Þjóðviljinn - 22.12.1982, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. desember 1982
þingsjá
Viðbót til
Náms-
gagna-
stofnunar
Námsgagnastofnun fær til við-
bótar 500 þúsuntl vegna
námsgagnagerðar fyrir börn með
sérþarfir, sagði Geir Gunnarsson
formaður fjárveitinganefndar í
lokaumræðu fjárlaga á laugardag.
Ennfrentur voru m.a. eftirtaldar
hækkanir samþykktar á alþingi í
fjárlögum: Fiskvinnsluskólinn 100
þúsund vegna námskeiða fyrir fisk-
matsmenn, Fóstruskóli lOOþúsund
vegna framhaldsnáms fyrir fóstrur.
- óg
Tillaga um lán til að bjarga skipi í Skeiðarárssandi:
Het Wapen frá
Amsturdammi
Kjartan Jóhannsson. Tillögur
þ.jónar enguin tilgangi.
Alþýðuflokkur:
Breytingatil-
lögur þjóna
engum
tilgangi
Breytingartillögur þjóna engum
tilgtingi viö fjárlög sem eru fjarri
raunveruleikanum, stigði Kjartan
Jóhannsson viö lokaumræðu fjár-
laga. Kvað hann þingflokk Al-
þýðuflokksins því ekki flytja
neinar breytingartillögur; það sem
vantaði væru nú fjárlög ásamt með
kerfisbreytingu í efnahagsmálum.
Kjartan sagði aö menn væru nú
farnir að ræða opinskátt um meiri-
háttar gengisfellingíir um áramót.
Þá sagði hann að efnahags-
framvindan væri óvissari en
nokkru sinni fyrr. Utgjöld væru
áætluð of lágt og gert væri ráð fyrir
tekjum af sköttum sem engar
heimildir væru fyrir. - óg
„(Iullskipið“ sein svo hef'ur verið
kallað og talið er hafa lcgið í
Skeiðarársandi síðan á 17. öld,
kom til umræðu á alþingi sl.
laugardag er nokkrir þingmcnn
lögðu til að ríkið ábyrgðist lán allt
að krónum 50 miljónum. Tillaga
um þetta var dregin til baka áður
en kom til atkvæðagreiðslu um
niálið.
Sighvatur Björgvinsson og
Ólafur Þórðarson réðust af hörku
og háði gegn tillögunni, og minnti
„Gullskipið”
í fjárlagaumræðu
Ólafur Sjálfstæðisflokkinn á
boðorið um að arður eigi aö fylgja
áhættu.
Ólafur Kagnar Grímsson sagði
að vel mætti ræða það í alvöru, að
hér gætu hugsanlega mikil
menningarverðmæti verið á ferð-
inni og væri auðvitað eðlilegt að
styðja uppgröft og vörslu
menningarverðmæta. Hins vegar
væri þetta mál þannig vaxið að
sjálfsagt væri að Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur hefðu ekki
rætt ýtarlega þetta mál. Flutnings-
rnenn vildu gjarna að þingmönnum
gæfist betra tóm til að rannsaka
það. Þess vegna drægju þeir til-
löguna til baka, en ntyndu e.t.v.
flytja írumvarp sama efnis siðar.
-óg
Skárra atvinnuástand
á Akureyri
Atvinnuástand á Akureyri fyrstu
mánuði vetrarins er betra en á
sama tíma sl. ár, sagði Gunnar
Thoroddsen í svari til llalldórs
Blöndals um þetta mál á alþingi sl.
laugardag.
Sttgði Gunnar að samkvæmt
upplýsingum hans hefðu fram-
kvæmdir á Akureyri í húsnæðis-
byggingum og fleiri orðið meiri en
áður hafði verið óttast. Því hefði
atvinnuástandið skánað verulega.
Sagði Gunnar að ríkisstjórnin
fylgdist vel með þessum málum og
væri ævinlega reiðubúin til
viðræðna við bæjarstjórn Akur-
eyrar og atvinnumálanefnd
staðarins. - óg
Verkamanna-
bústaðír,
Vinnueftir-
litið og
Fram-
kvæmda-
sjóður aldr-
aðra fengu
hækkun
Byggingasjóður verkamanna
fær 10 miljónir til viðbótar sam-
kvæmt tillögu fjárveitinganefndar
til þriðju umræðu fjárlaga. Þá fékk
Vinnueftirlit ríkisins 3 miljónir og
framkvæmdasjóður aldraðra
hækkun um 5.210 eða 40 miljónir
alls. Þessar hækkanir voru allar
samþykktar á lokasprettinum sl.
laugardag.
- óg
Lárus Jónsson. Stórt gat.
Sjálfstæðisflokkur:
Stórt gat
í fjar-
lögum
í frumvarpinu er gat upp á 1000
miljónir, sagði Lárus Jónsson
aðaltalsmaður Sjálfstæðisflokksins
við lokaumræðu fjárlaga á
laugardag.
Sagði Lárus að frumvarpið hefði
hækkað um 2.2% þ.e. útgjaldaliðir
þess eða um 285 miljónir. Hins
vegar hefur tekjuliður hækkað unt
230 miljónir með því að „teygja"
tekjuáætlunina. Lýsti Lárus harðri
andstöðu flokks síns við megin-
atriði fjárlagafrumvarpsins.
- óg
Askell Másson í
veglegri útgáfu
Halldór B. Runólfsson
skrifar um
hljómplötur
Áskell Másson:
Klarinettukonsert - Bláa Ijósið -
Sýn.
Flytjendur:
Einar Jóhannesson (klarinett),
Sinfóníuhljómsveit íslands/
stjórnandi Páll P. Pálsson.
Manucla Wiesler (llauta), Jósef
Magnússon (flauta og alt-flauta),
Roger Carlson (slagverk), Reynir
Sigurðsson (slagverk).
Roger Carlson (slagverk), kven-
raddir úr kór Tónlistarskólans í
Rvík, Ágústa Agústsdóttir (ein-
söngur, sópran)/stjórnandi Mar-
teinn H. Friðriksson.
Útgefandi: Gramm, G 100, 1982.
Ekki man ég eftir að hafa séð
aðra íslenska hljómplötu sem
jafn mikið hefur verið higt í. Öll
vinna við þessa plötu er slík að
hvergi gerist hún betri. Upptökur
voru gerðar í Háskólabíói og stú-
díói Ríkisútvarpsins, en öll frek-
ari vinna við plötuna var gerð í
Þýskalandi hjá hinu heimsþekkta
fyrirtæki Telefunken-Decca.
Pressun fór þar fram einnig.
Tóngæðin eru frábær og stuðla að
akkústískri nálægð þar sem hvert
hljóðfæri og hver rödd nýtur sín
fullkomlega.
Umslag er einnig hannað í
Þýskalandi og veitir það góðar
upplýsingar. Þar er aö finna hug-
leiðingtt um Áskel Másson, eftir
Guðmund Emilson hljómsveitar-
stjóra. og upplýsingar um Einar
Jóhannesson, einleikara í Klarin-
ettkonsertnum. Untslaginu fylgir
bæklingur um þau þrjú verk
Áskels senr platan hefur að
geyma, „Klarinettkonsertinn",
„Bláa ljósið" og „Sýn". Er hann
saminn af Hjálmari H. Ragnars-
syni tónskáldi, og svo ýtarlegurer
hann að kallast mætti lexicum.
Þar er farið rækilega ofan í
saumana á tónverkunum, tilurð
og sköpun.
Áskeli er óvenjuatorkusamur
tónsmiður. Hann stundaði fram-
haldsnám í London, þar sem
hann lagði stund á tónsmíðar og
slagverk undir leiðsögn þekktra
kennara. Slagverk er áberandi í
tónverkum Áskels, það má
reyndar heyra í „Bláa ljósinu"
(1978) og „Sýn" (.1975). En móti
ásláttarhljóðfærunum teflir hann
frarn tréblásturshljóðfærum, s.s.
í fyrrnefnda verkinu þar sem þau
Manuela Wiesler og Jósef Magn-
ússon skiptast á blæbrigðaríkum
flautuleik og hinum snjalla
„Klarinettkonsert" (1981). erf-
iöu stykki senr Einar Jóhannes-
son túlkar meistaralega ásanit
Sinfóníuhljómsveitinni. I elsta
verkinu eru þáð kvenraddir og
einsöngur Ágústu Ágústsdóttur,
senr hljóma þýtt yfir áslættinum.
Kannski verður manni hugsað
til upphafs nútímatónlistar, sem
margir segja að hafi verið þegar
Debussy gekk inn á heimssýning-
una í París, 1889 og heyrði hið
merkilega gamelan frá Jövu,
hljómsveit skipaða strengjum,
tréblásturshljóðfærum og kynstr-
um ásláttarhljóðfæra og hafði
það sterk áhrif á hann.
Það er einmitt eitthvað inr-
pressiónískt við tónlist Áskels
sem gerir hana óendanlega
Áskell Másson
ljóðræna, en krefst um leið erf-
iðis af túlkendum, þannig að ekki
er á færi aukvisa að flytja hana.
Hér er því valinn rnaður í hverju
sæti, og árangurinn lætur ekki á
sér standa.
Það er virðingarvert að svo
ungt fyrirtæki sem Gramm skuli
ráðast í útgáfu svo mikils verks
sem þessi plata er. Vonandi færir
hún mönnum heim sanninn unr
nauðsyn og gildi slíks framtaks.
-HR