Þjóðviljinn - 24.11.1982, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. nóvember 1982
„Við verðum að fullvissa börnin um að foreldrar þeirra og leiðtogar heimins leitast umfram alit við að tryggja þeim öryggi og frið“, sagði
Ronald Reagan í sjónvarpsræðu sinni í fyrrakvöld.
Stefna Reagans:
Ognun samhliða afvopnun
Reagan Bandaríkjaforseti flutti
sjónvarpsræðu í fyrrakvöld, þar
sem boðað hafði verið að forsetinn
myndi leggja fram tillögur Banda-
ríkjanna um frið og afvopnun.
I ræðunni kom fram að Banda-
ríkjastjórn hyggst koma 100 lang-
drægum MX flugskeytum með
kjarnorkusprengjum innanborðs
fyrir í steyptum neðanjarðarbirgj-
um á 20 fermílna svæði við
Warren-herflugvöllinn í nágrenni
Cheyenne í Wyoming-ríki.
Þá sagðist forsetinn hafa lagt
fram tillögur um bætt upplýsinga-
skipti á milli stórveldanna um víg-
búnað, m.a. með endurbótum á
„heitu línunni" á milli Hvíta húss-
ins og Kremlar.
Forsetinn sagði að tilgangurinn
með.því að setja upp hið nýja eld-
flaugakerfi væri sá að hræða Sovét-
menn til afvopnunar. „Ég ætla að
leita friðar eftir tvennum samhliða
leiðum - ögrun og fækkun vopna.
Ég hef þá trú að þetta séu einu
leiðirnar er bjóði upp á nokkra von
um varanlegan frið“.
Forsetinn sagði jafnframt, að
Bandaríkin ættu ekki hlut í vígbún-
aðarkapphlaupinu: „Þið heyrið oft
sagt að Bandaríkin og Sovétríkin
heyi vígbúnaðarkapphlaup. Sann-
leikurinn er sá, að þaö eru Sovét-
ríkin sem hafa átt í kapphlaupi en
ekki við“. Forsetinn sagði að Sov-
étríkin stæðu nú Bandaríkjunum
framar á öllum sviðum vígbúnaðar
og því væri þessi ákvörðun nauð-
synleg. Talið er að hin nýja áætiun
um MX-eldflaugarnar muni kosta
um 25-30 miljarða dollara, og er
ákvörðunin háð samþykki þingsins
um fjárveitingu.
Reagan höfðaði í ræðu sinni til
bandarískra barna og sagði í því
sambandi: „Börn okkar ættu ekki
að alast upp í ótta. Þau ættu ekki að
óttast framtíðina. Við vinnum að
því að gera hana friðsæla og frjálsa.
Ég hef þá trú að framtíð þeirra geti
orðið sú bjartasta og stórbotnasta
sem nokkur kynslóð hefur átt kost
á. Við verðum að fullvissa börnin
um að foreldrar þeirra og leiðtogar
þessa heims vinna umfram allt að
því að vernda öryggi þeirra og
tryggja þeim frið. Ég álít þetta vera
heilaga skyldu".
Ræða forsetans virðist ekki hafa
vakið nein sérstök viðbrögð, enda
hafði hún ekki neitt það frumkvæði
að geyma, er vænlegt getur talist til
tryggingar friði eða afvopnun
nema síður væri.
- ólg.
Nató klofið um
nifteindasprengju
r
Island
tók
ekki
afstöðu
Ályktunartillaga, sem borin
var undir atkvæði í stjórn-
máianefnd Allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna í fyrra-
dag olli klofningi innan Nato-
ríkjanna.
Tillagan, sem felur í sér
fordæmingu á framlciðslu
nifteindasprengju til notkun-
ar gegn skriðdrekum, segir að
framleiðsla nifteindasprengj-
unnar verði til þess að herða
vígbúnaðarkapphlaupið og
auka líkurnar á notkun kjarn-
orkuvopna í stríði.
Ályktunartillagan var sam-
þykkt með 59 atkvæðum gegn
14. Fulltrúar 6 Nató-ríkja sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna en
önnur Natoríki greiddu at-
kvæði gegn henni. Þau sem
sátu hjá voru ísland, Dan-
mörk, Grikkland, Holland,
Noregur og Spánn.
Bandaríkin hafa þegar haf-
ið framleiðslu nifteinda-
sprengju og Frakkar hafa gert
tilraunir með slíkar sprengjur
en ekki hafið framleiðslu
þeirra.
Það hefur vakið furðu
margra að íslenska ríkis-
stjórnin skuli vera hlutlaus í
jafn mikilsverðu máli, en ekki
náðist í utanríkisráðherra í
gær til að skýra afstöðu hans
til málsins nánar. - ólg.
Kosningamar í Brasilíu
Sundruð stjómar
andstaða sigraði
Þóttendanleg úrslit
kosninganna í Brasilíu hafi ekki
legiö fyrir í gær, þá er Ijóst að
stjórnarflokkurinn hefur beðið
nokkurn ósigur, sérstaklega
eftir að útséð varð um sigur
Leonel Brizola í kosningu til
ríkisstjóraembættisins í Rio de
Janeiro-fylki, en hann er
leiðtogi Lýðræðislega
verkamannaflokksins (PDT) og
hefur verið höfuðóvinur
herforingjannasem hrifsuðu
völdin 1964.
HVERNIG Á
AÐ BYGGJA
UPP
ÍSLENSKAN
VERKALÝÐS-
FLOKK?
Umræðufundur á Hótel
Heklu, kaffiteríunni, fimmtu-
dag 25. nóv. kl. 8.30.
Baráttusamtökin fyrir
stofnun kommúnistaflokks
(BSK) og Kommúnistasam-
tökin (KS)
í kosningunum, sem fóru fram
15. nóvember, var kosið um 22
ríkisstjóraembætti, 25 af 69 sæti í
öldungadeild þingsins, öll 479
þingsæti í neðri deild alríkisþings-
ins og að auki til fylkisþinga,
sveitar- og borgarstjórna. Ekki
hafa jafn víðtækar kosningar farið
fram síðan herinn hrifsaði völdin í
landinu, og eru kosningarnar liður
í þeirri stefnu herforingjans Joao
Baptista Figuereido, sem nú er for-
seti Brasilíu að opna fyrir lýðræðið
í landinu eftir 18 ára einræði
hersins.
5 flokkar
Fimm stjórnmálaflokkar bjóða
fram til þessara kosninga og er talið
að um 58,5 miljónir Brasilíumanna
hafi greitt atkvæði.
Kosningastríðið hefur fyrst og
fremst staðið á milli tveggja stærstu
flokkanna, Partido Democratico
Social, PDS), sem er flokkur her-
foringjastjórnarinnar, og Partido
do Movemento Democratico Brasi-
leiro, (PMDB), sem er stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn.
Flokkur þessi er eins konar sam-
fylking margra ólíkra afla, sem
hafa sameinast í andstöðunni gegn
herstjórninni, og er búist við því að
hann muni klofna í smærri einingar
eftir kosningarnar. Þar er bæði um
að ræða kristilega demókrata, sósí-
aldemókrata, miðjumenn og
vinstrisinnaða byltingarmenn. Er
síðast fréttist var því spáð að
stjórnarflokkurinn (PDS), fengi 12
ríkisstj óraembætti, stj órnarand-
staðan 6 og óvíst væri um 4. Af
þessum 6 ríkisstjóraembættum
renna 5 til PMDB, en það sjötta,
ríkisstjóraembættið í hinu mikil-
væga fylki Rio de Janeiro, fór eins
og áður var getið til frambjóðanda
Lýðræðislega verkamannaflokks-
ins (OPT), sern jafnframt var
svarnasti óvinur herforingjastjórn-
arinnar.
Goðsagnapersona
Leonel Brizola hefur á valdatíma
herstjórnarinnar orðið eins konar
goðsagnarpersóna í Brasilíu. Hann
gegndi embætti ríkisstjóra í Rio
Grande do Sul fyrir valdaránið
1964, en fór þá í 15 ára útlegð. Úr
útlegðinni reyndi hann að skipu-
leggja vopnaða andspyrnu gegn
herforingjastjórninni án árangurs.
Þegar hann hlaut sakaruppgjöf
1979 snéri hann heim og stofnaði
Lýðræðislega verkamannaflokk-
inn, en sá flokkur er sagður bera
svipmót af sósíaidemókrataflokk-
um í Evrópu, án þess þó að hann
hafi fastmótuð skipulagsleg tengsl
við verkalýðshreyfinguna.
Rio de Janeiro er næst-stærsta
fylkið í Brasilíu með 6 miljónum
kjósenda og jafnframt næst mikil-
vægasta héraðið frá iðnaðarsjónar-
miði. Ríkisstjóraembætti þargefur
möguleika til mikilla áhrifa, einnig
á sviði alríkismála, og er sigur Briz-
Leonol Brizola frambjóðandi
vinstri manna og erfðafjandi
herforingjastjórnarinnar er
orðinn ríkisstjóri í Rio de Janeiro
ola talið mikið áfall fyrir herforing-
jastjórnina. Hann sagði er úrslitin
voru fyrirsjáanleg, að hann myndi
leggja mesta áherslu á að skaffa
fæðu, heilsugæslu og menntun
handa sveltandi börnum í fátækra-
hverfum Rio.
Verkamanna-
flokkurinn
Þriðji stærsti stjórnmálaflokkur-
inn í Brasilíu, er Verkamanna-
flokkurinn (PT), sem vaxið hefur
upp úr erfiðri stéttabaráttu á valda-
tíma herforingjastjórnarinnar og á
sér fastar rætur á meðal verka-
manna í stærstu iðnaðarhéruðun-
um. í Sao Paolo og Rio de Janeiro.
Flokkurinn nýtur forystu málm-
iðnaðarmannsins Luiz Inacio da
Silva, sem gengur undir nafninu
Lula og er óumdeildur foringi
verkamanna. Flokkurinn, sem er
mjög lýðræðislega uppbyggður,
hefur lagt megináherslu á að bæta
kjör hinna verst settu, að mann-
réttindi séu virt og komið verði á
virku grasrótarlýðræði er tryggi
meðákvörðunarrétt þegnanna.
Flokknum er ekki spáð ríkisstjóra-
embætti, en honum er spáð tals-
verðu fylgi til þingsins.
Kosningaspár segja að stjórnar-
andstöðuflokkarnir fjórir muni ná
meirihluta í neðri deild þingsins og
þvi muni kosningarnar óhjákvæmi-
lega hafa í för með sér breytingar til
opnara samfélags.
Forsetaembættið
Engu að síður er það forseta-
embættið, sem mestu máli skiptir í
Brasilíu, en um það var ekki kosið í
þessum kosningum. Joao Baptista
Figuereido herforingi verður því
áfram valdamesti maður landsins.
Brasilíönsk lög kveða svo á að
sérstök fulltrúasamkunda skuli
kjósa forsetann, en i henni eru
ríkisstjórarnir, þjóðþingið og full-
trúar fylkisþinga. Nú eru uppi há-
værar kröfur um breytingu á þess-
um reglum í þá átt, að forseti verði
kosinn beinni kosningu. Meðal
þeirra er stutt hafa þá kröfu er erki-
biskupinn í Sao Paulo, Paulo Evar-
isto Arns kardináli, en hann er
fremstur í hópi hinna framfarasinn-
uðu kaþólikka í Brasilíu. Hugsan-
legt er að nýr meirihluti í þjóðþing-
inu muni breyta reglunum um for-
setakjör í þessa átt.
Brasilía, sem er eitt auðugasta
ríki jarðarinnar af náttúrugæðum,
á nú við talsverða efnahagsörðug-
leika að etja, sem lýsa sér fyrst og
fremst í mikilli skuldabyrði við út-
lönd. Á valdatíma herforingjanna
hefur iðnaðaruppbygging orðið
talsverð, en afrakstur hennar hefur
ekki komið alþýðu manna eða
millistétt til góða, og spilling hefur
grafið um sig í skjóli hersins.
Binda menn nú vonir við betri
tíma fyrir Brasilíu eftir að opnaðar
hafa verið leiðir til lýðræðislegri
stjórnarhátta með friðsamlegum
hætti.
- ólg. tók saman.