Þjóðviljinn - 29.12.1982, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. desember 1982
Skák
Gætum
tungunnar
Sagt var: Þar voru mættir fulltrú-
ar tveggja samtaka.
Rétt væri: Þar voru komnir full-
trúar tvennra samtaka
Betur færi þó: ..fulltrúar frá
tvennum samtökum.
( Ath.: Orðið Samtök er ekki til í
eintölu.)
I þeirri slæmu færð sem víðast hvar er á götum borgarinnar er nauðsynlegt að kunna fótum sínum forráð. -
Ljósm. Atli.
Karov aö taffli - 72
Vladimir Tukmakov var á tímabili
talinn efnilegasti skákmaður Sovétr-
íkjanna ekki síst eftir frammistöðu
sína á alþjóðlega mótinu í Buenos
Aires 1970 þegar hann varð í 2. sæti
á eftir Fischer. En á árunum frá 1972
fór að bera á stöðnun, eða öllu heldur
afturför. Á millisvæðamótinu í Len-
ingrad gekk honum t.a.m. herfilega
og e.t.v. hefur Karpov átt sinn þátt í
því. Þeir tefldu saman í 3. umferð:
Tukmakov — Karpov
Staðan sem hér er komin upp er
furðulega auðug af möguleikum.
Hvítur sem er nýbúinn að gefa frá
skiptamun missir af besta möguleika
sínui.i til mótspils...
31. Hb7?
(Best var 31. Dg6! með hótunínni 32.
Hb7. Svartur á þá úr vöndu að ráða
þar sem 31.- Kf8 strandar á 32. Dh7
og 31. - De7 strandar á 32. Hg4 Df8
33. f6! o.s.frv. Best leikur svartur
sennilega 31. - e4 en staðan er afar
óljós eftir 32. Kf1! (ekki 32. Hb7
Da1 + 33. Kh2 De5-! og vinnur þving-
að!) Hd2 33. Dxf6 gxf6 34. Hb7 Hf8
35. Hc5 og hvítur hefur nægilegt mót-
vægi fyrir skiptamuninn. Jafntefli er
hugsanleg úrslit.
31... he7!
32. Kf1 Hd2!
- og hverju hefði hvítur leikið eftir 33. -
Hb2? Jú ótrúlegt en satt 34. Dg6+!!
og svartur á ekkert betra en 34. - fxg6
35. Bg8+ Kh8 36. Bb3+ með jafn-
tefli. I þessari stöðu er allt mótspil
hinsvegar útilokað. Hvítur er einfald-
lega skiptamun undir, kóngurinn í
bráðri hættu. M.ö.o. tapað tafl. Hvítur
gafst þvi upp.
Eftir 3 umferðir á mótinu voru Kort-
snoj og Larsen efstir með 3 vinninga.
Karpov og Byrne voru í 3-4. sæti með
2V2 vinning.
Stærsti
lax sum-
arsins
27
punda
hængur
Þetta er stærsti laxinn sem
veiddist á stöng á liðnu veiðiári
íslenskra stangveiðimanna, að
því er skýrt er frá í nýjasta
Veiðimanninum.
Það er að sjálfsögðu veiði-
maðurinn sjálfur sem heldur á
feng sínum. Hann heitir Örn
Gústafsson og er frá Akureyri.
Þennan myndarlega iax, sem
er 27 punda hængur, nýrunninn
fékk Örn í Hálfholu í Laxá í
Aðaldal 17. júlí sl., á maðk og tók
viðureignin um 20 mínútur.
Um
515
miljónir
í seðlum
Um síðustu mánaðarmót voru
rétt tæpar 515 miljónir kr. í
seðlum í umferð og tæpar 35 milj-
ónir af mynt.
Seðlaveltan var tryggð með:
a) Gulleign samkvæmt verð-
skráningu Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins að upphæð kr. 29 miljón-
ir 686.110.
b) Erlend verðbréf í frjálsum
gjaldeyri og óveðbundnum að
upphæð 1 miljarður 808.834.791.
kr.
c) Inneign í erlendum bönkum
í frjálsum gjaldeyri að upphæð
451 miljón 233.466 kr.
Samtals gerir þetta í tryggingu
2 miljarða 285 754.367 kr. en sú
upphæð samsvarar 443.9% af
seðlum í umferð.
Þessar upplýsingar er að finna í
efnahagsreikningi Seðlabankans
frá síðustu mánaðarmótum.
„Oðruvísi
frímerki
yy
Hér eru hugmyndir að „öðru-
vísi“ frímerkjum, sem birtust í
tímariti alþjóða íþróttasam-
bandsins.
Vissulega væri skemmtilegt að
fá eitthvað þessu líkt inn á borð til
sín, sérstaklega líst mér vel á
skíðafrímerkið. Það þarf smá
ímyndunarafl og frjóleika til að
láta sér detta eitthvað þessu líkt í
hug. I það minnsta er það alltaf
verðug viðleitni að breyta út af
vananum, þótt ekki sé annað.
Hvað með íslenska frímerkja-
útgáfu? Eru engin önnur form til
en fernings- og rétthyrnings-
merki? Hvað með þríhyrning-
ana, hringi, sexstrendinga, keilu-
form eða eitthvað annað? Af
hverju ekki að breyta einu sinni
út af venjunni, póstmenn góðir?