann fra- mlengdur með stefni í sama stíl og gamla innréttingin. Guðmundarnir Ingólfsson og Steingrímsson ásamt Pálma Gunn- arssyni fara 19. þessa mánaðar í 10 daga hljómleikaferð til Lúxem- borgar en á meðan munu skemmta gestum Naustsins þeir Jónas Þórir hlj.ómborðsleikari og Graham Smith fiðluleikari. A.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.