Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.12.1982, Blaðsíða 16
16 SIÐA — Bókablað Þjóðviljans „ HVERNIG K £T\ f FfiflfL MsJ JLlJClVail\á3K%r A lf fkOf K O JkmJfíLÆT Mattá m Spilabækur Arnar og Öriygs iryie: MAMMk SPIL Spilabækur Arnar og Örlygs FYRIR BYRJENDUR BRENNUNJALS SAGA SAGA íslendinga- sögur með nú- tíma stafsetningu Á árunum 1968 - 1973 komu út hjá Helgafelli ljósprentaðar útgáfur Halldórs Laxness á íslendingasög- um með nútíma stafsetningu frá ár- unum 1941 - 1945. Voru þetta Grettis saga, aukin og endurskoð- uð Laxdæla saga og Brennunjáls saga og auk þess ný útgáfa af Eyr- byggjasögu sem Þorsteinn frá Hamri sá um. Allar eru bækurnar með mjög aðgengilegi letri ungum lesendum. Listamennirnir Gunn- laugur Scheving, Þorvaldur Skúla- son og Snorri Arinbjarnar mynd- skreyttu Brennunjálssögu og Grettis sögu, Guðrún Svava Svav- arsdóttir, Gylfi Gíslason, Hringur Jóhannesson og Þorbjörg Hösk- uldsdóttir Laxdæla sögu og Hring- ur Jóhannesson gerði myndir og skreytingar í Eyrbyggjasögu. Brennunjáls saga 437 bls. verð kr. 247,- Grettis saga 302 bls. verð kr. 148.20 Eyrbyggja saga 179 bls. verð kr. 148.20 Laxdæla saga 230 bls. verð kr. 148.20 Helgafell hefur þegar náð mikilli útbreiðslu og vinsældum eriendis; höfundarn- ir leggja áherslu á alþýðleika og slá á strengi léttleika og kímni. Myndasöguformið er notað á ný- stárlegan hátt og gerir alvarlegasta efni öllum aðgengilegt. Vistfræði fyrir byrjendur fjallar um umhverfismál og þá hættu sem lífinu á jörðinni stafar af mengun og slæmri umgengni. Haukur Haf- stað, framkvæmdastjóri Land- verndar, skrifar eftirmála að bók- inni og segir meðal annars: „Þessi bók getur vonandi sannfært ein- hvern lesanda sinn um að við erum ekki einir í heiminum og að við berum sameiginlega ábyrgð á framtíð okkar allra“. Þýðandi er Pétur Reimarsson. Freud fyrir byrjendur fjallar, eins og nafnið bendir til, um sálfræðing- inn heimskunna, Sigmund Freud. Ævi, störf og kenningar þessa mikla hugsuðar eru tengd saman þannig að úr verður samfelld saga. Frægustu sjúkdómstilfellin, sem hann kom nærri eru tíunduð, svo sem mál Önnu O, dæmið af Hans litla og saga Rottumannsins. Þýð- andi er Árni Óskarsson. Verð kr. 290,20 (ób.) og kr. 339,60 (í bandi) hvor bók. Svart á hvítu. JÓn óttarfíognarsson ftagmr mj i Smara fSUsNSK' MYNDLIST Eiilkur 0 Smith “ Spilabækur Arnar og Örlygs nefn- ist nýr flokkur bóka sem nú sér dagsins Ijós. Fyrstu tvær bækurnar nefnast: Hvernig á ,að leggja kapal og Tveggja manna spil. Bækurnar eru danskar að uppruna en Trausti Björnsson hefur þýtt þær og stað- fært. Verð kr. 185.25. Örn og Örlygur GRETTISSAGA SAGA Ö rðabók mm Jinm BAHHOR# .Y&Í.' <s > -„ ..............J Nf AfmtOO 4' ■<' ii' ■■■■■■■ Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utan- garðsmál eftir Mörð Árnason, Svavar Sig- mundsson og Örnólf Thorsson sem allir hafa unnið við Orðabók Há- skólans, auk þess sem Svavar hefur undanfarin 'ár unnið að gerð sam- heitaorðabókar. Bókin er skreytt fjölmörgum og líflegum teikning- um eftir Grétar Reynisson og Guð- mund Thoroddsen myndlistar- menn. Bók þessi er mikið verk. Víða er leitað fanga og auk almenns slang- urs hafa höfundar lagt áherslu á söfnu-n orða úr sjómannamáli, máli tónlistarmanna, máli íþrótta- manna, auk þess sem leitast hefur verið við að safna orðum úr lit- skrúðugum orðaforða þeirra, sem ástunda neyslu áfengis og fíkni- efna. Bók sem þessi hlýtur að teljast merkur viðburður og forvitnileg öllum sem áhuga hafa á máli og mannlegum samskiptum. Sam- svarandi orðabækur hafa verið gefnar út í öllum helstu menningar- löndum heims. Verð kr. 430,- Svart á hvítu. Næring og heilsa Jón Óttar Ragnarsson eftir David Attenborough Fáir sjónvarpsþættir hafa þótt öðr- um eins tíðindum sæta og þeir nátt- úrusöguþættir sem David Atten- borough gerði á vegum BBC undir nafninu Lífið á jörðunni og er ís- lendingum að góðu kunnur. Lífið á jörðinni er bók sem ætti að vera til á hverju heimili - aðgengileg fyrir unga sem gamla, og myndefnið er heill fjársjóður fyrir áhugamenn um náttúrufræði. Almennt verð kr. 395.2Ö. Félags- verð kr. 335.90. Mál og menning Alberti var aðsópsmikill og um- Stephen Crooll & LUIIIíam Ronkln Bókaforlagið Svart á hvítu hefur sent frá sér bækurnar Vistfræði fyrir byrjendur eftir Croall og Rankin og Freud fyrir byrjendur eftir Appignanesi og Zarate. Þetta eru tvær fyrstu bækurnar í nýjum flokki sem nefnast Byrj- endabækurnar. Bókaflokkur þessi Dr. Jón Óttar Ragnarsson lauk PhD prófi í matvæla- og næringar- efnafræði frá Minnesotaháskóla 1976. Hann er dósent við Háskóla íslands. Næring og heilsa er ætluð sem heimilishandbók um allt er lýt- ur að næringu og heilbrigði fólks. Þá hefur bókin verið notuð við kennslu í matvæla- og næringar- fræði í framhaldsskólum og við Há- skóla íslands. Er þetta 3. prentun. Bókin er 389 bls. Verð ób. 345.80 og 432.25 ib. Helgafell Lífið á jörðinni Nýr og glæsilegur bókaflokkur um íslenska list og listamenn Fyrstu tvær bækurnar eru komnar út Ragnar í Smára Ragnar í Smára er þekktur sem einhver mesti velgjörðarmaður ís- lenskra lista. í bókinni sem honum er helguð er 48 litprentaðar heil- síðumyndir af málverkum úr gjöf Ragnars til ASÍ, sem lagði grund- völl að Listasafni alþýðu. Ingólfur Margeirsson sem þjóð- kunnur er fyrir blaðaviðtöl sín og fyrir ævisögu Guðmundu Elías- dóttur söngkonu hefur átt viðtöl við fjórtán þjóðkunna menn um kynni þeirra og samstarf við Ragn- ar í Smára. Þeim texta fylgir mikill fjöldi ljósmynda. Eiríkur Smith Olíumálverk Eiríks Smiths og tær- ar vatnslitamyndir hans hafa notið vaxandi vinsælda með þjóðinni. Og fáir listamenn eiga jafn litríkan feril að baki. í þessari bók segir Eiríkur opin- skrátt frá æskuárum sínum, námsá- rum í Reykjavík, Kaupmannahöfn og París afstraktbyltingunni, bræð- rum sfnum í listinni og svo þeim breytingum sem hafa orðið á list hans seinni árin. Frásögn Eiríks fylgir glæsilegur myndakostur - litmyndir af verk- um hans og ljósmyndir sem spanna allan feril hans. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur skrifar ritgerð um verk Eirfks Smith. Listasafn ASÍ og Bókaútgáfan Lögberg hafa samvinnu um útgáfu þessa veglega bókaflokks. Verð 889 krónur - en 798 kr. kosta bækurnar til félagsmanna í ASÍ og Hinu íslenska bókmenntafélagi. íslandsráð- herrann í tugt- húsið Jón Sigurðsson Spilabækur ÍSLANDS- RÁÐHERRANN 1TUGTHÚSIÐ JÓN SK5URÐSSON Sat^ui af Albcrti hans svifamikill stjórnmálamaður í Danmprku um síðustu aldamót en hrapaði úr háum valdastóli í tugt- húsið fyrir fjársvik og skjalafals. Hann var ráðherra íslandsmála og örlög hans urðu mikil kosninga- sprengja hér heima. Verð kr. 296,40. Menningarsjóður. AlViJitnM ; SAMrtimáMÁ NNA Æíí Æviskrár samtíðarmanna A-H Torfi Jónsson Æviskrár samtíðarmanna verður þriggja binda rit. Þar verða æviskár 5-6 þúsund núlifandi íslendinga, sem gegnt hafa eða gegna meiri- háttar opinberum störfum í þágu ríkis, höfuðborgar, bæjar- og sveit- arfélaga. Einnig athafnamanna, forstöðumannaog sérstakra trún- aðarmanna fyrirtækja í ýmsum starfsgreinum, forvígismanna í fé- lagsmálum og annarri menningar- starfsemi. Fyrsta bindi þessa rits, með nöfnum sem byrja á stöfunum A-H, er komið út. Næsta bindi kemur upp úr áramótum. -Þetta er ómissandi handbók. Verð kr. 500.00 Skuggsjá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.