Þjóðviljinn - 22.12.1982, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.12.1982, Síða 16
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 22. desembcr 1982 Samtök herstöðva- andstæðinga: Friðar- blysför á Þorláks- messu Á Þorláksmessu kl. 17.30 verð- ur farin friðarblysför um Lauga- vej>inn. Það eru Samtök her- stöðvaandstieðinfia sem fyrir nÖKcröiinum standa <)}» vilja með þeiin ininna menn á friðarmálin baráttuna }’e}>n vígbúnaði o}> kjarnorkuvopnum. Á friðarhátíð jölauna má friðarbaráttan ekki gleymast. Afstaða íslenskra stjórnvalda til þessara mála má Itcldur ekki }>leymast, þó hryggi- legsé. A Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafa Islendingar, það sem af er vetri, í þrígang skorast undan aö styðja tillögur sem beinast gegn kjarnorkuvopna- kapphlaupi og framleiðslu nýtísku geislavopna. Islendingar styðja hins vegar smíði og uppsetningu 572 nýrra kjarnorkuskeyta í Evrópu. Friðarblysfórin ;í þorláks- messu beinist gegn þessari ís- leltsku kjarnorkuvopnastefnu. Berjumst gegn helstefnu - snú- um til lífsstefnu. Þota Flugleiða: Áðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags.’Utan þess ■líma’cr hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsms í.þessum 'sínum: Ritstjórn 81382.81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmvndir 81257. 'Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt'að ná í algrciðslu blaðsins í s.íma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru hlaðamenn þár-á Viikl öll k-vyld. ■ . Aðaisími Kvölcisími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 mm ^C. ’> ||S Pk l! T\ wf *•* fÍÉilÉi m [ ' - p í. - IViTilH Starfsfólk Bögglapóststofunnar í Reykjavik er nær fjórfalt fleira fyrir jólin en á öðrum árstímum og hér má sjá nokkra ,jólasvcina“ á Bögglapóststofunni við Tryggvagötu. Ljósm. -eik. Óveðrið setti strik í reikninginn: Jóla- bögglarnir seint á ferð Það var nóg að gera á Böggla- póststofunni í Reykjavík í gær, enda er þetta mikill annríkistími og starfsfólk fyrir jól er nær fjórfalt fleira en á öðrum árstímum. Jóla- bögglarnir til Rcykjavíkur eru ekki nær því allir komnir enda lágu sam- göngur niðri í tvo daga nú um helg- ina vegna óveðursins. Að sögn Jóns Gíslasonar á Böggla póststofunni við Tryggvagötu fara jólasendingar til útlanda sífellt vaxandi. Jólabögglar út á land hafa verið heldur meiri en verið hefur, að hans sögn, en ekki er hægt að segja til um sendingarnar til Reykjavíkur, vegna ófærðarinnar um helgina. Engin tímatakmörk eru á því hvenær bögglapóstur þarf að berast, svo hann nái fyrir jól, og sagði Jón Ijóst að annríkið héldi áfram eitthvað fram yfir jóla- dagana. -ÁI Fólk með 52-75.000 kr. í laun 1981:_ Fær hlutfallslega sömu launabætur Hjólbarði sprakk Það óliapp vildi til sl. laugardag þegar þota l lugleiða h.f. fór frá Keflavíkurllugvelli að hjólbarði sprakk í llngtakinii. Flugmennina grunaði að lijólbarðinn heföi sprtmgið, en gátu að sjálfsögðu ekki kannað málið. Því voru gerðar ráðslafanir þegar vélin lenti á Kennedy-flugvellj í New York, en lendingin gekk mjög vcl. Vegna þessa óhapps, var vélinni ekki ekið að tlugstöðvarbygging- unni og var farþegunum sem fóru heim með vélinni ckið í rútu að flugvélinni. Vélin tafðist all mikið í New York vegna þessa, því fyrir utan aö skipta um hjólbarða fór tram skoöun á hjólabúnaði vélar- innar. -S.dór „Þeir einstaklingar scm hafa haft lægri tckjur en 25.000 kr. á árinu 1981 fá engar láglaunabætur nú og sama gildir um cinstakling sem hef- ur haft nieira en 98.200 kr. í tek.jur það ár“, sagði Þröstur Ólafsson aðstoðarmaöur fjármálaráðherra en hann var einn þeirra sem söindu reglugerðina um láglaunabætur og nú eru að bcrast fólki. ..Við leggjum ntegináhersluna á fólk sem hafði í kringunt 75.000 kr. í laun 1981. Til samanburðar má geta þess að það ár var 7. taxti Dagsbrúnar fyrir fulla dagvinnu um 52.000 krónur. Maður með tekjur á bilinu 75-98.000 krónur fær minnkandi bætur upp úr en þeir sem erú á bilinu 52-75.000 krónur í tekjur fá hlutfallslega sömu bæt- ur,“ sagði Þröstur ennfremur. Nú er verið að greiða út þessar láglaunabætur og allir ekki á eitt sáttir um sanngirni bótagreiðslna. Viö spurðum Þröst með hvaða segir Þröstur Olafsson aðstoðarmaður f j ármálaráðherra hætti væri t.d. tekið tillit til barna? „Ef um einstætt foreldri er að ræða mega tekjur þess aukast um 10.000 krónur fyrir hvert barn án þess að bótarétturinn skerðist. Sé hins vegar um hjón eða fólk í sambúð að ræða skiptast þessar 10.000 kr. jafnt á hvorn einstakl- inginn". Nú eru allmörg dæmi þess að fólk sem vann hlutavinnu á árinu 1981 fær engar bætur nú vegna þess að það fellur undir tekjumörk. Þykir stjórnvöldum ástæða til þess að ætla að þessi hópur þoli kjara- skerðingu betur nú í haust en aðrir launamenn? „Okkur þótti Ijóst að einstakl- ingar sem ekki hafa náð 25.000 krónum í tekjur 1981 hlytu að hafa fengið aðra aðstoð við framfæri sitt. Meginreglan var sú að tryggja þeint launamönnum sem unnu fulla dagvinnu á sl. ári bætur vegna verðbótaskcrðingarinnar 1. des- ember sl. Hitt er svo ljóst að vel má deila um hvort tekjumörkin hefðu ekki mátt vera eitthvað lægri en ákveðið var.. Það var haft um það fullt samráð við fulltrúa verkalýðs- hreyfingarinnar að greiða lág- launabæturnar eftir þessum reglum." Þröstur tók fram að nákvæmlega sömu reglur giltu um gift hjón og par í sambýli ef báðir einstakling- arnir hafa talið fram eftir sömu reglunt 1982. Þá skerti námsfrá- dráttur hjá námsfólki bæturnar verulega og féllu þær út ef námsfrá- dráttur væri nteiri en 10.875 kr. samkvæmt síðasta skattframtali. Kærufrestur vegna láglaunabóta til 1. febrúar: Snúið ykkur til skatt- stofunnar Allmikið hel'ur verið hringt á Þjóðviljann og spurst fyrir uni láglaunabæturnar sem hafa verið að berast til fólks frá því fyrir helgi. Við snerum okkur til fjármálaráðuneytis- ins og þar höfðu rnenn hins vegar allt aðra sögu að segja. Aðeins örfáir lielðu hringt og kvartað og hefði verið hægt að skýra málin út fyrir mönnum. Þröstur Ólafsson í fjármála- ráðuneytinu sagðist einnig hafa haft samband við Verka- mannasambandið og skrif- stofu Dagsbrúnar og þar væri álit manna að óvenju litlar kvartanir eða fyrirspurnir hefðu borist unt greiðslu lág- launabótanna. Kvaðst Þröstur eindregið vilja benda fólki á að snúa sér til skattstofunnar í sínu umdæmi ef það teldi sig órétti beitt. en kærufrestur vegna láglaunabótanna rynni út 1. febrúar n.k. Þá gæfi fjár- málaráðuneytið allar upplýs- ingar um bæturnar, greiðslu þeirra og forsendur út- reikninga. Deila risin á milli kaupmanna og verslunarmanna um hvort verslanir eigi að vera opnar til 10 í kvöld „Verslunarfólk hætt! kl. 6” segir Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélagsins „Okkar afstaða er einfaldlega sú að við teljum verslunarfólk vinna mikið ineira cn núgu langan vinnudag, sérstaklega í þessum mánuði og að engan veginn sé á hann hætandi mcð því að hafa opið í kvöld til kl. 10. Við treystum því að kaupmenn virði gildandi kjarasamninga og loki verslunum sínum kl. 6 í kvöld cins og samningar gera ráð fyrir“, sagði Magnús L. Sveinsson for- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur í samtali við Þjóð- viljann. Kaupmenn við Laugaveg Itafa sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að verslanir við þá götu verði opnar til kl. 10 í kvöld. Frétt þessa efnis birtist í Morgun- blaðinu í gær og Magnús L. Sveinsson hafði á orði í gærkvöldi að þarna væri einungis á ferðinni dæmi um aö einstakir kaupmenn rottuðu sig saman til að brjóta gerða kjarasamninga. „Auk þess vil ég vekja athygli á því að þessi „frétt" birtist í Morgunblaðinu daginn áður en þeir sóttu um undanþúgu frá reglugerð til lög- reglustjóra", sagði Magnús L. Sveinsson ennfremur. Magnús sagði að í desentber,- mánuði giltu sérstök ákvæði í samningum um að fram til jóla mætti verslunarfólk vinna í um það bil 220 klukkustundir. Allir hlytu að sjá að ekki væri þar á bætandi. Þá sagðist Magnús hafa farið ásamt fleirum í fjölmargar verslanir við Laugaveginn í gær og þar hefði komið í ljós að kaup- menn ætluðu sér alls ekki að gefa sínu fólki frí á mánudag eftir jól eins og þeir hefðu lofað í stað vinnutímans til kl. 10 í kvöld. „Við hljótum því að skora á allt okkar fólk að vinna einungis til kl. 6 í kvöld eins og aðra venju- lega daga", sagði Magnús L. Sveinsson formaður VR að síð- ustu. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.