Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 12
\Z StÐA — Bókablað Þjóðviljans
verki í lífi og starfi sveitafólks. Hér
áður fyrr fluttu þeir mjólkina frá
bændum til mjólkurbúa eins og enn
þann dag í dag en þeir gerðu meira;
þeir útréttuðu fyrir bændur,
keyptu fyrir þá áburð, mat og jafn-
vel tvinna og saumnálar fyrir hús-
freyjurnar. Stundum þurftu þeir að
borga víxla og þannig voru þeir í
senn sendlar og bjargvættir bænd-
anna. Þeir börðust áfram í hríð og
ófærð og lögðu nótt við dag til að
koma varningi sínum í áfangastað.
í bókinni er sagt frá bernskuárum
Kaupfélags Árnesinga og Mjólkur-
bús Flóamanna og er bókin sér-
stætt framlag til sunnlenskrar
sagnaritunar, hún fjallar um ein-
stakt tímabil í atvinnusögu þjóðar-
innar. Mikill fjöldi ljósmynda
prýðir bókina og henni fylgir ítar-
leg nafnaskrá.
Verð kr. 617.50.
Bókaforlag
Odds Björnssonar
ÍSLENSKIR
SAGNAÞÆTTIR
íslenskir
sagnaþættir
l.bindi
Þættir þeir er hér birtast eru valdir
með það fyrir augum að allir fái til
aflestrar eitthvað við sitt hæfi. Þátt-
unum er það sameiginlegt að vera
skemmtilegir og höfða til allra
þeirra er unna þjóðlegum fróðleik.
I þessu bindi Islenskra sagnaþátta
eru m.a. þessir þættir
Sagnaþættir 5 frásagnir - Náttúru-
hamfarir 4 frásagnir - Einkennileg-
ir menn 7 frásagnir - Sagnir af
Tyrkjaráninu 1627 - Sagnir af úti-
legumönnum 3 frásagnir - Þjóð-
sagnaþættir með 17 sögum.
Verð kr. 398,90.
Hildur.
HANNES PÉTURSSON
MISSKIPT
ER
MANNA
HEIMILDAÞÆTTIR I
Misskipt er
manna láni
Misskipt er manna láni hefur að
geyma fimm heimildaþætti eftir
Hannes Pétursson, einn listfeng-
asta höfund samtímans. Allir fjalla
um fólk sem bjó í Skagafirði á síð-
ustu öld og fram á þessa. Tveir
þættir sem varða Bólu-Hjálmar.
Hver var móðir hans? Hér er svipt
burt þeirri hulu sem yfir henni hef-
ur verið og kemur þá nokkuð ó-
vænt í ljosl Misskipt er manna láni
er vönduð bók í hvívetna, byggð á
traustum heimildum og.farið um
þær höndum af íþrótt hins listfenga
höfundar.
Verð kr. 448.30.
löunn.
LANI
Landið og
landnáma
Landið og landnáma nefnist tveggja
binda ritverk eftir dr. Harald Matt-
híasson á Laugarvatni. Bækurnar
eru í fagurlega skreyttum kassa.
Alls eru þær rúmlega 600 blaðsíð-
ur, auk 13 stórra korta er sýna
fjölda landsnámsjarða. Ernst
Bachmann myndskreytir bækurnar
og sækir hann fyrirmyndir sínar í
frásagnir Landnámu. Viðfangsefni
bókarinnar er staðfræði Land-
námabókar, samanburður á texta
Landnámu og landinu sjálfu. Höf-
undur ferðaðist skipulega um land-
ið í fjögur sumur til þess að ljúka
verkinu, en í raun var hann búinn
að vinna að þessu verki í fjölmörg
ár. Fullvíst má telja að héðan í frá
verði aldrei svo til Landnáma eða
hún notuð að ekki verði samhliða
stuðst við þessa bók.
Verð kr. 1.198.00
Örn og Örlygur
FrrmffwafAustutÍami 2. bíncii
Geymdar
stundir
Ármann Halldórsson
Frásagnir af Austurlandi
Þessi bók er annað bindi frá-
sagnaþátta af Austurlandi, sögu-
svið að mestu milli Langaness og
Lónsheiðar. Elstu atburðir sem
fjallað er um, gerðust á söguöld,
aðrir á 18., 19. og 20. öld. Iþessu
bindi eru 22 þættir eftir jafnmarga
höfunda og einn eftir þrjá. Einn
höfundanna er færeyskur en hinir
íslenskir, flestir Austfirðingar.
Á síðastliðnu ári kom út fyrsta
bindi þessa safnrits. Ármann Hall-
dórsson hefur valið og búið til
prentunar. Það er trygging fyrir
góðu vali og vönduðu vinnubrögð-
um.
Verð kr. 345,80.
Víkurútgáfan
mjTsygj mmm
riMíil
G!lS GUÐMUNDSSON
Frá ystu
nesjum III
Gils Guðmundsson
Lokabindi þessa fróðlega og
skemmtilega safns vestfirskra
þátta. Hér eru m.a. þættir um Ög-
urbændur, Bændur í Önundarfirði,
Ætt Guðmundar á Selabóli, Goða-
foss-strandið 1916 og björgunaraf-
rek Látramanna, Útveg Arnfirð-
inga á ofanverðri 19. öld, Sighvat
Borgfirðing og löng ritgerð höf-
undar um Ólaf Þ. Kristjánsson.
Fyrri bindi ritsins eru enn fáanleg.
Verð kr. 444.60.
Skuggsjá.
LANDID Þirr
ÍSLAND
Landið þitt
ísland
Landið þitt, ísland, þriðja bindi,
L-R, eftir Þorstein Jósefsson og
Steindór Steindórsson . með sér-
stökum Reykjavíkurkafla eftir Pál
Líndal. Þetta bindi er nokkru
stærra en hin fyrri, eða 340 bls. í
því eru alls 295 litmyndir af ýmsu
tagi, margar frá fyrri öldum og
sumar hafa aldrei áður birst á
prenti. Eins og flestum er kunnugt
er ritverkið byggt upp í stafrófsröð.
Kaflinn um Reykjavík er einnig
byggður upp í stafrófsröð. Fyrsta
uppsláttarorðið er Aðalstræti en
það síðasta Öskjuhlíð. Höfundur
Reykjavíkur-kaflans, Páll Líndal,
er af mörgum sem til þekkja talinn
fróðastur núlifandi manna um sögu
Reykjavíkur. Uppbygging og
framsetning Reykjavíkurkaflans er
með þeim hætti að telja verður til
algerra nýmæla.
Verð kr. 1.298.00
Örn og Örlygur
Þjóðsögur
og þættir II
Einar Guðmundsson
Einar Guðmundsson kennari er
einn afkastamesti síðari tíma
manna við söfnun og varðveizlu
þjóðlegs fróðleiks. í þessu safni
hans eru sögur, ævintýri og kveð-
skapur hvaðanæva að af landinu.
Einar er orðhagur vel og hefur frá-
bært vald á íslensku máli og er auk
þess ágætlega snjall sögumaður.
Þetta safn hans er góður viðauki
við þjóðsögur og þætti annarra
safna og mun mörgum aufúsugest-
ur.
Verð kr. 444.60.
Skuggsjá.
Ljóöabœkur
Svartur hestur
í myrkrinu
Nína Björk Árnadóttir
í fimmtu ljóðabók Nínu Bjarkar
eru bæði myrk ljóð um innri
reynslu og opin ljóð um ytri atvik,
og skáldið sem talar bæði fyrir sína
hönd og annarra.
Almennt verð kr. 185.25. Félags-
verð kr. 157.45.
Ferðin til sólar
' Hjördís Einarsdóttir:
Ferðin til sólar er fyrsta ljóðabók
Hjördísar Einarsdóttur. í bókinni
eru 27 órímuð ljóð og fjalla þau um
viðbrögð höfundar við að flytjast
úr borginni í sveit.
Ferðin til sólar er 41 bls. Kápu-
teikningu gerði Lísbet Sveinsdóttir
bókin er sett og prentuð í Vfldngs-
prenti og bundin hjá Bókfelli hf.
Verð kr. 185.25.
Bráðum kemur
betri tfð...
Halldór Laxness:
í tilefni af áttræðisafmæli Hall-,
dórs Laxness 23 april sl. gaf Helga-
fell út viðhafnarútgáfu af úrvali
ljóða hans. Bókin Bráðum kemur
betri tíð... hefur að geyma 25 Ijóð,
sem Kristján Karlsson valdi og
Ragnheiður Jónsdóttir myndlist-
armaður gerði grafíkmyndir við
ljóðin.
Bókin er litgreind og prentuð í
prentsmiðjunni Grafík og bundin í
Bókfelli. Bókin er 79 bls.
Verð kr. 580.45
PRIGOIA
ÍSAK HARDARSON
Þriggja orða
nafn
Verðlaunabók Almenna bókafél-
agsins í bókmenntasamkeppni sem
útgáfan efndi til á 25 ára afmæli
sínu. ísak Harðarson fæddist í
Reykjavík hinn 11. ágúst 1956 kl.
12.52 e.h. Hann er að heiman.
Þriggja orða nafn. Fyrsta bók hins
unga höfundar. Sérstæð ljóð, djúp
og þróttmikil. Alvöruþrungin leit
ungs manns að tilgangi. Glæsilegt
byrjandaverk upprennandi skálds.
Verð kr. 296.40
BRAGI
SIGURJÓNSSON
Sunnan Kald-
baks
Höfundur: Bragi Sigurjónsson
Áttunda ljóðabók eins ástsæl-
asta skálds Norðlendinga. Ljóðin
geyma eftirminnilega túlkun á
mörgum eilífðarmálum mannlífs
og skáldskapar. Einnig eru nokkr-
ar þýðingar erlendra ljóða í
bókinni.
Verð kr. 272.00
Mál og menning
Helgafell
Helgafell
Almenna bókafélagið
Skjaldborg