Þjóðviljinn - 22.12.1982, Síða 9
Miðvikudagur 22. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Rauðkál
með jóla-
Hvemig nœst
bletturinn
steikinni
úr teppinu?
l>að hefur ætíð verið siöui að
þrífa vel fyrir jólin. Þá er gjarnan
tekið til við ýmis konar eldri ó-
þrif, sem enginn hefur lagt í fyrr.
Þar má nefna bletti. í teppuni þeir
eru leiðinlegii" og oft erfiöir
viðfangs. Uér er listi sem Teppa-
land hefur gert um meðferð á
blettum i teppum, en svipaðar
hliðstæð, t.d. húsgagnaáklæði og .
fleira. Margir láta hreinsa teppin
fyrir jólin. en oft þarf að ráðast
sérstaklega á blettina með þar til
gerðum efnum, þótt teppið sé
hreinsað.
I fvernig væri að klippa listann
út og geyma?
Blettahreinsunar tafla fyrir alls konar gólfteppi Nær líka yfir mottur og teppi jafnt úr ull og gerfiefnum
Teg. bletta Adferð og efni sem nota skal
áfengi, likjör sápuþvo og væta með tréspíra (methyl-spiritus)
bjór væta í volgu vatni (max. 50°C þynntu með 3% tréspira
kúlupennablek nota skal perchlorethylen og tréspira
blóð væta i köldu vatni og sápuþvo. Ef blettur helst notið þá 5% þynnt ammoniak.
smjör. olia, sósur og mataroliur vætið i terpentinu (white-spirit) eða perchlorethylen. Sápuþvoið. Annars 5% ammoníak ef illa gengur.
kertavax, parafinolía þerripappir á blettinn og strjúka yfir með volgu straujárni. Væta í perchlorethylen, sápuþvo.
tyggigúmmi nota ,,anti-gum" eða væta i perchlor- ethylen.
súkkulaði, karamellur og annað sælgæti væta í volgu vatni eða 5% þynntu j ammoníaki.
kaffi, te Sáþuþvo. Ef blettur helst þá væta með tréspira eða 10% þynntu ammoníaki.
varalitur, fegrunarsmyrsl og meðöl terpentína eða perchlorethylen, sápuþvo. Annars 5% þynnt ammoniak eða tréspíra.
egg og albumin væta I 5% þynntu ammoniaki eða tréspíra, sápuþvo.
ávextir, matarefni væta í volgu vatni og sápuþvo.
lim, lakk, málning terpentina eða perchlorethylen, væta í volgu vatni og sápuþvo (shampoo).
gras, grænmeti væta í tréspíra.
blek, anilin, kolefni sjúgið upp það sem hægt er með þerripappír og væta siöan meö 30/70% trésplra/vatn, sápuþvo. Hreinn sltrónusafi líkar einniq vel.
sulta, siróp, ávaxtasafar væta í volgu vatni. Annars terpentina eða perchlorethylen.
kvikasilfur vætið i blöndu af % vatn 'A tréspíri.
myg|a vætið 1 vatnsþynntu ammonlaki.
mjólk, jógúrt, kakódrykkir sápuþvo og væta 1 5% ammonlaks- upplausn eða tréspira. Ef blettur hverfur ei þá terpentína eða perchlorethylen.
leðja, mold látið þorna og ryksjúgiö.
sinnep, majones, tómatsósa naglalakk 10% þynnt ammonlak og perchlor- ethylen, sápuþvo ef þarf. væta i acetone og sápuþvo.
málning oliumálning: terpentína og sápu- þvottur. latex: nýjan latexblett skal væta i köldu vatni. Gömlum bletti er mjög erfitt að ná.
ilmvatn væta í tréspíra.
ryð 3% upplausn af „pottassium oxalate eða anti-rust efni".
sykur væta i volgu vatni og sápuþvo.
tjara, þykk feiti, vélafeiti eldsneytisolíur væta i terpentínu eða perchlor- ethylen, sápuþvo. Endurtaka þetta með trésþíra og sápuþvo.
joð þynnt ammoniaksupplausn.
æla, þvag, saur væta með 50% ediki/50% vatni í blöndu eða með tréspíra og sápuþvo.
vatn sjúgið upp með hreinum klút/vél það sem hægt er Látið teppiö þorna. ,,Ský" hreinsuð meó sjampói eða tréspira.
vax, bón, húsgagna- eða/og gólffægilögur nota skal spritt eða perchlorethylen og sápuþvo: ef blettur hverfur ekki þá 5% ammoníaksupplausn, eða tréspira.
létt vin eða gosdrykkir 50% edik/50% vatn og sápuþvo.
Einföld og ódýr jólaskreyting
Skerið út í þykkan pappa (með
gólfdúkahníf) hjörtu, stjörnur,
bjöllur, epli o.sfrv. Berið lím á og
veitið upp úr t.d. hrísgrjónum,
kókósmjöli, mislitum sykurkúl-
um (fást í matvöruverslunum)
glimmeri eða litlum tréperlum.
Ef notuð eru t.d. hrísgrjón er til-
valið að úða lit úr brúsa yfir, t.d.
rauðum eða gylltunr. Hvítur„jóla
snjór" er líka tilvalinn. Þessar
skreytingar eru ætlaðar á jólatréð
og má hnýta band í gegnum þær,
eða gera á þær gat með gatara um
leið og skorið er úr pappanum.
Það er mjög fljótlegt að búa til
þetta skraut og liægt að gera það
unr leið og jólatréð er skreytt og
hengja beint á tréð.
Rauðkál tilheyrir jólamatnum,
hvort heldur hann er svínakjöt,
reykt eða nýtt, rjúpur eða hangi-
kjöt. Hér er uppskrift af sérlega
Ijúffengu rauðkáli, en heimagert
rauðkál er miklu ódýrara og betra
en tilbúið í glösum eða dósunt.
Þessa rauðkálsuppskrift er hægt
að nota hvort heldur kálið er
soðið samdægurs og borðað
heitt, eða er gert fyrirfrant, kælt.
og borðað kalt.
Stór rauðkálshaus
4-5 dl edik (t.d. íslenskt)
4-6 dl. sykur
2 msk rifsberjahlaup
2 msk smjör.
Hakkið kálið fremur smátt og
sjóðið með öllum efnunum í um
Hurðir
hœkkuðu
um 50%
Til Þjóðviljans hringdi gamall
lesandi og sagði farir sínar ekki
sléttar. Hann hafði farið á stúf-
ana í haust til að leita sér að
skápahurðum í forstofu. Leist
honum best á hurðir sem fengust í
fyrirtækinu Hurðunt hf. og kost-
uðu 600 krónur stykkið. Skömmu
eftir mánaðamótin nóvember-
desember ákvað hann svo að
kauða þessar tilteknu hurðir, en
var þá tjáð að þær kostuöu 900
krónur stykkið! Var hann að von-
um undrandi og reiður yfir þess-
um viðskipaháttum og bað okkur
kanna málið.
Talsmaður Hurða hf. kann-
aðist vel við þessa sögu og sagði
skýringuna á þessum gífurlega
verðmun vera þá að gengi er-
lendra gjaldntiðla hækkaði svo
ört að verslunarmenn íslenskir
hefðu vart undan við að breyta
verðmiðum þegar nýjar sending-
ar kæmu. Ný sending á umrædd-
um hurðum hefði komið um síð-
ustu mánaðarmót og því hefði
verðið hækkað svona mikið.
Hjá verðlagsstofnun fcngust
þær upplýsingar að eldri birgðir
mætti hækka ef inn í búðina
kæmu sams konar vörur í sams
konar stærðareiningum og þar
fram eftir götum. Þetta gilti t.d.
um sekkjavöru. Hana mætti
hækka ef um væri að ræða sönru
þyngdareiningu í nákvæmlega
sams konar pakkningum.
Þjóðviljinn leggur engan dónt
á hvort umrædd hækkun á
hurðum eigi við skynsamleg rök
að styðjast, til þess skortir okkur
upplýsingar. En hitt er auðséð að
í mörgum tilfellum geta kaup-
nrenn hækkað vörur sínar að vild
og lítið sem ekkert skeytt um
verðlagseftirlit og þess háttar
pappírsgögn. Því er það við-
skiptavinurinn sem fær skellinn
oftast. -v-
Sykurhúð á svínakjöt
Hvort sem reykt svínakjöt er
soðið eða ofnsteikt, er gott að
setja sykurhúð á það. Þegar búið
er að sjóða kjötið (eða ofn-
steikja) er blandað saman 4 nrsk
sinnepi, 1 msksvrópi. 1 msk kart-
öflumjöli, 1 eggjarauðu og raspi.
Þessari hræru er smurl yfir
steikina og hún bökuð í 200° heit-
um ofni í 15-20 mínútur þar til
hún verður gulbrún.
það bil eina klukkustund, eða þar þykkbotna potti og munið að það
til það er meyrt, en ekki orðið að á ekki að setja vatnsdropa í
mauki. Best er að sjóða það í pottinn!