Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 3
Helgin 27.-28. nóvember 1982 ÞJÓÐVI^JINN — SÍÐA 3 shráaraaW Vaskleg framganga kvenna og ungs fólks á nýafstöðnum flokksráðsfundi Al- þýðubandalagsins, sem varð til þess að ýmsir þungavigtarmenn féllu úr miðstjórn, hefur vakið mikla athygli. Einhver taldi sig hafa heyrt Kjartan Ólafsson, rit- stóra og varaformann Alþýðu- bandalagsins, segja morguninn eftir talninguna að nú væri heima- varnarliðið fallið og fátt eftir nema börn og konur. Sigurdór Sigur- dórsson blaðamaður orti þá þetta í orðastað Kjartans: Liðið allt er fallið frá, finnst ei nokkur sonur, eftir standa okkur hjá, aðeins börn og konur. Ekki vildu konur á ritstjórn Þjóðviljans láta þessu ósvarað og orti þá Þórunn Sigurðardóttir blaðamaður: Tefldu þeir við tvítug fljóð, töldu veginn kláran. Enginn kappinn eftir stóð, allir grétu sáran. S I umræðunum um vantraust á ríkis- stjórnina sl. þriðjudag hélt Egill á Seljavöllum „eldræðu“ mikla. Honum var mikið niðri fyrir þegar hann gat þess ósóma, sem væri ríkisstjórninni að kenna að sauðum á Vestfjörðum hefði fækkað um 15%. Þegar Seljavallabóndinn hafði þetta mælt heyrðist Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra segja heldur mæðulega: En þeim hefur ekkert fækkað á Alþingi. - Einhverra hluta vegna hefur ekki náðst upp nein stemning í sambandi við próf- kjör íhaldsins í Reykjavík og eru sumir forystumenn flokksins orðnir hræddir um að upp komi eitthvert „slys“. Sumir þeirra sem þátt taka í prófkjörinu, einkum þingmenn, eru orðnir hræddir um eigið skinn og þá er gripið til allra- ráða. Eitt er það að margir þeirra hafa hringt í ritstjóra Þjóðviljans og beðið um að Þjóðviljinn skrifaði illa um þá til að fá fram samúð og um leið auglýsingu. Gamla mál- tækið að illt umtal sé betra en ekk- ert, er greinilega í fullu gildi. Það vakti athygli, þegar greidd voru at- |kvæði um vantrauststillögu krata á ríkisstjórnina, að Jósef nokkur Þorgeirsson þingmaður Sjálfstæð- isflokksins af Akranesi sagði hátt og snjallt: Já. Sumir segja að þetta hafi verið jómfrúrræða- hans á þingi eftir fjögurra ára setu og ekki seinna vænna að hann láti til sín heyra. Stöðugt berast fregnir af framboðshug- leiðingum úr hinum og þessimvátt- um. Þær síðustu herma að stofnað hafi verið Atthagabandalagið og muni það bjóða fram í alþingis- kosningum. Helstu stefnumál þess eru svohljóðandi: 1) Tryggja lands- byggðinni áframhaldandi áhrif á Alþingi, en þau munu rýrna mjög við breytingar á atkvæðamagni, 2) Sporna gegn linnulausum áróðri Stór-Reykjavíkur á foreldra og frændur sem landsbyggðina byggja 3) Efla tengsl Stór-Reykjavíkur við landsbyggðina með reglulegum heimsóknum til ættingja úti á landi. Stefnt skal að því að allur ferðakostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, 4) Lögleiða sumardvöl barna úr Reykjavík í sveitum ilandsins og tryggja þannig afkomu bænda. Niðurgreiðslur vegna sumarkostnaðar verði í hlutfalli við niðurgreiðslur á lambakjöti og 5) Að þjóðsöngur hinna ýmsu sveita og bæjarfélaga lúti sömu lögum og rétti og þjóðsöngur landsins. Framboð Átthagabandalagsins er algjörlega Þeyr: Slógu í gegn í Danmörku - Sigtryggur lengst til hægri í aftari röð í spegiinum (Ijósm-gel). eitthvað inn í þeirra raðir. Karvel Pálmason óttast þetta mjög, hygg- ur jafnvel á sérframboð sem mót- leik en hann hefur haft það að reglu innan Alþýðuflokksins að vera á móti Sighvati Björgvinssyni í öllum málum. Sighvatur skipaði fyrsta sætið hjá krötum í síðustu kosning- um en Karvel var í öðru sæti. íslenskar rokkgrúbbur eru farnar að gera tíðreist til útlanda upp á síðkastið og þannig hefur t.d. hljómsveitin Þeyr spilað í Kaupmannahöfn í þessum mánuði. í nýlegu blaði af Information er gagnrýni um þá fé- laga og fá þeir ákaflega lofsamlega dóma. Hljómsveitin spilaði í Mus- ikcafén og segir gagnrýnandinn að hún hafi strax kveðið niður alla fordóma um að hún væri dreifbýlis- leg þó að hún væri frá íslandi. Sér- staklega er hann hrifinn af Sig- tryggi trommuleikara. þverpólitískt og er fyrirhugaður stofnfundur í næstu viku. Ostað- festar fregnir herma að eftirtaldir menn séu meðal helstu forkólfa þess: Árni Johnsen frá Vestmanna- eyjum, Einar Karl Haraldsson frá Akureyri, Jónas Jónsson frá Ysta- felli og Ólafur Ragnarsson frá Siglufirði. Prófkjörsmál eru nú í brennidepli. Búist er við að mikil orrahríð verði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðurlandi eystra. Þar er m.a. í framboði Björn Dagbjartsson fiskifræðing- ur, fyrrv. aðstoðarmaður Kjartans Jóhannssonar í sjávarútvegsráðu- neytinu. Jón Sólnes á Akureyri og hans menn hyggja nú á hefndir gagnvart Halldóri Blöndal og hafa söðlað yfir á Björn og er reiknað með að það muni fleyta honum langt, jafnvel upp í efsta sæti, því að Sólnesklíkan er ákaflega öflug. Þess má svo til gamans geta að Páll Dagbjartsson, bróðir Björns, er í framboði fyrir Sjalfstæðisflokkinn í Norðurlandi vestra, en þar er Eyjólfur Konráð 'Jónsson talinn standa heldur höllum fæti fyrir Pálma-mönnum. Páll er skóla- stjóri í Varmahlíð í Skagafirði. Flokkur Vilmundar Gylfasonar hyggur á framboð í sem flestum kjördæmum og þó að ekki sé búist við að hann fái mörg atkvæði er hætt við að hann geti gert ýmsum skráveifu. Þannig mun Helgi Már Arthúrs- son, samritstjóri Vilmundar í Nýju landi, sællar minningar, verða í efsta sæti á Vestfjörðum og óttast kratar þar að hann geti höggvið segir myndlistargagnrýnandi In- formation nýlega frá Biennalen í París en þar sýna þrír íslendingar, þeir Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson, Magnús V. Guðlaugs- son og Kristinn G. Harðarson og telur hann verk þeirra með því markverðasta sem þar er að finna. Getur hann þess að þeir séu greini- lega undir sterkum áhrifum frá Dit- er Rot og Fluxus-hópnum og að maður geti fengið þá hugmynd að Reykjavík sé ein af stærstu borgum í heirni, full af málurum. Rússagull fer víða og kemur kannski nokkuð við sögu í prófkjörum helgarinnar. Bessí Jóhannsdóttir segir í viðtali við Helgarpóstinn að höfuðstöðvar hennar í prófkjörsbaráttunni séu hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvél- um, sem flytur inn rússnesk tól og tæki. Svona eru vegir hagsmunanna órannsakanlegir og vel lukkaður innflutningur frá Sovét getur greitt fyrir framboðsaðstöðu í Sjálfstæð- isflokknum. Góð tíðindi fyrir Garðbæinga,: Iðnaðaroankinn nvttiJtibúí Nýtt bankaútibú er tekiö til starfa í hjarta Garðabæjar - á mótum Bæjarbrautar og Vífilstaöavegar. Meö viöskiptum við IÐNAÐARBANKANN geta Garöbæingar nú stytt sér leiö í banka, - sparað sér bannig fé og fyrirhöfn. Viðskipti viö iÐNAÐARBANKANN treysta líka undir- stööur atvinnulífsins í kaupstaðnum. Öll almenn bankaþjónusta - án þess að þurfa að þíða: Ávöxtun sparifjár og ráðgjöf um þestu kostina. Ávísana- og hlaupareikningar, útlán, innheimturog IB-lánin vinsælu sem við aðlögum sífellt kröfum tímans, Garðhæingar - velkomnir í ykkar banka. útibúið er opið alla virka daga frá 9.15-16.00 og auk þess á fimmtudögum kl. 17.00-18.00 Iðnaðarbankinn Garðabæ, sími: 46800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.