Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 10
10 SiÐA — Bókablað Þjóðviljans Dagar muiir og annarra Dagar mínir og annarra Einar Kristjánsson 1rá Hermundar- felli: Fjórða bindi ritsafns Einars frá Hermundarfelli. í þessu bindi eru birt ágæt útvarpserindi Einars, þá segir hann einnig frá ferðalögum sínum erlendis m.a. í Rússlandi. Fjöldi mynda prýða bókina. Bráð- skemmtileg bók aflestrar. Verð kr. 345.00 Skjaldborg Aldnir hafa orð- Ég læt það bara flakka Frísklegir frásöguþættir Hug- rúnar skáldkonu í þessari bók eru einkar skemmtilegir aflestrar. í bókinni segir hún frá uppvaxtar- árum sínum í Svarfaðardal og dreg- ur upp myndir af fólki og þjóðlífi nyrðra í upphafi aldarinnar. Stíll- inn er léttur og leiftrandi af frá- sagnargleði. „Eg læt það bara flakka“ skiptist í 19 minningaþætti. Verð kr. 349.50 Vaka ALDNXR HAFA ORDID HalWór E. Sigurfcson J6n EAvmö Jómson Jórunn Ólafwlótttr , Lórens ttaUdánwtt Xiargrét Tboflacíu* Zóphónfsw Htumen ÞonKtnn Stefátmon DaWðatm MSi ið Ellefta bindi bókaflokks, sem varðveitir hinar merkilegustu frá- sagnir eldra fólks af atburðum löngu liðinna ára og um það sjálft. Bókaflokkurinn hefur hlotið frá- bærar viðtökur um land allt - því oft er það gott sem gamlir kveða. Erlingur Davíðsson skráði Verð kr. 345.00 Skjaldborg Rit II Benedikt Gröndal Gröndal var einn afkastamesti og skemmtilegasti rithöfundur okkar. í þessu öðru bindi rita hans er gullfajleg Gröndalsminning eftir skáldkonuna Huldu, ritgerðir Gröndals, blaðagreinar og bréf. Gröndal var ólatur bréfritari og skrifaðist á við fjölda manna, inn- lenda og erlenda , og eru bréf hans full af fjöri og gáska. Fyrsta bindi rita Gröndals kom út í fyrra og hef- ur að geyma kvæði, sögur og leik- rit, en í lokabindinu verður ævi- sagan Dægradvöl og Reykjavík um aldamótin 1900. Verð kr. 44Á60 Skuggsjá wp* Séri f" ’jJÓna§teingrimSsori Ævisagan og önnur rit Séra Jón Steingrímsson: Sjálfsævisaga séra Jóns Steingrímssonar er íslenskt höfuð- rit og skipar sess meðal hinna merkilegustu og einkennilegustu bóka um líf okkar og hugsunarhátt gegnum aldirnar. Með í þessa út- gáfu ævisögunnar hefur Kristján Albertsson tekið til viðbótar þrjár ritgerðir séra Jóns: Eldritið (hina mikilfenglegu frásögn um Skaftár- elda), Um að ýta og lendaíbrimsjó fyrir söndum, og Um Kötlugjá. Eru þá meginrit séra Jóns komin saman á einum stað. Bókin er 438 bls. Verð kr. 247.00 Helgafell Valur Gíslason og leikhúsið Jóla- og-gjafabók Arnartaks í ár er „Valur Gíslason - og leikhúsið“ eftir Jóhannes Helga. Valur sem varð áttræður í ár og er enn starf- /andi leikari, hefur framar öllum öðrum núlifandi mönnum varpað Dömur, draugar og dándimenn Dömur, draugar og dándimenn nefnast æviminningar Sigfúsar Kristinssonar skráðar af Vilhjálmi Einarssyni skólameistara. Sigfús ók lengi Austfjarðarútunni og komst þá í kynni við fjölda lands- frægra manna. Móðir Sigfúsar átti sér einstæða sögu og átakanlega. Hún var t.d. send hreppaflutningi, ófrísk, í tvígang yfir Atlantshaf vegna þess að yfirvöld í Reykjavík töldu þegar hún var þar fyrst að landi að hún og fjölskyldan ættu ekki fyrir fargjaldi til heimasveitar- innar á Austfjörðum og ekki tryggt að viðkomandi hreppur fengist til að borga. í seinni ferðinni yfir Atl- antshafið ól hún tvíbura og missti annan þeirra. Ævi Sigfúsar hefur heldur ekki verið neinn dans á rós- um, en hann hefur aldrei æðrast brotist í mörgu og víða verið frum- kvöðull og ætíð verið sáttur við til- veruna. Kr. 396.00 ljóma á íslenskt leikhús- og um leið sett svip á samtíð okkar. í bókinni, sem er 232 blaðsíður í stóru broti, rekur hann æviferil sinn hógværum orðum - og fimm þjóðkunnir leikhúsmenn skyggna hann frá jafn mörgum sjónarhomum sem Usta- mann og mann. Það eru þau Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Klemenz Jónsson; og Sveinn Einarsson rekur lestina með faglegri skilgreiningu á Val sem listamanni. Bókin hefur að auki að geyma einstakt mynd- efni sem sýnir persónusköpun Vals, öll gerfi hans á sviði og í sjón- varpi á meira en hálfrar aldar leik- ferli, á þriðja hundrað talsins, en Valur hefur frá fyrstu tíð gert gerfi sín sjálfur, og er það saga út af fyrir sig, sem myndefnið er til vitnis um, auk upprifjunargildisins fyrir fólk sem sækir leikhús. Mikið er í bók- ina borið, ytra sem innra, og hefur ekkert verið til sparað að gera hana sem veglegasta úr garði. Valur hef- ur verið mjög hlédrægur um dag- ana og er því mikill fengur að bók- inni. Bókin, sem unnin er í Odda frá grunni, er væntanleg í lok mán- aðarins. Arnartak Örn og Örlygur Bændur JÓN BJAHNASON FHÁ GARDSVÍK .og bæjarmenn lcAnomdi binns ff!innt!ígarþi:lí jnns Biarnaw!n»: liá daiis't* ) Bændur og bæjarmenn Bændur og bæjarmenn, loka- bindi hinna vinsælu minningaþátta Jóns Bjarnasonar frá Garðsvík. Fyrri bækur Jóns hafa notið mikilla vinsælda enda kann hann þá list að segja skemmtilega og skipulega frá og kryddar jafnan frásögn sína með lifandi kímni sem nær jafnt til hans sjálfs og samferðamannanna. Kr. 396.00 Örn og Örlygur Hver liðin stund er lögð f sjóð Jakob Hálfdánarson „Faðir samvinnuhreyfingarinn- ar á íslandi“. Orð þessi eru höfð eftir Jónasi frá Hriflu um höfund þessarar bókar, Jakob Hálfdánar- son bónda á Grímsstöðum við Mý- vatn og fyrsta kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga (f. 1836 d. 1919) Það var í mikið ráðist fyrir full- orðinn bónda, að bregða búi og flytja á mölina. Jakob hafði á- kveðið að flytja til Húsavíkur og helga sig allan því starfi, sem hon- um hafði verið trúað fyrir, að veita nýstofnuðu kaupfélagi forystu, því fyrsta á íslandi. Sjálfsævisaga Jakobs Hálfdánar- sonar greinir frá þessum atburðum og er söguleg heimild um viðleitni þingeyskra bænda til að ryðja inn- lendri verslun braut. Einnig eru í bókinni tvær ritgerðir Jakobs um verslunarmál auk niðjatals hans. Fjöldi mynda prýðir bókina. Petrína K. Jakobsson, sonar- dóttir Jakobs, hefur gert mynd á bókarkápu. „Mældu rétt strákur“, Sjálfsævisaga Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga Skúli Guðjónsson frá Ljótunnarstöðum Þessir minningaþættir eru fá- dæma skemmtilegir. Skúli segir frá barnaskólanámi sínu, en kennari hans þar var Arndís Jónsdóttir, sem þekktari er sem „Elskan hans Þórbergs“. Hann segir frá Sam- vinnuskólaárum sínum, kennur- um, nemendum og öðru gáfu- fólki, sem hann kynntist, Borðeyrardeilunni, pólitískum hræringum heima í sveitinni á tíma Finnagaldursins o.fl. Töfrar máls og stíls eru með þeim hætti, að þessi bók verður lesin aftur, aftur og aftur. Verð kr. 444.60 Skuggsjá gæti hún hafa hugsað sér sem ein- kunnarorð myndarinnar. „Mældu rétt svo félagið okkar dafni og verði langlíft í landinu". Verð kr. 444.60 ísafold JÓNAS GUÐMUNDSSON: TOGARAMAÐURINN GUÐMUNDUR HALLDÓR GUÐMUNDUR HALLDÖR OG SONUR HANS GUÐMUNDUR J. IMfcaJAFSA IMSl Togaramaður- inn Guðmundur Halldór Jónas Guðmundsson, skrifar í þessari bók um Guðmund Halldór, er stundaði sjó í um það bil 65 ár, og lét af vinnu níræður. Guðmund- ur Halldór hóf sjóróðra á opnu skipi og lá við í fjárhúsum vestur í Arnarfirði, barn að aldri. Fór síðan á skútum, en snéri sér fljótlega að togarasjómennsku og var togara- sjómaður á árunum 1918-1967. Jónas Guðmundsson skrifar ekki einasta um togarasögu Guðmund- ar Halldórs. I baksýn er borgin, Verkamannabústaðirnir gömlu, eða Verkó, kjör alþýðumanna og daglegt líf. Viðmælendur Jónasar eru Guð- mundur Halldór og sonur hans Guðmundur J. Guðmundsson, verkamaður. Um þessa sögu leika aðsteðjandi veður og myndir, er sprottnar eru úr lífinu sjálfu. Verð kr. 398,90. Hildur. SXUSSSiÁ Faðir minn - Skóiastjórinn Fimmtán þættir um þjóðkunna og mikils virta skólamenn, sem hafa haft ómetanleg og varanleg áhrif í uppeldis- og fræðslumálum þjóðar- innar. Þættirnir eru skráðir af börnum þeirra, og fléttast inn í frá- sögnina lýsingar á heimilisbrag og fjölskyldulífi sem og öðrum þátt- um í lífí þessara miklu fræðara, sem margir voru athafnasamir og mikil- virkir á öðrum sviðum. Áður eru komnar út hliðstæðar bækur um lækna, bændur, skipstjóra og presta. Verð kr. 444,60. Skuggsjá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.