Þjóðviljinn - 22.12.1982, Side 1
DlODVIUINN
Hvernig iorum við að
því að ná alls kyns
blcttum ur tvppunum
okkar? Búsýslan gei'ur
svör viðþví.
Sjá 9
desember 1982
miðvikudagur
47. árgangur
286. tölublað
„Sólln gengur
slna leið”
„Sólin heim úr suðri snýr“, segir
í vísunni. En hvort hún „sumri
lofar hlýju“ að þessu sinni treysti ég
mér ekki til að segja um. Væri
reynandi að spyrja Trausta, sem
sennilcga mundi þá svara, að hún
tæki a.m.k. ekkert af um það, og
mun rétt vera.
í hálft ár hefur sólin veriö að
lækka á lofti, sólargangur hvers
dags örlítið styttri en gærdagsins.
En nú er hverfipunkturinn, styttsti
dagur ársins stendur yfir, með
morgundeginum tökum við aftur
að jrokast inn í vaxandi birtu.
Ymsir hafaímugustáskammdeg-
inu. Segjast verða þunglyndir og
svartsýnir og guð má vita hvað. Og
vi'st getur skammdegið verið hæg-
fara þegar illviðri herja dag eftir
dag, þótt svo hafi ekki verið nú. En
það á líka sína töfra þó að rafljósin
séu nú raunar að mestu búin að
eyðileggja þá. - mhg
Fundarhöld
um fískverð
I gær var haldinn fundur með
hagsmunaaðilum í sjávarútvegi til
að kynna þcim stöðu útgerðarinnar
og nskviimslunnar í landinu, vcgna
nýs fiskverðs um næstu áramót.
A fundi fulltrúa þingflokkanna
með sjávarútvegsráðherra vegna
þessa rnáls kom fram hjá Ólafi Da-
víðssyni forstjóra Þjóðhags-
stofnunar, sem sat fundinn, að af-
koma frystingarinnar væri jákvæð
um 1% til 2%.
í viðtali við eitt dagblaðanna í
gær segir Steingrímur Hermanns-
son tiö gengisfelling komi ekki til
greintt til að liðka fyrir ákvörðun
um nýtt fiskverö um áramótin, en
að öðru leyti mun ekki búið að taka
ákvörðun um hvernigað málunum
verður staðið. Sent kunnugt er ber
útgerðin sig afar illa um þessar
mundir og vill umtalsverða
fiskverðsliækkun um áramótin.
S.dór
í crlendri
fréttaskýringu í dag
er gerð úttekt á
stöðu mála í
Póllandi þegar rétt
ár er liðið frá
sctningu hcrlaga.
Nokkuð hefur borið
á óánægju fólks með
láglaunabæturnar
sem nú eru að
berast í hús. Þröstur
Olafsson var
spurðurhvaða
meginreglur giltu
við úthlutun þeirra.
Innanlandsf lugið:
24 ferðír í
Vegna óveðursins um síðustu
helgi féll allt innanlandsflug niður,
bæði sunnudag og mánudag.
Vegna þessa biðu á þriðja þúsund
farþcgar um allt land cftir llugi. I
gær var komið hið besta veður um
allt land og voru þá farnar 24
ferðir.
Sæmundur Guðvinsson, blaða-
fulltrúi Flugleiða h.f. sagði að hægt
hefði verið að fljúga til allra staða í
og þar með var
vandinn frá
helginni leystur
gærdag nema Egilssttiðti og
Norðfjarðar. Til Egilsstaða var
ráðgert að fara fyrstu ferðina kl.
gær
18 í gær og síðan 3 aörar um kvöld-
ið. Flugbrautin í Norðfirði er aftur
á irióti lokuð. Sæmundur sagöi að
um kl. 02 í nótt er leið, fteri ein af
þotum Flugleiða h.f. með farþega
frá Keflavík til Akureyrar og þá
ætti ttllir sem biöu eftir flugi frá
helginni og þeir sem áttu pantað far
í gær að vera komnir leiöar sinnar
nema farþegar til og frá Norðfirði.
— S.dór
Fátt er meira þreytandi en bið í
flugstöð og veit þá nokkur vitur-
legra ráð en að láta sér renna í
brjóst til að stytta biðina. Myndin
er tekin á Reykjavíkurtlugvelli í
gær (Ljósm. Atli)
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur um æskulýðsmál:
Engar framkvæmdir
Framkvæmdir í æskulýðsmálum
verða í algeru lágmarki hjá Reykja-
víkurborg á árinu 1983, en í
fjárhagsáætlun 1983 er aðcins gert
ráð fyrir lokafrágangi í Tónabæ og
Árseli. Ekki verður ráðist í neitt
nýtt verkefni á árinu og frágangi
lóðar við Ársel slegið á frest.
W árinu 1982 kostuðu fram-
kvæmdir á sviöi æskulýðsmála 2,3
miljónir króna, en áætlun ársins
1982 hljóðaði upp á 2.1 miljón. Á
næsta ári er hins vegar áætlað að
verja aðcins 1,4 miljónuni króna í
þennan málaflokk, og er þaö gífur-
leg'ur niðurskurður miðað viö þá
verðbólgu sem hér ríkir.
I ræöu borgarstjóra viö fram-
lagningu fjárhagsáætlunar kom
fram að Tónabær og Ársel hafa
reynst dýrari framkvæmdir en ttpp-
haflega var áætlað. Lokafrágangur
þessara tveggja æskulýðsmið-
stöðva mun á næsta ári kosta sam-
tals 1,1 miljón króna.
Á síðasta kjörtímabili vortt tekn-
ar í notkun 3 æskulýðsmiðstöðvar í
borginni: Ársel, Þróttheimar og
Tónabær, og drög voru lögð að
næsta verkefni í Seljahverfi. Fyrir
voru í borginni Fellahellir og Bú-
staðir. ÁI
Happdrætti Þjóðviljans 1982:
Nú eru síðustu forvöð að gera skil!
Vinningsnúmer birt á morgun
í dag eru síðustu forvöð að gera
skil í happdrætti Þjóðviljans 1982,
en vinningsnúmerin verða að
vanda birt á morgun, Þorláks-
messu í Þjóðviljanum.
Þeir sem hafa fengið heimsenda
miða og eru ekki búnir að gera skil
eru eindregið hvattir til þess að
gera það í dag. Jafnframt eru þeir
sem tekið hafa að sér innheimtu í
Reykjavík og nágrannasveitar-
félögum beðnir að gera upp fyrir
kvöldið.
Skrifstofa happdrættisins að
Grettisgötu 3 er opin frá kl. 9-22 í
kvöld og er því tilvalið að líta inn
um leið og menn Ijúka jólainn-
kaupunum, en verslanir við Lauga-
veg eru opnar fram til kl 22. í
kvöld.
7 glæsilegir vinningar, Daihatsu
Charade bifreið, húsgagnaúttekt,
litasjónvarpstæki og fjórir feröa-
vinningar santtals að upphæð 232
þúsund krónur, bíða eftir eigend-
um vinningsnúmera.
Síminn á Grettisgötunni er
17504 og einnig er hægt að gera skil
á afgreiðslu Þjóðviljans, Síðumúla
6, sími 81333.