Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN, Helgin 27.-28. nóvember 1982 hYihmyndir Dýragarðsbörnin (Wir Kinder vom Bahnhof Zoo) Vestur-Þýskaland, 1981 Stjórn: Ulrich Edel Leikendur: Natja Bunkhorst, Thomas Haustein Tónlist: David Bowie Fyrir nokkrum árum birtist í v- þýska vikuritinu Stern greinaflokk- ur um Christiane F., unglings- stúlku sem hafði ánetjast heróíni en tekist að rífa sig upp úr eymdinni eftir að hafa horft uppá félaga sína deyja hvern á fætur öðr- um af of stórum skömmtum. Greinar þessar vöktu mikla athygli og voru gefnar út í bókarformi nokkru síðar. Bókin hefur síðan Christiane F. einsog hún lítur út núna. Hún lifði heróníniö af og er nú farin að semja söngtexta og syngja inn á plötur. Hún er líka farin að nota sitt rétta ættarnafn Felscherinow. Börnin verið þýdd á mörg mál og komið út í miljónum eintaka. Hún kom út á íslensku fyrir síðustu jól undir nafninu Dýragarðsbörnin. Og nú er komin kvikmynd, sem gerð var eftir bókinni og gengur fyrir fullu húsi í Tónabíói um þessar mundir. Wir Kinder vom Bahnhof Zoo er fyrsta mynd leikstjórans Ulrichs Edel, en ekki er á henni neinn byrj- andabragur. Því miður er ein- takið sem hér er sýnt með ensku tali, sem lesið er skilmerkilega þannig að textinn kemst mjög vel skila, en þetta gerist á kostnað leiksins, því vitaskuld er talið mikilvægur þáttur í leiknum. Þar við bætist að íslenski textinn er sorglega lélegur, svo lélegur að áhorfendur voru sffellt að reka upp hlátur þar sem síst skyldi. Þetta flokkast undir tilræði við myndina, sem hún á alls ekki skilið. Burtséð frá þessum stóru göllum, sem geta ómögulega skrifast á reikning ann- arra en aðstandenda Tónabíós, er mikill fengur að þessari mynd, ekki síst vegna þess boðskapar sem hún geymir og sem höfðar beint til ungra áhorfenda. Hér er ekki verið að pre- dika yfír neinum, heldur er sagan Isögð frá sjónarhóli unglinganna, á myndmáli sem þeir skilja. Margar myndir hafa áður verið jgerðar um eiturlyf og fórnardýr brautarstöðinni þeirra, og nægir að minnast á myndir sænska kvikmyndastjórans Stefans Jarls: Dom kallar oss mods og Ett anstandigt liv. Þær myndir voru gerðar í mjög ákveðnum til- gangi, þær voru beint innlegg í um- Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar æðuna um baráttuna gegn eitur- yfjum í Svíþjóð. Ulrich Edel beitir ;erólíkum aðferðum, en þegar upp :r staðið hlýtur mynd hans að hafa vipuð áhrif og þær sænsku: að 'ekja umræðu og hvet ja til baráttu. T Edel hefur valið þann kost að fjalla um eiturlyfjamálið eingöngu einsog það snýr við unglingum. Fullorðið fólk kemur varla við sögu svo neinu nemi, né heldur stofnan- ir á borð við skóla, sjúkrahús, lög- reglu. Hér er enginn alvitur full- orðinn maður sem kemur og bjarg- ar málunum, Christiane bjargar sér sjálf, af eigin rammleik. Þeir sem græða á eymd krakkanna koma heldur ekki við sögu, unglingarnir kaupa efnið hver af öðrum. Christiane er 13 ára, þegar myndin hefst, lagleg stelpa og bráðþroska og býr með móður sinni-í stórri, kuldalegri blokk í Berlín. Heimilisaðstæður hennar eru svosem ekkert verri en gengur og gerist: hún er ekki fátæk, móðir hennar vimjur úti en er vel viðmæl- anleg, stelpan er ekki lamin og skömmuð. En henni leiðist. Úti fyrir bíður stórborgin, upplýst og spennandi, það er þar sem lífinu er lifað. Þangað leitar Christiane, fyrst á diskótekið „Sound“ flott- asta diskótek í Evrópu einsog segir í auglýsingunum, síðan á brautarstöðina Bahnhof Zoo, þar- sem eiturlyfjaneytendur hafa bæki- stöð sína. Christiane er því ekki að flýja óbærilegt heimili, það er ekki ör- vænting sem rekur hana út í eitur- lyfjaneyslu, heldur einfaldlega forvitni, fikt, löngun til að „vera með“, vera einsog hinir. Rétt eins- og vinkona hennar Babsie ætlar hún bara að „prófa“ heróínið. En fyrr en varir hefur lífið breyst í mar- tröð. Það eina sem kemst að er spurningin: hvar á ég að fá næsta skammt? Myndin er frábærlega tekin, andrúmsloft stórborgarinnar kemst mjög vel til skila, bæði glæst framhliðin og nöturleg bakhliðin. Tónlist David Bowie blandast við umferðargnýinn sem er stöðugt ná- lægur, á nóttu sem degi. Eitt atriði myndarinnar er reyndar tekið á tónleikum hjá Bowie, snilldarleg sýning á múgsefjun. Hvar er löggan? Með því að einbeita sér að sögu Christiane og nokkurra kunningja hennar tekst leikstjóranum að láta líta svo út sem hann sé einfaldlega að segja sögu, en hafi hvorki áhuga á þjóðfélagsgagnrýni né siðferðis- legri predikun. En þegar nánar er , að gáð er það þó einmitt þetta sem um er að ræða. Gildi myndarinnar er ekki síst fólgið í því að hún setur fram áleitnar spurningar án þess að þær séu beinlínis orðaðar. Þegar Ditlev, vinur Christiane, brýtur rúðu á brautarstöðinni til að næla sér í nokkra seðla úr peningakassa kemur lögreglan á vett- vant. En þessi lögregla skiptir sér | ekkert af eiturlyfjasölu, vændi og hverskyns ólöglegri starfsemi sem blómstrar á þessari sömu brautar- stöð. Hverra hagsmuni er lögregl- an að verja? * Þegar móðir Christiane kemst að því að dóttir hennar er forfallinn 'heróínisti fer hún niður á brautar-1 stöðina og sækir Ditlev, sem á við sama vandamál að stríða.Ungling- arnir ætla að ná sér upp úr eiturlyfj- aneyslunni saman, og gera reyndar hetjulega tilraun til þess. Mamman fer sína leið og skilur krakkana eftir eina í íbúðinni. Hvar er skiln- > ingur og ábyrgðartilfinning foreld- ra? Hefði ekki verið vænlegra að koma krökkunum til læknis? Og síðast en ekki síst: hvaðan kemur eitrið? Hver græðir á að selja unglingum heróín? Þjóðfélagslýsingin í Dýragarðs- börnunum er ófögur, en því miður alltof sönn. Þetta er þjóðfélag sem býður börnum sínum ekki uppá annað en innantómt glys og há- vaða, þar sem manneskjan er orðin að neysluvöru og börnin stunda sjálfstortímingu útúr leiðindum. „Og ef við förum í meðferð, hvað eigum við þá að gera, þegar henni lýkur?“ spyr Babsie, vinkona Christiane, sem varð „yngsta fórn- ardýr heróínsins“ og féll í valinn aðeins 14 ára gömul. Hundurinn Bim og húsbóndi hans. Úr gamanmyndinni „Hin heittelskaða Gavrilovs vélstjóra“. Sovésk kvikmyndavika Ekki er franska kvikmyndavikan fyrr afstaðin en yfir oss dynur so- vésk kvikmyndavika, sem einnig er haldin í Regnboganum. Regnbog- inn er farinn að gegna merku hlut- verki í reykvískri k vikmyndamenn- ingu með því að hýsa kvikmynda- hátíðir og kvikmynd vikur frá ýms- um löndum, sem færast nú mjög í vöxt og er það vel, og húsið vel til þess fallið. Ekki veitir af að bjóða uppá valkosti í kvikmyndasýning- um á þessum válegu tímum. Sovéska kvikmyndavikan hefst í dag, laugardag, kl. 14, með sýn- íngu á sögulegri stórmynd eftir Sergei Gerasimof. Myndin heitir Upphaf frækilegs ferils og segir frá fyrstu stjórnarárum Péturs mikla, sem voru tími mikilla umróta og nýrra strauma í Rússlandssögunni. Þrjár aðrar kvikmyndir verða sýndar. Þar skal fyrsta fræga telja myndina Hvíti hundurinn Bim með svarta eyrað sem Stanislav Rostot- sky gerði eftir samnefndri sögu Gavríls Troepolsky og fjallar um hundinn Bim, sem flækist víða í leit að húsbónda sínum sem lagður var á sjúkrahús. Mynd þessi hlaut mjög góðar viðtökur í Bandaríkj- unum fyrir fjórum árum, þegar hún vartilnefnd til Óskarsverðlauna. Á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékkóslóvakíu fékk myndin fyrstu verðlaun. Húsbónda Bims leikur enginn annar en Vjatseslav Tikhonof, sá sem lék njósnarann í framhaldsmyndaflokknum so- véska sem sjónvarpið hér sýndi fyrir nokkrum árum. Ó íþróttir, þér eruð friður - þessu hátíðlega nafni heitir heim- ildarmynd um Ólympíuleikana í Moskvu 1980. Höfundur hennar er Júrí Özerpf. Þetta er ekki frétta- mynd um met og medalíur, heldur listræn túlkun á því sem gerðist í Moskvu sumarið 1980, þegar í- þróttamenn margra landa komu þar saman og kepptu. Sýnt er dag- legt líf í Ólympíuþorpinu og þau miklu íþróttamannvirki sem reist voru fyrir leikana. Fjórða myndin heitir Hin heitt- elskaða Gavrilos vélstjóra og er gamanmynd í tragíkómískum stíl eftir Sergei Bodrof. Segir þar frá degi í lífi Ritu, 37 ára konu í Odessu, sem leikin er af Ljúdmílu Gúrtsjenko. Þessi kona heldur enn í vonina um að finna „hinn eina rétta“ og finnur hann á endanum - skulum við vona. Einsog sjá má á þessari stuttara- legu kynningu eru þessar fjórar kvikmyndir mjög ólíkar hvað varðar efni og stíl og ættu því að gefa nokkra hugmynd um við- fangsefni sovéskra kvikmynda- gerðarmanna um þessar mundir, þótt þær séu óneitanlega sáralítill hluti af heildarframleiðslunni - í Sovétríkjununum eru nefnilega framleiddar að meðaltali 270 kvik- myndir á ári

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.