Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — Bókablað Þjóðviljans
Boðið upp
í dans
Ólafur Ormsson
Skáldsagan Boöið upp í dans er í
senn alvörumikil og gáskafull'
Reykjavíkiirsaga. Hún gerist á
tímabilinu 1949-75 og segir frá lífi
Unnars Steingrímssonar til 34 ára
aldurs. Unnar er frá blautu barns-
beini alinn upp í Stalínsdýrkun og
pólitískri öfgatrú og mótar það
mjög hegðun hans og sálarlíf.
Hann á sín menntaskóla- og há-
skólaár og þau einkennast af ástar-
málum, drykkjuskap, skæruhern-
aði Ungliðahreyfingarinnar og
öðru slarki sem allt er framið í
nafni hinnar pólitísku trúar. Loks
kemur að því að grundvellinum er
kippt undan þessari trú Unnars
sem állt líf hans hafði byggst á.
Hvað er þá til bragðs að taka? Ef til
vill hlaupa í fangið á einhverjum
öðrum öfgum sem bíða með út-
breiddan faðminn. Verð kr.
395.20.
Almenna bókafélagið
íslenskar skáldsögur
ÓLAFUR ORMSSON
| T/i arod<h
Riddarar
hringstigans
Verðlaunabók Almenna bókafé-
lagsins
Hlaut fyrstu verðlaun í bók-
menntasamkeppni sem AB efndi
til á 25 ára afmæli sínu. Riddarar
hringstigans er nýstárleg skáldsaga
eftir einn af okkar allra efnilegustu
ungu rithöfundum. Kímnin að
framsetningu, alvöruþrungin og
áhrifamikil að efni. Sagan gerist í
Reykjavík fyrir 10-15 árum í hverfi
sem er í byggingu. Aðalpersónurn-
ar eru nokkrir ungir drengir og
einn þeirra segir söguna. Þessi ungi
sögumaður er sannkallað barn í til-
tektum sínum og viðhorfum og þó
sýnist vitund hans rúma alla tíma
og allan heiminn - einhvers konar
stílgaldur. Heimur þessara drengja
er vissulega annar og öðruvísi en
það sem fyrri kynslóðir íslenskra
barna hafa staðið andspænis. Og
þó að hann sé oft broslegur er hann
hvorki einfaldur né auðveldur og
stundum jafnvel skelfilegur. Enda
hljóta drengirnir sína vígslu og
hana rækilega. Verð kr. 296.40.
Almenna bókafélagið
í kvosinni,
æskuminningar og bersöglismál
Flosa Ólafssonar, er óvenjulega
skemmtileg bók. Flosi kemur víða
við, segir frá bernsku- og æskuár-
um sínum í miðbæjarkvosinni í
Reykjavík, skólagöngu, daglegu
lífi og samskiptum við þekkta sam-
ferðamenn og óþekkta. í formála
segir höfundur meðal annars:
„Þessi bók er hetjusaga úr sálar-
stríði manns sem er að reyna að
sætta sig við að vera einsog hann
er, en ekki einsog hann á að vera.
Hún er einsog höfundurinn og
þessvegna lítið á henni að byggja.
Uppfull er bókin af lygi, hálflygi,
hálfsannleik, sannleik, tilfinninga-
semi, sjálfsánægju og aulafyndni. í
henni er líka hjartahlýja, sólskin,
bjartsýni, ást á umhverfinu og því
sem gott er og fallegt.” Sem sagt:
einstaklega mannleg bók og lifandi
- Flosi er engum líkur. Verð kr.
398.00.
Iðunn
Hlustið þér
á Mozart?
Auður Haralds sendir hér frá sér
þriðju bókina, - hinar tvær voru
Hvunndagshetjan og Læknamafí-
an og voru báðar rifnar út. Hlustið
þér á Mozart? mun ekki síður
þykja forvitnileg: Einu sinni var
ung stúlka sem hét Lovísa. Hún
hitti prins og kyssti hann. Lovísa og
prinsinn giftust og Iifðu hamingju-
söm þar til prinsinn tók að breytast
í frosk. Hvað getur Lovísa gert?
Getur hún haft froskalæri í forrétt?
Eða getur hún fundið annan frosk
í afleysingar? - Og hvers vegna
lætur hún mömmu hírast í háls-
bindaskápnum? Hvers vegna lét
hún taka fóstbróður Haralds hár-
fagra af lífi? Af hverju myrti hún
ekki tengdaföður sinn? Fær hún at-
vinnuieyfi í Rio de Janeiro? Eða
fer hún að selja merki? Getur hún
klippt táneglurnar á sér sjálf?
Tekst Robert Redford að fá hana
til að fara í andlitslyftingu? Eru
bandarískir sendisveinar kynóðir?
Er Lovísa vitskert? - En, umfram
allt, er einhver hér sem hlustar á
Mozart? Verð kr. 398.00.
Iðunn
Pabbadrengir
er nútímasaga um nútímafólk -
hjón sem eignast börn. Hafi happa-
og glappaaðferðin einhvern tíma
verið nothæf undir slíkum kring-
umstæðum, þá virðist hún að
minnsta kost ekki eiga við lengur.
Nú verður að skipuleggja allt frá
rótum - þennan dag skal barnið
koma undir, í þessari viku skal það
fæðast o.s.frv. En hvernig gengur
mannjegri náttúru að beygja sig
undir slíka skipulagningu - veslings
hjónunum sjálfum svo að ekki sé
minnst á blessuð börnin. Kynni
það ekki að verða ofurlítið broslegt
á köflum og kannski dálítið stress-
andi. Svo virðist að minnsta kosti
koma fram í þessari grátlega sönnu
og sérstæðu bók. Höfundurinn
Egill Egilsson er eðlisfræðingur og
kennari. Hann hefur áður sent frá
sér tvær skáldsögur, Karlmenn
tveggja tíma, 1977 og Sveindóm,
1979. Verð kr. 345.80.
Almenna bókafélagið
EGILLEGI
Piltur og stúlka
og
Maður og kona
Skáldsögur Jóns Thoroddsen Pilt-
ur og stúlka og Maður og kona eru
löngu sígildar bókmenntir. Halldór
Pétursson myndskreytti Pilt og
stúlku, en Gunnlaugur Scheving
Mann og konu. Bækurnar eru
báðar í stóru broti. Piltur og stúlka
er 149 bls. og Maður og kona 263
bls. Verð kr. 259.35.
Helgafell
ÁRNIBERGMANN
GEIRFUGLARNIR
Geirfuglarnir
Árni Bergmann
Sagan gerist í litlu plássi á Suður-
nesjum og sögumaður er drengur
sem þar fæðist og nemur smám
saman veröldina í kringum sig.
Þótt bærinn sé lítill er mannlífið
fjölbreytt og ríkt og drengnum
verður ekki síst starsýnt á skoplegri
hliðar þess. En háski vofir yfir
byggðinni og vegur salt við skopið,
háski sem kannski er óumflýjan-
legur, kannski ekki. Almennt verð
kr. 345.80. Félagsverð kr. 293.95.
Mál og menning
Guðbergur Bergsson
HJARTAÐ
, BVRENN
IHELLISÍNLIM
Hjartað býr enn
í helli sínum
Guðbergur Bergsson
Söguhetjan í þessari nýju skáld-
sögu Guðbergs Bergssonar er frá-
skilinn maður sem stendur í sífelld-
um flutningum milli forstofuher-
bergja hjá fráskildum konum. Sag-
an lýsir einum sólarhring á eirðar-
lausu rangli hans um borgina og
lesanda birtist óvenjuleg mynd af
lífi og hugsunarhætti fólksins í
borginni. Ovenjuleg, en líka fynd-
in og glöggskyggn. Almennt verð
kr. 345.80. Félagsverð kr. 293.95.
Mál og menning
Maður
dagsins
Andrés Indriðason
Maður dagsins er raunsönn nú-
timasaga sem gerist í Reykjavík
Hver er maður dagsins? Hann er
stjarna, í þessari bók íþrótta-
stjarna. Fjölmiðlarnir lofa hana
með stórum orðum, fólkið glápir á
hana, hitt kynið sækir á hana.
Hvernig er að vera slík stjarna?
Bárður Valdimarsson er góður og
saklaus mömmudrengur og hefur
það til brunns að bera fram yfir
aðra að hann getur stokkið geysi-
langt, slær hvert metið eftir annað
og setur loks heimsmet. Sjálf er
íþróttin fögur og Bárði líður vel
þegar hann er að stökkva. En er
það nóg? Fær Bárður að vera
óáreittur með sinni íþrótt? Síður en
svo. Þjóðin þykist eiga hann,
stjórnmálamenn og kaupsýslu-
menn vilja nota hann og fjölmiðl-
ar, auglýsingar og fólkið í kring er
stórhveli sem allt vilja gleypa. Það
fær Bárður sannarlega að reyna.
Verð kr. 395.20.
Almenna bókafélagið
Dalalíf
Guðrún frá Lundi
Dalalíf Guðrúnar frá Lundi kemur
nú út í annað sinn, og var mál til
komið mun margur segja. Sagan
fjallar um íslenskt sveitafólk fyrir
um 100 árum, lífsbaráttu þess, ástir
þess og afbrýði. Frásögnin er lát-
laus og spennandi, en mikilsverð-
astar eru þó aldarfars og persónu-
lýsingarnar. Skáldkonan sýnir les-
andanum ljóslifandi þennan gamla
heim, sem nú er gersamlega horf-
inn, fólk hans og fénað, og gerir
það með örlítið svalri kímni og af
slíku hlutleysi að óvenjulegt má
kallast. Guðrún var hin dæmigerða
íslenska sagnakona af guðs náð
Verð kr. 494.00.
Almenna bókafélagið
Við skráar-
gatið
„Við skráargatið” heitir fyrsta
skáldverk Sæmundar Guðvinsson-
ar. Milli bókarspjaldanna er að
finna flokk smásagna sem tengdar
eru saman í tíma og rúmi. Athygl-
inni er beint að ósköp venjulegri
fjölskyldu í Reykjavík, eins konar
vísitölufjölskyldu, og nær Sæ-,
mundur í spéspegil sinn mörgum
skemmtilegum svipmyndum af
mannlífinu í streitu og amstri
hversdagsins. „Skráargat” Sæ-
mundar er öllum opið og ekki er
ósennilegt að ýmsir muni sjá sjálfa
sig þegar þeir gægj ast þar inn. Verð
kr. 370.50.
Vaka