Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 11
Bókablað Þjóðviljans — stÐA 1L
Þjóðlegur fróðleikur
Landnámssaga
Nýja-íslands
í Canada
Ljósprentuð útgáfa á stórmerku
riti Thorleifs Jóakimssonar, sem út
kom í Winnipeg fyrir meira en 60
árum. Endurminningar frá fyrstu
árum íslendinga í Vesturheimi.
Verð kr. 618.-
Skjaldborg.
Cnbufh <lvi8t|óii#!ion
t*lcu$htv
$jríuttvl)<vtttv
2
Annað bindi hins mikla rits eins af
okkar fremstu fræðimönnum um
sambýli þjóðar og hafsins. Þetta
bindi fjallar um verstöðvar, ís-
lenska árabátinn, vertíðir, verferð-
ir og verleiðir, um verbúðirnar
sjálfar svo og um mat á landi og sjó.
Mikill og glæsilegur myndakostur.
Verð kr. 1.296.75
íslenskir
sjávarhættir
Lúðvík Kristjánsson
Menningarsjóður
Fagurt er
í Fjörðum
Þættir af Flateyingum og Fjörð-
ungum. Fróðleg, skemmtileg og
falleg bók sem lýsir man'nlífinu eins
og það var í byggðum sem nú eru í
eyði, af hetjulegri baráttu við óblíð
náttúruöfl. 90 myndir eru í þessari
nýju útgáfu bókarinnar.
verð kr. 340.
Skjaldborg.
m
I
VERUM-
/ verum l-ll
Theódór Friðriksson
í verum, sjálfsævisaga Theódórs
Friðrikssonar er fróðleg og
skemmtileg frásögn af lífi og starfi
fólksins í landinu í byrjun aldarinn-
ar.
Bókin er 729 síður.
Verð kr. 395.20
Helgafell
IOUNN
mana
Mánasilfur IV
Gils Guðmundsson valdi
Fjórða bindi Mánasilfurs, hins vin-
sæla safns íslenskra endurminnina,
er ekki síður skemmtilegt en hin
fyrri. Hér eru 32 frásöguþættir um
margvíslegustu efni, allt perlur ís-
lenskrar frásagnarlistar fólks úr öll-
um stéttum þjóðfélagsins, allt frá
séra Jóni Magnússyni til núlifandi
manna. Mánasilfur - skuggsjá ís-
lensks mannlífs fyrri tíðar, ritverk
sem jafnt ungir sem aldnir munu
lesa sér til fróðleiks og ánægju.
Verð kr. 448.30.
Iðunn.
S«f#J
FORN
FRÆGÐAR
I SETUR
Forn
frægðarsetur
Forn frægðarsetur, fjórða bindi
hins vinsæla bókaflokks eftir séra
Ágúst Sigurðsson á Mælifelli. Hér
segir frá Krossi í Landeyjum,
Þönglabakka í Fjörðum og Borg á
Mýrum, Einari skálaglamma sem
telja má höfund Eglu og því hvern-
ig Snorri Sturluson komst yfir Borg
og ýmsum ábúendum þar gegnum
aldirnar.
Verð kr. 494.00
Örn og Örlygur
Mannfellirinn
mikli
Eiður Guðmundsson
Eftirminnileg lýsing á ógurlegum
mannfelli sem varð í Bægisársókn
og Skiðuhreppi í móðuharðindun-
um. Fyrsta bindi ritverka Eiðs
Guðmundssonar, fyrrum hrepps-
stjóra á Þúfnavöllum í Hörgárdal.
Verð kr. 345,-
Skjaldborg.
Hvað gerðist
áíslandi 1981 -
Árbók íslands
Hvað gerðist á íslandi 1981 - Ár-
bók íslands eftir Steinar J. Lúð-
víksson. Þetta er þriðja bókin í
þókaflokki sem hefur að geyma ít-
arlega samtímasögu íslenskra við-
burða í máli og myndum. Efni bók-
arinnar er flokkað niður í efnis-
þætti og auðveldar það mjög notk-
un hennar. Efnisflokkarnir eru:
Alþingis-stjórnmál; Bjarganir -
slysfarir; Bókmenntir - listir;
Dóms- og sakamál; Efnahags- og
viðskiptamál; Eldsvoðar; Fjöl-
miðlar; íþróttir; Kjara- og atvinnu-
mál; Menn og málefni; Náttúra
landsins og veðurfar; Orkumál;
Skák og bridge; Skóla- og mennta-
mál; Úr ýmsum áttum. í bókinni er
fjöldi ljósmynda eftir flesta helstu
fréttaljósmyndara landsins, en
myndaritstjóri er Gunnar V. And-
résson. Höfundur bókarinnar
Steinar J. Lúðvíksson hefur fengið
Imikið lof fyrir skýra og aðgengilega
uppsetningu efnis og glöggt mat á
efnisvali, m.a. komst Erlendur
Jónsson bókmenntagagnrýnandi
svo að orði um 2. bindið: „Þetta er
þjóðaralbúm sem fólk vill geyma
við hliðina á fjölskyldualbúminu til
minningar um gömlu, góðu dag-
ana“.
Verð kr. 798.00.
Örn og Örlygur.
Þrautgóðir á
raunastund
14. bindi björgunar- og sjóslysa-
sögu íslands eftir Steinar J. Lúð-
víksson. Þetta bindi fjallar um at-
burði áranna 1959-1961 að báðum
árum meðtöldum. Meðal efnis má
nefna frásögn um Nýfundnalands-
veðrið mikla í ársbyrjun 1959 er
togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst
með allri áhöfn og margir íslenskir
togarar voru hætt komnir.
Verð 438.00
Tröllasögur
og teikningar
Tröllasögur og teikningar er bók
sem Haukur Halldórsson mynd-
skreytir og sækir efni sitt í íslenska
þjóðsagnaveröld. Haukur hefur
einnig valið þær sögur sem í bók-
inni birtast og sumar þeirra hefur
hann raunar samið sjálfur og sótt
hugmyndirnar í íslenskar þjóðsög-
ur. Þessi einstæða bók er gefin út
bæði á íslensku og ensku og verður
að teljast nokkur fengur fyrir þá
sem vilja kynnast eða kynna ís-
lenska þjóðsagnaveröld hérlendis
eða erlendis.
Verð 197.60
Örn og Örlygur
Úfsmörk
í spori
Torfi Þorsteinsson Haga
Eftirminnilegir minningar- og
fróðleiksþættir Torfa í Haga um
foreldra hans og samferðafólk. Al-
þýðleg frásagnarlist af besta tagi.
Verð kr. 345.-
Skjaldborg.
GUNNAR M. MAGNÚSS |!
iRgimaRðar
f tðla og
fleira fólk
Ingimundur
fiðla og
fleira fólk
í bókinni er að finna þjóðlegan
fróðleik af besta tagi sem færður
hefur verið í aðgengilegan búning
með skáldlegu ívafi. Hér birtast 5
heimildaþættir um þjóðlíf og
mögnuð mannleg örlög. Byggt er á
raunverulegum atburðum frá öld-
inni sem leið og upphafi þessarar
og greint frá forvitnilegu fólki og
sérstæðum þáttum í íslensku þjóð-
lífi. „Ingimundur fiðla og fleira
fólk“ er 55. bók Gunnars M.
Magnúss. Útgefandi er VAKA.
Verð kr. 395.20.
Skuggsjá.
IDUNN
Hrakfalla-
bálkurinn
Hrakfallabálkurinn er forvitnileg
bók. Einar Bragi hefur hér sett á
svið viðtöl við Jakob Plum, dansk-
an kaupmann í Ólafsvík í lok
átjándu aldar. Bókin er unnin upp
úr ritum eftir Jakob Plum og bregð-
ur upp afar fróðlegri mynd frá þess-
um tíma. Þetta er í senn hrað-
streym skemmtilesning, eftir-
minnileg mannlýsing og skiptum
þess við erlent vald. í bókinni eru
margar myndir frá íslandi og
Kaupmannahöfn sem auka mjög
gildi hennar.
Verð kr. 398.00
Iðunn.
Sagnaþæltir mjólkurbflstjóra
á Suðurlandi
1. bindi
Ysjur og
austræna
í þessu fyrsta bindi ritverks Gísla
Högnasonar eru skráðir sagna-
þættir eftir sunnlenskum mjólkur-
bílstjórum og fleirum. Mjólkurbíl-
stjórar þjónuðu mikilvægu hlut-