Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 13
Bókablað Þjóðviljans — SIÐA 19 Þymar Þorsteinn Erlingsson Þessi útgáfa er ljósprentun 1974 eftir útgáfu Sigurðar Nordal frá 1943. A sínum tíma voru ádeilu- kvæði Þorsteins nýr skáldskapur á íslensku, en ljóðræn kvæði hans, ástarkvæðin, vorkvæðin og sakn- aðarljóðin til íslands eru þó þau sem hann er nú kunnastur fyrir. Þyrnar er 400 bls. Verð kr. 370.50. Helgafeli. INGtMAR ERLENDUR SIGURDSSON HELGIMYNDIR í NÁLARAUGA tJÓO VÍKÚRCtTOAfAM Helgimyndir í nálarauga Ingimar Eydal Sigurðsson Ingimar Erlendur Sigurðsson fer í skáldverkum sínum lítt troðnar og tískubundnar slóðir, vart af barns- aldri vakti hann athygli með ó- venjulegum og frumlegum smásög- um, í kjölfarið fylgdu skáldsögur hans, sama marki brenndar og skíðloguðu sumar hverjar á bók- menntahimninum; á síðari árum hefur Ingimar Erlendur einkum lagt stund á ljóðagerð, gjörólíka þeirri samkynja aðferð er flestir • aðrir höfundar tíðka: ljóð hans eru einstaklingsbundin að efni sem að- ferð, meitluð í byggingu og máli birta þau óvænta sýn á gamalkunn- ug en ótímabundin og sammannleg yrkisefni svo þau verða sem ný; ljóðabókin Helgimyndir í nálar- auga inniheldur trúarljóð ein- göngu, sem mun einsdæmi í nú- tímabókmenntum íslenskum og bera ljóðin flest, 150 að tölu, vitni um fyrrnefnt aðal þessa höfundar. Verð kr. 296,40 Víkurútgáfan HElCt hAifdanarson Erlend Ijóð frá liðnum tfmum Helgi Hálfdanarson Einstæð bók með öllum ljóða- þýðingum þessa frábæra þýðanda, að undanskildum japönskum og kínverskum ljóðum sem nýlega komu út á bók. Sum ljóðanna hafa aldrei birst á prenti áður. Almennt verð kr. 494.00 Félagsverð kr. 419.90. Mál og menning Að leikslokum. Sverrir Haraldsson Endurútgáfa prýðilegra ortra ljóða skálds, sem fór sínar eigin götur og orti rímuð ljóð á atómöld. Islensk ljóðahefð í fullu gildi. Verð kr. 296.00 Skjaldborg Kvæðasafn og greinar Steinn Steinarr: Þetta safn er heildarútgáfa á verkum Steins Steinarr, eins og næst verður komist og birtast hér allar ljóðabækur hans, Rauður loginn brann, Ljóð, Spor í sandi, Ferð án fyrirheits, Tíminn og vatn- ið, auk þess Ýmis kvæði, Hlíðar- Jóns rímur, og Tindátarnir. Einnig óbundið mál, greinar sem Steinn ritaði og viðtöl við Stein sem birt- ust í blöðum og tímaritum. Þessi nýja prentun er ljósprent- uð eftir útgáfu frá 1964 Prentun Víkingsprent, bókband Bókfell hf. Bókin er 371 bls. Verð kr. 494.00 . Helgafell Norma ESamúeisdóttir Tréófyrirutan gluggann minn Mtfogmerwng Tréð fyrir utan gluggann minn Norma Samúelsdóttir Fyrsta ljóðabók Normu fjallar um daglegt amstur húsmóður og móður - tréð fyrir utan gluggann hennar og máfinn sem svífur uppi yfir. Almennt verð kr. 185.25. Félags- verð kr. 157.45. NOKKRAR VISUR UM VEDHIBOG FLEIKA Ólatur Jóhann Sigurðsson "V''. 4, % Nokkrar vísur um veðrið og fleira LJÖÐASAFN I. MdgnúsÁsseirsson Ljóðasafn l-ll Magnús Ásgeirsson Ólafur Jóhann Sigurðsson Fyrsta ljóðabók skáldsins sem hefur lengi verið ófáanleg. I þessa útgáfu er aukið nokkrum ljóðum frá sama tíma sem ekki hafa áður birst á bók. Almennt verð kr. 296.40. Félags- verð kr. 251.95. Mál og menning Næturferð Jón Óskar Undiralda allra ljóðanna í þessari bók eins af ágætustu ljóðskáldum þjóðarinnar er frelsisþrá, eðlislæg og ásækin leit að óbrotnu, óháðu lífi. í þeirri leit fjallar höfundur um þræl og ambátt Garðars Svavars- sonar, sem urðu fyrstu landnáms- mennirnir, um uppvaxtarár sín og nútímaferðalag um minningar skáldsins og land. Verð kr. 296,40. Ljóðasafn þetta geymir öll frum- kveðin ljóð Magnúsar Ásgeirsson- ar og allar ljóðaþýðingar, sem birt- ust í Þýdd ljóð, en Magnús var mjög mikilvirkur og fær ljóðaþýð- andi og þýddi fjöldann allan af ljóðum frá ýmsum löndum. Krist- ján Karlsson ritaði inngang og for- mála. Safnið er tvö bindi 1435 bls. og II 346 bls. Verð beggja bind anna kr. 395.20. Helgafell. Eiðurinn Þorsteinn Erlingsson Eiðurinn er ljóðaflokkur um Ragn- heiði Brynjólfsdóttur og eið þann sem hún vann að hreinleik sínum. Orti Þorsteinn þennan ljóðaflokk 1914 og hafði rétt lokið honum fyrir andlát sitt. Þetta er 5. útgáfa á Eiðnum og hefur Guðrún Svava Svavarsdóttir myndskreytt bókina. Bókin er 161 bls. Verð kr. 185.20. Mál og menning Menningarsjóður. Helgafell. Ýmislegt efni Andvari Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir árið 1983. Þorsteinn Sæmundsson reiknaði og bjó til prentunar. Á bókina í almanakið ritar Heimir Þorleifsson. Verð kr. 129,65. Menningarsjóður Tímarit Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins er kom- ið út. Ritstjórinn, Finnbogi Guð- mundsson á þar samantekt úr ljóð- unt og bréfum Stephans G. Step- hanssonar; Gunnar Árnason skrif- ar um Ásmund Guðmundsson biskup. Meðal annarra höfunda ritsins eru þeir Loftur Guttorms- son sagnfræðingur, Þorsteinn skáld frá Hamri og Jón Hnefill Aðal- steinsson. Verð kr. 129,65. Menningarsjóður. Læknisdömar alþyðumiar * I).C Jarvis M.D. til heilbrigði Læknisdómar alþýðunnar eftir D.J. Jarvis M:D Alþýðulækningar eiga sér langa sögu. Náttúran stofnaði fyrsta apó- tekið. Hinn frumstæði maður og dýr merkurinnar sóttu birgðir til þess apóteks af jurtum og lyfgrös- urn til að verja sig sjúkdómum og halda heilsu og kröftum. Alþýðusjúkdómar hafa frá ómuna- tíð miðað að því að verja líkamann fyrir ásókn sjúkdóma. Forfeður okkar komust fyrst á slóð lækningajurta með því að fylgjast með vali dýranna. Þau þjáðust af meltingartruflunum, sótthita og sárum. Þeir lærðu af fordæmum dýranna að halda heilsu með því að beita aðferðum náttúrunnar sjálfr- ar. Þau vita upp á hár hvaða grös eiga við hvert mein. Ef þú kærir þig um að ganga í skóla til býflugnanna, fuglanna, katt- anna, kúnna og hestanna, og leyfir þeim að kenna þér aðferðir sínar, muntu öðlast þekkingu á lífeðlis- og lífefnafræðilegum lyfjum, sem ekki eru nefnd á nafn í fræðiritum læknavísindanna. Þessi lyf, sem at- huganir á hátternum dýra hafa leitt fram í dagsljósið og borist hafa frá kynslóð til kynslóðar í munnlegri geymd, gera fjölda fólks kleift að gegna fullu starfi langt fram eftir aldri með óskertum líkamlegum og andlegum kröftum, við góða heilsu góða sjón og heyrn, lausir við elli- hrumleika fyrr en undir það síð- asta. Læknisdómar alþýðunnar fjalla um alþýðulækningar á þann hátt að hverjum manni sé betur skiljan- legt, hvaða kvaðir lífið leggur á lík- ama hans. Þýðar.di Gissur Ó. Erlingsson. Verð kr. 296,40. Bókhlaðan hf. Bræðrabönd eftir Úlfar Þormóðsson Ennþá eru örfá eintök eftir hjá Máli og menningu. Útgefandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.