Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 9
Bókablað Þjóðviljans — SÍÐA 9 Greinasöfn Sverrir Kristjánsson Ritsafi>2 Ritsafn II "Timm c=£=ÍKIlJUR Stöðvun kjarnorku- vígbúnaðar Sverrir Kristjánsson í þessu bindi eru einkum greinar um íslandssögu þessarar aldar, m.a. um sögu íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Einnig er hér að finna margar af snjöllustu dægurmála- greinum Sverris. Almennt verð kr. 444.60. Félags- verð kr. 377.90. Mál og menning Stöðvun kjarnorku- vígbúnaðar Edward Kennedy og Mark Hatfield Víðlesnasta bók hinnar nýju friðar- baráttu. Tómas Einarsson, Jón Guðni Kristjánsson og Þröstur Haraldsson þýddu. MM-kilja. Almennt verð kr. 197.60. Frá degi til dags Magnús Kjartansson Úrval Austrapistla frá 1959-1971, Vésteinn Lúðvfksson valdi og rit- aði formála. Það er ekki að ófyrir- synju sem þessir pistlar urðu þjóð- saga meðan höfundur var ennþá á lífi, þeir eru besta dæmi sem við eigum um skarpa og fyndna blaða- mennsku. Almennt verð kr. 395.20. Félags- verð kr. 335.90. Mál og menning. I sviðsljósinu SigurðurA. Magnússon Sigurður A. Magnússon hefur lengi verið ötull við að skrifa um menningarmál, leikhús, bók- menntir og menningarpólitík. Hér birtist úrval leikdóma hans frá ár- unum 1964-1973. Almennt verð kr. 395.20. Félags- verð kr. 335.90. Mál og menning Ritgerðir Einar Benediktsson Þetta safn sem hér birtist er úrval með helstu ritgerðum eftir Einar Benediktsson um þau efni, sem hann lét sig einkum varða, og þar sem sérkennilegur stfll hans kemur best í ljós. Þar á meðal eru greinar hans um íslensk ljóðskáld í Dag- skrá, einhver fremst gagnrýni, sem skrifuð hefur verið á íslensku. Við höfum áður gefið út Ljóða- safn I-IV og Smásögur eftir Einar Benediktsson, en þessi 6 bindi eru vandaðasta og handhægasta útgáfa á ritum skáldsins, sem hér hefur verið gefin út. Verð kr. 398.90. Mál og menning Skuggsjá Ævisögur og minningabœkur Boðsdagar hjá þremur stór- þjóðum Bragi Sigurjónsson: Hressileg frásögn skálds og þing- manns af ferðum til Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna og Kína - í samfylgd merkra samtíðarmanna. Verð kr. 345.00 Skjaldborg Lffsjátning Lífsjátning, endurminningar Guðmundu Elíasdóttur söngkonu skráðar af Ingólfi Margeirssyni, er nú komin út í þriðju prentun. Bókin hlaut frábærar móttökur í fyrra og varð ein söluhæsta bók árs- ins. Ingólfi tekst einstaklega vel að miðla Guðmundu, lífi hennar, sorgum og gleði til lesandans. Og nú hefur Iðunn gefið út hljómplötu með söng Guðmundu. Platan heitir það sama og bókin: Lífsjátr. ing. Á plötunni eru lög úr ýmsum áttum, hljóðrituð á ýmsum tímum og syngur Guðmunda íslensk lög, lög úr óperum og erlend lög. Lífsjátning, bók og hljómplata, er einstæð heimild um tilfinningaríka listakonu sem ætíð hefur notið lífs- ins til hlítar, hvað sem á hefur bját- að. Hljómplatan fæst í bókaversl- unum um allt land og í hljómplötu- verslunum. Verð á bókinni kr. 448.30 Hljómplatan kr. 299.00 Iðunn Sjómannsævi Annað bindi endurminninga Karvels Ögmundssonar skipstjóra og útgerðarmanns skráðar af hon- um sjálfum. í þessu bindi segir Karvel frá fyrstu árum sjómennsku sinnar. Oft var hart sótt og jafnvel teflt í tvísýnu í baráttunni fyrir lífs- björginni. í bókinni segir Karvel frá mörgum eftirminnilegum og erfiðum sjóferðum, greinir frá samferðafólki sínu og sem fyrr er lifandi frásagnarmáti aðalsmerki hans - frásagnarmáti sem færir les- andann til þess tíma og umhverfis er atburðirnir gerðust. Kr. 444.60 Örn og Örlygur Hin fyrsta rétta ævisaga Elvis Presleys Elvis var konungur rokksins, söngstjarnan sem unglingarnir tóku í guðatölu. Slíkir menn hljóta sína ákveðnu mynd í huga almenn- ings, oft yfirskyggða af aðdáun og óskhyggju. Hvað í mynd ungling- anna af Elvis Presley var draumur og hugarburður, hvað raunveru- leiki. Albert Goldman greinir hér rækilega í sundur manninn Elvis og goðsöguna um hann, enda er bókin nefnd „hin fyrsta rétta ævisaga" rokkkóngsins. Niðurstöður hennar stinga oft í stúf við drauminn um Elvis og þær eru ekki alltaf fagrar. En hvað sem því líður lýsir sagan bráðlifandi einstaklingi, manni á valdi undarlegra örlaga sem sumpart mótast af eiginleikum hans sjálfs og uppeldi, sumpart af þjóðfélaginu í kringum hann, sem þyrstir eftir einhverju til að dýrka og býður fram ótakmörkuð auðæfi og lífsnautnir. Bók Alberts Goldmans er ákveðin og óhagganleg og gerir úr- eltar flestar fyrri fullyrðingar um Elvis Presley, líf hans og dauða. Bók um sefjandi stjörnudýrkun, gífurlega sigra og eftirminnilega niðurlægingu. Verð kr. 395.00 Almenna bókafélagið Sól ég sá Sól ég sá, sjálfsævisaga hins kunna skóla- og fræðimanns, Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Steindór er þekktur fyrir að vera í senn einlægur og ein- arður, sanngjarn en samt harður í horn að taka, sé að honum vegið, svo sem kaflinn um uppreisnartil- raunina í MA á skólameistaraárum hans ber glöggt vitni. Sól ég sá er sjálfsævisaga manns sem kemur umbúðalaust að efninu. Kr. 494.00 örn og Örlygur Sýnir og sáifarir Guðmundur Jörundsson Farsæll skipstjóri og útgerðar- maður segir frá sérstæðum þættí ævi sinnar, m.a. draumamanni, sem vitjaði hans fyrst 17 ára gamals og hefur fylgt honum æ síðan og um margt haft áhrif á líf hans og lífsvið- horf, vísað honum á fengsæl mið og skip í sjávarháska, veitt honum þá lífsfyllingu og fögnuð, sem því er samfara að bjarga lífi nauðstaddra sjómanna. - Atburðir, sem hér er sagt frá, eru ekki aðeins dularfullir, mörgum mun þykja þeir óskiljan- legir. Verð kr. 399.00 Skuggsjá VERÐLAUNABÓK NORÐURLANDARÁÐS T982 SVEN DELBLANC Samúels bók er verðlauna- bók Norður- landaráðs 1982 Afar áhrifamikið og hrífandi verk eftir einn af kunnustu nútíma- höfundum Svía. Sven Delblanc fjallar hér um sína eigin ætt, afa sinn og fjöl- skyldu hans. Afinn var prestlærður maður og dreymdi stóra drauma sem allir tortímdust í svartnætti fá- tæktar og sænskri þröngsýni alda- mótaáranna. En sagan fjallar einn- ig um ástúð og samheldni fjöl- skyldu sem reynir að bjóða byrginn þjáningum, fordómum og neyð. „Ég bið ykkur að virða og skilja það, sem getur virst hrottaleg hreinskilni, bið ykkur að skilja mína bjargföstu sannfæringu - að ástvinir okkar voru fórnaríömb en aldrei afbrotamenn eða böðlar, og þeir eiga betri eftirmæli skilin en skömmustulega þögn“, skrifar Sven Delblanc í eftirmála við söguna. Verð kr. 395.20 Almenna bókafélgið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.