Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 24
DJOÐVIUINN Helgin 27.-28. nóvember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsími Helgarsími símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt áð ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 nafn víkunnar Kristján Ragnarsson Óhætt er að fullyrða að Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ hafi verið mest umtalaði maðurinn hér á landi vikuna sem nú er að kveðja. Þannig hefur það líka verið í kring- um aðalfund LÍÚ undanfarin ár. Ástæðan er raunar afar einföld, vegna þess að Kristján leggur sig fram um að vekja eftirtekt með órökstuddum fullyrðingum, sleggj- udómum og síðast en ekki síst persónulegum svívirðingum um hina og þessa menn. Virðistvalið á mönnum til að svívirða fara nokkuð eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu þá og þá. Þannig urðu fiskifræðingar Haf- rannsóknarstofnunar og skipstjórar togara fyrir barðinu á formanni LIÚ að þessu sinni, auk verkafólks í fiskvinnslu, forsvarsmenn þess og að sjálfsögðu ríkisstjórnin. Kristján sagði í ræðu sinni á aðal- fundi LÍÚ að fiskifræðingar væru engir vísindamenn og vissu ekkert hvað þeir væru að gera í fiskirann- sóknum sínum og ekkert mark tak- andi á spám þeirra um stærð fiski- stofna. Ástæða þessara árása á fiskifræðingana er aðvörun þeirra um þorskstofnstærðina, sem að sjálfsögðu snertir umbjóðendur Kristjáns og hann sjálfan. Þá ásakaði hann togaraskipstjóra um gróft lögbrot, setti þá alla undir einn hatt og sagði þá stunda smá- fiskadráp í stórum stíl og henda afl- anum í sjóinn. Togaraskipstjórar hafa að sjálfsögðu svarað fyrir sig og krafið formanninn um sannanir eða að nefna heimildir fyrir þessari ásökun,sem hann hefur aftur á móti neitað að gera. Loks ræðst hann að verkafólki í fiskvinnslu og forsvarsmönnum þess fyrir vinnuverndarlögin, sem hann telur aðal ástæðuna fyrir lé- legu hráefni í fiskiðnaði. Það að verkafólki skuli tryggt frí um helg- ar, sem og helgarfrí sjómanna, ásamt því að ekki skuli leyft að vinna nema 14 tíma á sólarhring er ástæða þess að fiskur er lélegt hrá- efni. Hann sagði að menn þyrftu að gera sér grein fyrir að t fiskveiðum yrði fólk að sætta sig við óreglu- legan vinnutíma. Það sem kallað er vaktavinna virðist ekki vera til í hugskoti þessa hógværa manns. Þrældómurinn blífi, þá bjargast allt, segir Kristján Ragnarsson. Að sjálfsögðu ræðst hann að ferskfiskeftirlitinu sem ógurlegum sökudólgi. Lagði hann til í ræðu sinni að fiskvinnslan og útgerðin fengi yfirsjón stofnunarinnar, þá fyrst' yrði málunum kippt í lag. Þannig er það einmitt í skreiðar- vinnslunni og saltfisknum. Þar eru matsmennirnir starfsmenn stöðvanna, sem geta ráðskast með þá að vild, rekið þá úr vinnu, sem eru hæfir og samviskusamir og ráð- ið í staðinn þæga vikadrengi. Út- koman liggur nú fyrir um afleiðing- ar slíks mats, morkin, úldin, möðkuð og moldarblönduð var skreiðin sem endursend var frá ítal- íu á dögununt. Já, það er hægt að vekja á sér athygli með ýmsum hætti. -S.dór Mér áskotnuðust peningar um daginn alveg óvænt. Þetta olli mér mikillar gleði. 10.000.- krónur eru miklir peningar í mínum augum, töluvert meira en mánaðarkaupið mitt. En þar sem ég hef verið sér- lega sparsöm undanfarið og er búin að eignast íbúð, sem komin er á fastar afborganir, var þetta fé eithvað sem ég átti og gat ráðstafað að vild. Það flaug margt í gegnum huga minn. Átti ég að kaupa horn- sófann í stofuna mína, sem mig hafði svo lengi langað í, þennan með bleikrósótta áklæðinu - en ég hikaði, það var nú óþarfa munaður og svo gat nú eitthvað óvænt komið upp. En hvað með frystikistu, prjónavél eða eitthvað af þessum ráfmagnstækjum, sem auglýst voru svo grimmt í dagblöðunum. Kaupið fyrir næstu gengishækkun o.fl. o.fl. Nei, það var eins og Hafnarfjarðarbrandari, þetta með að kaupa frystikistu fyrir mannes- kju eins og mig, sem hef ekki meiri þörf fyrir svona tæki nema til að Þegar F D00264836 0.000 geyma gamla skó í, skó sem ekki passa í skóhilluna í geymslunni. Nei, þetta þurfti ég að hugleiða betur. Þótt ég skildi kannski ekki þetta allt Svo kom það - leggj a peningana þá arna inn á banka. Jú, allar þessar umræður í fjölmiðlum um hækkun vaxta, einn maður á móti - og ann- ar með. En þótt ég skildi kannske ekki þetta allt með hagvöxtinn, niðurtalningu verðbólgunnar og fiskinn, sem seldist ekki á réttu gengi, vissi ég þó, að ef ég legði peningana mína inn á banka, þá fengi ég vexti, sem mundu bætast við 10.000.- krónurnar mínar. En ótrú hafði ég á ávísana- reikningi fyrir persónu eins og mig sem lítil fjárráð hafði. Þeim hafði ég kynnst lítillega, er atvinnurek- andi minn borgaði laun mín inn á svona reikning og ég fékk ávísana- hefti. Á þeim reikningum eru í dag 27% vextir, sem reiknaðir eru af lægstu innistæðu á tíu daga fresti frá 1 .—10. o.s.frv. Á þeim græddi ég lítið, og svo er ég heldur ekki góð í reikningi og gæti kannske misreiknað mig þannig að ég skrif- aði ávísun upp á kr. 100.-, en inni- stæða mín væri ekki nema kr. 98.-. Svo mundi það kosta mig kr. 55.- að auki, það er sekt bankans á mig +4% dráttarvextir, því bankinn verður jú að hafa aðhald og ekki tekur maður skyndilán, án þess að skrifa upp á víxil. Svo kostuðu jú, ávísanaheftin sitt, kr. 35.- með 25 blöðum, svo ef ég skrifaði ávísun á kr. 100.-, þá kostaði það mig rúm- lega eina krónu að skrifa þessa ávísun..Nei, þetta voru reikningar fyrir meiri peningamenn en mig. En sparisjóðsbók? Þannig bók hafði ég ekki eignast, nema þá gömlu grænu sem var ofan í skúff- unni minni ógild. Þessi bók fékk mig barnunga upp á móti banka- kerfinu. Er ég var í barnaskóla fékk ég þessa bók, þá átti maður að safna merkjum, sem seld voru í skóla- num og líma þau inn í bókina. Mín var þakin merkjum upp á 50 aura hvert. Margar sendiferðirnar hljóp ég til að fá 50 aura fyrir merkjum, því metnaðurinn var mikill. Þetta var að spara og yrðu miklir pen- ingar þegar ég yrði stór. Marga skömmtunarseðla fyrir smjöri og öðru hljóp ég með í krepptum lóf- anum fyrir nágranna til að afla mér tekna og aldrei hvarflaði að mér að eyða neinu í annað en merki í bók- ina mína. En eitthvað fór úrskeiðis með þesa verðmætu bók. Loks rann upp sú stund Loks rann upp sú stund að ætlaði ég að taka út þessa peninga mína. Gekk ég stolt og full af tilhlökkun niður í miðbæ úr vesturbæ með hugann upptekinn af því sem ég ætlaði að kaupa fyrir þennan fjár- Sólveig Guðmunds- dóttir skrifar sjóð. Inn í bankann fór ég léttstíg, en... Bankamaðurinn tjáði mér með bros á vör: „Þessi bók er löngu ógild og einskis virði“ - eins og ég væri kjáni en ekki manneskja, sem átti peninga í bókinni minni, hélt maðurinn að þetta væri litabók? Ég reyndi að segja manninum frá því er ég hljóp sendiferðirnar með skömmtunarseðlana og að kennar- inn segði að þetta yrði mikill pen- ingur er ég yrði stærri og nú væri ég stór. En röddin brast og tárin runnu niður vangana. Ég gekk út. Afhverju bókin var ógild hef ég aldrei fengið upplýst - ekki enn þann dagídag. Énbókinaáégenn. Nú er mér stundum hugsað til bekkjarfélaga minna frá þessum árum er fóru með peningana sína í Frímerkjabúðina við Lækjargötu og keyptu leikaramyndir sem nú prýða heimili þeirra í stórum römmum og þykja mestu gersemir. En ég dreif mig nú samt í einn af bönkunum við Laugaveg með 10.000.- krónurnar mínar þrátt fyrir ófarir mínar við fjárfestingar sem barn. En þá kom vandinn. Sem áður greinir er ég ekki mikil reikningsmanneskja, en þarna bauð bankinn mér mismunandi reikninga til að ávaxta peningana mína! Almenna sparisjóðsbók með 42%vöxtum. 3 mánaða verðtryggðan reikning með engum vöxtum. 6 mánaða verðtryggðan reikning með 1% vöxtum. Vaxtaaukareikning til 6 mánaða með 45% vöxtum. Vaxtaaukareikning til 12 mánaða mðe 47% vöxtum. Erfitt var það Púff, þetta var erfitt. Svo ég varð að setjast niðurog reikna. Efégléti peningana mína inn á almenna sparisjóðsbók, gæti ég tekið þá út hvenær sem er, en verðtryggða reikninginn varð ég að láta liggja inni í bankanum óhreyfðan í 3 mán. eða 6 mán. Um vaxtaauka- reikningana gildir það sama. Ef ég léti 10.000,- krónurnar mínar liggja í 3 mán. inni á almennri sparisjóðs- bók fengi ég 1.050,- kr í vexti af peningunum mínum því bankinn reiknar með 30 vaxtadögum en borgar vexti út fyrsta virkan dag í janúar. En ef ég mundi nota verðtryggða reikninginn fengi ég 10.000.- kr. mínar plús verðbætur út eftir 3 mán. en þar sem verðbæt- ur eru reiknaðar eftir lánskjaravísi- tölu er erfitt að finna út nákvæma tölu sem mundi bætast ofan á pen- ingana mína eftir þennan tíma. En ég leyfði mér að reikna með ca 58% vöxtum í samræmi við ástand- ið í dag. Útkoman varð 1.450,- í verðbætur eftir 3 mán. Mismunur- inn var ca 400.- kr. Að öllu áfalla- lausu fannst mér eðlilegra að á- vaxta fé mitt þannig, ef ég gæti geymt það þennan tíma. Vexti af almennri sparisjóðsbók fengi ég ekki greidda út íyrr en um áramót, nema ég eyðilegði bókina. En þó var það öryggi, ef eitthvað breyttist með hag minn því sú bók var ekki lokuð. 6 mánaða reikningarnir með verðbótum hentuðu mér ekki, og ekki fannst mér koma til greina að nota vaxtaaukareikningana þar sem þeir voru ekki verðtryggðir. Á endanum ákvað ég að leggja .10.000.- krónurnar mínar inn á verðtryggðan reikning til 3ja mán- aða í von um að útreikningar mínir reyndust réttir. Mikið var þetta nú erfitt fyrir mig að finna þetta út og enn á eftir að koma í ljós hvort ég ávaxtaði peningana mína rétt. Sólveig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.