Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur lO.nóvember 1982 Alþjóðasamband jafnaðarmanna Deilt um af- stöðuna til ísraels Á fuudi Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem hald- inn var í Basel í síðustu viku var samþykkt ályktun, þar sem Bandaríkin voru hvött til að hætta allri hernaðar- aðstoð við E1 Salvador jafnframt því sem tekið var undir kröfu Farabundo Marti þjóðfrelsishreyfingarinn- ar um samninga og pólitíska lausn deilumála í landinu. Á fundinum voru mættir leið- togar sósíalista- og jafnaðar- mannaflokka víðsvegar úr heimin- um. Meðal þeirra var Willy Brandt, formaður Alþjóðasam- bandsins, Shimon Peres, formaður verkamannaflokksins í ísrael (hann er jafnframt varaformaður Alþjóðasambandsins), Mario So- ares, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals og Leopol Senghor, fyrr- verandi forseti Senegal. í sameiginlegri ályktun for- ■dæmdu flokksleiðtogarnir „hervæðinguna í Mið-Ameríku og áformin um hernaðaríhlutun gagn- vart Nicaragua“, (en eins og Þjóð- viljinn hefur einn íslenskra fjöl- miðla skýrt frá þá hefur nýlega ver- ið afhjúpuð leynileg áætlun Reag- ans um hernaðaríhlutun í Nicararg- ua frá Honduras). I>á er stefna herstjórnarinnar í Guatemala fordæmd, sem „tilraun til kerfisbundinnar útrýmingar á indíánum“ sem nú hefði tekið á sig mynd „þjóðarmorðs". Fundurinn lýsti einnig yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokk Pu- erto Rico (PIP), sem stefnir að því að efla sjálfstæði þessarar banda- rísku hálfnýlendu, en PIP var ný- lega veitt innganga í Alþjóðasam- bandið. Fundurinn lýsti einnig áhyggjum vegna ástandsins í Póllandi og Tyrklandi, en hins vegar tókst ekki að ná samkomulagi í því máli sem mest var rætt, en það var ástandið í Mið-Austurlöndum. Að vísu voru flokksleiðtogarnir sammála um fordæmingu á fjölda- morðunum í Beirut, en að sögn Willy Brandt, sem stýrði fundin- um, þá voru uppi ólík sjónarmið um þörf ísraels fyrir öryggi og hvernig tryggja skyldi hagsmuni Palestínumanna í komandi friðar- umleitunum. Þær raddir höfðu heyrst fyrir fundinn, að upp yrði borin tillaga um brottvikningu ísraelska verka- mannaflokksins úr Alþjóðasam- bandinu vegna afstöðu hans til inn- rásarinnar í Líbanon. Willy Brandt sagði hins vegar á blaðamanna- fundi eftir fundinn, að slík tillaga hefði ekki komið fram. Auk ísra- elska verkamannaflokksins (Map- ai) á sósíalistaflokkur Israels (Mapam) einnig sæti í Alþjóða- sambandinu. Brandt sagði að menn vonuðust til þess að aðildarflokkar A1 þjóðasambandsins myndu ná að móta sameiginlega stefnu um Mið- austurlönd fyrir næsta fund, sem haldinn verður í Sydney í Ástralíu í apríl á næsta ári. Afstaðan til Verkamannaflokks- ins í ísrael hefur valdið klofningi innan sambandsins, ekki síst eftir að uppvíst hefiir orðið, að Simon Peres, varaforseti sambandsins, vissi fyrirfram um innrásaráform Begins í Líbanon í sumar undir kjörorðinu „Friður í Galíleu", og lagði yfir þau blessun sína. Frétta- skýrendur segja að tillaga um brottvikningu ísraelska verka- mannaflokksins verði aftur á dag- skrá á aðalfundinum í apríl n.k. ólg Alþjóðleg vitnaleiðsla um innrásina í Líbanon FKsasprengjur og fosfóreldur gegn óbreytt- um líorgurum Israelsmenn notuðu nýja gerð bandarískra flísasprengja, sem hafa áður óþekktan eyðileggingar- mátt gegn óbreyttum borgurum í að minnsta kosti 16 tilfellum á með- an á innrásinni í Líbanon stóð. Þetta kom fram í máli Franklin Lamb, bandarísks sérfræðings í vígbúnaðarlöggjöf og ráðgjafa við bandaríska þingið er hann ávarp- aði um síðustu helgi alþjóðaráð- stefnu í Ósló um innrásina í Lí- banon, þar sem fjöldi vitna hefur verið kallaður saman. Ráðstefnan er liður í starfi al- þjóðlegu rannsóknarnefndarinnar sem vinnur að því að kanna hvort ísrael hafi með innrásinni brotið gegn reglum Genfarsáttmálans um stríð og meðhöndlun stríðsfanga. Flísasprengjur eru gerðar úr stóru íláti er hefur að geyma mik- inn fjölda smásprengja, sem eru hlaðnar með kraftmiklu sprengi- efni. Þær sundrast í smáagnir sem dreifast um umhverfið með meiri hraða en byssukúla og valda þvílík- um áverkum að eina leiðin til lækn- ingar er að taka viðkomandi lík- amspart af, þegar lækning er á ann- að borð möguleg. Bandarísk lög segja að selja megi sprengjur þessar til vinveittra landa sem hyggjast nota þær „í lögmætri sjálfsvörn”, það er að segja, þegar um innrás á eigið landsvaeði er að ræða. Sérfræðing- urinn sagði að sprengjur þessar væru geymdar í öllum Nato-ríkjum í Evrópu. Franklin Lamb, sem var í Líbanon í ágúst og september, sagði að hann hefði sönnun fyrir því að notkun flísasprengja í Lí- banon hefði átt sér stað og væri það gróft brot á bandarískunt lögum og Bandaríkjastjórn yrðu nú að taka það til endurskoðunar, hvort hún héldi áfram að selja ísra- el vopn. Þrír norskir læknar, sem störf- uðu við sjúkrahús kirkjuráðsins í Beirút, báru vitni um að ísraels- menn hefðu sprengt loftvarnabyrgi óbreyttra borgara og síðan varpað á þau fosfórsprengjum, sem valda nær ólæknanlegum brunasárum. Tveir bandarískir blaðamenn af gyðingaættum sem voru í Líbanon í ágúst og september báru einnig vitni. Annar þeirra, Ralph Schoen- man, tók áður þátt í Russel- réttarhöldunum vegna stríðsins í Víetnam. Hann sagði: - Innrásin var meðvituð tilraun til þess að útrýma þjóðlegri tilvist Palestínumanna í Líbanon. Byggð óbreyttra borgara var bombaderuð í slíkum mæli að líkja má við kjarn- orkusprengjuna í Hiroshima. Flóttamannabúðir og bæir hafa kerfisbundið verið lagðir í rúst. Með því að handtaka kerfisbundið palestínska karlmenn á aldrinum 15-60 ára voru konur og börn skilin eftir án verndar og fyrirvinnu. Sjúkra- og heilsugæsla var löm-i uð með því að handtaka 90% af starfsmönnum palestínska Rauða hálfmánans. Menningarstofnanir Palestínumanna í Beirút voru rændar skjölum og rannsóknar- gögnum, og þannig reynt að afmá þjóðlega arfleifð og menningarein- kenni Palestínumanna og Líban- on.“ Það er norræn rannsóknarnefnd sem skipjleggur vitnaleiðslurnar í Ósló.í henni eiga sæti lögfræðiptóf essorarnir Ole Kaarup frá Dan- mörku og Anders Brattholm frá Noregi, Odd Bull, fyrrverandi herforingi frá Noregi, K-J Láng fyrrverandi dómsmálaráðherra í Finnlandi, Ole Espersen fyrrver- andi dómsmálaráðherra Danmerk- ur, Allan Rosas lögfræðiprófessor og Hans Göran Franck frá Svíþjóð. Ráðstefnan mun gefa út sérstaka vitnaskýrslu um málið. - Umræðan um atvinnuleysis- vandann er full að hræsni og tvö- fcldni, sagði Anna Christiansen prófessor í félagsvísindum frá Lundi, er hún ávarpaði ráðstefnú um atvinnuleysisvandann, sem haldin var í Stavanger fyrir skömmu. Hin opinbera skoðun, að atvinn- uleysið sé eins konar farsótt og að eina leiðin fyrir manninn til að framfleyta sér sé með því að stunda launavinnu, því án hennar verði menn óhamingjusamir og fái ónytjungstilfinningu og leggist í fé- lagslegt ábyrgðarleysi og fíkniefna- neyslu, þessi skoðun er nú orðin svo útbreidd af stjórnmála- mönnum og fjölmiðlum, að það er áiitið sjúklegt að hrófla við henni, sagði Anna. Ohamingjusamir atvinnuleysingjar eru nauðsynlegir til þess að við- halda vinnugleði og aga meðal þeirra er þræla í launavinnunni, scgir Anna Christiansen. Myndin er frá Bandaríkjunum, en þar er tala atvinnulausra komin yfir 11 miljónir. Um félagslegt hlut- verk atvmnuleysingja Lngu að síður stingur þessi skoð- un í stúf við þá gömlu alþýðlegu trú, að iaunavinna sé fyrst og fremst skylda, eitthvað nauðsyn- legt en vont, sem menn láta sig hafa að ganga í gegnum til þess að skrimta af. Það er ekki þar með sagt að allir fyrirlíti starf sitt, en fáir vinna einvörðungu „til þess að vera í vinnu“. Anna hélt þvHram, að í stað þess að líta á vinr.una sem meðal, þá væri farið að líta á hana sem mark mið í sjálfu sér, án tillits til hvort hún hefði framleiðslugildi sem slík. Menn tala um að stöðva tækni- þróunina til þess að halda uppi full- ri atvinnu, sagði Anna, en þetta stríðir gegn þeirri hugmynd að ný tækni eigi að frelsa fólk undan ein- hæfum og þungum störfum. Eng- inn álasar þvottavélinni iengur fyrir að hafa svipt húsmæður atvinnu, sagði hún. Mótsetningin á milii frítíma og vinnu verður stöðugt greinilegri. Að vísu hefur enginn haldið því fram enn að orlofslögin ræni fólk atvinnu, en hins vegar mega foreldr ar ekki lengur hlaupa undir bagga' á barnaheimilunum, því þá taka þeir vinnu frá fóstrunum. Hús- leigjendur mega ekki lengur mála eða-veggfóðra íbúðir sínar, því þá eru þeir að taka vinnu frá þeim í veggfóðrara- og málarafélaginu o.s.frv. Okkur er sagt, að atvinnuleysingj- arnir séu vansælt fólk sem þjóð- félagið verði að hjálpa. En Ánna bendir á að það er einmitt þjóð- félagið sem framkallar þá ógæfutil- finningu, sem hinum atvinnulausu er eignuð með því að halda þeim niðri efnahagslega og félagslega í öryggisleysi. Hvað myndi gerast ef þeir atvinnulausu segðu, að þeir væru hæstánægðir með sitt hlutskipti? Þeir yrðu úthrópaðir sem andfé- lagsleg afstyrmi, því atvinnu- leysingjar eiga að vera óhamingju- samir, annars eru þeir ekki tilbúnir til að fara í vinnu og eiga því ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Við skulum reyna að líta á samfélagið út frá öðru sjónarhorni, sagði Anna Christiansen. Við höf- um þjóðfélag þar sem eru þrír hóp- ar: einn vinnur meira en hann eiginlega getur og hefur gott af, öðrum er haldið í vinnu við eitthvað, sem ekki hefur beint notagildi eða tilgang á meðan þriðja hópnum er haldið niðri í fé- Sœnskur prófessor í féíagsvísindum rœðst á hrœsni í urnrœðum um atvinnuleysi lagslegu og efnahagslegu öryggis- leysi við enga atvinnu. Óskemmtileg verkaskipting Atvinnuleysið er engin farsótt, heldur ákveðin aðferð við að skipuleggja og deila því vinnu- magni sem fyrir hendi er á milli manna. Er til einhver skýring á, hvers vegna það er einmitt gert á þennan hátt? Hugsanleg skýring væri þessi: Launavinna er ekki bara fólgin í framleiðslu, hún er jafnframt mikilvægur þáttur í samfélagslegu kerfi, sem felst m.a. í því að hinir fullorðnu eyða bróðurpartinum af tíma sínum undir fastmótuðu eftir- liti á vinnustað. Tækniþróunin hefur hins vegar náð svo langt, að við hér á Vestur- löndum getum framleitt það sem við þurfum á mun skemmri tíma en áður. Þessi tæknilega þróun erógn- un við þá félagslegu uppbyggingu og það formfasta eftirlit sem launa- vinnan býður upp á. Þess vegna keppast allir valdhafar við að reyna að viðhalda launavinnunni, því hún er forsenda fyrir því félagslega eftirliti og þeim völdum, sem þeir hafa á samfélaginu. Frjáls og sjálfsprottin vinna, sem einstaklingurinn skapar sjálfum sér utan kerfisins er ógnun við launa- vinnukerfið um leið og hún veitir ánægju og fullnægju, sem launa- vinna getur seint gefið. Því verður það skiljanlegt, hvers vegna samfélag okkar þarf á „atvinnuleysi" að halda. Til þess að hægt sé að viðhalda launavinnunni og því félagslega kerfi sem henni fylgir, þarf að gera það að forrétt- indum að fá að hafa atvinnu. Fólk á að vera glatt og þakklátt fyrir að fá að hafa atvinnu. Forsenda fyrir því að svo geti verið er hins vegar að til séu einhverjir, sem.ekki hafí vinnu og sé haldið niðri í félagslegu og efnahagslegu öryggisleysi. Atvinnuleysingjarnir eru því nauð- synlegir til þess að viðhalda vinnu- gleðinni og aganum þjá þrælum launavinnunnar. Próun og vanþróun Sjónarmið þau sem hér hafa ver- ið reifuð, og sumum finnst ef til vill sverja sig nokkuð í ætt við stjórn- Ieysisstefnu, eiga trúlega fullan rétt á sér í þróuðum iðnríkjum þar sem sjálfvirkni og vélvæðing hefur orð- ið svo almenn, að hún hefur í raun- inni breytt afstöðu verkafólks til framleiðslunnar: atvinnuleysið verður ekki annað en viss tegund verkaskiptingar. En ef litið er til þróunarlanda eins og t.d. Chile, þar sem um þriðjungur vinnufærra manna býr við atvinnuleysi og stór hluti þjóðarinnar lifir á hungurmörk- unum, þá horfirdæmi öðru vísi við. Þá er atvinnuleysið ekki lengur velferðarvandamál, heldur vanda- inál er varðar líf og dauða og snert- ir hina alþjóðlegu verkaskiptingu. Forskot iðnríkjanna í tæknivæð- ingu og markaðsmálum drepur í fæðingu allar tilraunir þróunar- ríkjanna til iðnþróunar á samkeppnisgrundvelli. Niður- greiðsla íðnríkjanna á ýmsum landbúnaðarafurðunt heima fyrir drepur á sama hátt niður samkeppnishæfni þróunarríkjanna í framieiðslu hráefna úr landbún- aði. Þannig hefur sú atvinnubóta- vinna, sem Efnahagsbandalag Evr- ópu hefur til dæmis skapað með stóraukinni framleiðslu á niður- greiddum evrópskum sykri skapað neyðarástand í ýmsum sykur- ræktarlöndum hitabeltisins, þar sem sykurræktin er af náttúrurini hagkvæmust. Á sama hátt og sú verkaskipting, sem atvinnuleysið á Vesturlöndum felur í sér, kann að vera tilkomin til þess að viðhalda ákveðnu félagslegu kerfi má því segja að hin alþjóðlega verka- skipting sé tilkomin til þess að gera hinar fátækari þjóðir fátækari og háðari hinunt ríku og þróuðu. - ólg endursagði og prjónaði við. -ólg./DN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.