Þjóðviljinn - 08.01.1983, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8. - 9. janúar 1983
af bsjarhellunni
og steyti á Smánarbergi.
Sundur þá leysir feigðar flök
og festir í jarðar iðri,
eitthvað burl flœmist öndin slök,
illverka reifuð fiðri.
Hér er sjálfsagt vísað til
Suðurnesja, og Naustavík er
einskonar tákn eða samnefnari
fyrir það hjálparleysi og aumingja-
skap íslendinga gagnvart her-
námsliðinu, semskýrasthefur birst
í Keflavík, Njarðvík og Helgu-
vík. Sá undirlægjuháttur hrekur
menn síðan í æ stríðari óláns-
straum og nú síðast á Smánarberg
það, sem á að herbergja nýja og
firnastóra eldsneytisgeyma fyrir
herinn.
Þessi þjónkun við hernaðar-
maskínuna er svo það feigðarflan,
sem á endanum leiðir til tortím-
ingar í iðrum jarðar, eftir að
kjarnorkan hefur leyst hana
sundur. En óvíst er, hvert andinn
flæmist að því loknu. Kannski
hefur ráðherranum þá orðið
hugsað til sjálfs sín og allra ann-
arra sem ábyrgð bera á þeim
óhappaverkum að ofurselja land
sitt og þjóð í fjötra stríðsbanda-
Utgs og hersetu. En þau illvirki
voru af sumum frarnin vegntt
slakrar og öskýrrar hugsuiiar.
seni jafnvel reifaði hernaðarjálka
á fiðri friðardúfu.
Svona hefur vesalingur minn af
veikum mætti reynt að kafa í
ræðudjúp forsætisráðherra. Og
sé eitthvað af þessu rélt skilið, þá
er það vissulega mikil hetjubjart-
sýni að sjá hátignarskæran og
fagran vonardag vera að renna
upp þrátt fyrir allt.
Arni í Botni
Kjartan________________
Ólafsson
skrifar
Frjáls sóun þýðir höft á
kaupmáttinn
Sannlcikurinn er einfaldur og
hann er sá, að takist okkur ekki
að auka útflutningstekjurnar, þá
eru aðeins tvær leiðir til, ef fprð-
ast á erlenda skuldasöfnun. Onn-
ur er sú, að setja meiri eða minni
hömlur á gjaldeyriseyðsluna og
þá sóun, sem lýsir sér í þriðjungs
aukningu á almennum vöruinn-
flutningi á þremur árum. Hin
leiðin er sú að ráðast á kaupget-
una í landinu, skera hana stórlega
niður og draga þannig úr eftir-
spurn eftir erlendum vörum. Þeir
sem hafna annarri leiðinni vclja
um leið hina, nema sökkva eigi
þjóðarhúinu í skuldir. Svo einfalt
cr það.
Alþýðubandalagið eitt flokka
hefur sctt fram tillögur um tíma-
hundnar takmarkanir varðandi
innflutning nokkurra vöru-
flokka. Fulltrúar annarra stjórn-
málaflokka virðast hins vegar
flestir telja hömlulausan innflutn-
ing vera sitt æðsta boðorð, -
lögmál sem aldrei megi víkja frá.
Það er æpt um höft og bönn,
þótt allir viti að sú gífurlega
aukning innflutnings á erlendum
vörum, sem hér hefur átt sér stað
síðustu þrjú ár hefur ekki orðið
fyrir nauðsyn heldur er hún nið-
urstaða sjálfvirks sóunarkerfis.
Reykjavík
eða Róm?
Mál er að takmarka þá gegn-
darlausu sóun, sem þessu kerfi
fylgir, þvi ella halda hinar er-
lendu skuldir áfram að vaxa okk-
ur yfir höfuð jafnframt því sem
atvinnutækifærum við innlendan
samkeppnisiðnað fer fækkandi
og möguleikar til að greiða skuld-
irnar fara minnkandi.
Hér er um eitt okkar stærsta
sjálfstæðismál að ræða. Spurn-
ingin er: Eru það EFTA og Efna-
hagsbandalagið sem hér eiga að
stjórna, eða ríkisstjórn íslands?
mönnum er meginstefnan að
markmiðinu ekki nægilega ljós.
En hún er vitaskuld sú að vægja í
engu fyrir auðhringnum, fremur
en gert var í sjálfstæðisbaráttunni
við Dani og langhelgisstríðinu við
Breta þegar á heildina er litið.
Það tók okkur hundrað ár að
vinna sigur í fyrra skiptið og 25 ár
í hið síðara. Við þurfum því ekki
að reka upp neitt örvæntingaróp
eftir 2 ár einsog Guðmundur G.
Þórarinsson.
Reyndar vilja sumir skilja orð-
ið hléborð hér sem bakborð, þ.e.
vinstri hiið skips, og kæmi þá nýr
dráttur í myndina. Því að auðvit-
að er engin skynsemi í neinni átt,
nema þeirri sem stefnir til vinstri.
Þriðja vísan hljóðar svo:
Ónýtan knörinn upp á snýsl,
aldan því kinnung skellir
örvœntingar því ólgan vísl
inn sér um miðskip liellir.
Hér mun utan vafa átt við þau
áföll, sem stjórnarskútan verður
fyrr, þegar áðurnefnd hægri ör-
vænting grípur Framsóknarmenn.
sem hér er líkt við miðskip, eftir
að þeir samþykktu á síðasta
flokksþingi að heita miðjuflokk-
ur. Fjórða og fimmta vísa eru
sjaldan birtarí lestrarbókum, en
ugglaust hefur ráðherra þó einnig
haft þær bak við brageyrað:
Bílur mér fyrir nesin naum.
í Nausiavík hjálpar hvergi,
óláns þvi hrekst í striðan straum
ritstjórnargreín
Að vanda hraut margt spaklegt
og djúphugsað af vörum fyrir-
manna þjóðarinnar um ára-
mótin. Ekki er til þess að ætlast,
að þeir útlisti öll orð sín af ná-
kvæmni og smámunasemi. Okk-
ar hinna er að ráða í og skilja.
Eitt af því sem nú jók eftirtekt
mína voru lokaorð þau, sem for-
sætisráðherra tók af munni Bólu-
Hjálmars í áramótaávarpi sínu:
Sýnisl mér J'yrir handan huf
hálignurskœr og fagur
brotnuðum sorgar öldum af
upp renna vonar dugur.
Þetta er síðasta erindið af 6 í
kvæðinu Sálarskipið.
Vart mun nokkur reikna með
öðru en bókmenntasinnaður
maður einsog Gunnar Thorodd-
sen skoði jafnan upphafið á
undan endinum í þessum efnum
sem öðrum og allur fyrri hluti
kvæðisins hafi því verið undir-
skilinn í bakþankanum. En þá
öðlast ræöulok hans þvílíka dýpt,
að óvíst er fyrir lítt sjóaða, hvern-
ig á að botna. Fyrsta erindið er
svona:
Sálurskip mitt fer hallt á hlið
og hrekur lil skaðsemdanna,
af þvi það gcngur illa við
andviðri freislinganna.
Innflutningur og
erlendar skuldir
Á árinu 1982 er talið að
viðskiptahallinn í utanríkisvið-
skiptum okkar íslendinga hafi
numið um 3.200 miljónum
króna, eða um 10,5% af allri
þjóðarframleiðslunni. Árið áður
var viðskiptahallinn um 5% af
þjóðarframleiðslunni og spáð er
að á því ári, sem nú er nýlega
byrjað, verði hallinn á okkar
utanríkisviðskiptum um 6% af
þjóðarframleiðslu.
Gangi þetta eftir, þá má ætla,
að á þremur árum 1981 til 1983
verði viðskiptahallinn samtals
millióiOOO og7000 miljónir króna,
eða nokkuð yfir 100.000,- krónur
á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu í landinu, og er þá reiknað
á verðlagi ársins 1982.
Viðskiptahallinn veldur
skuldasöfnun
Þessi mikli viðskiptahalli er tví-
mælalaust stærsta efnahagsvand-
amál okkar íslendinga nú.
Það er þessi alvarlegi viðskipta-
halli, sem veldur mestu um það
að erlendar skuldir okkar íslend-
inga hækkuöu á síðasta ári úr því
að vera um 37% þjóðarfram-
leiðslunnar og upp í 45% af
þjóðarframleiðslu að því er áætl-
að er. Þarna er að sjálfsögðu
augljóst samhengi á milli. Því
meiri viðskiptahalli, þeim mun
meiri erlendar skuldir og því
hærri greiðslubyrði af þeim
skuldum, - en greiðslubyrðin er
talin hafa numið á síðasta ári um
23% af útflutningstekjum.
En er þá viðskiptahallinn
eitthvert náttúrulögmál, eða
óviðráðanleg afleiðing krepp-
unnar? - Svo er ekki að öllu
leyti. Við skulum láta bíða að
ræða möguleika okkar á auknum
útflutningstekjum, sem vissulega
eru nokkrir, - þar er önnur leiðin
til að draga úr viðskiptahallan-
um. Hin leiðin er betri meðferð á
þeim dýrmæta gjaldeyri sem
aflað er.
Vöruinnflutningur jókst
um þriðjung á 3 árum
Og hvernig höfum við staðið
okkur í þeim efnum? Lítum til
baka. - A árinu 1979 voru hér
allar verslanir fullar af erlendum
varningi. Enginn minnist nokk-
urs skorts á erlendum vörum frá
því ári. Samt sem áður jókst inn-
flutningur á almennum vörum að
magni til um 11.2% árið 1980,
um 9.8% árið 1981 og enn um
10.5% á fyrstu átta mánuðum
síðasta árs. Með öðrum orðum: Á
síðasta ári var innflutningur á al-
mennum vörum til landsins orð-
inn fullum þriðjungi mciri að
magni til heldur en verið hafði
þremur árum fyrr. Og þessi tala
hefur sjálfsagt ekki breyst mikið,
þótt e.t.v. hafi eitthvað dregiö úr
innflutningsæðinu á allra síðustu
mánuðum ársins 1982, en um það
liggja ekki fyrir tölur.
Á sama tíma og útflutnings-
framleiðslan drcgst saman af
ástæðum, sem illt var að ráða við,
- ekki síst vegna minnkandi sjá-
varafla - þá er haldið áfram að
moka inn í landið crlcndum vör
um og það svo að magnið eykst
um 33% á þremur árum, þótt við
höfum haft meira en nóg af er-
lendum varningi við upphaf þess
tímabils.
Afleiðingin er að sjálfsögðu
meiriháttar viðskiptahalli og veru-
leg aukning erlendra skulda, því
hér gilda nákvæmlega sömu
lögmál fyrir þjóðarbúið og
sérhvert heimili, að sá sem magn-
ar eyðsluna þegar tekjur fara
lækkandi, hann étur upp þær
eignir sem fyrir voru og sekkur
fyrr en varir í botnlausar skuldir.
En þegar um stöðu þjóðarbús-
ins er rætt í þessum efnum, þá
kemur hins vegar dálítið furðu-
legt í Ijós, og það er þetta:
Frelsi skuldanna
Margir þeir stjórnmálamenn
sem hæst hrópa um hættuna af
crlcndum skuldum, þeir vara þó
ennþá sterkar við því að nokkrar
minnstu hömlur verði settar á
hinn brjálaða innflutning til
landsins.
Það er eins og þessir stjórn-
málamenn séu slegnir algerri
blindu og sjái ekkert samhengi
milli þeirrar sóunar á gjaldeyri,
sem kemur fram í þriðjungs
aukningu almenns vöruinnflutn-
ings á örfáum árum annars vegar
og alvarlegrar erlendrar skulda-
söfnunar hins vegar. Þetta tvennt
er þó í reynd eitt og sama málið, -
hin hömlulausa gjaldcyriseyðsla
er örsökin - hin crlenda skulda-
söfnun afleiðingin.
Þeir sem mæla gegn erlendri
skuldasöfnun en með hömlu-
lausum innflutningi við núver-
andi aðstæður í gjaldeyrismálum
vita annað hvort ekkert hvað þeir
eru að tala um, eða mæla gegn
betri vitund í blekkingaskyni
vegna atkvæðaveiða. - Og enn
fjarstæðukenndari verður slíkur
málflutningur þegar skjótfengnar
kjarabætur öllum til handa eiga
að fylgja alfrjálsum innflutningi
og það án erlendrar skuldasöfn-
unar.
Á þremur árum hefur almennur vöruinnflutningur aukist að magni um fullan þriðjung.
Nú er ekki að vita, hvort fors-
ætisráðherra á við eigið sálarskip
eða þjóðarsálarskútuna. En ekki
er ósennilegt, að hann telji sig og
þjóðina nokkurnveginn eitt og
hið sama einsog þekktir þjóð-
höfðingjar í mannkynsögunni.
Og þá er augljóst, að fólkið er að
sligast og hrekjast í ógöngur, af
því það lætur um of freistast af
þessa heims gæðum. Að öðrum
kosti væri trúlega átt við sætleika
valdsins, sem hefði freistað ráð-
herrans persónulega. Næsta vísa
er á þessa leið:
Sérhverjum undan sjó ég slœ.
svo að hann ekki fylli,
en á hléborðið illa ræ,
áttina Uepasl grilli.
I lér er nærtækast að líta svo á,
að fyrri hlutinn a.m.k. eigi við
ráðherra sjálfan, sem óneitan-
lega hefur vikið sér fimlega
undan mörgu tilræöi stjórnarand-
stöðunnar og tekist að halda
ríkisstjórnarfleyi sínu á floti. Á
hinn bóginn hefur hann og
reyndar ríkisstjórnin og þjóðin
öll róið heldur slælega á það
borð, þar sem þó væri unnt að
taka vel á,t.d. íálmálinu. Og það
stafar auðvitað af því, að
Bólu-Hjálmar
Gunnar Thoroddsen