Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 5
Helgin 8. - 9. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Á nýliðnu ári létust um 15,3 miljónir barna af vannæringu, lélegri hreinlætisaðstöðu og skorti á lyfjum, heilsugæslu og hreinu vatni. Þar af voru 10,3 miljónir barna, sem ekki náðu eins árs aldri. Hinar 5 miljónirnar voru á aldrinum 1- 4ára. Yfirgnæfandi meirihluti þessara barna lifði í þróunarlöndunum. Á Indlandi einu dóu 3 miljónir barna, sem ekki náðu eins árs aldri. I Afríku dóu 2,6 miljónir og 800 þúsundir í Rómönsku Ameríku og álíka mörg í Kína. Að meðaltali dóu 40.000 börn á dag af þessum orsökum. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Árlega deyja um 5 miljónir barna af völdum niðurgangs, sem orsakast fyrst og fremst af óhreinu drykkjarvatni og ófullnægjandi heilsugæslu. Barn sem lifir við óhreint drykkjarvatn fær niður- gang 6-16 sinnum á ári. Aðrar al- gengar orsakir barnadauðans eru mislingar, stífkrampi, berklar og lömunarveiki, en auðvelt og til- tölulega ódýrt er að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma. Fái barn mis- linga eða kíghósta ofan í niðurgang eru líkurnar á dauða 400 sinnum meiri. Fjögur ráð Forstöðumaður barnahjálpar- Leiðrétting við minning- argrein um Skafta Magnússon Síðastliðinn fimmtudag birtist hér í blaðinu minningargrein um Skafta Magnússon, eftir Björn Eg- ilsson. Niðurlag greinarinnar hefur brenglast svo hastarlega að ekki er unnt að afsaka það. Rétt er niður- lag greinarinnar þannig: „Heimili Skafta í Suðurgötunni var friðsælt og gott. Indíana Al- bertsdóttir bjó þar með honum, ágæt kona, sem hugsaði vel um heimilið. Hún var yfirlætislaus, hrein og bein, en ekki málskrafs- mikil. Málskrafið var hjá okkur Skafta. Við töluðum alltaf um heima og geima, landsins gagn og nauðsynjar, menn og málefni og oft með kímilegum blæ. Við vorum ekki alltaf sammála, en þá kom það eins og af sjálfu sér að við ræddum ekki þar um. Skafti Magnússon er nú allur. í einrúmi á hljóðri stund er gott að minnast góðra vina, þegar þeir hafa horfið á braut." Lesendur blaðsins allir, - og þó einkum þeir, sem beinan hlut eiga að máli, - eru beðnir velvirðingar á þessari handvömm. -mhg Dagmar Rodin Laugardaginn 8. janúarkl. 16.00 verður opnuð sýning á verkum þýsku listakonunnar Dagmar Ro- dius í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3 b. Dagmar,sem er fædd í Bæjaralandi árið 1945, hefur stundað myndlist- arnám bæði í Þýskalandi og Hol- landi, auk fjögurra ára listasögu- náms. Sýning stendur fram á sunnudagskvöld 16. janúar. innar segir í skýrslu sinm að um fjórðungur barna í þróunarlöndun- um þjáist af vannæringu. I helming þessara tilfella er ekki beint um fæðuskort að ræða, heldur orsakast vannæringin af iðrasýklum, hita- sótt og sýkingum. Forstöðumaðurinn bendir á fjögur einföld og ódýr ráð til að draga úr barnadauðanum: - afturhvarf tii náttúrulegrar brjóstagjafar eftir hina „hörmu- legu tilhneigingu til notkunar mjólkurdufts" í löndum þar sem skortur er á ómenguðu vatni. - að gefa þeim börnum sem þjást af niðurgangi sykur og salt- blöndu, en það hefur reynst auka hæfni líkamans til að halda í sér vökva umtalsvert; - bólusetning allra barna gegn mislingum, barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, berklum og lömun- arveiki; - mánaðarlegt eftirlit og vigtun allra barna til þess að koma í veg fyrir vannæringu áður en hún kemst á alvarlegt stig. „Engin tölfræði getur endur- speglað þær tilfinningar er vakna við að sjá barn deyja með þessum hætti“, segir í skýrslu forstöðu- mannsins. „Að sjá móður sitja graf- kyrra tímunum saman með barn sitt í fanginu, horfa á höfuð þess hreyfast og reyna að hindra jafnvel þessa litlu hreyfingu, þar sem hún taki um of af þeirri litlu orku, sem eftir Iifir í líkamanum, að sjá hræðsluna í augum móður og barns, og að skynja síðan á ómældu augnabliki að lífið hafi slokkn- að...“ -ólg. í Afríku dóu á síðasta ári 2,6 miljónir barna af völdum vannæringar og hörgulsjúkdóma áður en þau náðu eins árs aldri. Skrifstofu- húsgögn Allar gerðir Sendum um allt land. Leitið eftir verði og greiðslukjörum ísiensk húsgögn inn á íslensk fyrirtæki HUSGOGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100 , fagra veröld... //

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.