Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 3
Vegurinn heim
Olga Guðrún Árnadóttir
Ný skáldsaga eftir höfund Búrsins.
Hér segir frá ellefu ára gamalli
stúlku sem verður bitbein foreldra
sinna við skilnað og berst átakan-
legri baráttu fyrir því að fá sjálf að
ráða framtíð sinni. Spennandi saga
sem gefur nöturlega mynd af rétt-
leysi barna í íslensku samfélagi og
glögga mynd af valdakerfi þess. Al-
mennt verð kr. 345.80. Félagsverð
kr. 293.95.
Mál og menning
Heimar
Sigurður Á. Friðþjólsson
Þetta er höfundur, sem vert er að
kynnast. Þessi bók hans er ekki
skáldsaga í venjulegum hefð-
bundnum skilningi, - snerti-
punktar hennar eru jafnt í raun-
veruleika og draumi, þjóðsögu og
ímyndun, - en hún mun vekja at-
hygli. Þetta er sagan af Ágústi,
ungum manni af hernámsárakyn-
slóðinni. Hann er áttavilltur í til-
verunni, taldi sig geta b eygt lífið að
eigin geðþótta, en er reynslunni
ríkari í sögulok. Verð kr. 399.00.
Skuggsjá
Spámaður í
föðurlandi
„Spámaður í föðurlandi” heitir
fyrsta skáldsaga Jóns Orms Hall-
dórssonar, aðstoðarmanns forsæt-
isráðherra. Þetta er nútímaleg saga
sem gerist á nokkrum haustdögum
í Reykjavík. Aðalpersónan er
deildarstjóri í ráðuneyti, sem lifir
mjög hversdagslegu og reglu-
bundnu lífi með tilliti til reglugerða
þessa heims. Óvæntir atburðir
verða til þess að hann snýr sér af
alefli að því að bæta ýmislegt sem
honum finnst fara úrskeiðis í þjóð-
lífinu, en það gengur misjafnlega.
Verð kr. 395.20.
Vaka
Mannleg
tilbrigði
Benedikt Pálsson
Fyrsta bók höfundar, sem kýs að
vera „huldumaður” fyrst um sinn.
Svona bók - sem fjallar af fádæma
hreinskilni um óvenjulegar ástir -
hefur ekki áður verið skrifuð á ís-
landi. Verð kr. 321.00.
Skjaldborg
Sylvía
Sylvía nefnist önnur skáldsaga Ás-
laugar Ragnars, en fyrsta bók
hennar Haustvika vakti mikla at-
hygli á sínum tíma. Sagan fjallar
um unga konu og baráttu hennar
við að koma sér fyrir í lífinu eftir að
heimili hennar hefur leyst upp.
Verð kr. 395.20.
Örn og Örlygur
IÐUNN
Gefið hvort
öðru...
er bókmenntaviðburður ársins á'
sviði sagnagerðar. Bókin hefur að
geyma níu smásögur eftir Svövu
Jakobsdóttur, flestar áður óbirtar.
Enn á ný sýnir hún hvert vald hún
hefur á hinu viðkvæma smásagna-
formi. Sögurnar í þessari bók miðla
flestar reynslu og skynjun kvenna.
Allar eru þær sagðar af mikilli
kunnáttu og yfir þeim sá heiði og
svali blær sem lesendur Svövu
þekkja svo vel. Hún er meistari' í
þeirri list að rjúfa skilvegg raun-
veru og fjarstæðu: til vitnis um það
er fyrsta saga bókarinnar sem hún
dregur nafn af. Aðrar eru með
hreinu raunsæismóti, en jafnan er
þó veruleikinn stílfærður að mörk-
um fáránleikans. Hér má sjá
hvernig höfundurinn afhjúpar
tómleika hversdagstilveru okkar,
stundum líkt og með snöggu hnífs-
bragði. Gefið hvort öðru... er bók
hinna vandlátu bókmenntalesara.
Verð kr. 398.00.
Iðunn
Þorgils
gjallandi
Ritsafn I
Þorgils gjallandi er skilgetið af-
kvæmi menningarbyltingar Suð-
ur-Þingeyinga í lok 19. aldar og
sögur hans framlag til þeirrar hug-
sjónar, að hamingja ntanna og dýra
væri innan seilingar ef umhverfi
þeirra væri bætt. Þetta er fyrsta
bindið í þriggja binda útgáfu okkar
á ritum Þorgils gjallanda og hefur
að geyma dýrasögur, erindi og
greinar,auklangrar ritgerðar Þórð-
ar Helgasonar um skáldið, verk
hans og þær móttökur sem þau
hlutu hjá samtímamönnum. Verð
kr. 444.60.
Skuggsjá
ÍÍ8
m
. . 21
Verðlaunabók
Almenna
bókafélagsins
í bókmenntasamkeppni sem útgáf-
an efndi til í tilefni af 25 ára afmæli
sínu. Vorganga í Vindhaeringi ger-
ist á Oddeyri við Eyjafjörð fyrir
30-40 árum. Margar persónur
koma við sögu, og munu sennilega
ýmsar þeirra koma kunnuglega
fyrir sjónir þeim sem þarna þekktu
til. En umfram allt er bókin merki-
legt skáldverk sem bregður stórum
svip yfir dálítið hverfi á mótum
gamals og nýs tíma, saga um fólk á
ýmsum aldri, misjafnt í háttum og
misjafnt að þroska, um samskipti
þess og viðbrögð við nýjum
straumum að utan þegar hið gamla
víkur smátt og smátt fyrir hinu
nýja. Verð kr. 395.20.
Almenna bókafélagið
Bræður munu
berjast
Bræður munu berjast er fyrsta
skáldsaga Rónalds Símonarsonar.
Sagan gerir ráð fyrir því að AI-
þýðubandalagið nái hér stjórnar-
taumunum, fyrst með aðstoð krata
og framsóknarmanna, en síðar
þurfa þeir ekki á hjálparkokkum
að halda, en taka öll völd í sínar
hendur með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. Verð kr. 395.20.
Örn og Örlygur
límYorfoSfíóHA
Vinur vors
og blóma
eftir Anton Helga Jónsson
Þetta er hörkuspennandi saga um
ástir og örlög. - Hvernig fer um
kvennamál Magnúsar? Rætast
draumar hans að lokum, eftir ótrú-
legar þrengingar, eða fer allt í hund
og kött? Hvernig skyldi Magnúsi
okkar ganga að fóta sig á þjóðfé-
lagssvellinu? - Það eru margar
spurningar sem vakna og lesandinn
•brennur í skinninu að fá svör við.
Þau eru í bókinni. - Þetta er
skemmtileg saga eftir ungan höf-
und sem gaman verður að fylgjast
með. Verð kr. 398.00
Iðunn
Dauðamenn
er dramatísk og spennandi söguleg
skáldsaga eftir Njörð P. Njarðvík,
byggð á frægum atburði frá sautj-
ándu öld, er séra jón Magnússon
lét brenna tvo feðga í Skutulsfirði
fyrir galdraofsóknir gegn sér. Písl-
arsaga séra Jóns er öllum kunn, en
Bókablað Þjóðviljans — StÐA 3
hér hefur Njörður endurskapað
sögu feðganna frá þeirra sjónar-
miði og tekst afburðavel að seiða
lesandann inn í hið skelfilega and-
rúmsloft galdrabrennualdar.
Dauðamenn er bókmenntávið-
burður, vönduð skáldsaga og
áhrifarík. Verð kr. 388.00.
Iðunn
Heitur snjór
Heitur snjór heitir bók eftir Viktor
Amar Ingólfsson. Bókin fjallar um
ungt fólk sem ánetjast eiturlyfjurti,
segir frá þeim kaldrifjuðu þrjótum
sem lifa á því að eyðileggja líf ann-
arra, og ömurlegum örlögum
þeirra sem ánetjast og fjölskyldum
þeirra. Sagan gerist í Reykjavík og
áð nokkru erlendis. Verð kr.
368.00.
Örn og Örlygur
Ifortíéarimiar
Leiksoppur
fortiðarinnar
Leiksoppur fortíðarinnar eftir
Snjólaugu Bragadóttur frá Skálda-
læk. Þessi niunda bók Snjólaugar
er þrungin eftirvæntingu strax frá
fyrstusíðu. HarmleikUr frá stríðs-
byrjun er dreginn upp úr djúpi
gleymskunnar og ógnar hamingju
og framtíðardraumum ungrar
stúlku. Verð kr. 368.00.
Örn og Örlygur
Afbrot og ástir
Guðbjörg Hermannsdóttir:
Viðburðarík og spennandi saga um
ungt fólk, ástir þess og vandamál.
Fimmta bók Guðbjargar sem nýtur
vaxandi vinsælda meðal lesenda.
Verð kr. 321.00.
Skjaldborg