Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 13
myndlist tuga feril Undanfarið hefur staðið yfir í Listasafni íslands stórsýning á verkum Jóns Þorleifssonar málara. Þar eru sýnd 86 olíumálverk, 5stein- þrykksmyndirog 17 vatnslitamyndir. Þetta hlýtur að teljast bráðgott yfirlit, þar eð verkin spanna allan feril Jóns frá fyrstu tíð til síðustu æviára. Þeim er raðað eftir númerum í tímaröð, svo auðvelt reynist að áttasigábreytingum listamannsins á 40 ára ferli. Sýningarskrá er vönduð og geymir nokkrar litprentanir og svarthvítarmyndir, formála eftir Selmu Jónsdóttur listfræðing, stutt æviágrip og skrá yfir sýningar málarans. blaðsins og skrifaði undir heitinu Orri. Árið 1938 var Jón fenginn til að setja upp íslensku deildina á heimssýningunni í New York, 1939. Framan við svalir sýningar- skálans málaði hann 32 metra langa mynd af íslensku landslagi og athafnalífi og var myndin þriggja metra há. Þetta sýnir betur en nokkuð annað stöðu Jóns á milli- stríðsárunum, en þá var hann af mörgum álitinn efnilegasti málari sinnar kynslóðar. 2. Af ofangreindu má ráða að Jón Þorleifsson hafi verið framarlega í hópi íslenskra listamanna, jafnt sem listamaður og áhrifamaður í Ég man eftir fáum verkum eftir _ Jón Stefánsson sem kallast gætu expressiónísk. „Þorgeirsboli" er eflaust skársta dæmið, með þandri formskipan sinni og hreyfikenndri (dýnamískri) myndbyggingu. Auk þess er verkið tjáningarríkt í anda expressiónismans. Flest önnur verk listamannsins eru kyrrstæð (statísk), sett undir ögun hins fer- hyrnda myndrúms, byggð á lárétt- um og lóðréttum myndásum sem fylgja rammanum. Formbyggingin er einföld og massakennd með rúmfræðilegum áherslum. Þessi óhagganlegi, þungi og meitlaði stíll sem Jón Stefánsson skóp, yfirvegað eins og meistari hans frá Aix, hefur snemma kveikt í Jóni Þorleifssyni löngun til að höndla hið rismikla (mónumen- tala) í íslensku landslagi. En eins Jón Þorleifsson. Sjálfsmynd frá 1928. ; ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 hans af rismiklum fjöllum og mannlífi verði stórbrotin. í fáum orðum, þá skortir Jón Þorleifsson dramatískan þunga. Þessi glíma við stærðir setur svip sinn á feril Jóns Þorleifssonar. Um leið og hann fæst við minni og viðráðanlegri flöt, verður málverk hans heilsteyptara og betra. Þá fjarlægist hann einnig Jón Stefáns- son og lýrískir eiginleikar hans fá notið sín. Gott dæmi um hið besta í landslagsverkum hans eru myndir á borð við „Úr Mývatnssveit" (55), frá 1946. Þar losar Jón um pensil- væri of langt mál að telja upp öll dæmin um þær breytingar. Undir lok ævinnar er Jón Þor- leifsson að mestu búinn að losa sig við hinn fyrri stíl og síðustu verk hans bera vott um nýjan kjark og áræði. Portrett hans af „Úrsúlu“ (83), frá 1960 nálgast franskan ex- pressiónisma frá fyrsta tug aldar- innar í litavali og einföldun. „Hort- ensía“ (85) frá sama ári, staðfesti hina nýju litagleði málarans. Þó eru landslagsmyndirnar ávallt nat- úralískari, þótt þær séu mildari og „Súlur“ frá 1929. Dæmigerð landslagsmynd eftir Jón. Jón Þorleifsson hóf myndlistar- feril sinn um 1920. Nám stundaði hann frá 1918 við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn og síðar við Akademíið, en veturinn 1921- 22 dvaldist hann í París á Academie de la Croquis. Síðar bjó hann í Kaupmannahöfn til ársins 1929, þá sneri hann aftur til íslands. Heima varð Jón brátt virkur í félagsmálum listamanna. Hann var einn af stofn- endum Bandalags íslenskra lista- manna, Félags íslenskra myndlist- armanna og Nýja myndlistarfélags- ins. Þá var hann einn þeirra sem gekkst fyrir byggingu Listamanna- skálans og veitti honum forstöðu. Frá 1931 og fram á 6. áratuginn var hann listgagnrýnandi Morgun- félagsmálum sinnar stéttar. En hvernig voru málverk hans? Jón er einn þeirra fjölmörgu ís- lensku málara, sem gekk á vit franska 19. aldar málarans Céz- anne, í leit að aðferðum sem hent- að gætu honum til túlkunar á ís- lensku landslagi. Hann er ekki einn um þessa sókn í greipar síð- impressiónismans, áður hafði nafni hans Stefánsson leitað á sömu mið. Áhrif Cézannes á íslenska málara voru mikil, einkum þá sem lögðu fyrir sig landslagsmálun. Reyndar voru áhrif hans mikil á Norður- löndum, þangað sem flestir íslend- ingar sóttu nám á fyrri hluta þessar- ar aldar. Oft hafa þessi áhrif verið kennd við expressiónisma og þeir nafnar taldir heyra til þeirri stefnu. En það á varla við um Jón Stefánsson og því síður um Jón Þorleifsson. Þeir standa báðir föstum fótum í síð- impressiónisma Cézannes, en ekki í expressiónisma 20. aldarinnar. „Grjótpramminn“, frá 1940. Ein heilsteyptasta atvinnulýsing listamanns- ins. Halldór B. Runólfsson skrifar og sjá má á yfirlitinu á Listasafni íslands, þá tekst honum ekki eins vel til við hin stóru yrkisefni. Með- an Jón Stefánsson fer epískum höndum um náttúruna, er nafni hans Þorleifsson of ljóðrænn og innilegur til að hin stóru málverk inn, formin verða lausari en ein- faldari um leið og litameðferð verður blæbrigðaríkari, klárari og persónulegri. 3. Þessi eiginlegi stíll Jóns kemur ■snemma í ljós. Myndin „Pílviðir“ (7), gerð 1926 og sennilega í Dan- mörku, kemur upp um hið im- pressióníska eðli listamannsins. Þá eru hinar smáu andlitsmyndir hans mjög eðlilegar og einlægt málaðar. Reyndar eru þær meðal bestu verkanna á sýningu þessari.Sem betur fer vinna þessi einkenni á, eftir seinni heimstyrjöldina, og ríkari í tónum, léttari og látlausari, eins og „Hekla“ (86) ber með sér. 4. Það er því nokkuð ljóst að vand- amál Jóns er að hann hefur valið sér ranga meistara. Hinn mikli formskilningur Cézannes og Jóns Stefánssonar er anda Jóns Þorleifs- sonar víðs fjarri. Undir áhrifum þeirra fellur hann í gildru eftir- öpunar, líkt og sést í myndinni „Frá Siglufirði“ (58), þar sem mynd- byggingin er nær algjörlega fengin frá „Hinum stóru baðkonum“ Céz- annes. Þegar Jón hverfur frá hinu ris- mikla, slappar hann af og verður persónulegri. Hann hættir að berj- ast við sterka formmótun sem hann ræður illa við og málverk hans breytast í ljóðrænt og geðþekkt lit- aspil. f þeim myndum er einlægni í réttum hlutföllum við persónulega andagift og Jón finnur sjálfan sig og skynjar sínar bestu hliðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.