Þjóðviljinn - 24.11.1982, Page 7
Miðvikudagur 24. nóvember 1982 þjóÐVILJINN — SIÐA 7
Létta söluskatti af snjómokstri:
Svifasein
afgreiðsla
góðra mála
sagði Hannes Baldvinsson sem ýtti
málinu úr vör fyrir sjö árum
- Það eru komin sjö ár síðan ég vakti fyrst athygli á þessu misrétti hér á
þinginu, og ekki líst mér vel á að afgreiðsla góðra mála taki jafn langan
tíma yfirleitt, sagði Hannes Baldvinsson í umræðunum um að söluskatti af
snjómokstri yrði létt af sveitarfélögum. Hannes hefur flutt frumvörp þessa
efnis oftsinnis á þinginu þar sem hann situr nú sem varamaður Ragnars
Arnalds.
Páll Pétursson og Ingólfur
Guðnason eru nú flutningsmenn
frumvarps þessa efnis - en þeir eru
einnig úr Norðurlandskjördæmi
vestra. Hannes Baldvinsson sagði
sérstakt ánægjuefni að styðja þetta
frumvarp, jafnvel þó það kæmi frá
þeim tveimur mönnum sem hindr-
uðu framgang málsins á síðasta
þingi, en þá var frumvarp sama
þingsjá
efnis til umfjöllunar í þinginu flutt
af Hannesi Baldvinssyni og Skúla
Alexanderssyni.
Verma sitt grey
við annarra eld
Hannes Baldvinsson vakti einnig
athygli á vinnubrögðum flutnings-
manna. Frumvarpið væri nánast
samhljóða frumvarpinu frá síðasta
þingi. Hannes sagði að sér væri
ekki kunnugt um það hvort vinnu-
brögð af þessu tagi væru algeng í
þingsölum; sér væri reyndar nær að
halda að hugmyndahnupl í þessa
Páll Pétursson: Tel Hannes Baldvinsson:
mig hafa endurbætt Páll að verma sitt
góða hugmynd. grey við annarra eld
veru væri einsdæmi. Hér væru þeir
þingskörungar Páll og Ingólfur
Guðnason að verma sitt grey við
annarra eld.
Þá vakti Hannes athygli á fyrir-
spurn sem hann hefur lagt fram en
ekki enn verið tekin til afgreiðslu.
Þar sem hann væri á förum úr þing-
inu og hefði ekki aðstöðu til að
fylgja fyrirspurninni eftir færi hann
fram á það við Pál Pétursson að
fylgja málinu eftir. Hann gæfi Páli
leyfi til þess og teldi ekki óeðlilegt
að haga þannig til í ljósi málatil-
búnaðarins við að létta söluskatti
af snjómokstri.
Fyrirspurn Hannesar er um
bótarétt vegna náttúruhamfara, en
nýleg lög um bótarétt munu fyrst
taka gildi um næstu áramót, svo
óvíst er um rétt manna til bóta
vegna síðustu skaða af völdum
náttúruaflanna á Norðurlandi.
Eggjaði Hannes Pál lögeggjan, að
fylgja þessu máli eftir.
Páll Pétursson sagðist ekki hafa
hindrað málið á síðasta þingi.
Sagði Páll frumvarpið breytt
veigamiklum atriðum og að honum
hefði tekist að endurbæta góða
hugmynd. Páll lofaði einnig að
fylgja eftir fyrirspurn Hannesar.
-óg
Taka sæti
á þingi
Baldur Óskarsson framkvæmda-
stjóri Alþýðubandalagsins tók sæti
á alþingi í fjarveru Garðars Sig-
urðssonar sem nú situr á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna.
Baldur hefur áður átt sæti á þingi á
þessu kjörtímabili.
Meðal þeirra sem nú sitja á þing-
inu er Jón Ármann Héðinsson sem
situr í fjarveru Árna Gunnarssonar
sem einnig er á þingi SÞ.
-óg
Fyrirspurn Skúla
A lexanderssonar:
Tilrauna-
veiðar og
nýtíng á
smokkfiski
Lögð hefur verið fram fyrir-
spurn frá Skúla Alexanderssyni til
sjávarútvegsráðherra um tilrauna-
veiðar og nýtingu á smokkflsk-
stofninum. Fyrirspurn Skúla er í
fjórum svohljóðandi liðum:
1. Hefur verið fylgst með göngu
smokkfisks á íslandsmið nú í sumar
og undanfarin sumur?
2. Hafa verið gerðar tilraunir hér
við land til veiða á smokkfiski með
veiðarfærum sem vitað er að notuð
eru af fiskimönnum annarra þjóða
við veiðar á þessum fiski, t.d. flot-
vörpu?
3. Hver eru framtíðaráform um
nýtingu smokkfiskstofnsins hér við
land?
4. Hve mikið var flutt inn af
smokkfiski til beitu á hverju ári ár-
in 1979, 1980 og 1981 - magn og
verðmæti óskast tilgreint?
—óg
Könnun á fjár-
hagsstöðu lág-
launafólks
„Alþingi ályktar að fela
ríkisstjórninni að láta fara
fram sérstaka könnun á fjár-
hagsstöðu og afkomu lág-
launafólks og lfífeyrisþega,
þar sem m.a. verði könnuð
sérstaklega áhrif myntbreyt-
ingarinnar á hag þeirra sem
lægst hafa launin”.
Svo hljóðar þingsályktun-
artillaga frá Eiði Guðnasyni
og fleiri Alþýðuflokks-
mönnum, sem lögð hefur ver-
ið fram á þingi.
-óg
Vomur á stjómarandstöðunni?
Boðar breyt-
ingartillögur
við bráða-
birgðalögin
Eyjólfur Konráð
telur breytingar
koma til álita
„Ef málið fær nú fyrir náð að
koma til 2. umræðu, munum við
Sjálfstæðismenn að sjálfsögðu
leitast við að ná fram einhverjum
breytingum og sérstaklega mun-
um við reyna að fá fram iækkanir
á vörugjaldinu til að lina eitthvað
á óðaverðbólgunni og knýja á um
frekari skattalækkanir”, sagði
Eyjólfur Konráð Jónsson í um-
ræðunum í efri deild í fyrradag.
Á öðrum stað í ræðunni lýsti
hann að vísu andstöðu Sjálfstæð-
isflokksins við bráðabirgðalögin,
en spurningar hljóta að vakna um
það hvort þingflokkurinn muni
styðja bráðabirgðalögin með
breytingum?
-óg
Fyrirspurn Hannesar Baldvinssonar:
Bótaréttur vegna
náttúruhamfara
Lögð hefur verið fram fyrir spurn frá Hannesi Baldvinssyni til félags-
málaráðherra um bótarétt vegna eignartjóns og fjárútláta af völdum nátt-
úruhamfara og veðurofsa. Hanncs óskar eftir skriflegu svari við fyrir-
spurn sinni sem er í flmm svohljóðandi liðum:
1. Hvererbótarétturþeirrasem
nýverið hafa orðið fyrir stórfelldu
eignatjóni og fjárútlátum af völd-
um veðurofsa og sjávarflóða?
2. Hvernig er unnt að bæta
eignatjón og fjárútlát af völdum
aurskriðufallanna á Siglufirði um
miðjan ágúst s.l.?
3. Hvernig er Bjargráðasjóður í
stakk búinn til að veita aðstoð í
framangreindum áföllum og
hversu fljótt getur hann brugðist
við til aðstoðar?
4. Er unnt að hraða gildistöku
laga um breytingu á lögum um
Viðlagatryggingu íslands og auka
við lögin ákvæðum, ef nauðsyn
krefur, sem tryggja ótvíræðan
bótarétt í framangreindum tjóna-
tilfellum sem átt hafa sér stað frá
því lögin voru samþykkt s.l. vor?
5. Eruóbætttjóneinstaklingaaf
framangreindum sökum ótvírætt
frádráttarbær á skattframtölum?
-óg
Auglýsingasíminn
er 8-13-33
00
Opið
ALLAN
Z'WS
HREVFILL
STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^N
QC
/