Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur lO.nóveniber 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Sextugur í dag Uimsteinn Stefánsson Unnsteinn Stefánsson, prófessor í haffræði við Háskóla Islands, á afmæli í dag. Erindi mínu í orði kýs ég að koma hér á framfæri vegna þess að ótrygg er að ég mæti mann- inum sjálfum í dag. Farist hefur fyrir í rúmlega fjöru- tíu ár, að ég skilaði bók sem Unn- steinn á í mínum fórum. Þetta er svokölluð stílabók með frönskum stílum. Stíla þessa skrifaði Unn- steinn sér til dundurs við lestur, utanskóla, undir stúdentspróf, austur á fjörðum veturinn 1941'- 42. Ég fékk þessar stíla lánaða og þeir réðu án efa miklu um að mitt utanskólanám í frönsku dugði til að kveðja menntaskóla á sinni tíð. Annars þykir mér ekki gott að sjá af þessari bók því að í hvert sinn, er hana hefur borið fyrir augu á liðinni tíð, hefur hún valdið ánægju og aðdáun líkt og hugþekkt lista- verk. Skriftin og skipulegur frá- gangur með beygingum óskiljan- legra orða er þannig að kennarinn hefði naumast dirfst að spilla nokkru með leiðréttingum, þótt ólíklegt tilefni hefði gefist. Þetta er eina bókin þessarar gerðar, sem ég hef varðveitt frá skólaárum. Sagt var að það hefði dregist um Hafréttarsáttmálinn er í hættu. Þetta var niðurstaða hafréttarsér- fræðinga á fundi sem Friðþjófs Nansens stofnunin gekkst fyrir ný- verið. Aðalræðu fundarins hélt bandaríski prófessorinn og hafrétt- arfræðingurinn Edward L. Miles, en einnig fluttu þeir erindi Jens Evensen ambassador og Carl Fleischer prófessor. Allir höfðu þessir sérfræðingar miklar áhyggjur af því hvernig væri fjörutíu ár, að ég skilaði bókinni sem dugði mér svo vel. En það var ekki aðeins þessi bók sem ég hafði gott af við upphaf kynna við þenn- an mann. Flestu því, er ég hafði út úr honum, mun ég aldrei skila eða launa sem vert er, þannig var það og verður. Hvorugur okkar mun kjósa að þetta sé nú upptalið, en ekki man ég eftir neinu, í nær hálfr- ar aldar samferð, sem mér þykir ekki gott að minnast. Hvort sem upp kemur næturferð á sveitaball á opnum báti, þar sem þungur sjór fyrir iðuskerjum austfjarða krydd- aði feröamátann og „blessuð þok- an“ faðmaði ágústnóttina við svarrandi sjó á grunni - eða farið var í hungurgöngu um Svínadal og Eskifjarðarheiði með tólf stunda gamalt límonaði og maríukex í maganum. Á slíkum ferðum var vissulega betra að hafa numið sín fræði hjá Þórði á Einarsstöðum og Einari á Ekru. Á þeim fræðum og lærdómi kunni ég nokkur skil. I hinu skildi ég aldrei, hvernig af- mælisbarnið gat aflað sér þeirrar speki sem dugði til að kenna mér fjórða bekkjar stærðfra'ði svo að falli var forðað. Allt þetta vil ég nú þakka. En ef komið í því samkomulagi sem áður hafði náðst um hafréttarmál, þar til Reagan-stjórnin í Bandaríkjunum snerist gegn sáttmálanum og því samkomulagi sem embættismenn á vegum Bandaríkjastjórnar höfðu staðið að. Miles prófessor lýsti sig andvíg- an þessari breyttu stefnu Banda- ríkjastjórnar í hafréttarmálum og taldi að hún gæti spillt fyrir sam- vinnu á milli ríkja, einnig á öðrum til vill gefur bókin umrædda ofur- litla hugmynd um, hvers vegna sá árangur hefur orðið, sem raun sannar, í störfum Unnsteins Stef- ánssonar til þessa dags. Árangur sem, ekki aðeins vinir og vísinda- menn, heldur alþjóð og þjóðir þekkja og munu njóta langar stundir. Ætla ég að óþarft sé að finna þessum fullyrðingum frekari stoð, eða svo taldi vinur minn, Arnór Hannibalsson, þá hann var túlkur rússneskra á fjölþjóðafundi vísindamanna eftir leiðangur í norðurhöfum. Það er vandvirknin, atorkan, einbeitnin og alúðin í starfi, að ógleymdum sjálfsaga, sem hér hefur fært verðugan árang- ur. Reyndar getur það verið næstum þreytandi ver.julegum manni að vera vitni að svona framferði og ágæti. Einstaka manni er þó slíkt gefið að jafnvel mestu slóðar geta unnt viðkomandi sannmælis og geta glaðst með slíkum félaga að unnu verki. Sérstaklega ef hann kann nú líka að spila lomber og kasínu og getur deilt djarflega um dægurmál að fengnu morgunbaði í ísköldu Markarfljóti uppvið Hung- urfit. Já, jafnvel skipt um skoðun sviðum. Ræðumenn vorusammála um að meirihluti þeirra þjóða sem staðið hafa að gerð hafréttarsátt- málans frá því á fundinum í Carac- as 1974 myndu standa að því að staðfesta hann á desemberfundin- um í New York. Meðal þessara ríkja væru öll ríki Vestur-Évrópu, nema Vestur-Þýskaland og Bret- land, sem myndu standa með Bandaríkjamönnum ef þau að 1 endingu neituðu undirskrift. Hins- , og mælt sér þvert um geð ef viðmæl- andi skyldi taka upp á því að verða sammála. Þetta gildir þó ekki um konuna hans, hana Guðrúnu, enda á hún það naumast skilið eða hefur til bess unnið, af honum eða nokkr- um öðrum, að henni sé andmælt. Bókin umrædda með frönskunni fögru verður afhent eiganda til framtíðarheilla í dag ásamt bestu óskum til allrar fjölskyldunnar að Hrauntungu 19. Jafnframt þakka ég fyrir það sem af er, tengt voninni um miklu lengri dagleið í byggð og á fjöllum. Slíkir troða harðspora hæst. vegar lægi það nú á hreinu, að So- vétríkin ásamt öðrum Austur- Evrópuríkjum myndu standa að sáttmálanum. Með undirskrift sátt- málans væri stefnt að heildarlausn þessara mála, en ýmsar hættur væru hinsvegar í því fólgnar, ef nokkur ríki tækju sig útúr og teldu sigekki bundin afsamþykkt meiri- hlutans. „Þetta er hættuleg ein- angrunarstefna," sagði Jens Even- sen ambassador á fundinumJ.E.K. Borgarafundur um umferðar- slysin „Getum við dregið úr tíðni um- ferðarslysa? Hvar kreppir skórinn í þessum málum?“ - Þannig spyrja JC félagar í Brciðholti, en á morg- un, flmmtudag, efna þeir til al- menns borgarafundar um umferð- armálin að Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20.00. Frummælendur á fundinum verða Baldvin Ottosson formaður Landssambands klúbbanna Ör- uggur akstur, Rögnvaldur Har- aldsson fulltrúi, Óskar Ólason yfir- lögregluþjónn og Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Þingmönnum Reykjavíkur, borgarfulltrúum og forystu- mönnum í umferðarmálum er sér- staklega boðið á fundinn. Öryggis- trúnaðarmenn hjá SÍS í Sambandsfréttum er frá því skýrt að nýlokið sé kosningu og skipun öryggisnefnda og öryggis- trúnaðarmanna á hinum ýmsu vinnustöðum Sambandsins í Reykjavík. Er það gert samkvæmt nýlega settum lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. Af hálfu starfsmanna sá Starfs- mannafélag Sambandsins um kosningu í öryggisnefndir á fjöl- mennari vinnustöðunum og örygg- istrúnaðarmanna á hinum fámenn- ari. Sambandið skipaði síðan jafn- marga fulltrúa sína til starfa með þessum kjörnu fulltrúum. Samtals eru það 34 menn sem hafa þannig tekið við þessum störfum á 12 vinnustöðum Sambandsins í Reykjavík. - mhg. Pétur Þorsteinsson. Hafréttarsáttmálinn í hættu „Það þekkist, að foreldrar safni auglýsingum á myndband fyrir börn sín, og stór hópur barna fœr það nesti í svefninn, að innbyrða auglýsingadagskrá sjónvarpsins. “ „Vídeóveislan” Myndbönd Öll höfum við orðið vör við öra útbreiðslu myndbanda (vídeo) og aukna notkun þeirra á síðustu misserum. Myndbönd eru staðreynd sem ekki verður horft fram hjá, og án efa má búast við hraðri tækniþróun á því sviði. Gildi myndbanda er að mörgu leyti nytsamt og hagkvæmt, og hafa þau sannað sitt ágæti víða, t.d. við kennslu. Hér á landi ber mest á notkun myndbanda á heimilum til afþreyingar. Fáar stofnanir, aðrar en sjúkrahús og elliheimili, hafa myndbanda- væðst í sama tilgangi. Hér á Reykjavíkursvæðinu eru a.m.k. 15 aðilar sem annast tækja- og myndbandaleigur, sem hafa einvörðungu afþreyingar- efni á boðstólnum. Þetta bendir ótvírætt til mikillar notkunar myndbanda. Börn sem neytendur Stór hópur sjónvarps- og myndbandaáhorfenda eru börn, en börn eru mjög móttækileg fyrir ýmsum áhrifum sjónvarps. Börn innan við skólaaldur, sem eru á áhrifamesta og hraðasta mótunarskeiði ævinnar, er sá hópur sem er hvað óvarðastur fyrir áhrifum sjónvarps og því misjafna efni sem framreitt er fyrir þau. Börn eru óvirkir mót- takendur og hafa enn ekki lært að líta á veröldina gagnrýnum augum.Þau eru ekki dómbær á margt af því sem þau sjá í áhrifa- ríkasta fjölmiðli nútímans. Það má heldur ekki gleyma þeim áhrifum sem talmál í sjón- varpi hefur á börn og fullorðna. Það skiptir því miklu máli hvað börnum er boðið upp á í sjón- varpi þegar málþroski þeirra er í örum vexti. Það hefur margoft verið bent á að áhrif sjónvarps á málfar og menningu verði vart Of- metin. Besta barnapían Oft lýsa börn þeirri gæfu að hafa lent í „vídeóveislu“ hjá kunningjunum, eða verið í af- mælisveislu þar sem einn af fram- bornum veisluréttum er mynd- bandagláp. Sumir telja sér trú um að þar með sé verið að fullnægja einhverri þörf hjá börnum. En foreldrar gera sér oft ekki grein fyrir því, að þar með eru börnin orðin óvirkir neytendur sem eru mataðir á pulsum, kók og mynd- bandaefni í barnaboðum, en börnin fá ekki lengur tækifæri til að hafa frumkvæði og vera skap- andi, eins og þeim er cðlilegt. Með því móti losna e.t.v. foreldr ar við ærsl og læti sem fylgja börnum að leik. Við heyrum oft Bjargey Elíasdóttir skrifar að sjónvarpið sé besta barnapían. Það hefur komið í Ijós að á fjöl- mörgum heimilum dagmæðra hér í Reykjavík eru myndbandatæki notuð. Nú þegar skammdegið fer í hönd og börn geta minna verið úti við er það freistandi þar sem slík tæki eru á heimilum að láta börnin horfa á sjónvarp sér til afþreyingar. Umhugsunarefni uppalenda Foreldrar sem hafa börn sín á heimilum þar sem myndbanda- tæki eru ættu að velta fyrir sér fáeinum atriðum sem snerta börn sérstaklega. Sú hætta er nefnilega fyrir hendi að sjónvarpsgláp komi harkalega niður á andlegri og líkamlegri heilsu barna. Svefn- leysi og sljóleiki gerir m.a. vart við sig og það kemur niður á námi og leikjum barna. Það þekkist að foreldrar safni auglýsingum á myndband fyrir börn sín og stór hópur barna fær það nesti fyrir svefninn að inn- byrða auglýsingadagskrá sjón- varpsins í stað þess að eiga nota- lega stund með foreldri þar sem m.a. örvast þeirra mál og mál- þroski í lítilli sögu eða samveru- stund. Það er óneitanlega freistandi að planta krökkunum fyrir fram- an kassann þegar tækifæri gefst. En glápið má ekki koma niður á útivist barna, hvíld þeirra, sem þeim er jafn nauðsynleg og holl næring, leikjum þeirra eða þeim fáu stundum sem þeim gefst kost- ur á að eiga með vinnandi for- eldrum að loknum starfsdegi. Látum sjónvarp ekki stjórna okkur, né heldur uppeldi barna okkar. Bjargey Elíasdóttir er fóstra og hefur verið virk í félagsstarfí Alþýðubandalagsins í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.