Þjóðviljinn - 23.12.1982, Side 5

Þjóðviljinn - 23.12.1982, Side 5
Fimmtudagur 23. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 „Og hófatak hans skall eins og ekki á veginum” Nína Björk Árnadóttir Svartur hestur í myrkrinu Mál og mcnning Það er enginn vafi á því að Svart- ur hestur í myrkrinu er langbesta bók Nínu Bjarkar fram að þessu. Ljóðmálið er leikandi létt og ein- kennist af áreynslulausum og áhrif- amiklum tökum fagmannsins á að- ferð sinni. Bókin skiptist í tvo kafla. Sá fyrri heitir „Með kórónu úr skýi“ og er um ást, gleði og bjartar vonir, en seinni hlutinn heitir „Fugl óttans". Sá kafli í bókinni er um allan þann ótta og þá kvöl sem þú þarft að yfirstíga til þess að geta notið ástar og gleði; til að eiga þér „kórónu úr skýi.“ í báðum köflunum er að finna þennan frelsandi svarta hest sem bókin dregur nafn sitt af. (Mér finnst hann skemmtileg andstæða við gömlu hvítu merina sem prins- inn reið) Þessi svarti hestur er dauðvona, enginn situr hann lengur, frelsið syngur ekki lengur í sporum hans. Einföld ljóðmynd Nínu af svarta hestinum er djúpvit- ur og brýtur uppá árangursríkum lífsskilningi. í henni er síendur- tekið stef í lífi nútímamannsins endurskapað í skáldskap og slíkt sér maður nú satt að segja ekki beinlínis í hverri bók á jólavert- íðinni. Alla vega skil ég þessa ljóð- mynd Nínu þannig að gleði þín og von getur aldrei orðið til nema and- stæðan, sorg og vonleysi séu til líka. Nú til dags er alltaf verið að reyna að sannfæra menn um að séu þeir duglegir og með réttar skoðan- ir, geti þeir keypt sér frið fyrir kvöi sinni og ótta, annað hvort með glingri eða góðri stöðu eða ein- hverju öðru. Kannski tekst sumum þetta, skamman tíma í senn, en það er á kostnað lífsgleðinnar. Henni kynnast þeir einir sem hafa staðið hj á svarta hestinum og strokið hon- um niður „stóran góðan flipann." Myndmál Myndmál Nínu er afskaplega markvisst. Mér finnst að mörgu leyti erfitt að taka það út úr ljóðum hennar og lýsa því sérstaklega enda er því ekki klesst á ljóðin eins og málningu á hús; áður en maður veit af er umræðan um myndmál farin að snúast um boðskap eða merk- ingu vegna þess að myndmálið er í boðskapnum og boðskapurinn í myndmálinu. Slíkt gerist ekki nema hjá bestu og þjálfuðustu Ijóðskáldum og þá er ég ekki að miða við íslenskan markað eða höfðatölu eða neitt þvíumlíkt. Til dæmis um þetta mætti kannski taka kvæðið um fugl óttans. Fugl óttans breytir sífellt um lögun Fugl óttans er stór hann tekur manneskjuna í klœrnar og flýgur með Itana langt svo langt frá gleðinni en hann er líka lítill þá flýgur hann inn í brjóstin og veinar og veinar þar Svo má auðvitað líka benda á svarta hestinn sem ég talaði um fyrr í þessu spjalli. Vita Anderscn Árið 1979 sendi Nína frá sér ágæta þýðingu á ljóðum Vitu And- ersen sem var tískuhöfundur í Danmörku um nokkurra ára skeið. Nína hefur greinilega orðið fyrir áhrifum af Vitu. Fram að þessu hefur mér fundist Ijóð Nínu falleg og ljóðræn en kannski svolítið beygluleg, - í þessari bók sýnist mér þau hafa litast svolítið af grófum og hranalegum játningum Vitu Andersen. Útkoman er betri en nokkuð sem þær stöllur hafa áður gert. Skáld sem yrkja eins og Nína gera eins og óafvitandi dálítið grín að bókmenntafræðihugtökum og tlokkunaraðferðum. Eg ætla að Nína S3jörk Árnadóttir Kristján Jóh. Jónsson skrifar um bókmenntir taka hérna til dæmis eitt ljóð. Eftir að ég las bókina hefur það komið til nu'n hvað eftir annað - í strætó, útí kjörbúð, í bankarium fyrir framan gjaldkera sem minnti mig annars alls ekki á það ljóðræna í veröld- inni - og ég held að ég hafi í alvöru gleymt því hvort ég hafði verið að lesa ljóð eða smásögu eins og greindur maður sagði einu sinni. Dóra Eg átti eina vinkonu í hverfinu við töluðum þó alclrei saman en þegar við hittumst sögðu augu okkar meira en nokkur orð pabbi minn valsaði oft fullur um hverfið rosalegur og stór og talaði hátt með handasveiflum söng dimmri röddu og sagði nágrönnunum til syndanna kom svo inn og faðmaði okkur og grét og lyktin af honum fékk mig til að kúgast pabbi hennar laumaðist og lœðupokaðist fullur Iteim síðan heyrðust um alla götuna Itljóðin í henni og mömmu hennar blönduð reiðiöskrum hans og hótunum og þær mœðgúr voru oftast bólgnar og sprungnar í framan hún átti eina vinkonu í hverfinu mig við töluðum þó aldrei saman en þegar við hittumst sögðu aug'u okkar meira en nokkur orð geta gert Þetta kvæði er vissulega engin flugeldasýning af hnyttnum orða- leikjum og þaulhugsuðum stíl- brögðum en ég hef varla áður séð svo langa og flókna sögu sagða í jafn litlu og einföldu kvæði. Hvað finnst ykkur? Lokaorð Það þarf varla að taka það fram að eitt og eitt kvæði í bókinni þykir mér slakara en önnur en það er óvera. Þetta er ein albesta bókin í þessu flóði og vonandi að hún sökkvi ekki í ölduróti sölumennsk- unnar. Þeir missa nefnilega af dált- íið miklu þeir sem sjá ekki svarta hestinn í myrkrinu.- Þegar Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga varð 25 ára var þess minnst með veglegu samkoinuhaldi að Höfn. Jafnframt var þávcrandi for- manni félagsins, Þorleifi Jónssyni, fyrrverandi alþingismanni í Hól- um, falið að rita starfssögu Kaupfélagsins. Kom rit Þorleifs út 1950 og nefndist Samgöngur og at- vinnuhættir Austur-Skaftfellinga. Fimmtugsafmælis félagsins var einnig minnst með góðum gleð- skap. Þegar svo félagið varð sextugt þótti viðeigandi að þess yrði minnst með því að halda áfram verki Þor- leifs í Hólum og rita sögu félagsins frá 1945 og til afmælisársins. Tók Farsæl Páll Þorsteinsson, fyrrverandi al- þingismaður á Hnappavöllum að sér söguritunina. Og nú er bók Páls komin út: „Kaupfélag Austur-Skaftfellinga 60 ára", ekki ýkja mikil að vöxtum, um 100 bls. auk allmargra mynda, en full af beinhörðum fróðleik. Þó að bók Páls fjalli að verulegu leyti um starfsemi Kaupfélagsins frá 1945 þá víkur hann einnig, af eðlilegum ástæðum, að ýmsu því, Magnús H. Gislason skrifar um bókmenntir sem á undan var gengið. Er rit hans því í raun með nokkrum hætti saga félagsins í 60 ár. Þegar Kaupfélagið hóf rekstur sinn á Höfn árið 1920 tók það við af miklum og ágætum athafnamanni, Þórhalli Daníelssyni, sem þar hafði um allnokkurt skeið rekið verslun og aðra atvinnustarfsemi. Keypti félagið smátt og smátt eignir Þór- halls á Höfn og voru engir nauðungarsamningar því ég álít „mér skylt og Ijúft að greiða fyrir þróun hinu nýja kaupfélagi sýslubúa allt sem í rnínu valdi stendur meðan verið er að koma því á laggirnar‘% segir Þórhallur í ávarpi til viðskipta- manna sinna, dags. 28. des. 1919. Að þessu leyti náði kaupfélagið þegar í upphafi góðri fótfestu á Höfn. Þar við bættist að til þess réðist í öndverðu mjög dugmikill kaupfélagsstjóri, Jón ívarsson, og enn kom til að Austur- Skaftfellingar hafa lengi haft ríkan skilning á nauðsyn félagslegrar samstöðu og þeim möguleikum sem hún veitir til alhliða framfara. Auðvitað hefur félagið átt sín erf- iðleikatímabil eins og önnur kaupfélög, allllest a.m.k. En þeir erfiðleikar voru yfirstignir af því að félagmennirnir skildu hvað í húfi v;ir. Og síðuslu þrjá áratugina hef- ur ferill félagsins verið óslitin sig- urganga. Munu vandfundin þau framafaramál meðal Austur- Skaftfellina, sem kaupfélagið hef- ur ekki haft forgöngu um eða stutt með þeim hætti, að sköpum hefur skipt. Um þá sögu er bók Páls á Hnappavöllum greinargóð heimild og traust. -mhg. &HOTEL& iii ril BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: HÓTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG HÓTEL ESJA ESJUBERG SKÁLAFELL Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:30 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00 19:00-02:00 Aðfangadagur LOKAÐ 08:00-20:00 08:00-11:00 08:00-13:00 (Hótelinng.) LOKAÐ Jóladagur LOKAÐ 09:00-20:00 LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 2. Jóladagur LOKAÐ 08:00-20:00 08:00-11:00 LOKAÐ 19:00-02:00 Gamlársdagur LOKAÐ 08:00-20:00 08:00-11:00 08:00-13:00 (Hótelinng.) LOKAÐ Nýársdagur LOKAÐ 09:00-20:00 14:00-16:00 LOKAÐ LOKAÐ Gistideild Hótel Esju verður lokuð frá hádegi 24. desembertil 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti. HOTEL LOFTLEIÐIR Vinsamlegast geymið auglýsinguna. ííl.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.