Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 15
Miðvikudagur lO.nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV Ö 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 9.00 Fréttir. 9.06 Morgunstund barnanna: „Kysstu stjörnurnar” eftir Bjarne Reuter Ólafur Haukur Símonarson les þýðingu sína (7). Olga Guðrún Árnadóttir syngur. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón- armaður: Guðmundur Hallvarðsson. Rætt verður við Þorgeir Pálsson dósent í kerfisfræði um sjálvirkt kerfi vegna til- kynningaskyldu fiskiskipa. 10.45 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá laugard. 11.05 Létt tónlist Billie Holiday og Kansas City Stompers syngja og leika. 11.45 Úr byggðum Umsjónarmenn: Rafn Jónsson og Erna Indriðadóttir. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. í fullu fjöri Jón Gröndal kynnir létta tónlist. 14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: íslensk tónlist Átta blásarar úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands leika „Gleðimúsík" eftir Þorkel Sigurbjörnsson/Gísli Magnússon leikur Píanósónötu eftir Jón Þórarinsson/Jón H. Sigurbjörnsson, Kristján Þ. Step- hensen, Gunnar Egilson, Sigurður Markússon og Stefán Þ. Stephensen leika Blásarakvintett eftir Leif Þórarinsson/Guðný Guðmundsdóttir og Sinfóníuhljómsveit íslands leika „Structure tvö“ eftir Herbert H. Ágústs- son. Jean-Pierre Jacquillat stj. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Leifur heppni” eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundúrinn les (4). 16.40 Litli barnatíminn Stjórnendur: Sess- elja Hauksdóttir og Selma Dóra Þor- steinsdóttir. Þátturinn fjallar m.a. um tillitssemi í umferðinni. Lesnar verða sögurnar: „Kalli og Kata týnast í um- ferðinni” eftir Margrét Rettich, í þýð- ingu Kristínar Lindu Ragnarsdóttur og „Fyrsta nóttin að heiman“ eftir Myra Berry Brown, í þýðingu Þorsteins frá Hamri. 17.00 Djassþáttur Umsjónarmaður: Ger- ard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómas- dóttir. 17.45 Neytendamál Umsjón: Anna Bjarn- ason, Jóhannes Gunnarsson og Jón Ás- geir Sigurðsson. 19.00 Kvöldfréttir 19.45 Daglegt mál. Árni Bjöðvarsson flytur þáttinn. 20.00 Minningartónleikar um hljóm- sveitarstjórann Karl Böhm Flytjendur: Fílharmoníusveitin og Óperukórinn í Vín og óperusöngkonan Edita Gruber- ova. Stjórnendur: Sir Georg Solti, Heinrich Hollreiser og Eugen Jochum. (Hljóðritun frá Ríkisóperunni í Vi'nar- borg). - Kynnir: Marta Thors. 21.45 Utvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn” eftir Kristmann Guðmundsson Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir les (16). 22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar 23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson kynnir. RUV 18.00 StikilsberjaFinnur og vinir hans. Sjötti þáttur. Það er gaman að láta sakna sín Framhaldsmyndaflokkur gerður eftir sögum Marks Twains. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Svona gerum við Sjötti þáttur. Nú búum við til vélar Fræðslumynda- flokkur um eðlisfræði. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta taekni og vísindi Umsjónar- maður Sigurður H. Richter. 21.20 Dallas Bandarískur framhaldsmyndaflokkur um Ewing- fjölskylduna í Texas. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.05 Frá Listahátíð 1982 Sænski vísna- söngvarinn Olle Adolphson skemmtir í Norræna húsinu. Upptöku stjórnaði Kristín Pálsdóttir Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.40 Dagskrárlok Finnur - Tumi - Jim Sjónvarp kl. 18.00 Stikilsberja-Finns er saknað Sá skemmtilegi strákur, Stikilsberja-Finnur, er enn á ferð með félögum sínum í Sjónvarpinu kl. 18.00 í dag og tekur upp á ýmsu, eins og fyrri daginn. Meðal annars kemur það í Ijós, að hann hefur mjög gaman af því að láta sakna sín. - Þetta er sjötti þátturinn um Finn og félaga. -mhg Utvarp kl. 15.00 íslenskt tónverk Á miðdegistónleikum Út- varpsins kl. 15.00 í dag verður cinvörðungu flutt íslensk tón- list. Átta blásarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands leika „Gleðimúsík“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Þá leikur Gísli Magnússon píanósónat- ínu eftir Jón Þórarinsson. Jón H. Sigurbjörnsson, Kristján Þ. Stephensen, Gunnar Egil- son, Sigurður Markússon og Stefán Þ. Stephensen flytja blásarakvintett eftir Leif Þór- arinsson og Guðný Guðmundsdóttir og Sinfóníu- hljómsveit Islands leika „Structure tvö“ eftir Herbert H. Ágústsson. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat. 'Og nú ættu unnendur ís- lenskrar tónlistar að leggja eyrun við. -mhg Útvarp kl. 17.45 Gefið verðlaginu gaum Neytendamálin, sem eru í umsjá þeirra Önnu Bjarna- son, Jóhannesar Gunnars- sonar og Jóns Ásgeirs Sigurðs- sonar, eru á dagskrá Útvarps- ins kl. 17.45 í dag. Að þessu sinni sér Jóhannes Gunnars- son um þáttinn. Jóhannes sagðist einkum fjalla um það átak, sem Jóhannes Gunnarsson Verðlagsstofnunin væri nú að gera í verðkynningu. Bent er á þann mikla mismun verðs, sem er á allskonar vöru og þjónustu. Fólk er hvatt til þess að gera verðsamanburð og bent á dæmi um hvað það get- ur þýtt fyrir innihald budd- unnar að vera þarna vel á varðbergi. Þess er alltaf þörf en aldrei ríkari nauðsyn en nú þegar hverskonar vörur og þjónusta stórhækkar - í mis- jöfnum mæli þó eítir verslun- um - samtímis því að laun skerðast. mhg frá lesendum Réttur til starfs: Hvernig er hann tryggður? Lífsþarfir mannsins: Hverj- ar eru þær nauðsynlegustu? Ef huga er rennt til andlegra þarfa, þá þykir auðséð að trú- arlegir söfnuðir geti séð fyrir þeim. Til þess að tryggja til- vist þeirra þá er víða lögvemd- uð ríkis- eða þjóðkirkja. Aðrir söfnuðir, ef til eru, skulu spjara sig á eigin býti. Talið er að þau ríki, sem vilja kenna sig við menningu, viðurkenni lífsrétt mannsins, þ.e. telji skylt að einstaklingn um sé séð fyrir lífsviðurværi með einhverjum hætti. í þetta sinn skulum við aðeins líta á rétt manna til vinnu. Einhverjum kemur til hug- ar að undirstaða þess sé setn- ing postulans að „sá sem ekki nennir að vinna skuli ekki mat fá.“ Þessi fræga setning hefur reynst haldgóð gegnum aldim- ar til að halda fólki að vinnu, en minna var skeytt um hvert endurgjaldið skyldi vera. Sagan segir frá því hvernig vinnandi fólk bast samtökum til þess að verðleggja vinnuafl sitt. Það er ekki umræðuefni í þessum pistli. Vinnuréttur - réttur til vinnu. Orðið ekki ennþá í íslenskri orðabók. Merking þess: rétt- ur til að starfa, láta í té vinnu- afl sitt gegn greiðslu, er nægi fyrir lifibrauðinu, lífsþörf- Hver á að sjá um að þessi réttur sé jafnan til staðar þeg- ar einstaklingurinn þarf á honum að halda? Svarið velt- ur á því hvaða skoðun þú hef- ur á samfélagsmálum. Frjáls- hyggjan telur að það sé réttur peningavaldsins að ákveða hversu margar vinnandi hend- ur eigi að starfa í þjóðfélaginu. Lögmálið um framboð og eftirspurn hljóti að ráða því hvað borgi sig að framleiða. Fjárfesting skuli ráðast af sjónarmiðinu hvað vinnst í augnablikinu og eigi þá ekki síst að líta til vinnusparandi véla og tækja hverskonar. Stutt grein eða bréf leyfir ekki ýtarlegar skýringar. En aðalatriðið er hver er réttur minn og þinn til vinnu? Hvað takmarkar hann og hvernig á að eyða misrétti? Sumir stjórnhættir velferð- arþjóðfélagsins lúta að því að miðla vinnu, flytja vinnuaflið til með hliðsjón af kröfum fjármagnsins, svipta suma þjóðfélagsþegnana vinnurétt-. inuni til að aðrir geti notið hans. Misrétti eða ....? Þegar auðsældarhugsunin krefst ekki æ fleiri starfandi manna, þ.e. markaðurinn er mettur sem kallað er, þá rís vandamálið: Hvað á að gera við æskufólkið? úengja náms- tímann? En hvað eina hefur sín takmörk. Nú er svo kom- ið, að langskólagengið fólk fær enga vinnu í samræmi við sérnám sitt. Annað ráð er að koma eldra fólki út af vinnu- markaðnum. Setja visst aldursmark, sem sé ákvarð- andi um það, að nú skulir þú hverfa af vinnustaðnum. Þarna er auðvelt fyrir samfélagið að ganga á undan, ríkið fyrst og síðan sveitarfé- lög í sporaslóðina með reglu- gerðum í anda laga um há- marksaldur ríkisstarfsmanna. Heim með þetta fólk við 70 ára aldurinn, í síðasta lagi. Lífeyrir úr eftirlaunasjóðum þess skyldi bæta vinnutapið. Nú eiga önnur stéttarfélög líka sína sjóði og þá geta vinnu- kaupendur vitnað til eftir- launagreiðslu með „ágætri samvisku", sent verkafólkið heim við 67-70 ára aldur, ef þeim líst svo. Ekkert rúm fyrir æskuna, ekki heldur ellina á vinnu- markaðnum. Hvað um vinnu- rétt þessara þegna þjóðfélags- ins? Og hvað um vinnurétt þeirra, sem skerta starfsgetu hafa? Jú, þetta er r.áttúrlega eitt af viðfangsefnum stjórn- málamannanna, eitt vanda- mál efnahagslífsins. En þetta er vitanlega eitt af umræðu- efnum fólksins í landinu, ekki bara unga fólksins, sem sett er í biðstofu vinnumiðlunarinn- ar, ekki eldra fólksins sem Guðjón B. Baldvinsson sent er heim og vísað á eftir- laun, ekki heldur er þetta einkamál systkina okkar með skerta starfsgetu. Hví skyldi það án umræðu? Já, en við höfum haft ár öryrkja og höf- um ár aldraðra, er þá ekki fyrir öllu séð? Hamast ekki fjölmiðlar og ýmsir áhuga- samir að tala og skrifa um mábfni þessara hópa? Er misréttið þar með úr sögunni? Við skulum huga betur að þessu í næsta þætti. Guðjón B. Baldvinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.