Þjóðviljinn - 24.11.1982, Page 8

Þjóðviljinn - 24.11.1982, Page 8
8 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 24. nóvember 1982 Dagný Kristjánsdóttir og Árni Bergmann skrifa um bókmenntir Bamaeyjar í fyrra sá ég kvikmyndina Barnaeyjuna í Kdben og fannst hún hvort tveggja í senn góð og stórmerkileg. Enn merkilegra fannst mér þó að lesa bók P.C. Jersild núna og bera saman sögu hans og kvikmynd Keys Pollock. Einmana barn í stórri borg Hlynur Sveinsson, tæplega ell- efu ára, ákveður að fara ekki í sumarbúðir á Barnaeyjunni. Mamma hans hefur fengið vinnu úti á landi og Hlynur leikur á hana. Hann þykist fara til Barna- eyjunnar í sumarbúðir, falsar til- kynningu frá henni um veikinda- forföll og finnst hann ári snjall. Nú hefur hann heilt sumar, tvo langa mánuði, til að hugsa um lífið og tilveruna. Mamma Hlyns er hjúkrunar- kona og einstæð móðir. Hún vill ekki segja Hlyni hver hafi verið faðir hans en Hlynur veit það vel. Maðurinn sem gat hann forðum tíð „fór burt“, stakk af og Hlynur hefur um það illan grun að hann hafi laumast burt til að gerast aðalritari Sameinuðu Pjóðanna: „Hammarskjöld hafði dáið einhverntíma í byrjun sjö- unda áratugarins. En áður en hann gaf upp öndina hafði hann búið Hlyn til...Það héngu myndir af Hammar- skjöld í skólanum, hann var ljóshærður með mjótt nef eins og Hlynur og slappar kinnar, Hamsturs kinnar. Auk þess var hann á allan hátt hinn óá- byrgasti að sjá, alveg eins og maður sem barnar konu og fer síðan til Ameríku. Ætti hann kannski að hafa samband við ættingjana?“(21) Kenningin um Dag Ham- marskjöld reynist villukenning. Hins vegar á Hlynur heittrúaða ömmusem flutti til Gaflsoggekk í sértrúarsöfnuð þar. Mamma Hlyns virðist ákveða að senda hann til Barnaeyjunnar, en ekki til ömmunnar, vegna þess að þau amma og Hlynur höfðu sumarið áður „talað mikið saman um helvíti, amma hafði nefnilega ekkert sjónvarp.“(10) Hlynur sjálfur er undarlegt barn. Hann er fullkomlega ein- angraður, á enga vini eða leikfé- laga, enda óttast hann og fyrir- lítur jafnaldra sína í skólanum, þeir hrekkja hann og stríða hon- um og honum er ekki um þá. Hann lifir því mjög í eigin hugar- heimi þar sem fantasían, ímynd- unaraflið, heimatilbúin heim- sp^ki, ótrúlegustu þekkingar-, brot þaðan og héðan, barna- skaþur og (of)þroskaðar hug- myndir spinnast saman og mynda síbreytilegt og ákaflega fjörugt líf þessa barns. Hlynur telur sér t ú um að hann velji einangrun sína, hann sé að svara merkum spurningum um tilgang lífsins þetta sumar í Stokkhólmi. Heimspekilegar P.C.Jersild vangaveltur hans verða stundum spaugileg eftirmynd af sálar- kreppum fullorðinna um alda- raðir. Hann veltir því til dæmis fyrir sér hvort sé í raun og veru nokkur annar til í heiminum en hann sjálfur - en ákveður að halda þeim pælingum vandlega leyndum þegar fiann hugsar til reiði skólabræðra sinna ef þeir kæmust að því að hann hefði ver- ið að hugsa um að þeir væru ekki tii. En tilvistarhugleiðingar drengsins, ímyndunarafl hans og sjálfsvöm breytir því ekki að ein- manaleiki hans er ekki sjálfval- inn. Hann kann hreinlega ekki að mynda sambönd við fólk. Hann er of öryggislaus, of hrædd- ur, of var um sig, of auðsærður og yfirnæmur til að geta gefið og tekið í réttum hlutföllum. Hlynur ásakar móður sína ekki fyrir eitt eða neitt fyrr en yfir lýk- ur - en lausasambönd hennar eru þáttur í því hve mjög hann óttast hatur og tilhugsunina um það að verða kynþroska. Hann sér sig í anda, knúinn áfram af kynhvöt sinni, óhæfan um að mynda til- finningasambönd en í stöðugri þörf fyrir það samt vegna kyn- hvatarinnar: „Þann dag sem hann kæmist á kynþroskaskeiðið væri öllu lokið. Þá myndi hann flækjast inn í málefni fullorðna fólks- ins og eftir það yrði ekki aftur snúið. Maður yrði blýfastur í greddu og öðrum viðbjóði, hugsanir manns yrðu aldrei hreinar framar. Öll orka færi í að verða sér úti um drátt, ekk- ert yrði eftir til að leysa gátuna um það hvort Guð væri til og þá um leið hvað heyrðist þeg- ar Guð skapaði Adam ...Hlynur skoðaði kynfæri sín á hverjum degi fullur skelfing- ar eins og hann væri að fá krabbamein." (22) Hugmyndalegur veruleiki Hlyns Sveinssonar er kapítuli út- af fyrir sig- en hann þarf líka að sjá um hinar veraldlegu þarfir sínar. Og hann er bara lítið barn í stórri borg. Lífsbarátta Eftir því sem líður á söguna verður lífsbaráttan harðari og harðari hjá Hlyni. Hann þarf að borða, hafa húsaskjól og hrein föt. Hlynur fær sér vinnu, rænir svolitlum sparipeningum frá móður sinni og dregur sér nokk- uð af fé hennar til viðbótar. En þetta dugar ekki til, alla vega ekki eftir að vinnustað drengsins er lokað vegna sumarleyfa. Smám saman verður hann bjarg- arlaus. Andstyggileg mannfýla, elsk- hugi móðurinnar, eltir Hlyn heim og tekur af honum húslyklana til eigin nota. Uppúr því verður drengurinn húsnæðislaus líka. Það harðnar þannig á dalnum, drengurinn verður soltnari, skít- ugri og hrjáðari eftir því sem líður á sumarið. Hann flækist um og upplifir æ harkalegri árekstra við umhverfið uns hann hnígur útaf, veikur og vannærður, í bókarlok. Móður hans er gert viðvart og hann lagður inná sjúkrahúsið þar sem hún vinnur. Hlyni finnst þetta „dúndurgott" þegar allt kemur til alls - hann er kominn heim. Hann horfir með blíðu á mömmu sína dotta á stól við hliðina á sjúkrarúminu og hugs- ar: „Mamma litla, mamma kerl- ingin sem hafði svo lélegan smekk á karlmönnum." (298) Þetta sumar hefur verið harður skóli - en nú er því lokið. Mynd og saga Eins og ég sagði í upphafinu sá ég kvikmynd Keys Pollock, Barnaeyjuna, en hún var sýnd hér í Reykjavík á listahátíð s.l. vetur. Kvikmyndin er afar sjálf- stæð úrvinnsla á bók Jersild. Key Pollock sagði líka í viðtali um myndina að hann hefði ekki haft nokkurn áhuga á að kvikmynda söguna sem slíka, hann hefði vilj- að skapa nýtt verk með mynda- vélinni og byggja á grunni hug- mynda og efnis bókarinnar. Hann bætir inn atriðum sem eru ekki í bókinni og fellir önnur út og meðan á vinnslu hennar stóð hafði hann aldrei samband við Jersild. Ég gat samt ekki annað en furðað mig á því þegar ég las bókina hve gjörólíkar Barna- eyjur þessara tveggja höfunda eru. Bók Jersild er ferlega fyndin, að mínu mati. Hugrenninga- tengsl Hlyns eru stundum Framhald á bls. 12 Textinn ogsýningin Sigurður A. Magnússon: I sviðsljósinu. Leikdómar 1962-1973. Mál og menning. Eins og minnt er á í formála þessa leikdómasafns Sigurðar A. Magnússonar, þá spannar það þann tíma þegar fjörkippur veru- legur komst í íslenska leikritun -• og leikhúsin voru líka nokkuð rösk við að láta þýða og setja upp furðu margt af því sem þótti mestum tíðindum sæta í alþjóð- legum leikhúsheimi. Fróðlegast er að rifja upp hvað leikdómarinn hafði um spánný ís- lensk leikverk að segja. Sigurður á það sammerkt með þeim einum leikdómara öðrum sem út eftir hann hafa komið greinasöfn, Ás- geiri Hjartarsyni, að hann er bók- menntamaður fyrst, og lætur þeim báðum vel að fjalla um leikverk sem bókmenntir. Það breytir engu í þeim efnum, að Sigurður er mjög opinn fyrir þeim tíðindum sem voru að ger- ast í þann tíð, að hinn bókmennta- legi þáttur var eins og að skreppa saman fyrir framsókn þess sem sérlegt er fyrir leikhús og fyrir framsókn leikstjóranna. Ein er sú stefna sem margir gagnrýnendur fylgja í raun, þótt þeir hafi kannski aldrei gert hana upp við sig fyrirfram: þeir eru nokkuð örlátir við byrjendur, en hafa tilhneigingu til að draga fram snögga bletti á þeim sem frægð hafa hlotið nokkra og reynslu: Sigurði tekst einatt vel að koma orðum að því í stuttu máli sem hann telur höf- uðeinkenni verka. Hvort sem hann beinir athygli að því að Guðmundur Steinsson hafi „næmari tilfinningu fyrir leiksviði og því sem þar má gera en fyrir mæltu máli,“ áfellist Agnar Þórðarson fyrir þá Bjartur gerist bolsi Skúli Guðjónsson: Hver liðin stund er lögð I sjóð. Skuggsjá 1982. Höfundur kallar bók þessa „sundurlausa minningaþætti" allt frá bernskuárum og fram til þess að hann missti sjónina - en frá þeim tíma og því sem síðar varð hefur hann skýrt frá í öðrum bókum. Minningaþættir eru margir á bók.komnir og lesandinn freistast til að festa hugann við það fyrst og fremst sem sérstætt er eða sjaldgæft: svo margt hefur hann heyrt til dæmis um bernsku í sveit fyrir vélaöld, að af þeim vett- vangi verður fátt til að freista hans veri.'ega, eins þótt dável sé stílað. Fyrri hluti bókar Skúla geymir einmitt slíka bernskuþætti. En hann segir líka frá ýmsu fleiru. Til dæmis fæst hann við tvær mýtur, tvær „helgisagnir,“ sem hann hef- ur sjálfur komist í tæri við - og gerir sitt til að afhjúpa þær, ef svo mætti að orði kveða. Skúli hefur gengið í skóla til konunnar sem var Elskan hans Þórbergs í Ofvit- anum og íslenskum aðli. Og hvað gerist svo þegar á að bera saman bókmenntir og veruleika?: „Við Þórbergur vorum góðir kunningj- ar. Það getur vel verið að hann hafi verið skotinn í mér, en ég var aldrei neitt skotin í honum....“ „Henni gramdist hvernig hann hefði dregið hana inn í ritverk sín.“ (bls. 119). Það er nú svo. Það liggur við maður taki undir vantrú ýmissa mætra manna á „sannleikann" á bak við bók- menntirnar: til hvers er hinn smásmugulegi samanburður bók- menntalífs við það sem „gerðist í raun og veru“? f annan stað gefur Skúli nokk- uð hvunndagslegri mynd af frægri Borðeyrardeilu en síast hafði inn í lesandann úröðrum frásögnum. En það sem er í raun og for- vitnilegast við þessa bók, er hin pólitíska saga Skúla á Ljótunnar- stöðum. Eða réttara sagt: þeir þættir sem segja frá því, hvernig sígild viðhorf bóndans og erf- iðismannsins, viðhorf sem eru ekki fjarlæg þeim sem réðu ríkj- um í Sumarhúsum - blandast saman við viðhorf sósíalistans. Og satt best að segja verður bóndinn miklu sterkari: bóndinn sem finnst afar margt af þeirri iðju sem stunduð er í borg óþarfa gauf og eigi ekki skilið að heita vinna. Bóndinn sem gerir svo upp ævireikninga sína: „Áður hafði ég verið að leita að hamingjunni meðal skálda, spek- inga og stjórnmálamanna, en fundið steina fyrir brauð. Ham- ingjan var fólgin í jörðinni þar sem maður var fæddur og hafði slitið barnsskónum. Hamingjan er fólgin í vinnunni, sem gaf af sér og lét manni falla í skaut náðar- meðöl hvfldarinnar, sem reisti mann úr rekkju morgun hvern, glaðan og endurnærðan, hlakk- andi til að hefja vinnu að nýju þar sem frá hafði verið horfið kvöldið áður. Aðrir gátu fundið hamingj- una annars staðar. Það var þeirra mál og mér óviðkomandi. Mínir vegir voru ekki þeirra vegir og þeirra vegir ekki mínir vegir“.... Þetta eiulíklega ekki algeng viðhorf nú um stundir. En eitthvað eru þau skyld bæði Birt- ingi, Tolstoj og Paradísarheimt - þótt undarlegt megi virðast. _* hrifalítið. Sigurður er í þessum efnum ófeimnari en gengur og gerist í krítíkinni - eins og þegar hann heldur því fram, að ef ekki megi skilja Prjónastofuna Sólina táknrænum skilningi, þá verði leikritið marklaust. Einna athyglisverðastar eru aðfinnslur Sigurðar við leikverk Jökuls Jakobssonar, sem flestir sameinuðust um að fagna fyrir- varalítið í þann tíma. Raunar finnst manni að Sigurður hafi ver- ið undarlega grimmur t.d. við „Sumarið 37“ sem hann blátt áfram neitar um tengsli við íslensk- an veruleika. En í gagnrýni Sig- urðar á verk Jökuls vakir sú spurning sem hefur orðið mörg- um áhorfendum helst til margra íslenskra leikrita jafn áleitin og það er erfitt að svara henni: liggur manninum nokkuð á hjarta sem máli skipti? Hvort sem nú er haldið áfram lengur eða skemur: það er hin bókmenntalega umfjöllun sem ber uppi heimildargildi slíks safns. Og eins og áður hjá Ásgeiri Hjartarsyni, þá er það umfjöllun- in um starf leikhúsfólksins og þó einkum leikaranna sjálfa, sem minnir sífellt á takmarkanir blaðaumsagna, á það hve veikir þeir eru fyrir tímans tönn. Höf- undur gerir sér reyndar vel grein fyrir þessum takmörkunum sjálf- ur þegar hann f formála játar, að heimildir þær sem finna má í um- sögnum blaða um leiklist séu sundurlausar og brotakenndar. Frammistaða leikarans er það sem kannski helst þyrfti „heim- ild“ um - en í raun verða um- sagnir leikdómaranna oftast nær ekki annað en mjög almennar at- hugasemdir, sem eins og sé ætl- ast til að leikhúsgestir fari og sannprófi. „Honum gekk illa að innblása túlkun sína þeim dul- magnaða kynnigikrafti sem gerði hann fyllilega sannfærandi.“ Þetta gæti nú átt við um ansi marga leikara og sýningar. Og hér er um að ræða eðlislægan annmarka dagblaðagagnrýni, sem líklega verður ekki úr bætt nema á öðrum vettvangi. ÁB „hlutlausu“ meðferð á hversdags- leikanum sem geri ádrepuvið- leitni hans máttlausa eða stað- hæfir að „alvöruleysi" Gullna hliðsins geri skopið í þvf verki á-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.