Þjóðviljinn - 10.12.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.12.1982, Síða 5
menntanna er án efa Sherlock Holmes eftir A.Conan Doyle. Hann heftir verið átrúnaðargoð milljóna manna um heim allan, frá því fyrstu ævintýri hans byrjuðu að koma út nokkru fyrir aldamótin. Út er komin í þessari heildarútgáfu níu bindi af ævintýrum þessa dáða ley nilögreglukappa. Verð kr. 247,- 259,35 (hver bók) Sögusafn heimilanna Með kveðju frá Gregory Francis Durbridge Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafn- mikla spennu meðal íslenskra út- varpshlustenda sem Gregory-þætt- irnir sællar minningar. Með kveðju frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir voru byggðir á, - og sagan er ekki síður spennandi. Hver var hann þessi leyndardóms- fulli glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna „Með kveðju frá Gregory“, ritaða með rauðu bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi á fórnarlömb sín? - Það kostar vökunótt að byrjá lestur þessarar bókar. Verð kr. 298,90. Skuggsjá. Skáldsagan Allir menn eru dauð- legir skipar nokkra sérstöðu meðal bókmennta tuttugustu aldar. Upþ- haf sögunnar gæti bent til að hér sé venjulegur reyfari á ferðinni, en svo er ekki. Sagan er skarpleg at- hugun á vegferð mannkyns allt frá miðöldum til nútímans. I upphafi er sagt frá leikkonu sem ætlar að brjótast til frægðar, það er takmark hennar í lífinu að hljóta lof og tilbeiðslu. En hún kynnist manni sem verður örlagavaldur í lífi hennar. Það er enginn venjuleg- ur maður, því hann er búinn að lifa allt frá þrettándu öld, þegar garnall maður færði honum drykk sem gerði hann ódauðlegan. Það var honum fyrst gleði, síðan harmur að geta ekki dáið. Hann hefur tekið þátt í mörgum styrjöldum, verið leiðarljós Karls fimmta, farið í slóð konkvistadoranna í Suður-Ame- ríku og lifað sætt og súrt með frönskum byltingarmönnum. Han segir leikkonunni sögu sína, en í hans augum er líf þeirra sem lifa til að deyja, sífelld endurtekn- ing á því sem hann hefur séð og lifað. Verð kr. 444,60. ísafold. SOGUSAFN fíWIANNA'' Húsið í skógin- um eftir Charles Garvice Fórnfús ást eftir George Ohnet. í mánaskini eftir Ruth Willock Fýkur yfir hæðir eftir Emity Bronté Sífellt er spurt um eldri bækur Sögusafnsins, sem verið hafa upp- seldar hjá forlaginu. Nú hafa nokkrar þeirra verið endurprent- aðar og fást þær hjá bóksölum: Kapitula, Systir Angela, Heiðar- prinsessan, Kynleg gifting og Börn óveðursins. Verð kr. 247,- 296,40 (hver bók) Sögusafn heimilanna Kæri herra guð þetta er hún Anna var framhaldssaga í Útvarpinu september 1982 Það hófst á nóvemberkvöldi 1935 í hafnarhverfum Lundúna, ævintýri Fynns og Önnu. Hún er fjögurra ára, hann nítján. Því lauk þremur árum síðar, skömmu áður en hörmungar stríðsins heltóku hugi manna. Þrjátíu árum síðar skráði Fynn minningar sínar og sögu Önnu. Söguna um barnið sem átti Guð að einkavini, skildi hann og spjallaði við hann eins og gamlan og góðan kunningja og gat fundið lausnir á flóknustu vísindalegum vandamálum með einlægni sinni og óspilltum huga. Þetta er saga handa öllum, - ekki skáldsaga, ekki fræðirit, ekki barnabók held- ur einfaldlega saga handa öllum. Og hún hefur orðið metsölubók í mörgum löndum. Verð kr. 345,80. ísafold. Þrælaströndin Höf. Torkild Hansen Þrælaströndin er önnur bókin í bókaflokki Torkild Hansen um þrælahald og þrælasölu. Fyrsta bókin sent kom út á síðasta ári heit- ir Þrælaskipin, og sú síðasta er kemur væntanlega út á næsta ári ber nafnið Þrælaeyjan. Þessi bókaflokkur hefur vakið mikla athygli og hlaut höfundurinn Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir þessar bækur 1971. Torkild Hansen hefur hlotið ein- róma lof fyrir bækur sínar, m.a. hlotið Gullna lárviðarsveig danskra bókaútgefanda og þriggja ára ríkisstarfslaun fyrir vinnu a sögulegum bókmenntaverkum. Þrælaströndin er vel skrifuð bók og fjallar um merkilegan tíma í sögu þessa heims. Miskunnarleysi hvíta mannsins gegn hinum dökka kyn- stofni Afríku hefur aldrei verið jafn yfirgengilegt og á þessum tíma. Verð kr. 397,70. Ægisútgáfan Luktar dyr Luktar dyr Maj Sjöwall og Per Wahlöö Áttunda bókin í safninu Skáldsaga um glæp tekur fyrir sígilt og heill- andi verkefni lögreglusagna: morð fyrir luktum dyrum. Til hliðar fæst sagan við fjölmörg bankarán og allt um kring iðar hið fjölskrúðuga mannlíf sem gerir bækur þessar svo sérstæðar meðal lögreglusagna. Ólafur Jónsson þýddi. Almennt verð kr. 370.50. Félags- verð kr. 314.95. Kilja kr. 197.60. Mál og menning. Barnaeyjan Barnaeyjan P.c. Jersild /VLSJÖMM rttsr rWlw SKÁIDSA»\U44GÆP Mögnuð skáldsaga um 11 ára dreng sem leggst út í stórborginni Stokk- hólmi í stað þess að fara í sumarbúð- ir eins og ætlast var til. Sagan er stórskemmtileg en lýsir líka vel sárs- aukanum sem fylgir því að vera full- orðinn og hæfir því ekki síður þrosk- uðum unglingum en fullorðnum. Guðrún Bachman þýddi. Almennt verð kr. 444.60. Félags- verð kr. 377.90. Mál og menning. áætlunin Valkyrjuáætlunin er sannkölluð spennusaga, þar sem teflt er um líf og dauða. Hún fjallar um glæpi, Bókablað Þjóðviljans — StÐA 5 njósnir, örlög, ofbeldi og ástríður. Valkyrjuáætlunin gerist að mestu leyti á fslandi og berst leikurinn víðs vegar um landið. Höfundur- inn, Michael Kilian dvaldi hér á landi um skeið og kynnti sér að- stæður og er með ólíkindum hve þekking hans á staðháttum og ís- lensku þjóðlífi er mikil. Axel Ammendrup þýddi bókina. Verð kr. 333,- Vaka Ráðherrann og dauðinn Ráðherrann og dauðinn er fyrsta flokks spennusaga en er jafnframt leiftrandi af fyndni og gamansemi. Innanríkisráðherrann er grunaður um morð, enda hefur hann enga haldgóða fjarvistarsönnun. Hver trúir því líka að hann hafi setið á kamrinum allt morðkvöldið og les- ið gömul vikublöð við vasaljós? Ýmsir nafntogaðir Svíar eru grun- aðir um að skýla sér á bak við höf- undarnafnið Bo Balderson, en sér- staklega hafa böndin þó borist að Olof Palme, forsætisráðherra. Útgefandi er VAKA. Verð kr. 297,60. Vaka. Sáturhús 5 Bókin sem geröi Kurt Vonnegut frægan. „Bókin sem við þörfnumst og allir ættu að lesa og það margsinnis", sögðu Bandaríkjamenn urn þessa merkilegu skáldsögu. Billi Pilgrim, stríðsfangi í slátur- húsi í Desden, lifir þar af einhvern skelfilegasta hildarleik síðari heimsstyrjaldarinnar - loftárásirn- ar á Dresden þegar um 135 þúsund- ir óbreyttra borgara voru drepnir. Þessi sami Billy Pilgrim er numinn á brott af hinum smávöxnu íbúum Tralfamadore, sem er ein af reiki- stjörnunum. Tralfamadorar hafa hann til sýnis nakinn í dýragarði ásamt hinni fögru kvikmyndaleik- konu Montönu Wildhack. Þeir vilja horfaá hvernig jarðarbúa maka sig. Loks kemst þessi ferðalangur í tím- anum í skilning um eðli dauðans (og lífsins) og snýr aftur til jarðar- innar til að veita jarðarbúum hlut- deild í sínum mikilsverðu uppgötv- unum. Fyndin bók, samúðarrík, viturleg, eftir einn af „bestu núlif- andi höfundum Bandaríkjanna", eins og Graham Greene kallar Kurt Vonnegut. Verð kr. 345,80. Almenna bókafélagið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.