Þjóðviljinn - 24.11.1982, Qupperneq 11
Miðvikudagur 24. nóvember 1982 t ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
B MWT Umsjón:
tiL H Viðir Sigurðsson
Ísland-Frakkland í kvöld:
Stund hefndar-
innar er komin
Frakkar unnu síðast með 8 marka mun
í B-keppninni í fyrra
Það er skammt stórra högga á milli hjá landsliðinu okkar í
handknattleik þessa dagana. Tveir erfiðir leikir gegn Vestur-
Þjóðverjum um síðustu helgi og í kvöld og annað kvöld
verður leikið við Frakka í Laugardalshöllinni. Þessir leikir
koma í kjölfar mikilla samæfinga hjá liðinu en hiéið sem gert
var á keppni 1. deildar frá og með 26. október sl. var einmitt
ætlað fyrst og f remst til undirbúnings liðsins sem tekur þátt í
B-keppninni síðar í vetur.
Leikurinn annað kvöld hefst kl.
20 og er þrettánda viðureign ís-
lands og Frakklands. Hvor þjóð
hefur unnið sex leiki hingað til og
hefur oft verið um mikla baráttu að
ræða, en einnig hafa stórar tölur
sést á hvorn veginn sem er. Þar er
skemmst að minnast útreiðarinnar
sem við fengum á þeirra heimavelli
í síðustu B-keppni en þá unnu
Frakkar 23-15 í afar þýðingarmikl-
um leik. Það var í febrúar 1981 en
fyrr þann vetur komu Frakkar
hingað og léku þrjá leiki. Þeir unnu
fyrsta leikinn 22-21 en ísland hina
tvo, 27-19 og 19-16. Bestu minn-
ingar úr viðureignum þjóðanna eru
hins vegar frá árinu 1973. Þá lékum
við í riðli með ítölum og Frökkum í
undankeppni HM og fyrri leikur-
inn í Frakklandi tapaðist 13-16. Sá
síðari fór fram í Reykjavík hálfum
mánuði síðar og þá skildi aðeins
eitt mark liðin í hálfleik, fslandi í
hag. Síðari hálfleikurinn var eitt
það besta sem íslenskt landslið hef-
ur sýnt og leikurinn vannst 28-15.
Þátttaka í lokakeppninni var
tryggð.
í leikjunum gegn Vestur-Þjóð-
verjum brá fyrir ágætum hlutum
hjá íslenska liðinu, sérstaklega í
varnarleiknum, en villurnar voru
margar og slæmar. Markvarslan
var léleg og sóknarleikurinn ansi
tilviljanakenndur. En það getur
margt átt eftir að breytast þar til að
sjálfri B-keppninni í Hollandi kem-
ur, alla vega leikur liðið fjölda
landsleikja í millitíðinni.
íslenskir handknattleiksunnend-
ur hafa alltaf verið kröfuharðir
varðandi Iandsliðið en þeir styðja
líka vel við bakið á því þegar vel
gengur. Það sást vel gegn Vestur-
Þjóðverjum. Stuðningur þeirra er
ómetanlegur, flestir krefjast þess
örugglega að Frakkar verði lagðir
að velli en þá er líka unt að gera að
mæta í Höllina og leggja sitt af
mörkum til þess að svo megi verða.
Áfram fsland.
- VS
Ljósmyndari Þjóðviljans, -gel-, leit við á Reykjavíkurmóti fatlaðra í íþróttum um síðustu
helgi og tók þar talsvert af myndum. Við munum birta þær hér á íþróttasíðunni eftir efnum
og ástæðum og í dag gefur að líta tvær þær fyrstu, frá keppni í sundi og borðtennis.
Hvað skeður gegn Frökkum í Höllinni í kvöld?
Derby fékk ekki
að ræða við
McFarland
og hann sagði strax upp störfum
Roy McFariand, fyrrum
miðvörður Derby County og enska
landsliðsins í knattspyrnu, sagði af
sér í gær sem framkvæmdastjóri 3.
deildarliðsins Bradford City. Af-
sögnin er tilkomin vegna þess að
stjórn félagsins bannaði Derby að
ræða við McFarland um að koma
og gerast aðstoðarframkvæmda-
stjóri hjá liðinu. Málið þykir allt
hið gruggugasta og enska knatt-
spyrnusambandið hcfur farið fram
á rannsókn til að komast að því
hvað hafl eiginlega verið um að
vera. McFarland er 35 ára gamall
og kom Bradford City uppúr 4.
deild í fyrstu tilraun í fyrra en liðið
er nú ofarlega í 3. deild.
Ken Craggs er hættur sem fram-
kvæmdastjóri 2. deildarliðsins
Charlton Athletic í kjölfar deilna
vegna kaupanna á Dananum Allan
Simonsen.
Charlie George, sá kunni kappi
sem síðast lék með Southampton,
er nú kominn til Dundee United í
Skotlandi og hefur reyndar þegar
verið þar í nokkrar vikur. Hann
meiddist strax eftir komuna þang-
að, er rétt að byrja að æfa að nýju
svo hann hefur enn ekki leikið með
liðinu.
Arsenal hefur mikinn áhuga á að
fá til sín írska miðherjann Mike
Robinson frá Brighton og er reiðu-
búið að láta Lee Chapman, sem var
keyptur frá Stoke í sumar, fara til
Brighton í staðinn. Chapman mun
ekki vera sérlega spenntur.
4. deildarliðið Tranmere Ro-
vers, sem átti að leysa upp á laugar-
daginn kemur hefur fengið gálga-
frest til 18. desember til að losa'
sig úr hinurn gífurlegu fjárhag-
skröggum sem ógna lífi félagsins.
.-VS
Tómas vann fyrsta
mótið á Húsavík
Tómas Sölvason, KE, bar sigur
úr býtum á fyrsta punktamótl
vetrarins í borðtennis sem fram for
á Húsavík um helgina. Keppt var
saman í meistaraflokki og 1. flokki
karla og sigraði Tómas Friðrik
Berndsen, Víkingi í úrslitaleik, 21-
15,21-14, 21-14. Þriðji varð Krist-
ján Viðar Haraldsson, HSÞ.
Bjarni Bjarnason varð sigurveg-
ÍME er á
ÍME, íþróttafélag Mennta-
skólans á Egilsstöðum, hefur for-
ystu í Austfjarðariðli 2. deildar
karla í körfuknattleik en fyrri um-
ferð riðilsins fór fram á Höfn í
Hornafirði um helgina. ÍME hefur
ari í 2. flokki karla. Hann vann
Kjartan Briem, KR, í úrslitaleik
21-15, 13-21, 21-19. Þriðji varð
Sigurbjörn Bragason, KR.
Tveir leikir fóru fram í 1. deild
karla borðtennis í síðustu viku.
Víkingur-a vann KR-b 6-4 og
Örninn-a sigraði Víking-a 6-4. Þá
vann KR Örninn-b 3-0 í 1. deild
kvenna.
toppnum
4 stig, vann Sindra 73-52 og SE,
Samvirkjafélag Eiðaþinghár, 85-
44. Sindri hefur 2 stig, vann SE
75-56. Síðari umferðin fer fram í
janúar.
-VS
HK hafði betur í
Kópavogsuppgiöri
í fyrrakvöld fór fram einn leikur
í 2. deild karla í handknattleik.
Kópavogsliðin HK og Breiðablik
léku að Varmá í Mosfellssveit, þau
eiga nefnilega engan heimavöll, og
sigraði HK, sem fyrir leikinn var á
botni deildarinnar, 23-21. Mikil
barátta virðist vera framundan í
topp- og fallbaráttu 2. deildar en að
14 umferðum loknum fara fjögur
efstu liðin í fjórfalda úrslitakeppni
um 1. deildarsætin tvö en hin fjög-
ur í samskonar keppni við fallið.
Öll liðin taka með sér stigin úr um-
ferðunum 14 í úrslitakeppnina.
Staðan er nú þessi í 2. deild:
Grótta.............7 6 0 1 179-173 12
KA.................7 5 1 1 182-154 11
Breiðabiik.........7 3 1 3 139-138 7
Haukar.............7 3 0 4 157-153 6
ÞórVe..............7 2 2 3 143-148 6
HK.................7 2 1 4 143-150 5
Ármann.............7 1 3 3 148-156 5
Afturelding........7 1 2 4 133-150 4
-VS