Þjóðviljinn - 29.12.1982, Page 11

Þjóðviljinn - 29.12.1982, Page 11
Miðvikudagur 29. desembcr 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: Viöir Sigurðsspn ísland—Danmörk 22—21 Rossi frá í 6 vikur Paolo Rossi, ítalski knattspyrnu- dýrlingurinn sent á dögunum var kjörinn knattspyrnumaður ársins 1982 í Evrópu af France Football, verður frá vegna meiðsla næstu sex vikurnar að minnsta kosti. Fyrir nokkru rifnaði útúr vöðva á fæti Rossi og það tók sig upp á æfíngu í fyrradag. Hann missir líklcga af næstu sex deildaleikjum Juventus og jafnvel leik Kýpurbúa og Itala í Evropukeppni landsliða í febrúar. í kjöri France Football hafði Rossi nokkra yfirburði og hlaut 115 atkvæði. Alain Giresse, Frakkinn snjalli, kom næstur með 68, Zbign- iew Boniek frá Póllandi fékk 53, Bruno Conti, Ítalíu 48 og Karl- Heinz Runtmenigge, V-Þýskalandi, 47 en aðrir talsvert minna. - VS Óskadraumurinn rættist! Tekst strákunum að sigra Dani aftur í kvöld? Óskadraumur íslenskra hand- knattleiksunnenda rættist í gær- kvöldi; Danir voru lagðir að velli í Laugardalshöllinni í fjörugum og spennandi leik, 22-21. Tíu mörk- um minni sigur en síðast þegar þjóðirnar mættust, í leiknum eftir- minnilega á Akranesi, en virkilega sætur samt eftir frekar slakt gengi landsliðsins að undanförnu. Þetta var besti leikur liðsins hér heima í vetur og lofar bara nokkuð góðu. Við skulum vona að þetta sé skref í rétta átt og víst er að áhorfendur í Höllinni fengu mikið fyrir aurana sína í gærkvöldi. „Þetta var sigur sem við þurfum á að halda", sagði Brynjar Kvaran, markvörðurinn snjalli úr Stjörn- unni, í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn. „Þessi leikur er jákvætt framhald af leiknum við Ungverja í Austur-Þýskalandi, og þar á ég ekki síst við sjálfan mig. Mér gekk ágætlega þá og aftur nú. Vörnin er mikið að koma til og strákarnir eru farnir að gera sér grein fyrir því að varnarleikurinn er alltaf númer eitt. Ég vil engu lofa fyrir leikinn í kvöld, við gérum okkar besta, erum reyndar alltaf að því þó fólk virðist oft eiga erfitt með að skilja það. En þetta verður örugglega annar jafn spennandi leikur.“ Island náði þégar undirtökunum í gærkvöldi og komst í 4 -1 en eins og svo oft áður var sú forysta fljót að hverfa. Liðið komst að vísu í 8 - 5 en Danir jöfnuðu fljótlega og í leikhléi var staðan jöfn, 9-9. Síðan var hnífjafnt iangt fram í síðari hálfleik en Danir náðu þó aldrei að komast yfir. Úrslitin réðust á fjög- urra mínútna kafla; ísland breytti stöðunni úr 17 -17 í 21 -18 og í því átti Páll Ólafsson stóran þátt með tveimur glæsimörkum sem hann skoraði af gífurlegu harðfylgi. Danir minnkuðu muninn í 21 - 20 þegar 20 sekúndur voru eftir en Guðmundur Guðmundsson, besti maður íslenska liðsins, var aðeins nokkrar sekúndur að svara, 22-20. Dönum tókst að skora, 22-21, en fengu ekki færi á að jafna. ískyggi- lega nærri komust þeir þó, en þetta hafðist. Batamerkin eru greinileg í varn- arleiknum og markvarsla Brynjars Kvaran var stórkostleg.sérstaklega í síðari hálfleiknum, en þá varði hann átta skot. Gömlu gloppurnar skjóta þó upp kollinum í vörninni af og til og brotin eru á stundum ansi klaufa- leg. Sóknarleikurinn var þokka- legur en þar þarf enn margt að bæta. Páll Ólafsson er að koma til sem stjórnandi og seigla hans undir lokin var ómetanlegur þáttur í sigr- inum. Guðmundur var þó stjarna kvöldsins ásamt Brynjari. Hvað eftir annað sneri hann illilega á dönsku vörnina og skoraði sex glæsileg mörk auk tveggja víta- kasta sem hann nældi í. Hann minn- ist þessa leiks vafalaust lengi. Bjarni Guðmundsson komst ágæt- lega frá leiknum, svo og Kristján Arason. Alfreð Gíslason byrjaði ilia og það hafði greinilega slæm sálræn áhrif á hann. Sigurður Sveinsson er líka undir einhverjum slíkum álögum; við vitum hvað Alli og Siggi geta gert, en meðan sjálfs- traustið er ekki til staðar ná þeir aldrei að sýna nema brot af eigin- legri getu. Hans Guðmundsson komst þokkalega frá sínum hlut en er einum um of óbeislaður, enda lítt reyndur enn. Guðmundur og Kristján voru markahæstir með 6 mörk hvor, Kristján með 4 úr vítaköstum. Páll skoraði 3, Bjarni 2, Hans2, Sigurð- ur, Þorgils Óttar og Steindór, sem lék sinn 100. landsleik, eitt hver. Danir eru alltaf jafn Iétt leikandi og mjög hreyfanlegir, bæði í vörn og sókn. Þar er sterkt íið á ferð eins og alþjóð veit og það verður erfitt að endurtaka þennan leik gegn þeirn. Atkvæðamestir þeirra voru Erik Rasmussen, Michael Ström og Per Skaarup sem skoruðu 4 mörk hver en einnig bar nokkuð á Morten Stig Christiansen og Jens Erik Röepstorff. Vestur-þýsku dómararnir voru ekki nægilega samkvæmir sjálfum sér og því í slakara lagi. Hvorugt liðið hagnaðist þó að ráði á dóm- gæslu þeirra. Kristjan Arason brýst í gegnum dönsku vörnina og skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum í gær- kvöldi. Mynd: -eik Enska knattspyrnan: x ______________________________________ Forest og United fengu skelli! Liverpool hefur sex stiga forystu eftir jafntefli í Sunderland Staða Liverpool á toppi 1. deildar ensku knattspyrnunnar styrktist enn í gær. Liverpool gerði inarkalaust jafntefli við Sunder- land á útivelli á mcðan Nottingham Forest tapaði fyrir Everton á Goo- dison Park og Manchester United fékk skell á Highfíeld Road gegn Coventry. Forysta Liverpool er nú sex stig. Leikur Everton og Forest þótti ekki góður knattspyrnulega séð en baráttan var þeim mun meiri, sér- staklega af hálfu heimaliðsins. Everton tók forystuna á 24. mínútu með marki Graeme Sharp úr vít- aspyrnu og hann bætti öðru við eftir sendingu frá Peter Reid, besta manni Everton. Á 57. mínútu jók Steve McMahon forystuna í 3-0 en Steve Hodge lagaði stöðuna fljót- lega fyrir Forest með góðu skoti, 3-1. Everton átti hættulegri færi það sem eftir var og Steve Sutton markvörður Forest varði tvívegis stórkostlega frá Gary Stevens og hinum hættulega Kevin Sheedy. Garry Birtles og Colin Todd hjá Forest meiddust báðir og það getur komið liðinu illa næstu dagana. „Við hefðum átt að vinna 25-0“ fullyrti Ron Atkinson stjóri Manc- hester United á mánudag eftir markalausa jafnteflið við Sunder- land en hann þagði i gær þegar Un- ited fékk skell. 3-0, í Coventry. Peter Hormantschuk skoraði fyrsta markið af 40 m færi og Mark Hateley bætti öðru við eftir send- ingu Steve Whitton. Þriðja markið kom fljótlega í síðari hálfleik, fal- leg sending Paul Dyson kom Jim Melrose á auðan sjó og hann ekki í vandræðum með að skora. Coven- try hefur tekið mikinn kipp að undanförnu og er óvænt komið í hóp efstu liða 1. deildar. Úrslit í gær: 1. deild: Coventry-Manch.United.............3-0 Everton-Nottm.Forest..............3-1 Manch.City-W.B.A..................2-1 Norwich-Luton Town................1-0 Notts County-Stoke................4-0 Southampton-Arsenal...............2-2 Sunderland-Liverpool..............0-0 Tottenham-Brighton................2-0 2. deild: Cambridge-Cr.Palace...............i-o Carlisle-Middlesborough...........1—3 Chelsea-Fulham....................o-0 Grimsby-Newcastle.................2-2 Leeds-Bolton......................1_1 Leicester-Barnsley................1-0 Sheffield Wed.-Rotherham..........0-1 Woives-Burnley....................2-0 3. deild: Bradford City-Wrexham.............0-0 Brentford-Gillingham..............1-1 Chesterfield-Sheff.Utd............3-1 Doncaster-Preston N.E.............2-0 Lincoln-Huddersfield..............1-2 Newport-Oxford....................1-2 Orient-Bournemouth................5-0 Plymouth-Cardiff..................3-2 Reading-Portsmouth................1-2 Southend-Millwall.................1-1 4. deild: Blackpool-Tranmere................0-2 Bury-Hartiepool...................4-0 Chester-Stockport.................0-2 Colchester-Aldershot..............0-0 Crewe-Peterborough................0-3 Darlington-Hull City..............1-2 Halifax-Scunthorpe................3-1 Hereford-Bristol City.............1-3 Mansfield-Northampton.............2-0 Port Vale-Torquay.................1-0 Rochdale-York City................1-0 Swindon-Wimbledon.................0-1 Stoke átti aldrei möguleika gegn Notts County á Meadow Lane og heimaliðið skoraði tvö í hvorum hálfleik. Fyrst Gordon Mair, þá Ian McCulloch, Mark Goodwin það þriðja og McCulloch rak síðan endahnútinn, 4:0. Steve Kinsey skoraði fyrir Manc- hester City í fyrri hálfleik en fljót- lega í þeirn síðari jafnaði Ally Brown fyrir WBA. Þetta var hans 400. leikur fyrir Albion. Það var síðan gamla brýnið Dennis Tueart sem skoraði sigurmark City. Staða efstu liða 1. deildar eftir leikina í gær: Liverpool........21 13 5 3 50:19 44 Nott.For.........21 12 2 7 38:20 38 Nanch.City.......21 10 6 5 28:17 36 WestHam..........20 11 1 8 36:30 34 Coventry.........22 10 4 8 30:28 34 Watford..........20 10 3 7 37:23 33 Aston Villa.....20 10 1 9 30:27 31 Neðstu lið: Norwich..........21 6 5 10 24:35 23 Swansea..........20 6 4 10 28:33 22 Brighton.........21 6 4 11 19:40 22 Birmingham.......20 4 8 8 15:29 20 Sunderland.......21 4 7 10 24:37 19 Efstu lið 2. deildar: Wolves...........21 13 4 4 40:19 43 Q.P.R............21 12 4 5 32:19 40 Fulham...........21 11 5 5 42:28 38 Leicester........21 10 3 8 37:24 33 Sheff.Wed........21 9 6 6 32:23 33 Leeds............21 7 10 4 26:21 31 - vs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.