Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 15
Bókablað Þjóðviljans — siÐA 15
G*TU
jeímoe jensen s«hj«veio jónsoóttir jórgen clevíi
K
í þessari bók eru einstæð bréf, sem
Þórbergur Þórðarson sendi þeim
stöllum, Lillu Heggu og Biddu
systur, sem kunnar eru úr bók
hans, „Sálminum um blómið“.
Þetta eru engin venjuleg sendibréf
í þeim fjallar Þórbergur um ótrú-
legustu efni, skráir hnyttnar at-
hugasemdir um nafngreint fólk en
gerir þó jafnan mest grín að sjálf-
um sér. Hjörtur Pálsson hefur tek-
ið saman skýringar með bréfunum
og skráð minningabrot aðalpersón-
anna um Sobbeggi afa og fleira
fólk, sem kemur við sögu. Út-
gefandi er VAKA.
Verð kr. 494,-
Frelsi að
leiðarljósi
Frelsi að leiðarljósi heitir bók, sem
í birtast skoðanir dr. Gunnars
Thoroddsens, forsætisráðherra, á
ólíkustu málum og málaflokkum.
Auk þess dregur hann hér upp
skýrar myndir af ýmsum samferða-
mönnum sínum. Leitað er fanga í
greinum, ræðum og ritgerðum
Gunnars á hálfrar aldar bili.
Ólafur Ragnarsson hefur valið efn-
ið í samráði við Gunnar, búið það
til birtingar og tekið saman skýr-
ingar sem efninu fylgja. Tugir
mynda gera bókina sérlega lifandi.
Verð kr. 356,-
Vaka.
Þórarinn B.
Þorláksson
555 gátur
Aldrei fyrr hafa birst á íslensku
jafn margar gátur í einni bók enda
eru 555 nýjar og glettnar gátur í
bókinni. I upphafsútgáfu bókar-
innar var valið úr nær 30.000 gátum
alls staðar að úr heiminum. Nú hef-
ur íslenskum úrvalsgátum verið
bætt í safnið svo að segja má að
úrvalið geti vart verið betra. „555
gátur“ er eins konar framhald af
bókinni „444 gátur“ sem sló svo
rækilega f gegn fyrir síðustu jól.
Sigurveig Jónsdóttir þýddi bókina
og staðfærði.
Verð kr. 197.00
Vaka.
talað um „grafreitinn í Atlantshaf-
inu“ eða „þríhyrning djöfulsins",
en flestir kannast við Bermúda þrí-
hyrninginn.
Síðín árið 1945 hafa horfið á annað
hundrað skip og flugvélar með um
eitt þúsund manns innan borðs.
Hvað er að ske? Eru hinir fjöl-
mörgu fljúgandi furðuhlutir sem
sést hafa á svæðinu, að „ræna“
skipum og flugvélum?
Hvað veldur því að heil flugsveit
hverfur með öllu? Flugvélar í far-
þegaflugi missa stjórn þegar þæ'
fljúga yfir svæðið.
Garles Berlitz er víðfrægur fyrir
rannsóknir sínar á óskýranlegum
fyrirbærum. í þessari metsölubók
tekst hann á við dularfyllsta fyrir-
bæri sem vitað er um.
Verð kr. 358,20.
Bókhlaðan hf.
Upplýsing
og saga
Sýnisbók sagnaritunar íslendinga á
upplýsingaröldinni, sem Ingi Sig-
urðsson bjó til prentunar. Birtir
eru kaflar úr ritum Finns Jónsson-
ar, Magnúsar Stephensens, Jóns
Espólíns og fleiri og greint frá á-
hrifum upplýsingarstefnunnar á ís-
lensku sagnaritun í ítarlegum for-
mála. Bókin er í ritröð sem Rann-
sóknastofnun í bókmenntafræði
gefur út.
Verð kr. 370,50.
Menningarsjóður.
Bréfin
hans Þórbergs
Þórarinn B.
Þorláksson
listaverkabók
Þórarinn B. Þorláksson (1867-
1924) stundaði listnám við Listahá-
skólann í Kaupmannahöfn 1895-
1902. Hann varð fyrstur íslendinga
til að helga starf sitt málaralist á
þessari öld og var um margt frum-
kvöðull íslenskra inyndlistamanna;
hann hélt fyrstur íslenskra málara
sýningu hér og verslaði með list-
málaravörur.
í bókinni eru myndir af fjölda mál-
verka Þórarins og teikningum.
Guðrún dóttir listamannsins ritar
persónulega og fræðandi grein um
föður sinn og Valtýr Pétursson
skrifar um listamanninn og verk
hans.
Torfi Jónsson sá um útlit og tilhög-
un bókarinnar, setning Prentstofan
Blik hf., litgreining, umbrot og
prentun Prentsmiðjan Grafík hf.,
bókand Bókfell hf.
Bókin um Þórarin er 80 bls.
Verð kr. 864.50.
Tf CHARLES BERLIT2
WYRNINGWiN
Bermúda-
þríhyrningurínn
Charles Berlitz
i i&iyai&n.
ars Benediktssonar skálds um
kynni þeirra af honum. Heiti bók-
arinnar minnir á þjóðsöguna um
töframanninn snjalla sem gat í vit-
und þjóðar sinnar jafnvel höndlað
með gneistaflug himinsins. Bókin
bregður ljósi á fjölmarga þætti í ævi
og umsvifum Einars Benedikts-
sonar, og hún er prýdd fjölda
mynda sem margar hverjar hafa
aldrei birst áður.
Almennt verð kr. 494.00 Félag-
sverð kr. 419.90.
Mál og menning
Listaverkabók
Gunnlaugur Blöndal
Gunnlaugur Blöndal (1893-1962),
er einn þekktasti málari íslend-
inga. Hann stundaði listnám í
Olsó, Þýskalandi, Vín og Ítalíu.
Verkefni hans voru margvísleg,
„en það er í konumyndum Gunn-
laugs Blöndals, sem hið sérkenni-
lega tilfinninganæma listbragð
hans rís hæst og gerir hann einn af
bestu portret málurum Evrópu.
Það er sama hvort konan er „hefð-
arkona“ eða síldarstúlka, klædd
eða nakin“.
í bókinni er fjöldi heilsíðu lit-
mynda af málverkum Gunnlaugs
auk teikninga. Eggert Stefánsson,
Tómas Guðmundsson og Ríkarður
Jónsson skrifa um listamanninn og
eru greinarnar á dönsku, ensku,
þýsku og frönsku auk íslensku.
Bókin er 107 síður.
Verð kr. 741,-
Helgafell.
Leikir fyrir alla
„Leikir fyrir alla“ er aðgengileg
handbók með fjölbreyttum leikj-
um fyrir unga sem aldna. Margir
leikjanna, sem lýst er f bókinni
hafa skemmt fólki um langt árabil
en aðrir eru nýrri af nálinni. Allir
eru þeir þó þrautreyndir og lífga
alls staðar upp á andrúmsloftið.
Sigurður Helgason þýddi bókina,
Mómó
Michael Ende
Heillandi ævintýraskáldsaga fyrir
alla aldursflokka. Félagsskapur
Grámenna svonefndra hefur feng-
ið fólk til að leggja tíma sinn í tíma-
sparisjóð. Því ákafar sem fólkið
sparar tíma sinn þeim mun fátæk-
legri verður tilvera þess. Til að
bjarga heiminum þarf að leysa tíma
fólksins úr haldi - og það verður
ekki gert nema með aðstoð barns-
ins...
Verð kr. 395,20.
ísafold.
sem er mest selda leikjabók Norð-
urlanda, og staðfærði hana miðað
við íslenskar aðstæður. Ýmsum
séríslenskum leikjum var einnig
bætt í safnið. Útgefandi er VAKA.
Verð kr. 197.60.
Vaka
Kímnisögur og kjamyrði
irá ýmsum Keiitvshormim—
211 Gamanmál
211 Gamanmál eru úrval gaman-
mála frá öllum heimshornum.
Margar sögurnar eru íslenskar og
splunkunýjar af nálinni. Ef það er
rétt hermt að hláturinn lengi lífið
ætti meðalaldur íslendinga að
hækka talsvert með tilkomu 211.
Svona bók með fjölbreytilegum
gamanmálum hefur lengi vantað.
Ómissandi handbók þar sem fólk
kemur saman sér til afþreyingar frá
amstri daganna; og smellin tæki-
færisgjöf. Jóhannes Helgi hefur
tekið bókina saman.
Bókin kostar 265 krónur í bandi -
og 177 krónur í kilju.
Arnartak
Ármúla 38,
önnur hæð, Selmúlamegin
Sími: 83195.
HM á Spáni
HM á Spáni og saga heimsmeist-
arakeppninnar í knattspyrnu nefn-
ist bók eftir Sigmund O. Steinars-
son. í bókinni er rakin þátttaka fs-
lands í heimsmeistarakeppninni frá
upphafi. Bryan Robson dýrasti
knattspyrnumaður Englands skrif-
ar formála bókarinnar. í þessari
bók má lesa um allt það merkileg-
asta sem skeði í HM frá byrjun.
Sagt er frá merkilegum atburðum,
leikjum og leikmönnum sem hafa
komið við sögu í HM. Bókin er
sneisafull af myndum, hún er fjör-
lega skrifuð og spennandi og mikil-
væg öllum þeim sem vilja eiga sögu
HM á einum stað.
Kr. 426,-
Örn og Örlygur