Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. nóvember 1982
dægurmál (sígiid?)
umsjon
Sif
Jón Viðar
Andrea
Að gera
t
í
buxurnar
Jæja þá er plötuskriðan fyrir
jólin komin af stað og pressurnar
í Alfa keyrðar dag og nótt. Því
miður verður ekki hægt að gera
öllum þeim plötum skil sem
koma út fyrir j ólin og verður j afn-
vel að sleppa sumum sem eru allr-
ar athygli verðar.
En byrjum á....:
Donald Fagen - The Nightfly.
Beðið var eftir þessari plötu með
töluverðri óþreyju en Fagen þessi
var annar helmingur Steely Dan.
Ekki verður það sagt um Fagen
að hann leiti á nýjar slóðir því
þessi plata er keimlík Steely Dan
plötunum en vel er hún unnin.
Þarna eru saman komnir margir
af frægustu „session“ mönnum
Bandaríkjanna í dag. Þessi plata
er skyldueign fyrir alla gamla og
trúfasta Steely Dan aðdáendur.
Ultravox - Quartet. Nýja-
brumið er horfið af „fúturisman-
um“ og það sama má segja um
þær hljómsveitir sem þar hafa
verið í fylkingarbrjósti. Ultravox
Adam Ant nauðgar gömlu Doors-
lagi: Hello, I love you; og gerir
þar með endanlega í buxurnar...
hefur nú um langt skeið verið í
fararbroddi ný-rómantíkurinnar
og svo er að heyra sem þeir séu
eitthvað að breyta til. Þessi plata
er sennilega upphafið að ein-
hverju meira því þeir gera tilraun
til að brjótast undan ægivaldi
„fúturismans“ með því að fá
gamla Bítla-upptökustjórann
George Martin til liðs við sig.
Þessi tilraun gefur ágætan ávöxt
og sennilegt að Ultravox verði
enn um sinn í fylkingarbrjósti
„fúturistanna“.
Depeche Mode - A Broken
Frame. Depeche Mode skaust upp
á stjörnuhimininn með ógnar-
hraða og voru það einkum lag-
asmíðar Gene Vincet sem fleyttu
þeim þangað. Eftir að hann hætti
í hljómsveitinni og stofnaði dú-
ettinn Yazoo hefur ferill hljóm-
sveitarinnar legið niður á við.
Þessi plata er þraut-leiðinleg og
vantar allan sjarma sem fyrri
plata hafði. Ekki kæmi mér á
óvart þó þetta yrði seinasta afurð
hljómsveitarinnar ’Og svo mikið
er víst að ekki myndi ég sakna
hennar.
Adam Ant - Friend or Foe.
Ekki ætlar gamli maurinn að
skipta um ham. Þessi plata hans
er ósköp lítið spennandi, hann
heldur sig á svipuðum slóðum og
áður og gerir enga tilraun til að
breyta um tónlistarstefnu enda
óþarfi þegar menn eru miljón-
eintaka sölu menn. En verst við
þessa plötu þykir mér að þar
nauðgar hann gömlu Doors-lagi
„Hello I Love You“ á hinn
hroðalegasta hátt og þykir mér
einsýnt að nú sé hann búinn að
gera endanlega í buxurnar.
JVS
Egó: Rúnar á innfelldu myndinni, síðan Bubbi, Beggi og Maggi.
Ljósm.-gel.
Að sýna rmnnkosti
í mynd með Egóinu er sú plata
sem hvað flestir hafa beðið eftir.
Eftir að hljómsveitin sló í gegn nú
í vor hefur engin hljómsveit kom-
ist með tærnar þar sem Egóið hef-
ur hælana hvað varðar vinsældir.
Breyttir tímar er söluhæsta plata
ársins, alla vega veit ég ekki um
neina plötu sem hefur selst í jafn
mörgum eintökum.
Eins og vel flestum er kunnugt
þá urðu mannabreytingar í
hljómsveitinni áður en í mynd
var hljóðrituð. Rúnar Erlingsson
leysti þá Þorleif af hólmi sem
bassaleikari hljómsveitarinnar.
Þrátt fyrir lítinn tíma til æfinga
kemur Rúnar vel frá þessari plötu
og er það mikill fengur fyrir Egó-
ið að hann skuli vera kominn í
hljómsveitina. Og óhætt að segja
að Egóið hafi aldrei verið jafn vel
mannað og nú.
Tónlist hljómsveitarinnar er
þyngri en á fyrri plötu hennar og
kostar það töluverða yfirlegu að
grípa hana til fullnustu. Á þessari
plötu eru engin lög sem eru í lík-
ingu við „Stóra stráka" eða
„Móðir" og er ég feginn því. Það
hefði fátt eitt verið þægilegra
fyrir hljómsveitina en að semja
lög til að fylgja í kjölfar þessara
vinsælustu laga ársins.
Ég lít á þetta sem merki um
mannkosti hljómsveitarinnar að
hún skuli ekki hafa gert það.
Það er eitt sem ég get ekki sætt
mig við á plötuni og það er þetta
reggae-lag „Dancing with regg-
ae“. Þetta var sniðug hugmynd
fyrir þremur árum en í dag finnst
mér hún útvötnuð og í engu sam-
ræmi við tónlist hljómsveitar-
innar.
Eins og áður eru textar Bubba
góðir og hafa þeir batnað til
muna. Hann leggur meiri alúð að
mér finnst í þá en áður, það eru
meiri vangaveltur í gangi en áður,
textarnir eru dýpri og ekki eins
opinskáir og fyrr. Það kostar
stundum þó nokkrar hugleiðing-
ar að átta sig á því hvert hann er
að fara og stundum bregður fyrir
skemmtilegu myndmáli í text-
unum:
Jafnvel þótt himirminn dragi
gluggatjöld sín frá,
liggur dáleiðandi þokan glugga
þínutn á.
Himinninn brotnar í Ijóðum,
nakið undur,
kristaldýr í garðinum molnar.
(Mescalín)
I „Guðs útvalda þjóð“ tekur
hann fyrir erjur ísraelsmanna og
Palestínuaraba á þann hátt sem
honum einum er lagið.
/ minningu miljóna gasdauðra
manna,
réttlœta morð á nýfœddu barni.
Heiminum vilja sýna og sanna
að þeir séu guðs útvaldi kjarni.
, Textarnir á I mynd eru bestu
textar Bubba hingað til en ég
sakna þess að hann er hættur að
semja eins mikið af beinskeyttum
ádeilutextum og hann gerði.
Ekki er hægt að kvarta yfir
hljóðfæraleiknum á plötunni,
hann er allur til fyrirmyndar.
Beggi nýtur sín betur á þessari
plötu en þeirri fyrri og Maggi og
Rúnar eru alltaf jafn góðir. Söng-
ur Bubba er góður en eilítið til-
gerðarlegur á köflum.
Þessi plata er spor fram á við og
vonandi verður næsta spor stærra
því ég er viss um að þeir sveinar
eiga ýmislegt í pokahorninu. Eini
gallinn við þessa plötu er þetta
bölvaða reggae lag sem mér
finnst hundleiðinlegt. I mynd er
heilsteyptari plata en Breyttir
tímar og í alla staði betri.
JVS
Góð
tilraun
Ekki verður annað sagt en
fyrsta kvöld Músíktilrauna ’82
hafi farið vel fram. Að vísu voru
þær hljómsveitir sem fram komu
frekar lélegar en ég held að allir
hafi skemmt sér vel og það er jú
fyrir mestu.
BARA-flokkurinn var gestur
kvöldsins, þeir léku nokkur göm-
ul lög og tvö eða þrjú ný. Það
voru þessi nýju lög sem yljuðu
mér um hjartaræturnar og verður
fróðlegt að heyra næstu breið-
skífu þeirra félaga en að sögn ætla
þeir að hljóðrita hana nú um jól-
in.Ejn snúum okkur að aðal-
númerum kvöldsins.
Sokkabandið frá ísafirði kom
fram á eftir BARA-flokknum en
Sokkabandið hefur sér það til
frægðar unnið að vera önnur
kvennarokkhljómsveitin á ís-
landi. Ósköp fannst mér þær
stöllur lélegar, en það er engin
ástæða til að láta hugfallast, ekki
voru Grýlurnar uppá marga fiska
þegar þær komu fram í fyrsta
sinn.
Vébandið úr Keflavík kom
fram á eftir Sokkabandinu. Þeir
Bara-flokkurinn - í hyllingum.
drengir léku sín lög af miklum
krafti en þeir eiga dáldið langt í
það að verða góðir.
Sú hljómsveit sem kom mér
mest á óvart var Svart/hvítur
draumur úr Kópavogi. Tónlist
þeirra fannst mér vera mjög
framsækin og auðheyrt að þeir
drengir fylgjast vel með því sem
er að gerast. Og er ég sannfærður
um það að með meiri ætingu eiga
þeir eftir að ná langt.
Reflex var tvímælalaust besta
hljómsveit kvöldsins og
auðheyranlegt að þeir hafa mun
meiri æfingu að baki en hinar
hljómsveitirnar. Það kom því
engum á óvart að þeir skyldu
komast í lokakeppnina en það
fannst mér skrítið að Sokkaband-
ið skyldi komast áfram. En sem
betur fer hafa ekki allir sama
smekkinn og það er jú það sem
gerir þessa tilraun svo skemmti-
lega að ekki er hægt að spá fyrir-
fram.
Stefán Jón Hafstein var kynnir
kvöldsins og gerði hann góða
lukku og átti mikinn þátt í að ná
upp ágætri stemmningu. Svei mér
þá ef maðurinn er ekki talari af
guðs náð.
Það voru um 150 manns sem
mættu á þetta fyrsta kvöld sem
fram fór með miklum sóma en
húsið rúmar margfalt fleiri og því
engin ástæða til þess að sitja
heima.
Sl. fimmtudag urðu stigahæst-
ar Stratos og Meinvillingarnir.
Fimmtud. 2. des. verður 3.
Músiktilrauna-kvöldið, þá koma
fram Signaltus, Dron, Medium,
Útrás, Trúðurinn og Centaur.
Heiðursgestur kvöldsins verður
hljómsveitin Þeyr og kynnir Stef-
án Jón.