Þjóðviljinn - 08.01.1983, Page 2

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8. - 9. janúar 1983 skráargatiö íþróttamaður ársins var útnefndur við hátíðlega viðhöfn í gær en það eru íþróttafréttaritarar sem kjósa um hann. Kosningin var vitanlega af- staðin svo að vitað var í þeirra hóp hver yrði valinn. Það hefur hins vegar verið þegjandi samkomulag um að láta það ekki vitnast fyrr en athöfnin væri afstaðin og búið væri að birta úrslitin formlega. Þetta ó- skráðasiðalögmál hafðiSigmundur O. Steinarsson, sem sér um íþrótt- afréttir í D&V, að engu í gær þegar hann birti úrslitin fyrirfram. Eru nú hinir íþróttafréttaritararnir æfa- reiðir og er jafnvel talið líklegt að þetta verði í síðasta skipti sem út- nefndur verður íþróttamaður árs- ins með þessum hætti og Samtök íþróttafréttaritara splundrist. A.m.k. þykir þetta ekki drengileg framkoma og enn síður íþrótta- mannsleg. Þœr fáu hræður sem fylgdust með af- greiðslu fjárhagsáætlunar Reykja- víkurborgar á næturfundi aðfarar- Silja: Tímaritsstjóri MM nótt föstudags voru sammála um það að skemmtilegustu ræðuna þar hefði flutt Magdalena Schram, full- trúi Kvennaframboðsins. Hún ræddi einkum kaup borgarinnar á gervigrasi, sem knattspyrnumenn eiga að æfa sig á, og dró fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem því voru hlynntir sundur og saman í háði. Sagði hún m.a. að kaupin á þessu grasi yrðu sennilega til þess að landsliðið í knattspyrnu yrði endanlega úr leik sem gjaldgengur aðili á alþjóðavettvangi. Ekki mun Magdalena með öllu ókunn knatt- spyrnumálum - enda úr þannig fjölskyldu. Reyndar kallaði hún grasið ekki gervigras heldur plast- gras. Undir ræðu hennar nikkaði Albert Guðmundsson til samþykk- is öllu sem hún sagði! Konur gera sig gildandi á æ fleiri vígvöll- um. Þorleifur Hauksson lét nýlega af störfum sem útgáfustjóri og rit- stjóri Máls og menningar. En hann hefur nú tekið við sendikennara- stöðu í Svíþjóð. í hans stað koma tvær konur. Þuríður Baxter verður útgáfustjóri en Silja Aðal- steinsdóttir ritstjóri Tímarits Máls og menningar. Meðritsjóri þeirrar síðarnefndu verður Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur. / I óveðrinu s.l. miðvikudag vakti það athygli að í útvarpinu kom tilkynn- ing um að Strætisvagnar Reykja- víkur væru nú hættir akstri á öllum leiðum. Ekki hafði sú tilkynning fyrr verið þirt en önnur kom frá Strætisvögnum Kópavogs þar sem tilkynnt var að ekið væri skv. áæti- un á öllum leiðum í Kópavogi. Þeir aka nefnilega á Ikarus-vögnum þar. Nœrmynd heitir einn af þáttum Helgarpósts- ins og hefur verið leitast þar við að varpa ljósi á þekkta menn. f blaðinu í gær er nærmynd af Jó- hannesi Nordal seðlabankastjóra og önnur eins lofgerðarrolla um annan mann hefur vart sést. Hann er sagður „leiftrandi gáfaður, hug- sjónamaður, ofurhugi, ljón helvíti greindur, þekking hans yfir- gripsmikil, duglegur, afkasta- mikill, þægilegur í samvinnu, ham- hleypa til verka, alltaf að miðla, á auðvelt með að láta aðra vinna fyrir sig, höfðinglegur karakter, veglyndur, sjaldnast að flýta sér, að jafnaði Ijúfur í samskiptum, með skothelda röksemdafærslu, les mönnum pistilinn í föðurlegum umvöndunartón, tekur fólk með trompi og sjarma, miðpunkturinn í hverjum selskap, hefur góðan húmor, gott skáld í góðra vina hóp, konum þykir hann sætur, nýtur mikillar virðingar og trausts er- lendis, vílar ekki fyrir sér að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, sá íslendingur sem er einna mest virtur erlendis, sendiherra númer eitt í hvaða krísu sem væri, ekki frekur, ágætur samningamaður, Þuríður: Útgáfustjóri MM mikill reglumaður, gerir sér engar grillur um sjálfan sig, hann lýgur ekki, aðgengilegri og mýkri maður en almennt er talið, hinn sterki maður í íslensku efnahagslífi, alltaf samkvæmur sjálfum sér, kjark- aður, mjög sannfærandi í mál- flutningi, maður sátta og samkom- ulags, kann list þess mögulega, með næmt pólitíkst nef, eins og ríki í ríkinu, fer á kostum í hagfræði, afbragð annarra manna, einstak- lega Ijúfur og hlýr maður í viðkynn- ingu, Hann Jóhannes er góður maður....“ Svo er bara einni spurn- ingu ósvarað. Hver er Jóhannes Nordal? Það er margt skrýtið í kýrhausnum. í óveðrinu í Reykjavík á þriðjudag- inn voru flest börn og kennarar mætt í einn skólann kl. 8 áður en óveðrið skall á. í stað þess að kenna út skólatímann og halda bönum í öruggu skjóli var ákveðið Arnór: Kennir nú lögreglunni að ganga taktinn að rjúfa kennslu kl. 10 - og senda börnin heim. Þá var óveðrið ein- mitt í sínum versta ham. Ekki er það algengt beint að íslendingar gerist hermenn en nú er nýbúið að skipa einn slíkan í embætti aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík. Hann heitir Arnór Sig- urjónsson og var herfræðingur og liðsforingi í norska hernum til skamms tíma. Nú kennir hann ís- lensku lögreglunni að ganga í takt. En hvað kom til að þessi ungi maður lagði hermennsku fyrir sig? Hann segir frá því í blaðaviðtali í gær. Hugmyndin varð til í eldhús- inu hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni á ísafirði árið 1974. Aðrir viðstadd- ir voru Styrmir Gunnarsson rit- stjóri Morgunblaðsins, Einar Kr. Guðfinnsson, núverandi vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nú og svo auðvitað Bryndís Schram. Sérkennileg meirihlutamyndun átti sér stað í borgarráði í Reykjavík á fimmtu- dag. Þá samþykkti borgarráð að Magdalena: Flutti skemmtilegustu ræðuna veita Landsvirkjun bakábyrgð vegna lántöku í japönskum yenum. Samþykktina gerðu Sigurjón Pét- ursson, Markús Antonsson og Magnús L. Sveinsson en á móti voru Guðrún Jónsdóttir og Albert Guðmundsson. Skömmu £ áður en gægjari varð að líma fyrir skráargatið vegna útkomu blaðsins hringdi til hans maður úr Norður- landskjördæmi vestra og sagði honum þau tíðindi að Eyjólfur Konráð Jónsson og Jón Asbergs- son væru nú að þreifa fyrir sér með sérframboð á móti Pálma Jónssyni og stuðningsliði ríkisstjórnarinnar innan Sjálfstæðisflokksins. Þrír forstjórar Bæjarútgerðar Reykja- víkur fá hver um sig bílastyrk sem nemur 1000 kílómetra akstri á mánuði. í borgarstjórn var bent á að þetta væri nú nokkuð ríflegt, - t.a.m. kæmust þessir ágætu herra- menn næstum hringveginn í mán- uði hverjum á kostnað BÚR. Ragnar Júlíusson, sein er reikningsmeistari hinn mesti og formaður stjórnar BÚR, var ekki lengi að slá máli á hlunnindin. Með bílastyrknum komast forstjórarnir nefnilega 8 sinnum hringveginn á ári hverju og einu sinni hálfa leið! Vinstri meirihlutinn er úti að aka, - það vissi ég, en að það væri svona dýrt, það vissi ég ekki, eru orð, sem nú- verandi borgarstjóri lét falla fyrir ári síðan þegar hann í minnihluta lagði til að bílakostnaður borgar- innar yrði lækkaður. Var Davíð minntur á þessi orð í borgarstjórn í fyrrinótt um leið og honum var bent á að nú væri hann úti að aka íyrir 16 miljónir króna á árinu! Hver verður lyga-laupur mán- aðarins? Lygasagan féll niöur um áramótahelgina en eftir var aö útnefna lygalaup desembermánaöar. Hann er enginn annar en Hraðfari en saga hans Hálendisferð birtist helgina 18.-19. desember. Og nú hefjum viö enn eina hringferö í janúarmánuöi og þeir sem fá sögur eftir sig í þeim mánuöi keppa um titilinn Lygalaupur janúarmánaðar. Öllum er frjálst aö senda lygasögu til blaðsins en æskilegt er þó aö þær séu ekki lengri en 1-2 vélritaðarsíður. SendistÞjóöviljanum, Síöumúla6, Rvík, c/o Guöjón Friðriksson, trúnaöarmál. Sagan sem nú birtist heitir Hosíló frá Hæli og er eftir Háværan á miöju gólfi: Hosíló frá Hœli Morgunútvarpið í Marokkó var ekkert miðað við það sem heima gerðist. Heima sagði frá nýjungum, svo sem því hvernig hægt væri að raka sig og rista brauð samtímis. Þess háttar uppátæki glöddu mig meðan ég var enn við líffræðistörf heima í Breiðafirði. Og þá dreymdi rnig auk þess aldrei um konuna. En þarna var ég staddur í Marrakesh á vegum Fastasjóðs Búnaðarsambands Suður- Breiðfirðinga og Kaupfélags- ins. Til stóð að selja Marokkó- mönnum þara úr Breiðafirði og rækta þar ytra. Daginn áður- hafði ég afhent forsetanum, Seyni Kountch, skriflegt erind- isbréf þessara aðila auk bless- unarorða Vigdísar Finnboga- dóttur. Bréfið afhentist forset- anum með milligöngu utanrík- isráðherrans, Daouda Diallo með konunglegri viðhöfn. Jafn- framt tók Seyni Kountch við heillaskeytum frá Devan Nair, forseta Singapore, og Bandom- in, konungi Belgíu, sem báðir hafa sýnt málinu mikinn áhuga. Það afbrigði er um ræðir var ræktað í þar til gerðri krukku og er gjarnan kallað Hosíló frá Hæli. Hosíló hafi ég með mér á leið minni þangað suður en hún var æði skrykkjótt, 12 dagar í Svíþjóð, auk þeirra daga sem ég eyddi á sýningu í Skotlandi, „The Highland Agricultural Show of Scotland". (Á þeirri sýningu flutti ég erindi um ís- lenskt sauðfé). Þykir mér svo sem Hosíló muni standa sig úr þessu. Sjálfur tók ég sótt í Mar- okkó ogfékk hitaköst. Fyrst var mér gefið mik'ið Campari en hliðarverkanir reyndust erf- iðar. Þegar sóttin ágerðist stökktu þeir á mig Jesúítadufti, en nú dugði lítið annað en anta- bus. Oft má lyf af eitri brugga! Ætlunin var að láta þara æxl- ast í kerjum og nota til þess sólarorku. Gróska reyndist geysimikil og varð mikið úr hrá- efninu. Ætlunin var síðan að vinna matvæli úr þaranum og flytja Bastarðaflutningi á tengi- vögnum. Allt gekk þetta eftir áætlunum og keyptu Svíar mest af þessu heilsufæði auk Ind- verja. Síðan var komið upp um- töluðu járnbrautaneti til norðurs og suðurs. Það spann- aði Asíu og Afríku auk Evrópu. Nú var svo komið að fyrir- tækið var orðið risafjöldþjóða- fyrirtæki og hafði í það mörgu að snúast, barst nafn þjóðar vorrar víða. Það fór þó svo að síðustu, að náttúruvemdarsamtök efndu til mótmæla gegn fyrirtæk- inu. Þeir sprengdu upp hengi- brúna yfir Gíbraltar sem var eitt mesta þrekvirki mannsins síðan Súmerar fundu upp hjólið. (Haldið er að „Færeyski- andspyrnuhópurinn" hafi verið þar að verki). Þetta slys minnti á slysið við Ashtabula gljúfur í Ohio fylki, rétt fyrir aldamótin, en stærðarmunurinn var samt hlægilegur. Vitanlega flúði ég gjaldþrotið. Nú er ég kominn til Pardúst- an með Hosíló, en ég átti ekki antabus til margra ára. Þorps- búar vitna til mín sem drukkna listamannsins sem teiknar fólk á servíettur. Hér gerist lítið, ég gæli við Hosíló á kvöldin og raula gjarnan vísuhnoð: Eru hérna hosa mín, öllum byggðum fjarri. Loga brúnaljósin þín, logum öðrum skœrri. Hávær á miðju gólfi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.