Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur lO.nóvember 1982 Aðkomumaður, sem kemur til Patreksfjarðar og ræðir við fólk, finnur fljótt að eitthvað er að. Óöryggi í atvinnumálum veldur fólki greinilega áhyggjum, og margirhafaáorði að réttast væri aðflytja burt til einhvers staðar, þar sem atvinnuöryggið er meiraog meiri atvinnu að hafa. Á sama tíma virðist flest ganga í haginn í ná- grannabyggðarlögunum, sem þó byggja afkomu sína á því sama og Patreksfirðingar, sjósókn og fiskvinnslu, og fiskiskiþ þeirra sækja á sömu miöog bátar Patreksfirðinga. Hvað veldurþessu? ' Með þá Sþurningu fórum við til Bolla Ólafssonar, sem til skamms tíma hefur rekið bókhaldsskrifstofu á Patreksfirði, en starfar nú sem forstöðumaður Heilsugæslustöðvar Patreksfjarðar. Bolli er Patreksfirðingur og þekkir því vel til á staðnum, hefur fylgst með þróun mála þar um árabil. Mynair og texti: Sigurdór Sigurdórsson EKKERT MA ÚT AF BERA svo ekKi bregði til atvinnuleysis, segir Bolli Ölafsson Samverkandi ástœður Þaðer rétt að atvinnuástand hér á Patreksfirði er afar ótryggt og raunar með þeim hætti að hrein- lega ekkert má útaf bera til þess að hér verði mikið atvinnuleysi. Það er því eftilvill ekkert skrýtiö þótt fólk sé ekki mjög bjartsýnt á framtíðina og hafi á orði að flytja sig um set. En þú spyrð um hvaö valdi þessu ástandi, - það er löng saga, sem of langt mál yrði að rekja, nema þá í grófum dráttum. Hitt er aftur á móti Ijóst að höfuð- ástæðan er einfaldlega hiö mikla óöryggi í atvinnumálum, þegar einkaframtakið ræður ferðinni í stað félagsrekstursins. Ástandið eins og það er nú, eða þetta hnignunarskeið, sem nú stenduryfir, upphaf þess má rekja til áranna 1978/1979, þegar stærsta fyrirtækið í bænum, Skjöldur h.f., lagði upp laupana. Það hafði verið aðalatvinnufyrir- tækið í bænum frá því 1965. Eig- endurþess byrjuðu meðsmábáta, sem þeir tóku á leigu, en keyptu síðan. Þegar vegur Skjaldar h.f. var hvað mestur rak það einn tog- ara og 3 báta og frystihús. Hrað- frystihús Patreksfjarðar átti þá að- eins einn bát og hlut í öðmm og rak vísi að frystihúsi. Hér voru að auki gerðir út 6 aðrir bátar, þannig að fyrir aðeins 3 árum voru héðan gerðir út 12 fiskibátar. í dag eru þeir fjórir, en tveir munu vera aö koma til viöbótar. Eiginlega má segja að Skildi h.f. hafi aldrei verið stjómað, heldur látið reka á reiöanum. Enda var það svo, að þegar fiskverkunar- fyrirtæki á landinu möluðu gull, gekk Skildi h.f. rétt sæmilega. Þeir gerðu ýmsar tiiraunar sem allar mistókust og sýndist handarbaka- vinna á öllu. Þegar fyrjrtækið hætti, héldu eigendur að fyrirtæk- ið væri gjaldþrota, bókhaldið var árum á eftir og þeir vissu í raun ekkert hvernig þeir stóðu. Svo var dæmið gert upp, og þá kom í Ijós að fyrirtækiö átti meira en fyrir skuldum. Samt seldu þeir eignir þess útum állt og hættu. Þetta var að sjálfsögðu óskaplegt kjafts- högg fyrir Patreksfirðinga. Segja má að þetta hafi veriö högg númer tvö, það fyrsta kom 1959 þegar fyrirtækið Kaldbakur varð gjald- þrota. Þá fluttust um 30 fjölskyldur burt héðan á um það bil 2 árum. Eftir það kom hingað maður frá Grenivík og keypti eignir Kaldbaks af Landsbankanum. Hann byrjaði af krafti og gekk vel, en hann fórst í flugslysi, og synir hans tveir tóku við fyrirtækinu, en höfðu ekki áhuga fyrir rekstri þess, og segja má að þetta hafi verið upphafið aö Skildi h.f. sem ég sagði þér frá áðan. HPbjarg- vœtturinn Hraðfrystihús Patreksfjarðar, sem lengi bjó við lakan kost, er nú loks komið í nýtt og gott húsnæði, en fé vantar til aö Ijúka byggingu þess og fullkomna vélakostinn. Fyrirtækið er 90% í eigu Kaupfé- lags Patreksfjarðar, og það verður að segjast eins og er, að þaöhefur alls ekki setið við sama borö hjá Bygoðasjóði og aðrirhér, sem leit- aðhaiaeftirlánum. HPhefuralltaf þurft að sýna eigið fé áður en lán hefur fengist. Aftur á móti hafa einkafyrirtæki hér, svo sem Kópa- nes, sem keypti hluta af eignum Skjaldar h.f. fengið stór lán úr Byggðasjóði til að halda í gangi óbreyttum smárekstri, en fær ekki nægilegt fé til að Ijúka byggingu frystihússins, sem þó er orðið aðalfyrirtækið hér á Patreksfirði og bjargar því sem bjargað verður í atvinnumálunum. Fólksfœkkun á Patreksfirði Ef við tölum um stöðuna í at- vinnumálum, eins og hún er í dag, hvernig lítur dæmið út? Segjamá að ástandið sésæmi- legt fram til vors en eins og ég sagði áðan má ekkert útaf bera til þess að til atvinnuleysis komi. Einn togari er gerður héðan út, og segja má að hann sé líftaugin. Komi eitthvað fyrir hann blasir voðinn við. Ég hygg að fullyrða megi að þeir sem vilja vinna geti haft atvinnu. Þó er það svo að í fiskvinnslunni falladagarúr og lít- ið er um eftir- eða helgarvinnu. Það vantar mikið uppá að fólk hafi eins mikla vinnu og það vill og þannig verður það áfram ef afli glæðist ekki frá því sem verið hef- ur. Enda er það svo aö íbúum Pat- reksfjarðar hefurfækkaðásíöustu árum, eða frá því að Skjöldur h.f. hætti starfsemi sinni hér. Hefur sveitarstjórnin ekki skipt sér neitt af atvinnumálun- um? Nei, því miður, fullkomið áhuga- leysi virðist ríkjandi hjá henni í þessum efnum. Ég get nefnt sem dæmi að við vorum fyrir skömmu að missa einn bát héðan til Sand- gerðis, án þess að atvinnumála- nefnd bæjarins gerði svo lítið sem kanna það hvort ekki væri mögu- leiki á að halda honum, þar sem okkur vantar fleiri fiskiskip. Þeir sem flust hafa burt héðan, er það fólk á öllum aldri? Já, það má segja það, því nokkrar fjölskyldur hafa farið, en sennilega er nú eldra fólk í meiri- hluta. Oftast er um að ræða fólk, sem átt hefur börn í skólum fyrir sunnan. Að námi loknu fá þau ekki atvinnu hér og koma því ekki aftur og foreldramir fara þáá eftir þeim. Eins er það að hér er lítið um at- vinnu fyrir eldra fólk sem á erfitt með að taka þátt í bónusslagnum, og annarri erfiðisvinnu. Nú uppá síðkastið hefur maður orðið var við mikinn óróleika hjá unga fólk- inu, sem ekki segist fá að vinna eins mikið og það óskar. Þurfum 2 skuttogara Hvað er þá til ráða? Hér á Patreksfirði eru íbúar um það bil eitt þúsund. Aftur á móti er margt hér sem gerir ráð fyrir 1200 til 1400 manna byggðarlagi, svo sem heilsugæslustöð, skólahús- næði og fleira en til þess að koma íbúatölunni uppí þetta, þarf meiri atvinnu. Okkur vantar tvo skuttog- ara til viðbótar til að efla og styrkja atvinnulífið. Við höfumeinfaldlega setið eftir í þessum efnum, vegna áhugaleysis þeirra einkaaðila sem ráðið hafa ferðinni í atvinnu- málum staðarins alltof lengi. Sveitarstjórnin hefurengan áhuga haft á atvinnumálunum, en lætur einkaaðila um þetta allt saman. Samt kýs fólk þessa menn aftur og aftur? Já, alveg þangað til það neyðist til að flytja burt frá Patreksfirði vegna áhugaleysis þeirra manna sem það hefur komið til valda. Hvað er að gerast á Patreksfirði? Þar sem lífið er nú meira en bara vinna og aftur vinna, hvernig er félags- og menning- arlíf á Patreksfirði? Það verður að segjast eins og er að félagslíf hér er heldur slappt. Þó eru starfandi hér nokkur félög, svo sem tafl- og bridgefélag, leik- félag, sem staðið hefur sig allvel, og íþróttastarfsemi hefur verið í nokkurri sókn. Tónlistarlíf er aftur á móti með daufasta móti. Þó hef- ur verið reynt að fá hingað hina ágætustu tónlistarkennara, og nú er til að mynda kominn hingað norskur tónlistarkennari og menn binda vonir við hann. Ég minntist á íþróttalífið hérsem hefurfariövax- andi, en okkur vantar betra íþróttahús og nýja sundlaug. Iþróttahúsið hér er lítið og lélegt, og sundlaugin er útilaug, sem að- eins er opin yfir sumarið. En það er með þetta eins og svo margt annað hér, að áhugaleysið er al- gert. Þingmenn okkarVestfirðinga segja að öll bæjarfélög kjördæm- isins sæki mjög á þá um eitt og annað, en þeir segjast alltaf verða að spyrja um hvað sé að gerast á Patreksfirði; þaðan er ekki á þá sótt um eitt né neitt. Auðvitað segir þetta sínasögu. Nú ert þú forstöðumaður nýrr- ar heilsugæslustöðvar hér á Patreksfirði; eitthvað hefur nú orðið að þrýsta á þingmenn tii aðfá hana? Sjálfsagt, og vissulega er gott að fá stöðina, en við gerð hennar urðu mikil mistök; hún er nefnilega alltof stór, og verður því óheyri- lega dýr í rekstri fyrir þau byggðar- lög sem að henni standa, en það eru Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur. Stærð stöðvarinnar gerir ráð fyrir allt að 3 þúsund manna byggðarlagi, en þessirþrír staðir sem hún þjónar ná að íbúa- fjölda rúmlega helmingi þess fjölda. Stöðin var rangt hönnuð, og sveitarstjórnin sagði ekki neitt við þeim mistökum. A sama tíma er sjúkrahúsið hér sem byggt var 1947, að grotna niður. Astand þess er orðið mjög alvarlegt, og auðvitað er erfitt að fá fé til lagfær- inga á því, strax í kjölfar opnunar þessarar alltof stóru heilsugæslu- stöðvar. Hér er hœgtað rífa allt upp Fyrst fólki hefur fækkað hér á liðnum árum, hefur þá ekki orð- ið samdráttur í öllum bygging- arframkvæmdum? Jú, mjög verulegur, einkum á vegum einstaklinga. Állt frá árinu 1975 voru hér árlega í byggingu 10-12 einbýlishús. Nú eru þau tvö sem byrjað var á í fyrra, og í sumar var byrjað á einu. Aftur á móti voru byggðar hér íbúðir á vegum verkamannabústaða á síðasta kjörtímabili, einar 14 íbúðir, og 8 voru boðnar út í sumar. Eg átti sæti í þeirri nefnd sem annaðist þessar byggingar. Sveitarstjórn vítti okkur fyrir of miklar fram- kvæmdir. Þeir hrukku við, bless- aðir, þegar nefnd á vegum sveit- arfélagsins tók allt í einu uppá því að sinna sínu verki. Því höfðu þeir ekki vanist. Enda fór það svo, að við vorum settir útúr nefndinni þegar kjörtímabilið var liðið. Við höfðum þó ekki gert annað en fara í einu og öllu eftir settum reglum og höfðum samþykki réttra aðila fyrir því sem viö létum fram- kvæma. En svona mönnum er ekki treyst til starfa fyrir Patreks- fjarðarhrepp; því vorum við settir útúr nefndinni. En svona í lokin vil ég taka það fram, að enda þótt menn hér séu svartsýnir á framtíðina, þá er það alveg Ijóst að hægt er að drífa hér allt atvinnu- og athafnalíf upþ ef vilji er fyrir hendi. Hér er góð að- staða til útgerðar, við erum nærri bestu fiskimiðum landsins. Ég er viss um það að á meðan gert er út á íslandi gætum viö hérá Patreks- firði blómstraö, en til þess þarf for- ystumenn með áhuga og vilja til framkvæmda. -S.dór Miðvikudagur lO.nóvember 1982 lÁlÓÐVILJINN — SIÐA 9 Lífríkisrannsókn hafin I Geldinganesi er gert ráð fyrir stórri höfn og iðnaðarsvæði. Rannsóknir m.a. á veðurfari munu nú fylgja í kjölfar samþykktar atvinnumálanefndar. Ljósm.-eik. „Að fengnu þessu svari mun nefhd- in leita samvinnu við borgarstjórn Reykjavíkur um athuganir í Géld- inganesi hliðstæðar þeim sem farið hafaframá hinum stöðunum fjór- um, sem hvað fýsilegastir virð- ast,“ sagði Þorsteinn Vilhjálmsson, formaður staðarvalsnefndar í gær. Sem kunnugt er hefur atvinnu- málanefnd Reykjavíkur lýst áhuga sínum á að „kannaðir verði til þrautar möguleikar á að álver eða annar orkufrekur iðnaður rísi í Geldinganesi,“ í framhaldi af bréfi staðarvalsnefndar. Þær rannsóknir, sem hér um ræðir, snerta að sögn Þorsteins veðurfar og náttúruvernd þ.e. könnun á vindstyrk og ríkjandi vindáttum, hitahvörfum o.þ.h. Náttúrfræðistofnun fslands hefur þegar hafið lífríkisrannsóknir á svæðinu, en austur af-Geldinganesi er grunnsævi, sem er á náttúru- minjaskrá. Þorsteinn Vilhjálmsson sagði að athuganir á hinum stöðunum fjór- um, sem til álita eru, þ.e. Helgu- vík, Vogastapa, Vatnsleysuvík og Dysnesi væru lengra komnar, þar sem Geldinganes hefði komið síðar inn í myndina. M.a. hefur komið í ljós af hafnarskilyrði í Vatnsleysu- vík eru mun hagstæðari en talið hafði verið, en þar éru ekki taldir miklir náttúrverndarhagsmunir í húfi né heldur of mikil nálægð við þéttbýli. Hafnarskilyrði í Vatnsleysuvík eru betri en haldið var, segir Þorsteinn Vilhjálmsson m.a. En af hverju er staðarvalsnefnd að huga að álveri sérstaklega? Þor- steinn Vilhjálmsson sagði það verkefni eiginlega hliðarverkefni sem nefndinni hefði verið falið í framhaldi af hagkvæmnisathugun, sem gerð var á vegum iðnaðar- ráðuneytisins. Meginverkefni nefnd- arinnar er almenns eðlis, þ.e. að athuga staðhætti og forsendur fyrir orkufrekan iðnað þannig að sú þekking sé fyrir hendi í landinu. Skýrsla þar um er væntanleg innan tíðar og er þess vænst að hún geti orðið leiðarvísir fyrir staðarval á öllum tegundum iðnaðar, stórum og smáum. -ÁI Alver í Geldinganesi? Margt er að varast sagði Guðmundur ÞJónsson „Ég tel álver ekki eftirsóknarvert í sjálfu sér“, sagði Guðmundur Þ. Jónsson m.a. í umræðum í borgar- stjórn s.l. fimmtudag, „og þar er margt að varast. Álverum fylgir venjulega mikil mengun og gera verður ýtrustu kröfur um mengun- arvarnir og hollustuvernd. Hins vegar er nauðsynlegt að huga að því hvernig við ætlum að treysta undirstöður atvinnulífs í Rcykja- vík. Því varð það sameiginleg nið- urstaða í atvinnumálanefnd að Geldinganesið ætti að vcra áfram inni í myndinni hvað rannsóknir staðarvalsnefndar varðar. En fram til þessa hefur Reykjavik ekki kom- ið til álita í þeim efnum“. Magnús L. Sveinsson formaður atvinnumálanefndar gerði grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar. Þar er m.a. lýst „áhuga á því að kann- aðir verði til þrautar möguleikar á að álver eða annar orkufrekur iðnaður rísi í Geldinganesi, að upp- fylltum öllum eðlilegum forsend- urn um hagkvæmni, öryggi og mengunarvarnir". Jafnframt leggur nefndin til að borgin láti fara fram veðurfarsathuganir í Gelding- anesi og afli upplýsinga um þá Engin ákvörðun fyrr en rannsóknir á mcngun liggja fyrir, sagði Guð- mundur Þ. Jónsson m.a. staðla, sem farið er eftir við meng- unarvarnir erlendis. í bókun Guðmundar Þ. Jóns- sonar í atvinnumálanefnd tekur hann undir það sjónarmið að borg- in „lýsi yfir almennum áhuga á því að reisa hér öflug framleiðslufyrir- tæki og treysti með því undirstöður atvinnulífsins í borginni. Hvað varðar hugsanlega staðsetningu ál- vers, sem spurt er um í áfanga- *> skýrslu Staðarvaisnefndar legg ég áherslu á að niðurstöður rann- sókna vegna mengunar á lífríkinu umhverfis Geldinganes og í fyrir- hugaðri íbúðabyggð norðan Graf- arvogs liggi fyrir áður en endanleg ákvörðun er tekin. En til mengun- arvarna og hollustuverndar verður að gera ýtrustu kröfur. Það er hins vegar rétt, að athuganir haldi áfram í Geldinganesi og tel ég eðli- legt að atvinnumálanefnd vinni að þeim rannsóknum með Staðarvals- nefnd". í umræðum í borgarstjórn lagði Magnús L. Sveinsson áherslu á að þetta mál væri rétt á byrjunarstigi og að með samþykkt.atvinnumála- nefndar væri engu slegið föstu öðru en því að tryggja að Reykja- vík dytti ekki út úr frekari rann- sóknurn á þessu sviði. Guðmundur Þ.Jónsson sagði að iðnaðurinn í borginni gæti ekki eins og nú væri ástatt tekið við viðbót- armannatla á næstu árum. Hann væri veikburða og borgaði lág laun og iðnrekendur boðuðu nú upp- sagnir auk þess sem þegar hefði mörgum verið sagt upp. Nauðsyn- legt væri að huga að framtíðinni og leggja niður fyrir sér hvers konar framleiðslustarfssemi ætti að byggja upp í borginni. Til þess að svara því þyrftu allar rannsóknir að liggja fyrir og að því stefndi sam- þykkt atvinnumálanefndar. Norðmenn anna ekki eftirspurn á laxi Gulltimar í laxeldi Eftirspurn á norskuni eldislaxi er orðin það mikil að erigan veginn er hægt að afgreiða allar pantanir sem framleiðenduni berast. - Það eru gulltímar í laxeldi, segir í fréttafyr- irsögn norska blaðsins Fiskaren, sem er málgagn sjávarútvegsins, 22. október sl. Fréttin er höfð eftir forráðamönnum Fiskioppdrettern- es Salgslag. Veröið á eldislaxinum hefur ver- ið stígandi og er nú 15% yfir lág- marks útflutningsverði. En þetta þýðir að fiskeldismenn fá nú n.kr. 50 fyrir kg. af siægðum og pökk- uðum 4—5 kg. laxi. Framleiðslan á eldislaxi í Noregi 1981 var 8000 tonn. en mun fara upp í 11 000 tonn í ár. Það er talsvert meira en reiknað var með. Frakkar kaupa um 30% framleiðslunnar frá lax- eldismönnum í Noregi. Næstir í röðinni eru Þjóðverjar, Bretar, DanirogSvíar. Framangreind lönd hafa keypt um 85% norsku fram- leiðslunnar. Á sl. vetri hófst svo sala á norskum eldislaxi á Banda- ríkjamarkað og tleiri fjarlægari markaði. Gerð hefur verið áætlun um frantleiðslu á eldislaxi í Noregi næstu tvö árin og er miðað við 15- 16 þúsund tonna framleiðslu 1983, en 30 þúsund tonn 1984. -J.E.Kúld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.