Þjóðviljinn - 29.12.1982, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. desember 1982
Maður ársins og annáll
Maður ársins í íslenskum bridge
1982 er Jón Baldursson. Sjaldan
hefur umsjónarmaður haft eins
mikla ánægju eins og nú, að til-
nefna einn einstakan spilara úr val-
inkunnum hópi gæðamanna, sem
óumdeilanlega er betur kominn að
nafngiftinni, heldur en Jón.
Það er ekki ýkja mörg ár síðan
Jón hóf spilamennsku og enn færri
ár síðan hann komst í þröngan hóp
okkar allra bestu spilara, fyrr og
síðar. Að telja upp þá titla og sigra
sem Jón hefur innbyrt síðustu mis-
serin, er ekki á færi þáttarins.
Aðeins minnt á, að hann er nv. ísl.
meistari í tvím. (sl. 2 ár) og sveita-
keppni, Reykjavíkurm. í sveita-
keppni, landsliðsmaður 1982 o.fl.
Fílósófi, sem hér á árum áður
sagði eitthvað á þá leið, að tímarnir
breyttust og mennirnir með, má
gjarnan eiga niðurlagið í þessari
grein.
Einu vill þó þátturinn koma að,
en það er dulítil dæmisaga um þró-
un bridgemála hér á landi. Ungur
frændi minn vakti furðu mína með
þekkingu sinni á Jóni Baldurssyni
hér um daginn. Þegar ég spurði
hann um önnur nöfn úr bridge-
heiminum, var fátt til svara.
Þetta varð að umhugsunarefni
fyrir mig, því ég er jú svona hér-
umbil á sama aldri og Jón, og svo
sannarlega erum við Jón ungir að
árum. Eða hvað?
Þátturinn óskar Jóni innilega til
hamingju með útnefninguna.
Áður hafa hlotið þessa útnefn-
ingu: Skúli Einarsson (’77), Ás-
mundur Pálsson (’78), Örn Arn-
þórsson (’79), Þórarinn Sigþórsson
(’80) og Stefán Guðjohnsen (’81).
Annáll 1982
Að venju lítum við yfir árið sem
nú er að kveðja, og gerum skil
helstu viðburðum í bridge.
íslandsmeistarar í sveitakeppni,
varð sveit Sævars Þorbjörnssonar.
Með honum voru: Þorlákur Jóns-
son, Jón Baldursson og Valur Sig-
urðsson.
{ 2. sæti varð svo sveit Þórarins
Sigþórssonar og í 3. sæti sveit Arn-
ar Arnþórssonar.
fslandsmeistarar í'.tvímenning,
annað árið í röð, urðu þeir Jón
Baldursson og Valur Sigurðsson.
Tvímælalaust okkar besta par þetta
árið. í 2. sæti urðu svo bræðurnir
Hermann og Ólafur Lárussynir og í
Ólafur Lárusson
skrifar um
bridge
3. sæti Ásmundur Pálsson og Karl
Sigurhjartarson.
Reykjavíkurmeistarar í sveita-
keppni varð sveit Sævars Þorbjöms-
sonar, með sömu skipan manna og
í ísl. mótinu.
í 2. sæti varð svo sveit Arnar
Arnþórssonar og í 3. sæti, sveit
Karls Sigurhjartarsonar.
Reykjavíkurmeistarar í tví-
menning 1982 urðu Guðmundur
Páll Arnarson og Þórarinn Sigþórs-
son. Þeir sigruðu með miklum
glæsibrag, en í 2.-3. sæti varð svo
sveit Sævars (drjúgir við kolann),
þeir Sigurður - Valur í 2. sæti og
Jón Baid. - Sævar í 3. sæti.
Bikarmeistarar í sveitakeppni
1982, varð sveit Jóns Hjaltasonar.
Með honum voru: Hörður Arn-
þórsson, Jón Ásbjörnsson, Símon
Símonarson og Hjalti Elíasson.
Þeir sigruðu kvennalandsliðið
okkar í úrslitum, sveit Estherar
Jakobsdóttur, sem stóð sig frábær-
lega í þessari keppni. Vonandi sjá
þær sér fært að keppa saman á kom-
andi ári, með hliðsjón af Evrópu-
móti í kvennaflokki 1983. Eitthvað
erindi ættu þær að eiga þangað,
ekki síður en karlalandsliðið okkar
síðustu árin.
Jólafundir SINE
veröa haldnir í Félagsstofnun stúdenta viö
Hringbraut dagana 29. desember 1982 og 3.
janúar 1983 og hefjast kl. 15 báöa dagana.
SÍNE-félagar eru hvattirtil að mæta allir sem
einn á fundinn.
Stjórn SÍNE
Starfsmaður óskast
í hlutastarf
Prentsmiðja Þjóðviljans
óskar aö ráða mann í hlutastarf við
hreingerningar, kaffihitun, o.fl. frá og meö
næstu mánaðamótum. Æskilegur vinnutími
7-10.00.
Upplýsingar gefur Jóhannes Harðarson í
síma 81333.
Blaðberar óskast
Bollagata - Hrefnugata
Gunnarsbraut
Bogahlíð - Mávahlíð
Drápuhlíð - Eskihlíð
Fífusel - Flúðasel
Tjarnarbraut - Sólbraut
Kaplaskjólsvegur
Meistaravellir
Kársnesbraut frá 61
Digranesvegur frá 80
DIOOVIUINN
íslendingar tóku þátt í ýmsum
mótum á erlendum vettvangi síð-
asta keppnistímabil (þ.e. 1982).
Jón Bald. - Valur Sig., Sævar
Þorbj. - Þorlákur Jónss., tóku þátt
í NM og náðu 3. sætinu á eftir
Norðmönnum og Svíum og á
undan Dönum og Finnum. Sæmi-
legt það.
6 manna lið frá ísiandi tók þátt í
EM - í yngri flokk 1982. Fyrirliði
m/spilamennsku var Guðmundur
S. Hermannsson, aðrirvoru: Run-
ólfur Pálsson, Sigurður Vilhjálms-
son, Aðalsteinn Jörgensen, Stefán
Pálsson og Ægir Magnússon.
Liðið hafnaði í 16. sæti af 18
þjóðum, sem er frekar dapur ár-
angur. Undanfari þessa móts, var
Islandsmót í yngri flokk, sem hald-
ið var í 1. skipti 1982. Þar urðu
sigurvegarar sveit Runólfs Páls-
sonar og með honum voru: Sigurð-
ur Vilhjálmsson, Sturla Geirsson
og Hannes Lentz.
Tvö pör tóku þátt í Olympíumót-
inu 1982 í tvímenning. Það voru:
Hermann Lárusson - Ólafur Lár-
usson og Jakob R. Möller - Guð-
mundur S. Hermannsson.
Pörin náðu þokkalegum árangri,
þó ekki kæmust þau í úrslit.
Einnig spiluðu þau í Rosenblum
sveitakeppninni, sem er eins konar
óopinber heimsmeistarakeppni
sveita í opnu formi. Þar stóð sveitin
sig frábærlega framan af og spilaði
ávallt í efsta hluta mótsins, sem var
með Monrad-fyrirkomulagi. Undir
lokin dapraðist flugið nokkuð,
enda menn brðnir þreyttir á 15-16
klst. spilamennsku á sólarhring,
með töfum.
Stórmót Bridgefélags Reykja-
víkur og Flugleiða var haldið, að
venju með glæsibrag. 6 erlend pör
sóttu okkur heim, og þau ekki af
verri endanum. Dallas-ásarnir
Weichel - Sontag og Rubin - Beck-
er. Norska landsliðið Stabell -
Helness og Aabye - Nordby og
Breska landsliðið Rose - Sheean
og Coyle - Shenkin. Tvímælalaust
sterkasta mót sem hér hefur verið
haldið, miðað við nöfn þátttak-
enda og opinbera stigatölu á al-
þjóðlegum vettvangi. Weichel -
Sontag sigruðu tvímenninginn, en
Jón Ásbjörnsson og Símon Símon-
arson höfnuðu í 3. sæti, á eftir Sta-
bell og Helness frá Noregi.
Af öðium innlendumviðburðum
ársins 1982 má nefna að Kristófer
Magnússon var endurkjörinn for-
seti Bridgesambandsins. Guð-
mundur Kr. Sigurðsson varð átt-
ræður (og stjórnar með reisn enn).
Guðmundur S. Hermannsson
endurráðinn framkvæmdastjóri
Bridgesambandsins (umsjón með
skrifstofunni á Laugavegi).
Frá Bridgefélagi
Sauðárkróks:
8. desember var spilaður 14 para
Butler-tvímenningur. Röð efstu
para var:
stig
1. Garðar Guðjónsson -
Páll Hjálmarsson 50
2. Erla Guðjónsdóttir -
Haukur Haraldsson 28
3. Jón Ingólfsson -
Agnar Sveinsson 26
4. Baldvin Kristjánsson -
Jón Dalmann 21
5. Jón Jósafatsson -
Skúli Jóhannsson 19
6. Halldór Jónsson -
Júlíus Skúlason 8
Aðalsveitakeppni félagsins hefst
5. janúar.
Fréttatilkynning
frá
Bridgeklúbbi
Akraness
Nú er nýlokið haustsveitakeppni
klúbbsins. Spilaðir voru 16 spila
leikir og tóku 9 sveitir þátt í
keppninni. Sigurvegari varð sveit
Eiríks Jónssonar sem hlaut 141
stig. Auk Eiríks spiluðu í sveitinni
Jón Alfreðsson, Alfreð Viktors-
son, Guðjón Guðmundsson og
Ólafur Gr. Ólafsson.
2. Sveit Olivers Kristóferssonar
126 stig
3. Sveit Halldórs Sigurbjörnssonar
119 stig
Jólatvímenningur klúbbsins
hófst sl. fimmtudagskvöld með
þátttöku 20 para. Spilað er í
tveimur 10 para riðlum. Efstu pör í
riðlunum eftir fyrsta kvöldið urðu
eftirtalin:
A-riðill:
stig
1. Guðmundur Bjarnason -
Bjarni Guðmundsson 124
2. Búi Gíslason -
Jósef Fransson 119
3. Alfreð Alfreðsson -
Hallgrímur Rögnvaldsson 118
B-riðill:
1. Þórir Leifsson -
Oliver Kristófersson 126
2. Jóhann Lárusson -
Guðmundur Sigurjónsson 125
3. Eiríkur Jónsson -
Alfreð Viktorsson 120
Meðalskor var 108 stig. Spilaðar
verða tvær umferðir enn í
keppninni og næst verður spilað
fimmtudagskvöldið 30. des.
Frá Bridgedeild
Skagfirðinga
Síðastliðinn þriðjudag 14. des.
var spilaður tvímenningur í 14 para
riðli.
Efst urðu eftirtalin pör:
stig
1. Björn Hermannsson -
Lárus Hermannsson 184
2. Sigmar Jónsson -
Vilhjálmur Einarsson 182
3. Guðmundur Þórðarson -
Jón Andrésson 168
4. Baldur Ásgeirsson -
Magnús Halldórsson 167
5. Bogi Sigurbjörnsson -
Sævin Bjarnason 166
Bridgespilari ársins 1982, Jón
Baldursson.
Var þetta síðasta spilakvöld á
þessu ári.
Aftur verður hafist handa á nýju
ári með eins kvölds tvímenning 4.
jan. og svo aðalsveitakeppni
deildarinnar 11. jan. (16 spila
leikir), má reikna með góðri þátt-
töku því alls spiluðu 12 sveitir í ný-
afstaðinni hraðsveitakeppni. Þátt-
töku í sveitakeppninni ber að til-.
kynna til keppnisstjóra Kristjáns
Blöndals í síma 40605.
Að endingu óskum við öllum
velunnurum bridge-íþróttarinnar
gleðilegra jóla.
Með félagskveðjum
Þátturinn óskar bridgefólki góðs
komandi árs með þökkum fyrir árið
sem er að kveðja. Sérstakar þakkir
fá ötulir fréttafulltrúar bridgefélag-
anna, víða um land. Umsjónar-
maður vonar að einhver skemmtun
og fróðleikur hafi fengist við lestur
bridgegreina í Þjóðviljanum. Sam-
starfsfólki þakka ég samstarfið hér
á blaðinu, sem hefur verið með
miklum ágætur, enda þolinmótt
fólk sem á í hlut.
Sjáumst á nýju ári, 1983.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Ólafsvík - Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Ólafsvíkur verður í Sjóbúðum, Ól-
afsvík, fimmtudaginn 30. desember n.k. og hefst kl. 20.30.
Dagskrá: Aðalfundarverkefni.
Félagar fjölmennið. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Neshreppi utan Ennis
Almennur fundur verður í félagsheimilinu Röst sunnudaginn 2. janúar kl.
14. Fyrir svörum sitja Skúli Alexandersson alþingismaður, Kristinn Jón
Friðþjófsson og Svanbjörn Stefánsson. Umræðan snýst um landsmálapól-
itíkina, hreppsmálin og hið almenna félagsstarf. - Stjórnin
Alþýðubandalagið í Neskaupstað
Alþýðubandalagið í Neskaupstað heldur félagsfund
sunnudaginn 2. janúar kl. 16 í Sjómannastofunni.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra kemur á
fuhdinn. - Félagar fjölmennið. - Stjórnin.
Hjörleitur
Alþýðubandalagið Reyðarfírði
Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 2. janúar
kl. 16. Helgi Seljan alþingismaður verður á fundin-
um. Félagar, fjölmennið. - Stjórnin
„Flóamarkaður Þjóðviljans
Ný þjónusta við áskrifendur
Á fimmtudögum geta áskriíendur Þjóöviljans fengiö birtar smáauglýsingar sér
að kostpaöarlausu. Einu skilyröin eru aö auglýsingarnar séu stuttorðar og aö
fyrirtéeki eöa stofnanir standi þar ekki aö baki. Ef svo er, þá kostar birtingin
kr. 100.-
Hringiö í sima 31333 ef þiö þurfið að selja, kaupa, skiþta, leigja, ef ykkur
vantar vinnu, þið hafiö týnt einhverju eöa fundið eitthvaö. Allt þetta og fleira til
a heima á Flóamarkaöi Þjóðviljans.
DJOÐVIUINN
Skrifstofur vorar verða lokaðar fimmtu-
daginn 30. desember vegna útfarar Agn-
ars Kofoed-Hansens flugmáiastjóra.
Flugmálastjórn