Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN
„Segið börnunum að
treysta mér“, sagði
Reagan er hann
tilkynnti um ákvörðun
sína að grafa 100
langdraegar eldflaugar
hlaðnar
kjarnorkusprengjum í
jörðu í Wyoming í.
Sjá 6.
24
nóvember 1982
47. árgangur
263. tölublaðð
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
tekið upp gamla vinnulagið og ætl-
ar sér að halda minnihlutanum frá
öllum upplýsingum um meiri hátt-
ar mál, sagði Sigurjón Pétursson í
gær en meirihluti borgarráðs fclldi
í gær tillögu frá honum um skipun
viðræðunefndar við ríkið vegna
Keldnamálsins.
Ég vitna til þess, sagði Sigurjón,
að á síðasta kjörtímabili var starf
andi þriggja manna nefnd sem
m.a. var ætlað var ræða við ríkið
um Keldnaland. Nefndin lagði að
sjálfsögðu niður störf að loknum
kosningum og nú þegar viðræður
eru hafnar er tímabært að ný nefnd
verði skipuð með sama hætti, 2 frá
meirihluta og 1 frá minnihluta.
Ég tel rétt og nauðsynlegt að
minnihluti borgarstjórnar eigi
aðild að þessum viðræðum, sagði
Sigurjón, en Sjálfstæðisflokkurinn
er á annarri skoðun. í bókun nefna
þeir að viðræður séu þegar hafnar,
og að borgarstjóri hafi sett nefnd í
gær. Borgarráð hefur enga skýrslu
fengið um gang þessarra viðræðna,
sagði Sigurjón, né heldur niður-
stöður ráðuneytisins um landrým-
isþörf stofnana á Keldnalandi.
Nefndin, sem þeir kalla svo er
skipuð af Davíð Oddssyni einum
og í henni sitja tveir borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins og borgar-
verkfræðingur.
- Nú er þessi skýrsla um land-
rýmisþörf komin til blaðanna, hef-
ur borgarráð ekki fengið hana í
hendur?
Nei. Það er sennilega orðið
nauðsynlegt að snúa sér beint til
ráðuneytisins nú þegar ljóst er að
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að
halda minnihlutanum frá öllum
upplýsingum um málið, sagði Sig-
urjón Pétursson.
vsí
á móti
lengra
orlofi
Vinnuveitendasamband Is-
lands hefur í bréfi til Félags-
málanefndar Neðri deildar
Alþingis ítrckað andstöðu
sína við frumvörp um fjölgun
orlofs- og frídaga og áréttar þá
skoðun sína að orlofsmál eigi
að vera viðfangsefni samninga
aðila vinnumarkaðarins.
í frumvarpi ríkisstjórnar-
innar um lengingu orlofs svo
og frumvarpi VilmundarGylfa-
sonar o.fl. um að ekki megi
skylda verkafólki til að taka
orlof nánast hvenær sem er,
felast tillögur sem hafa eink-
um eftirfarandi í för með sér:
1. Orlof lengist um 4-7 daga.
2. Allt orlofið, þ.e. 28 virka
daga skal veita í einu lagi á
tímabilinu frá 2. maí til 15.
september. 3. Orlofsfé skal
vera að lágmarki 10.17% af
launum. 4. Frídögum fjölgi
um einn, þ.e. frídagur versl-
unarmanna hlotnast öllu
launafólki.
Vinnuveitendasambandið
minnir á að á þessu ári hafi
orðið verulegur samdráttur í
þjóðarframleiðslu og að horf-
ur séu á enn meiri samdrætti á
næsta ári. Segir í frétt frá VSÍ
að þessi frumvörp, ef sam-
þykkt verða, leiði til 2.18%
samdráttar heildarvinnutíma.
Það þýði um 1.5% minnkun
þjóðartekna á mann. A-
kvörðun Alþingis um lengingu
orlofs jafngildi því í raun
1.5% kjaraskerðingu umfram
það sem aðrar aðstæður
kunna að leiða af sér. - Sjá
einnig á bls. 16.
- V.
au iiiagui. nijm tiiutu ui .ijuntu luuiiuiuiiigui u uvjoiu t ut uiu
enn um 14%! Hver skyldir innflutningurinn verða í jólamánuðin-
um, sem nú er framundan? Karlarnir á Reykjavíkurhöfn höfðu að
minnsta kosti nóg að gera við uppskipun úr Skaftánni í gær. Ljósm.
gel.
Minnlhlutmn úti-
lokaður frá viðræðum
Svavar Gestsson í umræðunum á alþingi í gær
Ríkisstjórnin
heggur á hnútinn
Kosið í apríl eða fyrr
vantraustsyfirlýsing felld
- Stjórnarandstaðan sleit
viðræðum við ríkisstjórnina án
málefnalegrar ástæðu, sagði Svav-
ar Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins á alþingi í gær:
„Þannig brást stjórnarandstaðan
lýðræðislegri skyldu. Ríkisstjórnin
mun því höggva á hnútinn. Eins og
forsætisráðherra skýrði frá er það
ætlun ríkisstjórnarinnar að ekki •
verði kosið síðar en í april, en fari
svo að stjórnarandstaðan stöðvi
hér lífsnauðsynleg mál á næstu dög-
um verður auðvitað að efna til
kosninga fyrr.”
Gunnar Thoroddsen sagði m.a.
að rétt væri að kjósa eftir sumar-
daginn fyrsta í lok apríl. Auk Sva-
vars töluðu þeir Hjörleifur Gutt-
ormsson og Ragnar Arnalds fyrir
Alþýðubandalagið.
Nokkra athygli vakti hversu Al-
þýðuflokkurinn var iðinn við að
ganga frá sér. Vilmundur Gylfason
talaði gegn „samtryggingu flokk-
anna”, og ólýðræðislegum vinnu-
brögðum innan Alþýðuflokksins -
og sagði dæmisögur af þeim. Vil-
mundur taiaði gegn því að völd
söfnuðust á fárra manna hendur.
Jafnframt viðraði hann hugmynd
um utanþingsstjórn undir forsæti
Jóhannesar Nordal.
Jón Baldvin Hannibalsson réðst
af hörku gegn Vilmundi en Sig-
hvatur Björgvinsson hélt eins kon-
ar útfararræðu eftir brottför hans
úr Alþýðuflokknum. „Merkið
stendur þó maðurinn víki”, sagði
Sighvatur.
I lok ræðu sinnar sagði Svavar
Gestsson m.a.: „íslenskir vinstri
menn hljóta að sameinast um Al-
þýðubandalagið eftir að Alþýðu-
flokkurinn er klofinn niður í rót,
þegar Framsóknarflokkurinn er
orðinn milliflokkur að eigin sögn.
Alþýðubandalagið er albúið í
kosningar”.
-óg
Ákveðið hefur verið að
halda ráðstefnu um
umhverfis- og
skipulagsmál á vegum
AB en flokksráð átaldi
m.a. störf
hringormanefndar og
varaði við því að banni
við hvalveiðum verði
mótmælt.
Hvaða efni ber að
varast á
vinnustaðnum?
Hvernig geta áhrif
þeirra verið? Til hvaða
ráðstafana er hægt að
grípa gegn áhrifum
þcirra?
Fundur fjármála- og
vinnumálaráðherra Norðurlanda:
650.000 íbúa
Norðurlanda eru
atvinnulausir
Athygli vakti hið ]
á Islandi
Á fundi vinnumálaráðherra
Norðurlanda, sem haldinn var dag-
ana 11. og 12. nóvember s.l., koin
fram að á miðju þessu ári voru
atvinnulcysingjar í löndunum 5 um
650.000 en það svarar til 5% af
mannafla á vinnumarkaði. Jafn-
framt vakti athygli hversu íslensk-
um stjórnvöldum hefði tekist að
bægja atvinnuleysisvofunni frá
dyrum Islendinga.
Dagana 11. og 12. nóvember
héldu fjármála- og vinnumálaráð-
herrar Norðurlandanna fund í Abo í
Finnlandi. í sameiginlegri ályktun
fjármálaráðherranna er látinn í ljós
uggur vegna þeirrar kreppu og
atvinnuleysis sem staðið hefur og
að fátt bendi til breytinga til hins
tla atvinnuleysi
betra á næstunni. Ráðherrarnir
töldu að þörf væri á auknu sam-
starfi Norðurlandanna á alþjóða-
vettvangi til úrbóta í þessu efni.
Vinnumálaráðherrarnir héldu
fund með aðilum vinnumarkaðar-
ins og af hálfu launafólks sátu fund-
inn forystumenn og sérfræðingar
Norræna verkalýðssambandsins
(NFS). í tillögum NFS er gert ráð,
fyrir sameiginlegri norrænni stefnu-
mörkun um efnahagslega þróun
og fulla atvinnu þar sem dregin eru
fram helstu atriði sem að dómi
samtakanna þurfa að vera í slíkri
stefnuyfirlýsingu. V ar ákveðið í lok
fundarins að Norræna vinnumark-
aðsnefndin skyldi gera tillögur um
á hvern hátt megi samhæfa stefnu
Norðurlandanna í efnahags- og at-
vinnumálum. -V.