Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 11
um sem Svíþjóð var auðugt af. fór hraðvaxandi. Útflutningur á málmum þessum færði sænska rík- inu mikinn auð, og auk þess komu Svíar sér nú upp miklum málmiðn- aði. Gerðist þessi efling iðnaðar og verslunar í bandalagi við Niður- lönd nyrðri. mesta fjármála- og siglingaveidi samtímans. I stríöum við Rússa og Pólverja kræktu Svíar sér þar að auki í Ingermanland (fyrir botni Kirjálabotns, þar sem Leníngrad stendur nú), Lavland (suðurhluta Eistlands og norður- hluta Lettlands) og flestar hafnir og árósa í Prússlandi (síðar Austur- Prússlandi), sem hafði í för með sér að ineirihluti hinnar miklu og arðvænlegu verslunar milli Austur- og Vestur-Evrópu fór nú í gegnum sænskar hendur, er þýddi rokna- tekjur fyrir sænska ríkið. Mikill ráðamaður með Svíakonungi var kanslari hans, Axel Oxenstierna, líklega mikilhæfasti stjórnmálam- aður Evrópu á þeirri tíð, gætinn og ekki síður slunginn en Richelieu kardínáli hinn franski og trúlega meiri vitmaður. Þeir Gústaf Adólf mynduðu einstaklega vel heppnað tvíeyki. Gústaf Adólf var lengi í háveg- um hafður meðal Lútherssinna sem trúarhetja, en hafa verður í huga að á þeim tíma urðu evrópsk stjórnmál og trúmál oft ekki að- skilin, frekar en nú á dögunr nreðal Múhameðssinna. Ofstækismaður var hann að minnsta kosti ekki og var reiðubúinn til meira umburðar- lyndis gagnvart Kalvínssinnum og jafnvel kaþólikkum en þá var al- gengt um trúbræður híins. En hug- sjónantaður var hann og helsta hugsjón hans máttur og dýrð Svía- veldis. Þá var þjóðernisrómantík og fornaldardýrkun komin í tísku meðal Svía, og var þetta ekki síst tengt Gotum hinum fornu, sem upp- runnir voru úr Svíþjóð. Lifði Gústaf Adólf sig inn í allt það af miklum ákafa og leit á sig sem arf- taka fornfrægra Gotakonunga á borð við Berik og Totila. Wallenstein Aðalandstæðingur hans í þrjátíu ára stríðinu hét fullu nafni Al- brecht Václav Eusebius von Valds- tjen (eða Valdstýn), á þýsku kall- aður Waldstein. Schiller skáld fann síðar upp á því að kalla hann Wall- enstein. og hefur liann orðiö þekkt- astur undir því nafni. Fjölskylda hans var mótmælendatrúar, en sjálfur snerist hann til kaþólsku á unga aldri, gekk í lið með keisaran- um gegn löndum sínum og fékk, þegar þeir höfðu verið sigraðir, að taka til sín bróðurpartinn af jarðeignunt bæheimsku aðals- mannanna, sem þá urðu landflótta, fyrir lítinn pening. Varð hann þar með ríkasti rnaður keisaradæmis- ins ogsleppti síðan engu tækifæri til að auka auð sinn. Wallenstein var snjall stjórnmálamaður og hers- höfðingi og ekki síður útundir sig í fjármálum. Keisarinn setti hann yfir her sinn og kont hann þá upp kerfi, sem vart átti sinn líka á þeim tímum. til aðfæða herinn ogstanda undir herkostnaði. Þótt ágjarn væri til fjár og landa, var hann jafnframt hugsjónamaður, og líklega þýskari í sér í vissum skilningi orðsins en flestir framámenn Þjóðverja um þær mundir. Hugsjón hans virðist hafa verið sú, að sameina þýska ríkið í eina heild undir sterku mið- stjómarvaldi, og jafnframt lét hann sig dreyma um að herja á Tyrkjann og taka Konstantínópel. Ef draumar hans hefðu orðið að veru- leika, hefði komið til sögunnar í Evrópu nýtt stórveldi, er að mann- fjölda og víðáttu hefði orðið hliðstætt Kínaveldi, ntógúlaveld- inu á Indlandi, Rússlandi og Tyrkjaveldi. En þrátt fyrir þessa stórþýsku drauma voru nánustu vinir hans Tékkar. Sœnsku sverðin bíta Gústaf Adólf fékk í fyrstu lítinn stuðning frá mótmælendafurstun- um, sent höfðu takmarkaða trú á getu sænska hersins og töldu þar að auki, að aðalerindi Svíakonungs, Helgin 8. - 9. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 jafnframt því að hindra sameiningu Þýskalands, væri að afla Svíþjóð ítaka íNorður-Þýskalandi, sent var auðvitað hverju orði sannara. Hinsvegar tók mótmælendatrú- aður almenningur konungi af slík- unt fögnuði, að jaðraði við ntúg- æði. Kaþólska kirkjan var nteð af- brigðum illræntd a þeim slóðum og ekki hafði hernaður kaþólsku herj- anna bætt þar um. í augunt hins óbreytta, lútherska Þjóðverja var Gústaf Adólf, „Ijónið úr norðri", goðumlíkur frelsari, og var í því sambandi vitnað í sjáendur ýntis- konar, sem spáðu í stjörnurnar, Biblíuna og fleira. Og hið kaþólska Frakkland, sem miklu heldur vildi sundrað og lútherskt Þýskaland en kaþólskt og sameinað, tók að sér að greiða drjúgan hluta herkostn- aðar Svía. Sundurlyndi kaþólikka í þýska ríkinu varð Svíakonungi einnig að liði. Wallenstein var eng- inn ofstækismaður í trúmálum, frekar en Gústaf, og fús til unt- burðarlyndis gagnvart mótmælend- um gegn því að þeir gengjust und- ir hlýðni við keisarann. Kaþólsku furstarnir höfðu illan bifur á honum af þeim sökunt og ekki síð- ur vegna fyrirætlana Itans unt aukið keisaravald. Fengu þeir knúið Dagur Þorleifsson skrifar Svt'a, fransks og hollensks fjár- ntagns og foringjahæfileika Gú- stafs Adólfs. Fram að þessu hafði spænsk herskipan um skeið þótt gagnast hvað best; Spánn varð nteð landafundunum forustuveldi álf- unnar í hermálum sem fleiru. Spánverjar og þeir, sem af þeirn lærðu herskap, fylktu einkum á þykktina; aðlahereiningin var alið Gústafs var og skæðara en áður hafði sést á evrópskunt víg- völlum. Fallbyssurnar höfðu til þessa verið það þungar, að miklum erfiðleikunt var bundiö aö færa þær út staðóg kontu þær því oft að litlu haldi nema í upphafi bardaga. Fall- byssur Svía voru hinsvegar það léttar, að auðvelt var að færa þær úr stað í fljótheitum og sumar Skissa af stöðu Svía og fjandmanna þeirra áður en orrustan í Lútzen hófst 6. nóv. 1632. keisarann til þess að svipta Wallen- stein herstjórn, og var þá keisara- herinn einnig settur undir stjórn Tillys. Fundur þeirra Gústafs Adólfs og Tillys varð við Breitenfeld í sax- neska kjörfurstadæminu, norður af Leipzig, 17. september 1631. Jó- hann Georg, kjörfursti af Saxlandi, sá öflugasti af mótmælendafurst- unum. sem til þessa hafði leikið tveim skjöldum og stundum barist nteð keisaranum, hafði þá gengið í lið með Svíum, og höfðu þeir Gúst- af Adólí til samans 42.(1(10 manna lið, á móti 35.000 mönnum Tillys. En sá liðsmunur kom að litlu haldi, því að saxneski herinn var beggja blands, líkt og kjörfurstinn, og brast fljótlega í hann flótti. Gátu keisarans menn þá sótt að sænska hernum frá hlið. En Svíum tókst undraskjótt að ntynda þar nýja varnarlínu og meira að segja hefja öflugar gagnárásir á allri orrustu: línunni. Er birtu brá, var kaþólski herinn gersigraður og á flótta. Tilly, sent þá var kominn yfir sjöt- ugt, slapp með lífi undan en særður, en talið er að unt 20.000 manna hans hafi legið eftir á víg- vellinum eða verið kvistaöir niöur af sænska riddaraliðinu á flóttan- unt. Af sænska hernum féllu rúm- lega 2000. Nýskipan í hermálum I einni svipan varð mönnum nú ljóst um alla Evrópu, að sænski herinn var orðinn sá skæðasti þar í álíu, í krafti hins nýja málmiðnaðar svokölluð tercio (tertsía). þéttskip- aður ferhyrningur um 155 manna. Voru flestir þeirra lensuliðar og lensurnar urn sex metra langar, oddurinn sem á broddstöfum. Stóðu lensuliðarnir í röðum, hverri aftur af annarri, og áttu þcir í aftari röðunum að geta smeygt lensum sínum fram á milli félaga sinna, er framar stóðu. Allt í kringum fer- hyrning lensuliðanna var raðað byssuliðum, og varætlast til þess að lensuliðarnir gætu haldið lensun- um fram yfir höfuö þeim og á niilli þeirra og hlíft þeim þannig; byssu- hólka þeirrar tíðar tók æöitíma að hlaða og voru skotliðarnir varnar- lausir á meðan. Tertsíurnar voru einkar öflugar til varnar og riddara- lið var gagnslítið gegn þeim, því að riddararnir komust ekki í högg- færi fyrir lenskuskóginum, sem stóð fram úr fylkingunni svo met- rum skipti. En heldur voru þessar fylkingar stirðar í vöfum. Við nýskipan sína í hermálum hafði Gústaf Adólf í sumu farið eftir fyrirmyndum frá Hollending- um, sem mikla æfingu höfðu í að fást við spænska lieri, og Pólverjum, sem þá um skeið höföu haft skæðasta riddaralið álfunnar. I Iann fylkti meira á iengdina og aðalhereiningar hans voru smærri, fjögur til fimm hundruð manns í hverri. Hann lagði stóraukna áherslu á þjálfun liösins og hafði fleiri undirforingja en áður hafði verið títt. Gerði þetta að verkum að hersveitir hans uröu viðbragðs- fljótar og snarar í snúningum. Gúst- af Adólf hafði og rneira skotlið en áður tíafði veriö tíökað og í stað þess að halda upp jafnri ogstöðugri skothríð, að tíætti Spánverja og annarra, lét hann sem flesta menn sína skjóta í einu, og helst ekki fyrr en þeir voru næstum komnir í höggfæri viö andstæðingana. Síðan æddu fram riddarar og lensuliðar og gerðu út af við óvinahersveitirn- ar, áður en þær voru búnar að jafna sig eftir skothryðjurnar. Stórskot- þeirra voru stórum hraðskeytari en áður hafði þckkst. Þessi nýi hcr, snúningalipur og mcð meiri skot- kraft en fyrri herir, reyndist tertsí- unum banvænn andstæöingur. Eftir slaginn viö Breitenfeld höföu keisarinn og kaþólikkar um skeið varla nokkru liöi á að skipa gegn Svíum, og leitaði keisarinn þá í örvílnan sinni til Wallensteins. I lonum tóks furðufljótt aö koma á legg nýjum og öflugum hcr undir sinni stjórn. Gerði hann sér far um að læra hernaðarlist Svía, en bar jafnframt nógu mikla lotningu fyrir Gústafi Adólfi til að forðast úrslita- orrustu við hann. Leitaðist hann viö aö þreyta sænska herinn, króa hann frá Noröur-Þýskalandi og neyða hann til undanhalds. En haustið 1632 tókst Svíakonungi, eftir sannkallaða hraðgöngu sunn- an frá Núrnberg, að koma Wallen- stein á óvart viö Lútzen. Þoka við Lútzen Wallenstein hafði verið byrjaður á að dreifa liði sínu til vetursetu, þegar hann frétti að Svíaher væri á næstu grösum. Sendi hann þegar cftir því liöi sínu, er lagt var af stað frá lionum. Wallenstein fylkti her sínum þannig, að hægri fylkingar- armur var þykkur og studdist við veggi kastalans í Lútzen; vinstri armur var hinsvegar frekur veikur og vonaöist hershöfðinginn til að lið það, sem hann hafði sent eftir, kæmi nógu snemma til styrktar þeim megin. I lann hafði um 16.000 manns á móti 19.000 mönnum Gú- stafs, en þegar á leiö daginn hatöi það rnikið iið drifið að, keisara- hernum til hjálpar, að hann var orðinn að minnst kosti eins fjöl- mennur og óvinaherinn. Fyrir framan hægri fylkingararm Wall- ensteins var lág hæð þar sem vind- myllur stóðu, og hafði hann látið raða þar upp fallbyssum mörgum. Gústaf Adólf hafði ætlað að hefja orrustuna þegar í birtingu um morguninn, en niðaþoka lá yfir völlunum og þar að auki reykur frá brennandi húsunum í Lútzen. Var klukkan orðin ellefu, þegar loksins varð vígljóst. Aðeins rúmur tíundi hluti þess sænska hers, er hér var mættur til leiks, var sænskur í þrengstu merkingu orðsins, og aðeins um fimmtungur úr sænska ríkinu, drjúgur hluti þess liðs Finn- ar og Lívlendingar (Lettar og Eistir). Hitt var málalið af ýmsum þjóðum, einkum Þjóðverjar. Var sá háttur Gústafs Ádólfs, að hann sparaði sem mest sænska liðið, not- aði það einkum sem setulið á hern- aðarlega mikilvægum stöðum, enda var það tryggara, en tefldi málaliðinu þeim mun meir fram á orrustuvöllunum. Þessi hagsýni stafaði líka af því að sænska ríkið, svo fámennt sem það var, þoldi illa þann gífurlega manndauða, sem að jafnaði varö hlutskipti her- sveitanna. Orrusturnar gátu verið nógu mannskæöar, en margfalt' fleiri voru þó þeir hermenn, scm hrundu niður úr sjúkdómum. Gústaf Adólf reið sjálfur fram liði sínu að vanda og að hætti forn- konunga, bieði af því að honunr þótti gaman af að berjast og auk þess var þetta liður í persónudýrk- un þeirri á sjálfum sér, sem Itann ói á af mikilli natni og meö góðum árangri. Enda hafði hann oft verið hætt kominn; í einum slagnum hafði kúla hæft hann í hálsinn og sat þar síðan föst. og hægri liand- leggur hitns var að nokkru lamaður af völdum þess áverka eða annars. Þar aö auki v;ir hann bagalega nær- sýnn. I lunn var þá kominn undir fertugt. Wallenstein gekk ekki heldur heill til skógar. Var hann svo sár- þjáður af gigt, aö hann gat langtím- um saman ekki á heilum sér tekiö. Liö lians var, líkt og Svía, einkum málaliö af ýmsum þjóðernum. Fall Svíakonungs Gústaf Adólf hóf orrustuna með því aö sendii hörðustu liössveitir sínar, sænska og finnska riddara- liðiö, fram gegn hinum veika vinstra fylkingaramii Wallensteins. Keisarans menn tóku hraustlega á móti, en um hádegi var vinstri arm- ur þeirra í upplausn. í þeirri svipan kom fjölmennt liö keisarariddara á vettvang undir forustu manns þess, er Pappenheim hét, og var einn frægasti riddaraforingi stríösins. Tókst honum að rétta vinstri fylk- inguna við, en þegar í upphafi gagnáhlaupsins varpaöi fallbyssu- kúla honum úr hnakknum og varð það hans bani. Litlu síöar lét einn af herforingjum Wallensteins þeim megin, mótmælandi og haldinn samúð meö andstæöingunum, undan síga í staö þess að sækja fram. Varö þetta til þess að vinstri armur keisarahersins leystist upp á ný og sóttu nú Svíar að keisarafylk- ingunni bæði að framan og frá hlið. En í sama bili þykknaöi þokan svo á ný, að erfitt varð að þekkja vin frá óvini, og bjargaði þaö keisara- hernum í bili. Hinn sterki hægri fylkingararmur Wallensteins hafði til þessa hrundið öllum atlögum Svía, og urðu fallbyssurnar á vind- mylluhæðinni þeim einkum skæðar. Reið þá konungur sjálfur fram með smálensku riddaraher- deildinni til aðstoðar illa staddri fótgönguliðssveit á þeim hluta orr- ustulínunnar. Fékk liann þá skot í vinstri handlegginn, þann heiiá, Smálendingarnir nrisstu af honum í þokunni, keisarariddarar um- kringdu hann og særðu liann mörg- um sárum með skot- og lagvopn- um. Lét Svíakonungur þar líf sitt. Brostnar friðarvonir Nýjar sveitir keisararriddara komu þá á vettvang og tókst enn að rétta við bardagann vinstra megin. Óhug sló í fyrstu á sænska herinn, er fall konungs fréttist, en síðan fylltust menn áköfum vígamóði og hefndarlöngun, og var helsti for- Sjá 27

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.